Morgunblaðið - 11.04.2014, Blaðsíða 19
Framlag til Hörpu hefur falist í
endurgreiðslu á fjármögnun bygging-
arinnar en tilgangur nýs samkomu-
lags um Hörpu er að skjóta stoðum
undir rekstur hennar með það að
markmiði að hann verði eins sjálfbær
og kostur er. Samkvæmt því munu
Reykjavíkurborg og ríkið leggja
Hörpu til sérstök framlög fyrir árin
2013-2016 í réttu hlutfalli við eignar-
hlut þeirra í félaginu.
Borgarhátíðarsjóður
Á þessu ári bætast tónlistarhátíð-
irnar Sonar Reykjavík, Reykjavík
Midsummer Music og Tectonics við
þær hátíðir sem njóta samstarfs-
samnings til þriggja ára úr svoköll-
uðum Borgarhátíðarsjóði, sem ætlað
er að örva nýsköpun í hátíðahaldi í
Reykjavík. Fyrir eru á samningi
Iceland Airwaves, HönnunarMars,
Jazzhátíð, Blúshátíð, Bókmennta-
hátíð, Myrkir músíkdagar, Food-
&Fun, Hinsegin dagar – Reykjavík
Gay Pride, Leiklistarhátíðin Lokal og
Reykjavík Dance Festival. Listahátíð
í Reykjavík nýtur síðan hæsta fram-
lags til hátíða með þríhliða samningi
við ríki og borg er gildir til ársloka
2015.
Samningar efli faglegt starf
Í starfsáætluninni segir að með
gerð samstarfssamninga til þriggja
ára sé mun sterkari stoðum rennt
undir faglegt starf í listalífi borgar-
innar. Stærsti samningurinn í ár er
við Heimili kvikmyndanna til rekstr-
ar Bíós Paradísar og Menningar-
félagið Tjarnarbíó vegna Tjarnar-
bíós, en jafnframt eru langtíma-
samningar við Nýlistasafnið, Kling og
Bang, Samtök um danshús til rekstr-
ar dansverkstæði og Myndhöggvara-
félagið í Reykjavík.
Tónlistarhópurinn Nordic Affect
er Tónlistarhópur Reykjavíkur 2014.
Sviðslistamiðstöðin í Tjarnarbíói
og Sjónlistamiðstöð á Korpúlfs-
stöðum njóta hæstu styrkjanna
vegna innri leigu að undanskildu
Borgarleikhúsi. Iðnó, SÍM Hafnar-
stræti 16, Myndhöggvarafélagið Ný-
lendugötu 13B og 15 og Grafíkfélagið
í Hafnarhúsi njóta einnig niður-
greiddrar innri leigu fyrir starfsemi
sína.
Fram kemur í starfsáætluninni að
Menningar- og ferðamálaráð setji sér
árlega nýjar verklagsreglur við út-
hlutun styrkja. Eru helstu breytingar
vegna þessa árs þær að ekki verður
um skyndistyrki að ræða heldur ein-
ungis árlega styrkjaúthlutun enda
áhersla frekar lögð á fjölgun lang-
tímasamninga og Borgarhátíðarsjóð.
„Borg með hjarta“
Starfsemi menningar- og ferða-
málasviðs er á þessu ári rekin undir
yfirskriftinni „Borg með hjarta“. Á
það að endurspegla áherslur og
helstu markmið með starfseminni í ár
og miðla því að hvers konar borgar-
brag sviðið vill stuðla. „Í því að vera
borg með hjarta felst m.a. að setja
mannréttindi í öndvegi og vinna að
því að Reykjavík sé manneskjuleg og
hlýleg borg – jafnt fyrir þá sem hér
búa og hina sem sækja okkur heim,“
segir í starfsáætluninni.
Morgunblaðið/Rósa Braga
Menningarnótt Dagskráin, sem
er jafnan fjölbreytt, hefur notið
mikilla vinsælda frá upphafi.
