Morgunblaðið - 11.04.2014, Blaðsíða 17
17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2014
ford.is
Ford F350 Super Duty 4x4 Crew Cab 6,7 Power Stroke V8 440 hö dísil, tog 1166 Nm, 6 þrepa sjálfskiptur TorqShift® SelectShift Automatic™.
Verð inniheldur hraðatakmarkara. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður getur verið frábrugðinnmynd í auglýsingu.
Sérpantaðu F350 sérsniðinn að þínum þörfum
NÝR FORD F350
Brimborg Reykjavík
Bíldshöfða 6
Sími 515 7000
Brimborg Akureyri
Tryggvabraut 5
Sími 515 7050
Nýir og notaðir bílar: Söludeildir eru opnar alla virka daga kl. 9-17 og laugardaga kl. 12-16
Varahlutaverslun og verkstæðismóttaka er einnig opin laugardaga kl. 12-16
ÞÚVILT HAFAHANN!
PANTAÐUBÍLINN EINSOG
FORD F350SD
6,7 POWER STROKE V8 DÍSIL
7.990.000 KR.FRÁ
440 HÖ. 6 ÞREPA SJÁLFSKIPTUR
4X4CREWCAB
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis
um aðdraganda og orsök erfiðleika
og falls sparisjóðanna sem kynnt var
í gær staðfestir, að mati Guðlaugs
Þórs Þórðarsonar, alþingismanns
Sjálfstæðisflokksins, þau varnaðar-
orð sem hann hafði uppi um spari-
sjóðina á síðasta kjörtímabili en hann
gagnrýndi m.a. eiginfjárhlutfall
sumra sjóðanna sem var undir lög-
bundnu lágmarki. „Ég get ekki sagt
að það sé ánægjulegt að hafa haft
rétt fyrir sér í þessu máli enda tjónið
mikið. En skýrsla rannsóknarnefnd-
arinnar staðfestir það sem ég var bú-
inn að vara við allt síðasta kjör-
tímabil en þáverandi ráðherrar og
ríkisstjórn hlustuðu ekki á,“ segir
Guðlaugur Þór, sem telur það ekki
síður alvarlegt að eftirlitsstofnanir
hafi brugðist í málum sparisjóðanna.
„Það er mikið áhyggjuefni að Fjár-
málaeftirlitið á þessum tíma skyldi
ekki koma í veg fyrir það sem gert
var og sjá til þess að farið væri að
lögum hvað sjóðina varðar. Þvert á
móti kom þáverandi forstjóri Fjár-
málaeftirlitsins, Gunnar Andersen,
fram og sagði
engin lög hafa
verið brotin og ég
hefði haft rangt
fyrir mér.“
Stóru rann-
sóknarskýrsl-
urnar þrjár um
efnahagshrunið,
Íbúðalánasjóð og
nú sparisjóðina
kosta samtals á
annan milljarð króna. „Það er rétt að
kostnaður við þessa skýrslu er mjög
mikill, en við fyrstu sýn er þetta
nokkuð vönduð skýrsla,“ segir Guð-
laugur Þór.
Hann telur að skoða verði af
hverju áætlun og eftirlit Alþingis um
rannsóknarskýrslunar hafi brostið.
„Það er mjög mikilvægt að við getum
rannsakað hluti sem fara úrskeiðis
en verkefnin verða að vera skil-
greind, áætlanir þurfa að standast og
eftirlit verður að vera til staðar.“
Skýrslan staðfestir varnaðarorð
Áhyggjuefni að
eftirlitsstofnanir
gripu ekki inn í
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Skýrsla Rannsóknarskýrsla Alþingis um sparisjóðina var kynnt í gær.
Guðlaugur Þór
Þórðarson
Í skýrslunni segir að reikningar frá
endurskoðunarfyrirtækjum til
sparisjóðanna hafi borið með sér að
„þau hefðu unnið margvísleg verk
fyrir þá, önnur en að endurskoða“.
