Morgunblaðið - 11.04.2014, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2014
Blaðberar
Upplýsingar gefur Guðbjörg
í síma 860 9199
Blaðbera vantar í
Keflavík
•
Raðauglýsingar
Atvinnuauglýsingar
Smáauglýsingar 569 1100
Sumarhús
Sumarhús - Gestahús
- Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla -
Endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892 3742 og 483 3693,
www.tresmidjan.is
Óska eftir
KAUPUM GULL - JÓN & ÓSKAR
Kaupum allt gull. Kaupum silfur-
borðbúnað. Staðgreiðum. Heiðar-
leg viðskipti. Aðeins í verslun okk-
ar Laugavegi 61. Jón og Óskar,
jonogoskar.is - s. 552-4910.
Staðgreiðum gull, demanta og úr
Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex,
Cartier, Patek Philippe o.fl.
Hringdu núna og fáðu tilboð þér að
kostnaðarlausu!
www.kaupumgull.is
Opið alla daga 11–18.
Kringlan – 3. hæð
(Hagkaupsmegin)
Upplýsingar í síma 661 7000.
KAUPI GULL!
Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða-
meistari, kaupi gull, gullpeninga og
gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt,
gamalt og illa farið.
Leitið til fagmanns og fáið góð ráð.
Uppl. á demantar.is, í síma 699 8000
eða komið í Pósthússtræti 13 (við
Austurvöll).
Verið velkomin.
Skattframtöl
Skattframtal 2014
Aðstoða við gerð skattframtala fyrir
einstaklinga og rekstraraðila. Einnig
bókhaldsþjónusta f. smærri félög svo
og uppgjör og ársreikningar. Stofnun
félaga, bókhald húsfélaga o.m.fl.
Uppl. í síma 517 3977 eða fob@fob.is
Ýmislegt
TILBOÐ – TILBOÐ – TILBOÐ
Flottir dömuskór úr leðri,
skinnfóðraðir. Stakar stærðir.
Tilboðsverð: 3.500.
Komdu og líttu á úrvalið
hjá okkur!
Sími 551 2070.
Teg. 1052. Þægilegir og mjúkir
dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir. Litir:
bleikt og blátt. Stærðir: 36–40.
Verð: 16.650.
Teg. 2089. Þægilegir og mjúkir
dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir.
Stærðir: 36–40. Verð: 16.650.
Teg. 1949. Þægilegir og mjúkir
dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir.
Stærðir: 36–40. Verð: 16.650.
Teg. 38156. Þægilegir og mjúkir
dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir.
Litir: Grænt, svart og hvítt. Stærðir:
36–40. Verð: 15.885.
Teg. 4202. Þægilegir og mjúkir
dömuskór úr leðri. Stærðir: 36–40.
Verð: 15.885.
Teg. 36555. Þægilegir og mjúkir
dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir.
Stærðir: 36–41. Verð: 15.885.
Komdu og líttu á úrvalið
hjá okkur!
Sími 551 2070.
Opið mán.– föst. 10–18,
laugardaga 10–14.
Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf.
www.mistyskor.is
Erum einnig á Facebook.
Bílar
Til sölu LDV Maxus
Árg. ‘07, diesel, beinsk., ek. 92 þ. km.
Sér á yfirbyggingu. Nýskoðaður.
Verð kr. 990.000. Sími 699 0415.
Viltu selja bílinn?
Hærra uppítökuverð
Við staðgreiðum bílinn þinn og þú
getur þar með fengið staðgreiðslu-
afslátt af nýja bílnum. Sendu okkur
upplýsingar í gegnum www.seldur.is
og við sendum þér staðgreiðslutilboð
þér að kostnaðarlausu.
Skoda Octavia 1,9 Diesel 5/2010.
Ekinn 96 þús.km. Eyðsla 5,1 L í
blönduðum akstri. Skynsamlegur bíll
á lægra verði en flestir meira eknir
2008 Skodar.
Verð: 2.225.000,-
www.sparibill.is
Fiskislóð 16 – sími 577 3344.
Opið kl. 12–18 virka daga.
Bílaþjónusta
NICOLAI
BIFREIÐASTILLINGAR
Faxafeni 12 Sími 588-2455
Véla- og hjólastillingar
Tímareimar - Viðgerðir
Húsviðhald
Þjónustuauglýsingar 569 1100
Teg. Miriam – push up á kr. 6.850.
Teg. Selena – hálffylltur push up á
kr. 6.850.
Teg. Roksana – push up-haldari á
kr. 6.750.
Laugavegi 178, sími 551 3366.
Opið mán.–föst. 10–18,
laugardaga 10–14.
