Morgunblaðið - 11.04.2014, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 11.04.2014, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2014 ✝ Guðrún Jóns-dóttir fæddist á Hólmavík 17. jan- úar 1916. Hún lést á Heilbrigðisstofn- uninni á Blönduósi 30. mars 2014. Foreldrar henn- ar voru hjónin Jón Hallgrímsson. f. 27.1. 1891. d. 15.6. 1967, og Steinunn Jósefsdóttir. f. 21.8. 1886, d. 16.12. 1977. Þau bjuggu nær allan sinn búskap á Hnjúki í Vatnsdal, A-Hún. Guð- rún var einkabarn þeirra hjóna. Guðrún giftist 18. janúar 1948 Sigurði Sveini Magnússyni frá Brekku í Þingi A-Hún., f. 4.8. 1915, d. 6.8. 2000. For- eldrar hans voru hjónin Magnús B. Jónsson og Sigrún Sigurð- ardóttir ábúendur þar. Börn Guðrúnar og Sigurðar eru: 1) Jón Þórhallur, f. 23.3. 1947, kona hans var Alda Björns- dóttir, f. 15.1. 1946, d. 20.2.1994. Þau ólu upp fóst- urdóttur, Rögnu Guðmunds- dóttur, f. 31.8. 1970. Kona Jóns er Þórhalla Sigurgeirsdóttir, f. 11.10. 1953. 2) Magnús Rúnar, Alexander Maron, og Sigurður Sveinn, f. 9.1. 1980, hans dóttir er Írena Katrín. Þau slitu sam- vistir. Núverandi sambýliskona Steindórs er Aasne Jamgrav. Þá ólu Sigurður og Guðrún upp frá fimm ára aldri Laufeyju Sigurðardóttur, f. 24.11. 1960. Hennar maður er Reidar J. Óskarsson. Hún á eina dóttur, Sigríði Erlu Jónsdóttur, f. 1.7. 1981. Guðrún flutti fimm ára með móður sinni að Hnjúki og ólst þar upp. Hún stundaði nám við Kvennaskólann á Blönduósi vet- urinn 1932-33. Flutti hún suður til Reykjavíkur 1947 og bjó þar í átta ár. 1955 hóf hún ásamt manni sínum búskap á Hnjúki og bjuggu þar til 1994 en 1. jan- úar það ár fluttu þau til Blönduóss. Þar keyptu þau sér hús á Mýrarbraut 25. Guðrún var félagslynd mjög og átti kvenfélagshugsjónin hug henn- ar allan. Hún var formaður Kvenfélags Sveinsstaðahrepps um árabil og í stjórn Heimilis- iðnaðarsafnsins lengi vel og naut hún þess að leggja safninu liðveislu. Útför Guðrúnar fer fram frá Blönduóskirkju í dag, 11. apríl 2014, og hefst athöfnin klukkan 14. Jarðsett verður í Þingeyra- kirkjugarði. f. 7.2. 1951. Hann kvæntist Maríu Kristínu Guðjóns- dóttur, f. 5.12. 1958. Þeirra börn eru Guðjón, f. 12.3. 1978, kona hans er Jóhanna Margrét Sveinsdóttir, þeirra börn eru Magnús Már, Sigurður Sveinn og Kristín María. Sigurður Rúnar, f. 27.10. 1981, hans kona er Maríanna Gestsdóttir, hans dætur eru Bríet Sara og Harpa Katrín. Jóhanna Guðrún, f. 22.3. 1987, sambýlismaður hennar er Gunnlaugur Hlöð- versson, hennar dóttir er María Hrönn Snæfeld og Steinunn Hulda, f. 12.12. 1988, sambýlis- maður hennar er Jónas Rúnar Guðmundsson, þeirra sonur er Rúnar Snær. Þau slitu sam- vistir. Núverandi kona Magn- úsar er Anna Eiríksdóttir, f.1.6. 1951. 3) Stefán Steindór, f. 11.3. 1955, var í sambúð með Ernu Þormóðsdóttur, f. 14.9. 1957. Þeirra synir eru Valur, f. 25.12. 1976, hans sambýliskona er Tina Rothstein, hans sonur er Þegar ég var 5 ára gömul var ég send í fóstur í sveitina til þeirra hjóna Sigurðar og Guð- rúnar. Ég var heil 16 ár hjá þeim sem þeirra fósturdóttir. Það var gaman að alast upp í sveitinni með strákunum þeirra og öllum dýrunum sem þar voru. 19 ára kynnist ég Jóni Guð- björnssyni og árið 1981 eignuð- umst við dóttur okkar Sigríði Erlu og fluttumst á Hvamms- tanga. Þrátt fyrir það lá leiðin oft að Hnjúki. Voru það góðir tímar og margar góðar minning- ar þaðan bæði úr æsku og seinni tíð. Eftir að Siggi og Nunna, eins hún var oftast kölluð, fluttu á Blönduós fór ég oft í heimsókn þangað og alltaf var tekið jafn- vel á móti