Morgunblaðið - 11.04.2014, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2014
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Réttindi fóstra voru til umfjöllunar
fyrir Evrópuþinginu í gær, þegar
fulltrúar átaksins One of Us leit-
uðust við að telja þingmenn á að
setja reglur til að koma í veg fyrir
að fjármunir Evrópusambandsins
séu veittir til rannsókna,
heilbrigðisstarfsemi eða aðstoðar
við erlend ríki, þar sem fóstur eru í
húfi. Áskorun samtakanna kemur á
hæla mótmæla gegn fóstureyð-
ingum á Spáni og hjónaböndum
samkynhneigðra á Spáni, sem
þykja benda til þess að stuðningur
við íhaldssöm gildi hafi aukist.
Fyrsti einstaklingurinn til að
bera vitni fyrir þinginu í gær var
Patrick Gregor Puppinck, forseti
nefndarinnar á bak við átakið, en
hann sagði að nærri 2 milljónir
Evrópubúa hefðu léð málinu stuðn-
ing sinn og og því sjónarmiði að
„mannleg reisn og líf allra mann-
eskja væri mikilvægt frá getnaði“.
Hann hvatti til þess að sett yrði
bann við fjármögnun fóstureyðinga
gegnum þróunaraðstoð.
Myndi hamla rannsóknarstarfi
Fundurinn vakti mikla athygli
meðal stuðningsmanna og andstæð-
inga tillögunnar og vísa þurfti fólki
frá. Fjölmörg mannréttindasamtök
sendu frá sér tilkynningu á mið-
vikudag þar sem kröfur One of Us
voru sagðar ógna fjármögnun hvers
kyns samtaka sem ættu aðkomu að
því að veita fóstureyðingar eða
þjónustu tengda fóstureyðingum í
fátækari ríkjum heims. Aðrir hópar
hafa mótmælt áskoruninni á þeirri
forsendu að hún muni hamla rann-
sóknum á t.d. arfgengum sjúkdóm-
um.
Framkvæmdastjórar Evrópu-
sambandsins á sviði rannsókna og
þróunar voru viðstaddir áheyrn-
arfundinn en þeir sögðu í tilkynn-
ingu á miðvikudag að fram-
kvæmdastjórnin legði við hlustir og
mundi gera áfram.
Vilja að ESB
tryggi réttindi
fóstursins
Fara fram á að fjármunir sambands-
ins séu ekki veittir í þágu fóstureyðinga
AFP
Mótmæli Stjórnvöld á Spáni hafa
heitið því að takmarka rétt kvenna
til að gangast undir fóstureyðingu.
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Allt bendir til þess að ný lög sem
heimila að stúlkur allt niður í níu
ára og piltar eldri en 15 ára gangi í
hjónaband verði samþykkt í Írak á
næstu vikum. Löggjöfin, sem ber
heitið Jaafari Personal Status Law,
opnar einnig á að stúlkur yngri en
níu ára séu giftar með leyfi for-
eldra sinna; bannar konum að yf-
irgefa heimili sitt án samþykkis
eiginmannsins; veitir körlum sjálf-
krafa forsjá barna yfir tveggja ára
aldri við skilnað og gefur mönnum
leyfi til að nauðga konum sínum.
Lögin, sem einnig banna músl-
ímskum mönnum að kvænast kon-
um sem eru annarrar trúar, hafa
verið harðlega gagnrýnd af alþjóð-
legum mannréttindasamtökum,
sem segja þau stórt skref aftur á
bak fyrir íraskar konur og börn.
Andmælendur laganna segja þau
líkleg til að auka á sundrung í
írösku samfélagi en margir telja að
afgreiðslu þeirra sé ætlað að friða
íhaldssama síta-múslíma fyrir þing-
kosningarnar 30. apríl næstkom-
andi.
Stuðningsmenn laganna segja
hins vegar að með samþykki þeirra
sé eingöngu verið að lögleiða við-
teknar samfélagsvenjur.
