Morgunblaðið - 11.04.2014, Blaðsíða 29
MINNINGAR 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2014
✝ Benedikt Stef-ánsson fæddist
á Hlíð í Lóni 10.
desember 1917.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnun Suð-
austurlands 4. apríl
2014.
Hann var sonur
hjónanna Kristínar
Jónsdóttur og Stef-
áns Jónssonar.
Börn Kristínar af
fyrra hjónabandi voru: Guð-
laug, Páll, Egill, Guðrún og
Skafti. Börn Kristínar og Stef-
áns auk Benedikts voru: Ragna,
Jón og Kristín. Fósturbróðir og
alltaf talinn með í systk-
inahópnum var Einar Bjarna-
bjuggu á Hvalnesi frá 1951 til
1987 er þau fluttu á Höfn í júní
það ár.
Benedikt var mikill bókamað-
ur, las þær og safnaði, einkum
þó ljóðabókum á seinni árum.
Hann hlaut í vöggugjöf einstaka
tónlistarhæfileika, átti orgel
sem hann lék á af snilld og hafði
mikla og fallega söngrödd.
Benedikt átti frumkvæði að
stofnun Karlakórsins Jökuls og
Gleðigjafa, kórs eldri borgara á
Höfn. Með þessum kórum söng
hann um árabil. Auk kórstarfa
vann hann að ýmsum öðrum fé-
lagsmálum. Þá hafði hann alla
tíð brennandi áhuga á þjóð-
málum, gekk kornungur í Sjálf-
stæðisflokkinn og studdi hann
staðfastlega allt til æviloka.
Benedikt lést á Heilbrigðis-
stofnun Suðausturlands þar sem
hann hafði dvalið í tæp þrjú ár.
Útför hans fer fram frá Hafn-
arkirkju á Höfn í dag, 11. apríl
2014, kl. 14.
son. Af þessum
systkinum eru á lífi
Ragna og Jón.
Benedikt ólst
upp á Hlíð við hefð-
bundin sveitastörf
þeirra tíma.
Hinn 8. desem-
ber 1950 giftist
hann Valgerði Sig-
urðardóttur frá
Höfn. Hún er dóttir
hjónanna Agnesar
Bentínu Móritzdóttur og Sig-
urðar Eymundssonar. Börn Val-
gerðar og Benedikts eru: Stef-
án, Agnes Sigrún, Sigurður
Eyþór, Benedikt Óttar og Krist-
ín. Afkomendur þeirra eru alls
25. Valgerður og Benedikt
Lengi hafa vindar leikið á tjaldstrengi
mína.
Ég hef legið við skör, og ég vakti og
hlustaði lengi
á hófatök þau sem dvínuðu fjær og
fjær
og fann hvernig þögnin læddist í mína
strengi.
Enn fara lestir, það lætur í silum og
klökkum
og leiðin til vaðsins er auðkennd með
gamalli vörðu.
Já, nú væri tíð að taka dót sitt í klif.
Tjaldhæla mína dreg ég bráðum úr
jörðu.
(Guðmundur Böðvarsson)
Tjaldið er fallið. Harpan er
þögnuð, í henni átti hann marga
strengi. Djúpa, volduga hljóma
sem minntu á „Hamraborgina“
þar sem sungið var á silfur-
strengi, mildan streng þar sem
„Glókollurinn“ í vöggunni fær
sínar góðu óskir. Síðan óður til
jarðneskrar fegurðar og strengir
sem bærðust fyrir blíðvindi ást-
arinnar: „Hvað er rós og blómin
dala móti djúpu meyjarauga,
mátt er allan sigrað fær.“
Alla þessa hljóma átti hann.
Elsku bróðir og vinur. Guð
leiði þig á nýjum brautum. Þökk-
um samfylgdina.
Sendum fjölskyldu hans inni-
legar samúðarkveðjur.
Jón Stefánsson og
Ragna Gunnarsdóttir.