manni. Mínar bestu minningar eru að hafa setið með þeim í kaffi og spjallað. Eftir að Siggi fellur frá dvaldist ég oft hjá henni og eyddi hún miklum tíma í að sýna mér handavinn- una sína, eins og að mála dúka, sauma út, perluföndur og margt margt fleira. Henni var margt til lista lagt og eftir hana liggja mörg og falleg verkin. Gróður- húsið og gróðurinn í garðinum var henni hugleikið og lágu leið- ir okkar oft þangað út þar sem hún dvaldist lengi meðan hún hafði heilsu til að sinna því. Þótt móðir mín sé nú aðeins minningin ein mun ég ávallt minnast hennar með glöðu geði og dýpstu virðingu, hugheilu þakklæti og hjartans hlýju, fyrir allt og allt. (Sigurbjörn Þorkelsson) Ég vil senda mínar dýpstu samúðarkveðjur til Jóns, Magn- úsar, Steindórs og fjölskyldna þeirra. Ykkar fósturdóttir, Elísabet Laufey Sigurðardóttir. Mig langar til að skrifa nokk- ur orð um hana ömmu mína, Guðrúnu Jónsdóttur, ömmu á Hnjúki og síðar á Mýrarbraut á Blönduósi. Það voru mikil forréttindi sem barn að hafa aðgang að ömmu og afa. Þau voru alltaf til staðar, hvort sem mann vantaði félagsskap, aðstoð eða bara eitt- hvað að borða. Við afi vorum oft saman í útiverkunum en amma eyddi ófáum klukkutímunum við að aðstoða mann við dönskuna eða bara að halda manni við lær- dóminn. Hún gat alltaf gefið sér tíma til að aðstoða, spjalla eða bara að grípa í spil við okkur systkinin. Hún var eins og al- vöru ömmur eiga að vera, góð- hjörtuð, umhyggjusöm og með mikið jafnaðargeð. Stundum reyndi nú á það þegar við bræð- ur vorum í fótbolta uppi á gangi, eða bara í eltingaleik milli her- bergja. Hún hafði ávallt mikinn áhuga á því sem maður tók sér fyrir hendur og spurði um allt milli himins og jarðar. Eftir að ég flutti suður þá töluðum við oft saman í síma, hún hringdi oftast og spurði um veðrið, færðina, hvað maður hafði gert, hvort maður hafði hitt einhverja sem hún þekkti eða bara hvað maður hafði fengið sér í kvöldmat. Amma og afi fluttu út á Blönduós 1994 og bjuggu sér til fallegt heimili á Mýrarbraut 25. Þangað var alltaf komið við í smá kaffi og spjall ef maður átti leið hjá. Oft gistum við á Mýr- arbrautinni þegar við fjölskyld- an skruppum norður og stund- aði ég það iðulega að birtast bara óvænt inn um dyrnar eða að láta strákana mína labba inn til hennar, þar sem hún sat við eldhúsborðið að leggja kapal eða sat við sjónvarpið. Hún varð alltaf jafn hissa og glöð. Ég mun svo sannarlega sakna þessara stunda. Þegar ég kveð hana Nunnu ömmu, þá koma margar góðar minningar upp sem ég geymi í hjarta mínu og ég er svo glaður yfir því að börnin mín hafi feng- ið að njóta nærværu hennar og alúðar eins og ég. Takk fyrir allt, amma mín, nú eruð þið afi saman á ný. Guðjón Magnússon. Ég mun varðveita minning- arnar um þig elsku amma. Amma kær, ert horfin okkur hér, en hlýjar bjartar minningar streyma um hjörtu þau er heitast unnu þér, og hafa mest að þakka, muna og geyma. Þú varst amma yndisleg og góð, og allt hið besta gafst þú hverju sinni, þinn trausti faðmur okkur opinn stóð, og ungar sálir vafðir elsku þinni. Þú gættir okkar, glöð við undum hjá, þær góðu stundir blessun, amma kæra. Nú hinstu kveðju hjörtu okkar tjá í hljóðri sorg og ástarþakkir færa. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Sigríður Erla Jónsdóttir. Elsku besta amma okkar. Við trúum því eiginlega ekki að hún elsku amma sé farin frá okkur, einhvern veginn trúði maður því innst inni að hún yrði alltaf til staðar fyrir okkur syst- urnar þegar við kæmum heim á Blönduós. Hún var þessi fasti punktur í lífi okkar, sem við gát- um alltaf stólað á. Við áttum alltaf samastað hjá ömmu. Amma kvartaði aldrei, var aldr- ei veik, var alltaf á sínum stað á Mýrarbrautinni og alltaf eins. Hún var okkur systrum svo mik- ilvæg. Við gátum alltaf leitað til ömmu sama hvað bjátaði á. Við eyddum mörgum stundum með henni, bjuggum ófá sumrin og eyddum óteljandi kvöldum í að spila rommý og spjalla við hana, en það var ansi mörgum spila- stokkum spilað út á Mýrarbraut 25, það er óhætt að segja. Það var svona eins og vorboð- inn, það klikkaði ekki að rétt eft- ir páska fór hún amma að spyrja okkur systur hvort við kæmum ekki til að búa hjá henni yfir sumartímann. Amma hlakkaði ekkert minna til þess að fá okk- ur til að búa hjá sér heldur en við hjá henni. Hún beið alltaf svo spennt eftir því að við kæmum til þess að eyða með henni tíma og fylla heimilið hennar af lífi. Í okkar huga var Mýrarbraut 25 okkar heimili líka, við áttum okkar herbergi og okkar dót þarna. Við vorum varla komnar inn úr dyrunum þegar hún fór að spyrja hvort við værum ekki svangar, hvort við vildum ekki fá okkur að borða, ef við svör- uðum nei þá spurði hún hvort við vildum ekki ís eða nammi, hún var svo gestrisin og vildi alltaf að öllum liði vel. Amma elskaði að ferðast og hitta fólk, hún bar það ekki fyrir sig að skella sér suður til Reykjavíkur og til baka sam- dægurs í veislu þó svo hún væri komin yfir nírætt. Amma var kjarnorkukona og maður heyrði hana aldrei tala illa um náung- ann. Amma fann alltaf það góða í öllum og er hún svo sannarlega fyrirmyndin okkar, betri mann- eskju er vart hægt að finna. Hún amma var heiðurskona sem allir litu upp til, svo yndisleg, svo góð og vildi allt fyrir alla gera. Við systur vorum svo virkilega háð- ar þessari yndislegu konu sem hún amma okkar var. Við erum svo þakklátar fyrir að hún hafi fengið að kynnast börnunum okkar og að þau hafi fengið að kynnast henni. Hún geislaði þegar hún fylgdist með þeim leika um gólfið. Hún var mjög stolt af sínu fólki. Elsku yndislega amma okkar, takk æðislega fyrir allar frá- bæru stundirnar sem við systur höfum átt með þér. Það var svo yndislegt hvað þú varst stolt af okkur systrum, endalaust að hrósa og hampa því sem við gerðum. Amma, þú ert jafnmik- ill gimsteinn í okkar augum og við vorum í þínum. Við söknum þín, elsku amma, og lifum með yndislegar minningar í hjörtum okkar, við vitum að þú ert á góð- um stað núna í faðmi afa. Þínar skottur, Jóhanna og Steinunn. Heiðurskonan, frænka mín, Guðrún Jónsdóttir frá Hnjúki í Vatnsdal, er nú horfin yfir móð- una miklu 96 ára gömul. Guðrún Frímannsdóttir, amma hennar frá Helgavatni í sömu sveit, var systir Steinunnar móðurömmu minnar og ræktuðu þær systra- dæturnar, Hulda móðir mín og Steinunn, dóttir Guðrúnar, ætíð góð vináttutengsl sín á milli og svo hefur einnig verið með okk- ur Guðrúnu. Guðrún frá Hnjúki bjó í húsi sínu á Blönduósi töluvert fram yfir nírætt, en húsið keyptu þau Sigurður maður hennar fyrir mörgum árum, þegar þau fluttu á góðum aldri frá Hnjúki. Húsið veitti þeim hjónunum og síðar henni eftir lát Sigurðar gott svigrúm til athafna, rækta rósir og grænmeti, hafa fallegt í kringum sig, taka á veglegan hátt á móti vinum og vanda- mönnum og svo var húsið án þröskulda. Það síðastnefnda þreyttist frænka mín aldrei á að segja mér, enda var hún lítið fyrir þröskulda, bæði í eiginlegri og óeiginlegri merkingu. Guðrún var mannblendin, hafði ánægju af því að ferðast og sækja mannamót. Hún var fag- urkeri og