Þú mætir – við mælum og
aðstoðum.
www.misty.is
– vertu vinur
TILBOÐ - TAKMARKAÐ Í
STÆRÐUM
AÐEINS KR. 3.500,- BUXUR KR.
1.000,-
Laugavegi 178, sími 551 3366.
Opið mán.–föst. 10–18,
laugardaga 10–14.
Þú mætir – við mælum og
aðstoðum.
www.misty.is
– vertu vinur
Þjóðlagagítarpakki:
kr. 23.900. Gítar, poki, ól, auka-
strengir, stilliflauta og kennslu-
forrit.
Gítarinn ehf., Stórhöfða 27,
s. 552 2125.
www.gitarinn.is,
gitarinn@gitarinn.is
Hljóðfæri
Laga veggjakrot,
hreinsa þakrennur,
laga ryð á þökum
og tek að mér ýmis smærri
verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
✝ Sverrir Björns-son, húsa-
smíðameistari,
fæddist á Halldórs-
stöðum á Langholti
í Skagafirði 31.
desember 1935.
Hann lést 31. mars
2014.
Foreldrar hans
voru Björn Gísla-
son, bóndi og smið-
ur í Reykjahlíð í
Varmahlíð, f. 1900, d. 1988 og
Hallfríður Þorsteinsdóttir, hús-
freyja, f. 1911, d. 1986. Systkini
Sverris eru Sólborg, f. 1932,
Ingibjörg, f. 1942, d. 1943, Mín-
erva Steinunn, f. 1944, Þor-
steinn Páll, f. 1948 og Björn, f.
1951. Eiginkona Sverris er
Guðný Eyjólfsdóttir, f. í Reykja-
vík 18. apríl 1937. Foreldrar
hennar voru Eyjólfur Eyjólfs-
son, bifreiðarstjóri í Reykjavík,
f. 1887, d. 1963 og Gjaflaug Eyj-
ólfsdóttir, f. 1902, d. 1973. Börn
Sverris og Guðnýjar eru: 1)
Hallfríður, aðstoðarskólastjóri,
f. 1958. Maður hennar er Sig-
urlaugur Elíasson, myndlist-
armaður og ljóðskáld, f. 1957.
Sonur þeirra er Rökkvi, f. 1981.
2) Björn, húsasmíðameistari, f.
1961. Kona hans er Hrefna
Björg Guðmundsdóttir, geisla-
fræðingur, f. 1963. Dætur þeirra
eru: a) Sunna Björk, f. 1983.
Sambýlismaður Jón Krist-
jánsson, f. 1979 og dætur þeirra
eru Álfrún Anja, f. 2011 og
óskírð stúlka, f. 2013, b) Erla
Björt, f. 1991. Sambýlismaður
Konráð Þorleifsson, f. 1988. Þá
á Björn son, Tjörva, f. 1985.
Móðir hans er Hrönn Jónsdóttir,
f. 1959. 3) Eiríkur Þór, nuddari,
f. 1965. Kona hans er Gunnlaug
Kristín Ingvadóttir, for-
stöðumaður, f. 1965. Börn
þeirra eru Aron Vikar, f. 1994
og Tara Mist, f. 1996. 4) Eyjólfur
Gjafar, framkvæmdastjóri, f.
1968. Kona hans er Anna Pála
Gísladóttir, grunnskólakennari,
f. 1972. Börn þeirra eru Hólmar
Örn, f. 1990,
Trausti Már, f.
1999, Sverrir Rafn,
f. 2008, d. 2008 og
Kári Rafnar, f.
2010. 5) Sverrir,
sölustjóri, f. 1969.
Kona hans er Fríða
Ólöf Gunnarsdóttir,
hjúkrunarfræð-
ingur og flugfreyja,
f. 1971. Börn þeirra
eru Eyjólfur Andri,
f. 2003, Erna Sólveig, f. 2004 og
Atli Björn, f. 2010. Sverrir á
einnig dóttur, Elísu Mareyju, f.
1993. Móðir hennar er Jóna
Petra Magnúsdóttir, f. 1968.
Sverrir ólst upp í Skagafirði,
á Halldórsstöðum, í Geitagerði
og Stóru-Seylu þar til foreldrar
hans byggðu Reykjahlíð 1948 á
landskika úr Reykjarhóli. Skóla-
ganga Sverris hófst í farskóla í
Húsey. Hann fór í Gagnfræða-
skólann á Sauðárkróki og lærði
síðan trésmíðar í Iðnskólanum á
Sauðárkróki. Þaðan lá leiðin til
Reykjavíkur í starfsnám þar
sem hann lauk sveinsprófi í tré-
smíði. Í Reykjavík kynntist hann
konu sinni. Sverrir og Guðný
bjuggu sín fyrstu búskaparár í
Reykjavík, en fluttu til Sauð-
árkróks 1961 og hafa búið þar
síðan. Sverrir vann við trésmíð-
ar alla tíð þar til hann lét af
störfum vegna aldurs. Fljótlega
fór hann að vinna sjálfstætt með
mági sínum en saman ráku þeir
trésmíðaverkstæði. Um 1970
hóf hann störf hjá Trésmiðjunni
Borg, gerðist litlu síðar hluthafi
í fyrirtækinu og vann þar sem
húsasmíðameistari til starfs-
loka. Sverrir var meðlimur í
ýmsum kórum í gegnum tíðina,
m.a. Karlakór Sauðárkróks,
Kirkjukór Sauðárkróks og síð-
ustu árin Kór eldri borgara.