Hinn 4. apríl féll afi minn
Benedikt Stefánsson frá á 97.
aldursári og minnist ég hans með
söknuði en jafnframt gleði í
hjarta. Bestu minningar mínar
um afa voru frá Hvalnesi í Lóni,
austasta bænum í Austur-Skafta-
fellssýslu þar sem afi og amma
bjuggu frá árinu 1951-1987 og
sinntu sínum búskap. Á hverju
sumri á æskuárunum dvaldist ég
á Hvalnesi þar sem ég fékk að
kynnast stórbrotinni náttúru og
sveitastörfum eins og þau gerð-
ust hvað frumstæðust. Dvöl mín á
þessum einstaka stað gaf mér svo
mikið en stærstan hluta æsku-
minninga minna tengi ég við
sveitina og samveruna við ömmu
og afa á Hvalnesi. Afi Bensi, eins
og hann var alltaf kallaður, og
amma Valgerður kenndu mér
margt hvort sem um verksvit eða
hugvit var að ræða, sem ég bý
enn að. Ég hafði góðum og gild-
um verkum að gegna þegar ég
kom í sveitina. Stærsta og
ábyrgðarmesta hlutverkið var
„kúarektorsstaðan“ sem ég sinnti
með fullum huga. Afi var yfirleitt
mættur í fjósið í bítið til að hand-
mjólka kýrnar sem voru yfirleitt
tvær til þrjár auk nokkurra kálfa.
Eftir mjaltir voru þær svo reknar
út í haga og flórinn mokaður af
mikilli innlifun og natni. En þær
voru nokkrar ferðirnar með hjól-
börurnar sem fóru forgörðum
sem er ekki furða, því það var
frekar erfitt verk fyrir lítinn
krakka að halda jafnvægi með
hjólbörur fullar af kúamykju.
Hann afi minn var mikill lífs-
kúnstner, pólitíkus og listhneigð-
ur til muna og lét til sín taka á
mörgum sviðum. Hann var mikill
söngvari og og söng til að mynda
með karlakórnum Jökli og
kirkjukór Stafafellskirkju, einnig
spilaði hann á orgel hvort sem
var í stofunni í Hvalnesi eða í
Stafafellskirkju.
Afi minn og amma hafa alltaf
talist vera mjög gestrisin og var
mjög gestkvæmt í Hvalnesi í þá
daga. Ekki voru kræsingarnar
sparaðar á veisluborðinu þegar
gesti bar að garði og hnallþórur
framreiddar eins og í fermingar-
veislum, þökk sé ömmu minni,
Valgerði.
Minningar eins og þessar eru
fjölmargar, hvort sem þær
tengdust fjósinu, heyskap, fjár-
húsum, neftóbaki, sterkum póli-
tískum skoðunum, spilum, söng
eða orgelleik eru þær ljóslifandi
og ylja mér um hjartarætur þeg-
ar ég rifja þær upp.
Benedikt Stefánsson átti langa
og viðburðaríka ævi og var alltaf
heilsuhraustur en hans tími var
kominn. Ég þakka fyrir þær
stundir sem ég átti á Hvalnesi
þegar ég var barn og fyrir góðar
minningar um afa minn þann
merka mann. Kveð ég þig, elsku
afi minn, með þessu kvæði:
Góðar minningar geyma
gefur syrgjendum fró.
Til þín munu þakkir streyma
þér munum við ei gleyma.
Sofðu í sælli ró.
(Höf. ók.)
Þuríður Stefánsdóttir.
„Eitt það erfiðasta við að verða
svona hundgamall eins og ég er
orðinn, er sú staðreynd að flestir
vina minna eru dánir og ég sit
einn eftir. Orðinn gagnslaus og
sjónlaus og með sjóninni fór það
sem veitti mér mesta afþrey-
inguna í ellinni.“
Ég minnist þessara orða Bene-
dikts vinar míns, nú þegar hann
hefur kvatt og haldið í slóð forn-
vina sinna. Bensi var sterkur per-
sónuleiki sem bar að mörgu leyti
svipmót Hvalness, staðarins sem
hann var jafnan kenndur við. Þar
bjuggu þau Valgerður sín mann-
dómsár, ráku bú og ólu upp börn-
in fimm. Lífsbaráttan var oft
hörð. Ræktunarland lítið og sam-
göngur lengi erfiðar, ekki sízt
þegar vegarslóðinn lagðist undir
vetrarsnjóa eða lónið stóð uppi.