slyng handavinnu- kona. Komin yfir nírætt þeytti hún rokkinn sinn í Heimilisiðn- aðarsafninu á Blönduósi, þar sem hún að beiðni safnstjórans, Elínar frá Torfalæk, sýndi hvernig þráður var spunninn úr þelinu. Sjálf naut ég frændseminnar við nöfnu mína. Gisti hjá henni og spjallaði við hana um alla heima og geima. Við fórum í smá ferðalög yfir í Skagafjörð, gist- um á Króknum og borðuðum fín- an mat í Lónkoti. Fyrir fáum ár- um fórum við á handverkssýninguna á Hrafna- gili til að sjá hvað þar var efst á baugi. Eftir lát hennar verða ferðir mínar til Blönduóss fá- breyttari og ég mun sakna vinar í stað. Vertu kært kvödd af mér og mínum börnum. Þú varst okkur fyrirmynd sem sýndi hvernig hægt er að lifa lífinu lifandi og vera fjölda fólks til gleði og ánægu, þótt aldurinn færist yfir. Guðrún Jónsdóttir, arkitekt. Guðrún Jónsdóttir frá Hnjúki hefur kvatt þessa jarðvist í hárri elli, en hún var 98 ára gömul er hún lést. Það eru 65 ár síðan ég kynntist Guðrúnu, Nunnu eins og hún var kölluð í daglegu tali. Ég var við nám í Reykjavík árin 1949-51 og þá var ég svo heppinn að hafa fengið fæði og húsnæði hjá þeim hjónum Sig- urði og Guðrúnu sem þá bjuggu þar ásamt foreldrum Nunnu, þeim Jóni Hallgrímssyni frá Hnjúki og Steinunni Jósefsdótt- ur. Þau höfðu nokkrum árum áð- ur flutt til Reykjavíkur þegar Jón og Steinunn hættu búskap og jörðin var seld frænda Jóns, Gunnari Hall kaupmanni í Reykjavík. Þegar svo Gunnar lenti í erfiðleikum í sínum rekstri vildi hann selja Hnjúk. Hnjúkur hafði verið í eigu sömu ættarinnar í á annað hundrað ár og Jón gat illa hugsað sér að hann yrði nú eign vandalausra. Það varð því úr að þau hjónin Sigurður og Guðrún keyptu Hnjúk. Sigurður Magnússon var frá Brekku í Þingi. Þau hefja mikla uppbyggingu á jörðinni, reisa þar tveggja íbúða hús og byggja jafnframt upp öll útihús. Það þurfti mikið áræði til að ráðast í svo kostn- aðarsamar framkvæmdir en þau voru mjög samstiga í þessu verki ungu hjónin. Það er svo ár- ið 1955 sem þau flytja öllu norð- ur aftur og hefja þar búskap. Heimilið á Hnjúki var jafnan rómað fyrir myndarskap. Hún var alin upp við mikinn menn- ingarbrag, en Steinunn móðir hennar tók mikinn þátt í fé- lagsskap kvenna og Guðrún erfði það og var í formennsku kvenfélags sveitarinnar og starfaði einnig að kvenfélags- málum eftir að hún flutti til Blönduóss. Sigurður var dríf- andi bóndi og þau hjón bjuggu með blandað bú, sauðfé, kýr og hross. Eftir að ég flutti til Reykja- víkur fór ég á hverju hausti norður í Hnjúk um hrossaréttir og alltaf var mér jafn ljúfmann- lega tekið og þegar við hjónin áttum leið um Norðurland var alltaf komið við hjá Nunnu. Góð- ur vinskapur hefur haldist með okkar fjölskyldum frá því kynnt- umst. Árið 1994 láta hjónin búið alfarið í hendur Magnúsar sonar síns en hann ásamt þáverandi konu sinni hafði í nokkur ár rek- ið félagsbúskap með foreldrum sínum. Á Blönduósi keyptu þau sér gott hús með fallegum garði og bjuggu þar vel um sig. Guð- rún var mjög dugleg að sækja alls konar námskeið í hannyrð- um og öðrum listiðnaði eins og heimili hennar bar vott um. Hún undi sér vel á Blönduósi og Sig- urður hélt áfram að hjálpa til við búskapinn á Hnjúki og stunda sína hrossarækt. Sigurður fellur frá í ágúst árið 2000 en eftir það bjó Guðrún ein í húsinu og hugs- aði um sig sjálf þar til hún fékk inni á Héraðshælinu á Blönduósi í júní á síðasta ári. Sonardætur hennar, dætur Magnúsar, dvöldu oft hjá henni þegar þær voru við vinnu á Blönduósi og voru það mestu ánægjustundir Nunnu að hafa þær hjá sér. Segja má um Guðrúnu að hún lifði mjög farsælu lífi. Hún lifði í góðu samhentu hjónaband og þeim hjónum búnaðist vel. Þau eignuðust þrjá myndarlega syni. Ég er mjög þakklátur fyrir öll okkar kynni og samveru. Við hjónin sendum okkar innilegustu kveðjur til allra að- standenda. Kári Arnórsson. „Kynslóðir koma, kynslóðir fara.