Hann var einnig meðlimur í
Lionsklúbbi Sauðárkróks í ára-
tugi.
Sverrir verður jarðsunginn
frá Sauðárkrókskirkju í dag, 11.
apríl 2014, kl. 14.00.
Ég minnist Sverris, elskulegs
tengdaföður míns. Hann var
hæglátur maður og yfirvegaður,
hafði mikið en gott skap. Hann
unni íslenskri náttúru og notaði
öll sumarfrí til þess að ferðast
um landið sitt með sínum besta
förunaut, Guðnýju. Honum
fannst óþarfi að þvælast út fyrir
landsteinana enda nóg að skoða
og njóta á Fróni. Hann vann
alla tíð langan dag, allt frá því
að hann var smápolli og féll
sjaldan verk úr hendi. Með
aldrinum lærði hann að slaka á
og naut þess að fylgjast með
barnabörnunum vaxa og dafna
og minntist stundum á að hann
hefði viljað hafa meiri tíma til
að fylgjast með og njóta æsku
sinna eigin barna.
Hann var mjög nýtinn en
aldrei nískur heldur einstaklega
örlátur. Sverrir átti auðvelt með
að sjá spaugilegar hliðar lífsins.
Hann gagnrýndi og tók gagn-
rýni af yfirvegun og hafði mik-
inn húmor fyrir sjálfum sér.
Hann var hjálpsamur og þótti
gaman að taka til hendinni og
þegar hann heimsótti okkur,
brottfluttu börnin, gat hann oft-
ast fundið eitthvað sem þurfti
að dytta að. Sverrir vildi hafa
hlutina í föstum skorðum og allt
á sínum stað. Ef ekki fannst
góður staður var smíðuð ný
hirsla enda lék allt í höndum
hans og hvað sem hann gerði
gerði hann vel. Það var alltaf
gott að koma á Smáragrundina
og þangað voru allir velkomnir,
fólk og ferfætlingar.
Það var sárt að horfa á
Sverri hverfa fyrir augum okk-
ar síðustu árin og finna hversu
mikið það fékk á hann að geta
ekki lengur verið hjálparhellan
og stuðningsmaðurinn sem hon-
um var svo eðlislægt. Hann var
tryggur og traustur maður sem
gott var að eiga að. Að sama
skapi var hann þakklátur og
sýndi þakklæti sitt auðmjúkur,
sérstaklega síðustu misserin
þar sem hann var í fyrsta sinn
öðrum háður.
Ég kveð mikinn öðling og
góðan vin með söknuði og eft-
irsjá. Ég veit að það verður vel
tekið á móti honum á nýjum
stað og er viss um að þar fær
hann að dytta að einhverju.
Anna Pála Gísladóttir.
Afi var lagarakarl og gaman
að fá að fylgjast með því sem
hann var alltaf að brasa. Við
munum eftir pípu- og vindla-
lyktinni og hvernig hann brosti
bara þegar hann var skamm-
aður fyrir reykingarnar. Það
var gott að fá að liggja á bumb-
unni hans og horfa á sjónvarpið,
þó að hún hafi nú aldrei verið
neitt sérlega mjúk var hlýtt í
fangi hans. Hann var með
stærstu eyrnasnepla sem við
höfum séð og okkur þótti þeir
einstaklega flottir og merkileg-
ir.
Afi var alltaf svo rólegur og
gott að spjalla við hann. Hann
var svona maður sem talar líka
við krakka og fannst þeir alveg
jafnmerkilegir og fullorðnir.
Hann spurði alltaf hvað við
værum að gera og hvernig
gengi í þessu og hinu og átti
auðvelt með að hlusta á sögur
því honum lá aldrei á.
Afi skammaði okkur aldrei en
samt vildum við ekki fyrir
nokkurn mun að hann yrði fyrir
vonbrigðum með okkur því að
við bárum alltaf svo mikla virð-
ingu fyrir honum. Afi var frá-
bær karl sem við munum sakna
mikið. Hvíldu í friði elsku afi.
Hólmar Örn
og Trausti Már.
Sverrir Björnsson