Ég hitti Bensa fyrst árið 1974,
þá nýfluttur til Hornafjarðar,
þegar við Agnes fórum með for-
eldrum hennar í heimsókn að
Hvalnesi. Stofan var lítil í gamla
húsinu en móttökurnar hjartan-
legar. En eitt kom mér ánægju-
lega á óvart. Kynni mín af hér-
aðsbúum bentu til þess að þeir,
öfugt við Vestfirðingana mína,
forðuðust umræður um pólitík og
héldu sig frá þrætum um slíka
hluti.
En Bensi byrjaði strax að yf-
irheyra mig um afstöðu til lands-
mála og þreifa á pólitískum skoð-
unum kauða. Þarna um
tvítugsaldurinn taldi ég mig
vinstrisinnaðan en Bensi var fé-
lagi í Sjálfstæðisflokknum til
hinstu stundar. Og við tókum
þarna harða pólitíska rimmu,
báðir rómsterkir en Bensi þó öllu
fremur. Þrætan tók skjótan endi
þegar Valgerður kom og sussaði
á okkur, nú ættum við að fá okkur
kaffi og hætta þessum hávaða.
Þetta var fyrsta en ekki eina
samtal okkar Bensa um pólitíkina
og mismunandi skoðanir komu
ekki í veg fyrir vaxandi vinskap
okkar. Fjörutíu ár hafa liðið og
margt breyttist. Benedikt og Val-
gerður brugðu búi af ástæðum
sem hér verða ekki raktar og
fluttu til Hafnar. Ég gerðist
framsóknarmaður og Bensi hafði
oft ýmislegt við stefnu sinna
manna að athuga. Skoðanir okk-
ar í mörgum málum féllu stöðugt
meira saman og báðir höfðum við
ánægju af spjallinu. Alltaf var
jafn gaman að koma í Brautar-
holt, ræða við Bensa og fá kaffi-
sopa hjá Valgerði. Jafnvel eftir að
hann varð að flytja á hjúkrunar-
heimilið tókum við umræður um
þjóðmálin. Ósammála um forset-
ann en sammála um flest annað,
ekki sízt Evrópusambandið. Á
hans löngu ævi höfðu Íslendingar
fengið fullveldi, þá sjálfstæði og
loks umráð fiskimiðanna. Bensi
gat ekki hugsað sér að glata
þessu aftur og fékk að kveðja
þessa jörð í frjálsu landi.
Benedikt var vinmargur og
jafnan miðpunktur mannfagnað-
ar. Hann var valinn til margvís-
legra trúnaðarstarfa. Í sýslu-
nefnd Austur-Skaftafellssýslu
áttum við samleið. Þar var hann
góður liðsmaður og einn for-
göngumanna héraðsskjalasafns
og útgáfu Skaftfellings. Bóklest-
ur og tónlist skipuðu háan sess í
lífi hans. Lék á orgel sér og öðr-
um til skemmtunar, afburða
söngmaður og einn stofnenda
Karlakórsins Jökuls. Félagslynd-
ur og hafði yndi af heimsóknum
góðra vina. Fjölfróður og minn-
ugur var hann og sagði þannig
frá að unun var á að heyra. Eng-
inn veit hvað úr honum hefði orð-
ið við aðrar aðstæður, en Bensi
var sáttur við líf sitt og þakkaði
farsæld sína henni „Valgerði
sinni“.
Ótalmargt flýgur um hugann
en eftir situr söknuður og þakk-
læti fyrir liðnar stundir.
Við Agnes færum Valgerði, og
afkomendum þeirra samúðar-
kveðjur okkar. Góða ferð til sum-
arlandsins bjarta, kæri vinur.
Guðbjartur Össurarson.
Meira: mbl.is/minningar
Benedikt
Stefánsson
✝ Margrét Magn-úsdóttir fædd-
ist 9. febrúar 1928,
hún lést 30. mars
2014. Guðmundur
Sigurþórsson
fæddist í Reykjavík
26. nóvember 1927,
hann lést 2. apríl
2014.
