Morgunblaðið - 11.04.2014, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.04.2014, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2014 Gylfaflöt 16-18 •112 Reykjavik • Sími 553 5200 • solo.is Gotti Staflanlegur fjölnota stóll með eða án arma Fáanlegur í mörgum litum Verð frá kr. 28.500 Gerum tilboð í stærri verk www.facebook.com/solohusgogn Íslensk hönnun og framleiðsla Ný hönnun frá Sturlu Má Jónssyni Djasspíanistinn Sunna Gunn- laugs fær Berg- þór Pálsson söngvara til liðs við sig á hádeg- istónleikum í Háteigskirkju í dag sem hefjast kl. 12. Sunna og Bergþór munu flytja tónsmíðar Sunnu við ljóð ým- issa höfunda, m.a. Tómasar Guð- mundssonar, Óskars Árna Ósk- arssonar og Nínu Bjarkar Árnadóttur. Tvö verkanna sem flutt verða eru óútgefin en önnur er að finna á hljómdiski Sunnu, Fögru veröld, sem kom út árið 2002. Sunna og Bergþór í Háteigskirkju Sunna og Bergþór Tíundu tónleikar Malarinnar, tón- leikaraðar sem fram hefur farið á Malarkaffi á Drangsnesi, verða haldnir annað kvöld, 12. apríl, og hefjast kl. 21.30. Á tónleikunum kemur fram Hljómsveitin Eva sem hefur á undanförnum mánuðum getið sér gott orð fyrir skemmti- lega tónlist, hnyttna texta og lifandi sviðsframkomu. Í hljómsveitinni eru Sigríður Eir Zophoníasardóttir og Jóhanna Vala Höskuldsdóttir en þær stofnuðu hljómsveitina þegar þær voru saman í leiklistarnámi við Listaháskóla Íslands og nefndu sveitina eftir kærustum sínum. Dú- ettinn hefur m.a. samið og flutt tón- list í sýningu Leikfélags Akureyrar á Gullna hliðinu. Eva Sigríður Eir Zophoníasardóttir og Jóhanna Vala Höskuldsdóttir. Hljómsveitin Eva leikur í Mölinni Silja Björk Huldudóttir silja@mbl.is „Fyrst og fremst finnst mér mik- ilvægt að snerta við fólki og segja því sögu sem á erindi,“ segir Valur Freyr Einarsson höfundur leikrits- ins Dagbók jazzsöngvarans sem CommonNonsense frumsýnir í sam- starfi við Borgarleikhúsið á Nýja sviði leikhússins í kvöld kl. 20. Leik- stjóri sýningarinnar er Jón Páll Eyjólfsson, Ilmur Stefánsdóttir hannar leikmynd og búninga, Davíð Þór Jónsson gerir tónlist og hljóð- mynd en Björn Bergsteinn Guð- mundsson hannar lýsinguna. Leik- endur eru auk Vals Freys þau Kristbjörg Kjeld og Grettir Valsson. „Leikritið segir frá Ólafi Haralds- syni sem er hæglátur framkvæmda- stjóri. Í upphafi verksins fær hann mjög slæmar fréttir og við það fer af stað mikið uppgjör hans við sjálfan sig og fortíðina,“ segir Valur Freyr og bendir á að uppgjör Ólafs fari fram í gegnum einstakling sem sé honum ókunnugur. „Það er eldri kona, Stella, sem hringir í hann og færir honum þessar slæmu fréttir. Leikritið segir síðan frá sam- skiptum hans við Stellu sem þekkir hann og fjölskyldu hans talsvert betur en hann sjálfur. Hann kynnist þannig bæði sjálfum sér og fjöl- skyldu sinni gegnum hana,“ segir Valur Freyr og tekur fram að verkið fjalli um sorg og sorgarviðbrögð auk þess sem inn í það fléttast líka saga heimilisofbeldis frá fyrri tíð sem Ólafur vissi ekki af en varð samt fyr- ir áhrifum af. Erfitt að fylgja velgengni eftir Eins og sjá má hér að ofan er list- ræna teymið sem stendur að Dag- bók jazzsöngvarans það sama og setti upp hina geysivinsælu verð- launasýningu Tengdó fyrir rétt rúmum tveimur árum. Sýningin hlaut Grímuverðlaunin sem besta sýning ársins, Valur Freyr Ein- arsson var valinn leikskáld og jafn- framt leikari ársins í aðalhlutverki auk þess sem Davíð Þór var verð- launaður fyrir hljóðmynd sína. Það liggur því beint við að spyrja hvort erfitt sé að fylgja velgengni Tengdó eftir. „Já, það er alveg hrikalegt. Ég er búinn að gefast mörgum sinnum upp. Það var í raun ekki fyrr en ég ræddi við ágætan vin minn, Pál Valsson, sem er margreyndur útgef- andi og rithöfundur sjálfur og þekk- ir mjög vel þá krísu að þurfa að fylgja velgengni eftir, sem ég gat farið að vinna verkið af alvöru. Páll benti mér á að ég væri nú þegar bú- inn að sanna mig sem leikhúslista- maður og ráðlagði mér því að slaka á. Það voru mjög góð ráð. Upp frá því gat ég sleppt takinu. Fram að því hafði mér fundist allt sem ég skrifaði ómögulegt og glatað. Einnig hafði ég ítrekað spurt sjálfan mig um erindi leikritsins og hvort þetta væri nógu stór saga sem skipti nógu miklu máli og fyrir hvern hún væri. En það merkilega er að maður getur ekki svarað þessum spurningum fyrr en maður er búinn að skapa sjálft listaverkið. Þannig að það er ákveðin sjálfhelda að vera of gagn- rýninn á sjálfan sig í miðju sköp- unarferlinu.