Skipting rekstrar Skipting gjalda
Stjórnun sviðs
Stofnanir sviðs
Styrkir og samstarfssamningar
Annað
Launakostnaður
Innri leiga húsnæðis, áhalda og tækja
Styrkir og framlög án innri leigu
Annar rekstrarkostnaður
23%
2%
21%
38%
18%
4%
41%
53%
Leikfélag Reykjavíkur
Listahátíð Reykjavíkur
Sjónlistarmiðstöð Korpúlfsstöðum
Ráðstefnuborgin Reykjavík
Tjarnarbíó
Aðrir styrkir og samstarfssamningar
Sinfóníuhljómsveit Íslands
Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa
Borgarbókasafn Reykjavíkur
Listasafn Reykjavíkur
Minjasafn Reykjavíkur
Höfuðborgarstofa
Menningarmiðstöðin Gerðuberg
Ljósmyndasafn Reykjavíkur
Viðey
Styrkir og samningar Stofnanir sviðs
44% 41%
22%
15%
9%
9%
9%
30%
5%
5%
3%
2%2%2%2%
Reykjavík - skipting útgjalda til menningar-
og ferðamála 2014
Framlög Reykjavíkurborgar til lista- og
menningarstarfsemi á þessu ári nema nær
fjórum milljörðum króna. Stærsti hlutinn er vegna styrkja og samstarfssamninga. Ólíklegt er að tekist verði á
um menningarmálin í kosningabaráttunni í vor. Um meginstefnuna á þessu sviði ríkir þverpólitísk samstaða.
Menningarstarfsemin sem borgaryfirvöld standa fyrir eða styrkja er afar fjölbreytt og sýnir aðsókn borgarbúa
að söfnum og einstökum viðburðum að hún nýtur mikilla vinsælda.
SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2014
Menningarkortið sem Reykjavík-
urborg hóf að selja fyrir þremur ár-
um nýtur talsverðra vinsælda með-
al áhugafólks um menningu og
listir í höfuðborginni. Verða nokkur
þúsund borgarbúar sér úti um það
árlega.
Kortið, sem gildir í eitt ár hverju
sinni, veitir aðgang að listasöfnum
og minjasöfnum og gildir jafnframt
sem bókasafnskort. Innifalin eru
allir viðburðir og sýningar. Að auki
veitir kortið fjölmörg fríðindi á
veitingastaði safnanna, safnversl-
anir og fleira. Fá korthafar reglu-
lega sent rafrænt fréttabréf.
Fyrir kortið greiða handhafar
5.500 krónur. Einnig er hægt að
kaupa árskort sem eingöngu gildir í
Listasafn Reykjavíkur eða Minjasafn
Reykjavíkur og kostar 3.300 krónur.
Sérkort fyrir Borgarbókasafn
Reykjavíkur kostar 1.700 krónur.
Ókeypis er í söfn borgarinnar fyr-
ir börn og eldri borgara (sjötíu ára
og eldri) og öryrkja.
Til marks um hagkvæmni menn-
ingarkortsins má nefna að aðgang-
ur á hverja sýningu í Listasafni
Reykjavíkur og Minjasafni Reykja-
víkur kostar 1.300 krónur. Miðinn
gildir í einn dag á allar sýningar
þessara stofnana.
gudmundur@mbl.is
Menningarkort
nýtur vinsælda
Morgunblaðið/Einar Falur
Sýningar Mikil aðsókn er jafnan að
listsýningum í söfnum borgarinnar.
Sjóminjasafnið í vandræðum
Aðdragandi málsins var sá að eitt
safnanna, sjálfseignarstofnunin Vík-
in Sjóminjasafn, hafði notið veru-
legra styrkja frá borginni á grund-
velli þjónustusamnings. Vegna
rekstrarerfiðleika safnsins var óskað
eftir því að borgin yfirtæki starfsemi
þess að fullu með eignum og skuld-
um og gerði að borgarsafni. Athugun
leiddi í ljós að slík breyting yrði að
fela í sér umfangsmeiri endurskoðun
og sameiningu safna borgarinnar.
Þverpólitísk samstaða var um
málið í menningar- og ferðamálaráði
og í borgarstjórn. „Sameinað safn
getur orðið öflugt safn fyrir borg-
arbúa og aðdráttarafl fyrir ferða-
menn ef vel tekst til en sameining-
arverkefnið verður krefjandi,“
bókuðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks-
ins í menningar- og ferðamálaráði.
gudmundur@mbl.is
Morgunblaðið/Heiddi
Sjóminjar Víkin Sjóminjasafn við Grandagarð hóf starfsemi árið 2005 að
frumkvæði borgarstjórnar. Bæjarútgerð Reykjavíkur var áður í húsnæðinu.
Lífið er til þess að njóta gæða
– veldu steik eins og steik á að bragðast
Barónsstíg 11
101 Reykjavík
argentina.is
Borðapantanir
551 9555