Foreldrar Mar-
grétar voru Magn-
ús Guðjónsson frá
Bakkagerði á Stokkseyri, f. 28.
ágúst 1899, d. 19. apríl 1991, og
Bjargey Guðjónsdóttir frá Hliði
í Grindavík, f. 4. apríl 1907, d.
27. september 1989. Systkini
Margrétar voru: Guðjón, sem er
látinn, og eftirlifandi systir,
María Ólöf.
Foreldrar Guðmundar voru
Sigurþór Guðmundsson, f. í
Klöpp á Stokkseyri 29. október
1897, d. 23. október 1938, og
Þjóðbjörg Jónsdóttir, f. á
Hvassahrauni, Vatnsleysu-
strandarhreppi 23. mars 1896,
d. 11. janúar 1961. Bræður Guð-
mundar voru tveir Guðmundar,
tvíburar sem létust skömmu eft-
ir fæðingu, og Jón, sem er einn-
ig látinn.
Margrét og Guðmundur
gengu í hjónaband árið 1949 og
eru börn þeirra: 1) Erna Bjarg-
ey, gift Rúnari Vernharðssyni,
og eiga þau þrjár dætur, Mar-
gréti, Berglindi og Nönnu
Björk, og fimm barnabörn. 2)
Sigurþór, giftur Ólöfu Ástu Þor-
steinsdóttur og eiga þau þrjú
börn, Auði Ýri, Guðmund og
Bryndísi Ýri, og eitt barnabarn
sem fæddist 7. mars síðastliðinn.
Útför Margrétar og Guð-
mundar fer fram frá Graf-
arvogskirkju í dag, 11. apríl
2014, og hefst athöfnin kl. 11.
Amma og afi eru látin. Minn-
ingarnar streyma fram í hug-
ann og fyrir utan söknuðinn er
sterkasta tilfinningin þakklæti
fyrir að hafa átt slíkt sómafólk
að.
Í huga mínum er sunnudag-
ur. Við rennum í hlað hjá
ömmu og afa í Mosó. Þrjár
systur í aftursætinu, tilbúnar í
notalegheitin sem alltaf fylgja
heimsóknum fjölskyldunnar til
þeirra hjóna. Afi opnar úti-
dyrnar brosandi út að eyrum
með stríðnisglampa í augum og
spyr: „Fær afi toss?“ Systur
eru ekki í vandræðum með það,
þrír kossar fyrir afa. Eftir það
liggur leiðin inn í eldhús til
ömmu, sem er að undirbúa
sunnudagskaffið. Hún stendur
á háum hælum, með nýlagt
hárið (því það er fastur liður að
fara í lagningu á laugardögum)
og nostrar við veitingar af
ýmsu tagi. Við fáum að hjálpa
ömmu við að leggja á borð en
alltaf leggur hún lokahönd á
kaffiborðið, sem þarf að sjálf-
sögðu að vera eins „elegant“ og
kostur er. Amma er nefnilega
mikil dama og okkur systrum
finnst gríðarlega gaman að fá
að leika okkur með gamla
spariskó af henni (sem eru
„dottnir úr móð“), ásamt göml-
um veskjum og ilmvatnsglös-
um. Í minningunni er afi gjarna
að sýsla eitthvað í garðinum
eða bílskúrnum og við fáum
stundum að fylgjast með eða
hjálpa til. Fótboltinn hjá
Bjarna Fel. hefur líka fastan
sess hjá honum og pabba, þar
sem þeir bölva leikmönnum
iðulega fyrir slóðagang og slen.
Annar fastur liður í sunnudags-
heimsóknum til ömmu og afa er
svo að horfa á Húsið á sléttunni
áður en haldið er heim á leið.
Í huga mínum er aðfanga-
dagur. Fjölskyldan ekur Vest-
urlandsveginn í snjóhríð og
snarbrjáluðu veðri, klukkan al-
veg að verða sex. Þegar við
komumst fram hjá Úlfarsfellinu
er það versta yfirleitt yfirstaðið
og við rennum upp að ömmu-
og afahúsi á litlum fólksbíl
drekkhlöðnum af jólagjöfum.