“ Meira skáldaleyfi í þetta sinn Aðspurður hvernig saga Ólafs Haraldssonar hafi komið til sín segir Valur Freyr að verkefnið hafi í raun sprottið upp úr Tengdó á sínum tíma. „Í kjölfarið á þeirri sýningu fór ég að tala við mann, sem er mér nákom- inn, sem var þá að glíma við krabbamein og út frá þeim samtölum kviknaði hug- myndin að þessu verki. Þetta er kynslóðaleikrit, sem fjallar um tengsl feðra við börnin sín og hvernig tengsl og tengslaleysi fer ómeðvitað milli kyn- slóða,“ segir Valur Freyr og tekur fram að fljótlega hafi þetta meginþema hins vegar yfirtekið söguna. Þannig að þó að verkið hafi byrjað sem heimildaleikhús í anda Tengdó, hafi rannsóknin á endanum orðið mun víðtækari. „Ég talaði við fjölda einstaklinga sem og fagfólk á borð við geðlækna. Þó að það séu ákveðin atriði í verkinu sem eru beintengd þessum manni er þetta samt ekki sagan hans. Ég tek mér því miklu meira skáldaleyfi í þessu verki en í Tengdó, sem var sönn saga eins langt og það hugtak nær,“ segir Valur Freyr. Stórkostleg leikkona Spurður um val sitt á Kristbjörgu Kjeld í leikarahópinn segir Valur Freyr sig hafa langað til að vinna með henni í nokkur ár. „Við lékum í fyrsta sinn saman í Heddu Gabler í Þjóðleikhúsinu fyrir þremur árum. Mér finnst hún svo stórkostleg leik- kona og manneskja að mig hefur síðan langað til að vinna með henni í verkefni af þessu tagi. Hún er svo opin og forvitin og í raun enn leit- andi manneskja þó að hún sé að nálgast áttrætt. Hún liggur hins vegar ekkert á skoðunum sínum. Ég talaði við hana áður en ég fór að skrifa verkið og var enn að móta persónur verksins. Þá spurði ég hana hvort hún gæti hugsað sér að leika eldri karlmann eða miðaldra, svarta konu og hún var opin fyrir hvoru tveggja. Mér finnst þessi af- staða hennar svo stórkostlega falleg og hún er mikil fyrirmynd.“ Ljósmynd/Jón Páll Eyjólfsson Forvitin „Hún er svo opin og forvitin og í raun enn leitandi manneskja þó að hún sé að nálgast áttrætt, “ segir Valur Freyr Einarsson um Kristbjörgu Kjeld, sem leikur á móti honum í verkinu Dagbók jazzsöngvarans. Þurfti að sleppa takinu  CommonNonsense frumsýnir Dagbók jazzsöngvarans á Nýja sviði Borgar- leikhússins í kvöld  Fjallar um tengsl feðra við börn sín sem og tengslaleysi „Það stóð ekki til að hann yrði með í sýningunni. En hann er á sviðinu allan tímann, elsku drengurinn,“ segir Valur Freyr Einarsson um Gretti, son sinn. Að sögn Vals Freys steig Grettir fyrst á svið í Óliver fyr- ir fimm árum og hefur síðan árlega tekið þátt í stórri leik- sýningu, m.a. Mary Poppins. „Hann sótti það mjög stíft að vera með. Í verk- inu er sjö ára drengur sem er afgerandi afl í framvindunni og ég ætl- aði að leysa það með öðrum hætti en að vera með barn. En svo fengum við Gretti á æfingu til að skoða málið og eftir það var hreinlega ekki aftur snúið. Það var svo miklu sterkara að hafa drenginn alvöru- dreng, en ekki mið- aldra karla að þykjast vera drengur.“ Sonurinn í lykilhlutverki REYNSLUMIKILL LEIKARI Grettir Valsson og Valur Freyr Einarsson. Í gær birtist í Financial Times umfjöllun gagn- rýnanda blaðins um tónleika Ás- geirs Trausta í Union Chapel í Lundúnum. Rýn- irinn gefur þeim þrjár stjörnur og segir söngtext- ana fulla af mögnuðum norrænum myndum en tónlistin sé hins vegar fullfalleg og hófstillt fyrir textana. Þá segir hann textana hljóma betur á íslensku en ensku, þegar þeim hætti til að hverfa í fagurt hvísl. Hljómar betur á íslensku en ensku Ásgeir Trausti

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.