„Flestir sparisjóðirnir keyptu til
dæmis innri endurskoðun af sama
endurskoðunarfyrirtæki og sá um
ytri endurskoðunina. Það var heim-
ilt til 2010. Sum verk, eins og þau
voru tilgreind á reikningum til
sparisjóðanna, voru þess eðlis að
spurningar vöknuðu um hvort
óhæði endurskoðendanna hefði
verið hafið yfir vafa. Þar var um að
ræða verkþætti eins og vinnu við
afstemmingar, gerð reikningsskila,
gerð ársreiknings, gerð sam-
stæðureikningsskila og gerð árs-
hlutareiknings. Margir greindu frá
því í skýrslum sínum fyrir rann-
sóknarnefndinni að endurskoð-
endur hefðu samið ársreikninga
fyrir sparisjóðina. Vísbendingar
um það var jafnframt að finna í
stjórnarfundargerðum sparisjóða.
Þeir endurskoðendur sem rann-
sóknarnefndin tók skýrslur af vís-
uðu því algjörlega á bug.“
Segir svo að endurskoðunar-
kostnaður sparisjóðanna í heild
hafi hækkað mikið 2006-2008.
Umfangsmikil Skýrsla rannsóknar-
nefndarinnar er í sjö bindum.
Yfirfóru
eigin árs-
reikninga
„Mér virðist við
fyrstu sýn að
skýrslan sé vönd-
uð og hafi að
geyma mikinn
fróðleik um það
viðfangsefni sem
rannsóknar-
nefndinni var ætl-
að að varpa ljósi á
og ég trúi því að
þetta verði mik-
ilvægt gagn fyrir stjórnsýslu og eft-
irlitsnefnd þingsins að vinna með,“
segir Einar K. Guðfinnsson, forseti
Alþingis. Í ljósi kostnaðar við rann-
sóknarskýrslur Alþingis telur Einar
að mögulega þurfi að breyta lögum
um rannsóknarnefndir og að Alþingi
þurfi að afmarka rannsóknarefni
með skýrari hætti.
Mikilvægt gagn fyrir
þingnefnd Alþingis
Einar K.
Guðfinnsson
Árni Páll Árna-
son, formaður
Samfylking-
arinnar, segir
skýrsluna stað-
festa þau mistök
sem voru gerð í
stjórnun spari-
sjóðanna fyrir
hrun. „Það er
áberandi hve víð-
tæk viðskipti voru
á vildarkjörum aðila sem voru þá
tengdir ráðandi öflum,“ segir Árni
en sem efnahagsráðherra tók hann
m.a. ákvörðun um að leggja ekki
meira fé í SpKef heldur færa hann
inn í Landsbankann. „Ég vildi lág-
marka tjón almennings sem var best
gert með þessum hætti og í samræmi
við stefnu Samfylkingarinnar.“
Vildi lágmarka
tjón almennings
Árni Páll
Árnason
Birgitta Jóns-
dóttir, kapteinn
Pírata, segist
lítið geta tjáð
sig um innihald
skýrslunnar,
enda nýkomin
með hana í
hendur. Hún vill
að rannsóknar-
skýrslurnar
verði keyrðar
saman enda telur hún það sláandi
hvað sama fólkið eigi oft í hlut í
rannsóknarskýrslunum. „Við
munum leggjast yfir þetta í sum-
ar og keyra saman rannsókn-
arskýrslur Alþingis til að fá betri
heildarsýn á efni skýrslnanna og
tengsl manna sem þar koma fyr-
ir.“
Vill samkeyra rann-
sóknarskýrslurnar
Birgitta
Jónsdóttir
„Ég velti því fyr-
ir mér þegar ég
horfi til fram-
tíðar hvort ekki
sé eftirspurn eft-
ir fjármálastofn-
unum eins og
sparisjóðum sem
sinna sínu nær-
samfélagi,“ segir
Katrín Jak-
obsdóttir, for-
maður Vinstri grænna. Hún segir
það sláandi að sjá hvernig hluta-
fjárvæðingin fór með sjóðina og
draga verði lærdóm af því. Spurð
um aðkomu síðustu ríkisstjórnar
segir hún að það hafi verið mat
manna að þarna hafi verið ákveðin
kjölfesta og menn hafi viljað sjá
áframhald á sparisjóðakerfinu.
Hlutafjárvæðing
sjóðanna sláandi
Katrín
Jakobsdóttir