Misnotkun leidd í lög
Í viðleitni til að nútímavæða
bönnuðu Írakar á 8. áratug síðustu
aldar að ungar stúlkur væru gefnar
í hjónaband af feðrum sínum og í
kjölfarið fækkaði barnungum
brúðum mikið. Árið 1997 höfðu að-
eins 15% íraskra kvenna verið gift
þegar þau voru börn og 2004 var
hlutfallið það sama. Árið 2007
sagðist hins vegar 21% ungra íra-
skra kvenna hafa verið gift á
barnsaldri, samkvæmt fréttamiðl-
inum Al-Monitor, og um mitt síð-
asta ár hafði fjórðungur íraskra
kvenna gengið í hjónaband sem
börn og 5% áður en þau náðu 15
ára aldri.
Ayad Allawi, fyrrverandi for-
sætisráðherra Íraks, sagði í sam-
tali við Telegraph í vikunni að með
lagasetningunni væri verið að lög-
leiða misnotkun á konum. Þá sagði
Joe Stork, framkvæmdastjóri hjá
Human Rights Watch, að hún
myndi valda viðvarandi sundur-
leitni, á sama tíma og stjórnvöld
segðust styðja jafnrétti fyrir alla.
AFP
Fylgjandi Íraskar konur halda á spjöldum til stuðnings löggjöfinni, sem byggist á Jaffari-lögspeki síta-múslíma.
Heimila barnagift-
ingar og nauðganir
Íraska þingið mun líklega staðfesta afar umdeild lög
Berja eiginkonuna ef
hún óhlýðnast
Meina eiginkonunni að vinna
Meina eiginkonunni að mennta sig
Berja eiginkonuna ef
hún fer út án leyfis
Meina eiginkonunni að
taka þátt í pólitísku starfi
Neyða dóttur sína í hjónaband
þótt hún sé of ung skv. lögum
Neyða dóttur sína í hjónaband
gegn vilja hennar
Stjórna því hvernig
dætur þeirra klæðast
74,6%
56,4%
49,8%
46,6%
40,4%
36,5%
33,2%
15,6%
Heimild: Sameinuðu þjóðirnar, 2013
Hlutfall íraskra manna 18 ára og eldri
sem finnst þeir eiga rétt á að ...
Áskorun One of Us er önnur beiðnin sem
kemur til kasta framkvæmdastjórnar
Evrópusambandsins og Evrópuþingsins í
gegnum svokallað European Citizens’
Initiative sem kynnt var til sögunnar fyr-
ir tveimur árum. Til að uppfylla kröfur
ECI þurfa beiðendur að safna a.m.k.
milljón undirskrifta í fjórðungi aðild-
arríkja og sækja um formlega viðurkenningu framkvæmdastjórnarinnar.
Hún er ekki skuldbundin til að grípa til aðgerða en þarf að taka formlega
og rökstudda ákvörðun í málinu innan þriggja mánaða.
Fyrsta áskorunin sem uppfyllti skilyrði ECI kom frá samtökunum
Right2Water og snéri að því að Evrópusambandið tryggði öllum íbúum
aðildarríkjanna aðgang að hreinu vatni. Framkvæmdastjórnin hét í kjöl-
farið að gera eitthvað í málinu en samtökunum þótti viðbrögðin heldur
lítilfjörleg og skorta metnað.
Söfnuðu milljón undirskriftum
EUROPEAN CITIZENS’ INITIATIVE
Nánari upplýsingar á www.heilsa.is
Fæst í apótekum og heilsuvöruverslunum
Oft er talað umMagnesíum sem„anti –stress“ steinefni
því það róar taugarnar og hjálpar okkur að slaka á. Magnesíum stjórnar og virkir um
300 ensím sem gegna mikilvægum hlutverkum í eðlilegri virkni líkamans. Það er
nauðsynlegt fyrir frumumyndun, efnaskipti og til að koma á jafnvægi á kalkmyndun
líkamans og fyrir heilbrigða hjartastarfsemi. Magnesíum er líka afar hjálplegt við
fótaóeirð út af vöðvaslakandi eiginleikum þess. Mjög gott er að taka magnesíum í
vökvaformi fyrir svefn til að ná góðri slökun og vakna úthvíldur.
Magnesium vökvi
• Til að auka gæði svefns
• Til slökunar og afstressunar
• Hröð upptaka í líkamanum
• Gott til að halda
vöðvunummjúkum
Virkar strax