“ Þessar ljóðlínur komu upp í hugann þegar ég fékk þær fréttir að hún Guðrún frá Hnjúki hefði kvatt. Þegar leiðir okkar Guðrúnar lágu fyrst sam- an var ég kornung og nýflutt í héraðið, en hún komin á miðjan aldur búandi ásamt Sigurði manni sínum á Hnjúki í Vatns- dal. Á sjöunda áratug síðustu ald- ar réðust konur innan vébanda Sambands austur-húnvetnskra kvenna í að koma upp safni sem einkum tengdist heimilisiðnaði. Konurnar fengu til afnota fyrir munina hús sem upphaflega hafði verið byggt sem fjós og hlaða við Kvennaskólann á Blönduósi. Grunnurinn var lagð- ur að Heimilisiðnaðarsafninu sem hefur þróast í tímans rás, en það er önnur saga. Frá upphafi tengdist Guðrún þessu safni traustum böndum. Hún var m.a. gjaldkeri þess í áraraðir. Á meðan safnið var í litla safnhúsinu sinnti Guðrún ásamt vinkonum sínum oft safn- vörslu. Hún var ávallt boðin og búin að koma í safnið hvenær sem á þurfti að halda og þeyta rokkinn sinn fyrir skólabörn og aðra gesti. Gjarnan var hún uppábúin í íslenskan búning og að horfa á hana spinna var hrein unun, rétt eins og fóturinn væri límdur við fótafjölina. Hún hafði mikla ánægju af að spjalla við börn, spyrja hverra manna þau væru og ræða við gesti um landsins gagn og nauðsynjar um leið og hún spann. Þessu sinnti hún nokkrum sinnum á ári hverju fram undir 95 ára ald- urinn. Þá eru ótaldir munirnir sem hún hefur gefið til safnsins, bæði gerðir af henni sjálfri en einnig móður hennar Steinunni Jósefsdóttur (1886-1977) sem var einstök hannyrðakona. Það var ævinlega gestkvæmt hjá Guðrúnu, ekki aðeins á Hnjúki heldur líka eftir að þau hjón fluttu á Blönduós. Þau voru höfðingjar heim að sækja og Guðrún naut þess vel að bera á borð ljúffengar veitingar. Og þó Guðrún byggi ein síðustu æviár- in, minnkaði ekki gestagangur- inn, fólk á öllum aldri sótti til hennar. Hún var einstaklega viðræðugóð, vel að sér um menn og málefni og stálminnug. Hún hafði ánægju af allskyns handa- vinnu, naut sín í föndrinu með eldri borgurum og hafði gaman af að sýna afraksturinn. Hún átti fallegan garð á Hnjúki og var ekki lengi að búa til fallegan garð á Blönduósi. En nú er komið að leiðarlok- um og löng lífsganga að baki. Það er gott að eiga minningar um hana Guðrúnu, hún var sönn heiðurskona. Með hlýjum kveðjum til fjöl- skyldu hennar frá okkur Jó- hannesi, Elín S. Sigurðardóttir. Guðrún Jónsdóttir ✝ Okkar ástkæri HARALDUR STEFÁNSSON flugvélstjóri, Sunnuvegi 3, Reykjavík, lést í faðmi ástvina sinna þriðjudaginn 8. apríl. Útför hans verður gerð frá Áskirkju þriðjudaginn 15. apríl kl. 11.00. Kristín Rögnvaldsdóttir, Stefanía Haraldsdóttir, Sigfús Ægir Árnason, Jón Ellert Sverrisson, Þorgerður Edda Birgisdóttir, börn og barnabörn. ✝ Ástkær móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÖF ODDNÝ JÓHANNA ÓLAFSDÓTTIR, lést á Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, sunnudaginn 6. apríl. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 14. apríl kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hennar er bent á Dvalarheimilið Hlíð, Akureyri. Hjörtur og Steingerður, Karl, Ólöf og fjölskyldur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.