Ilmurinn sem tekur á móti okk-
ur er ólýsanlegur; ilmur af jól-
um. Tartalettur, möndlugraut-
ur, hamborgarhryggur og
kjúklingur (grillaður sérstak-
lega handa undirritaðri, sem
ekki getur hugsað sér að leggja
reykt svínakjöt sér til munns á
jólum). Amma er í essinu sínu;
húsið glansar af hreinlæti,
kertaljós úti um allt og sælgæti
í „lekkerum“ skálum. Inni í
horni stendur svo lítið jólatré
og gjafirnar fylla hálfa stofuna
– bernskujólin sem aldrei
gleymast.
Við systur uxum úr grasi og
amma og afi fluttu úr Mosó í
Grafarvoginn. Þau voru svo
heppin að fá íbúð í sama stiga-
gangi og Sigurþór og Ásta, son-
ur og tengdadóttir, sem átti
eftir að reynast ómetanlegt fyr-
ir alla fjölskylduna þegar árin
færðust yfir. Þarna gátu amma
og afi verið í sinni eigin íbúð í
skjóli þess að afkomendur
þeirra voru aðeins steinsnar
frá. Þau voru bæði komin á eft-
irlaun og gátu tekið lífinu með
meiri ró, laus við stóra garðinn
og viðhald á húsinu. Afi
spreytti sig í tréútskurði með
góðum árangri og leyfði afkom-
endum stundum að njóta af-
rakstursins. Amma dundaði við
bakstur og annað á heimilinu,
fyrirmyndarhúsfreyja alla tíð.
Saman gengu þau lífsins veg
í hartnær 70 ár og ganga nú
saman á vit feðra sinna og
mæðra. Farið í friði, elsku
amma og afi, með þökk fyrir
allt.
Berglind Rúnarsdóttir.
Að eiga eina góða fjölskyldu
er dásamlegt en að eiga tvær
góðar fjölskyldur eru forrétt-
indi. Fjölskyldurnar tvær
tengjast órjúfanlegum vináttu-
böndum sem teygjast nú yfir
fjórar kynslóðir. Þið stóðuð
okkur nærri og voruð mikil-
vægur þáttur í uppvexti okkar.
Þið voruð til staðar á gleði-
stundum í lífi okkar og fögn-
uðuð með okkur mikilvægum
áföngum. Þegar eitthvað bját-
aði á var gott að finna fyrir
þeirri miklu hlýju og væntum-
þykju sem ykkur var svo eðl-
islæg. Guðmundur hafði þá oft
samband, hugsaði til okkar,
styrkti og sendi hlýja strauma.
Það ríkti alltaf mikil eftir-
vænting þegar von var á ykkur
í sveitina. Þið komuð flest sum-
ur, keyrandi norður og dvölduð
hjá okkur í nokkra daga. Það
var spennandi að fylgjast með
ykkur keyra heim móinn því
ekki var víst þið kæmuð á sama
bíl og sumarið áður. Þegar þið
komuð í sveitina var oft farið í
skemmtilegar bílferðir, nánasta
umhverfi skoðað og nesti snætt
úti í náttúrunni. Oft var þétt-
setið við eldhúsborðið í Fagra-
nesi þar sem málin voru rædd
og glatt á hjalla. Notalegt var
að sitja hjá ykkur því þið höfð-
uð svo góða nærveru.
Þegar við komum suður var
alltaf komið við hjá ykkur. Það
var alltaf gott að koma á heim-
ili ykkar sem var fallegt og
hlýtt. Maddý, þú varst hin full-
komna húsmóðir, allt sem þú
gerðir, gerðir þú vel hvort sem
um var að ræða matseld eða
hannyrðir.
Veitingar sem á borð voru
bornar voru alltaf ljúffengar og
ríkulegar. Öll höfum við búið í
Reykjavík í lengri eða skemmri
tíma. Þá var gott að eiga heim-
ili að heiman þar sem við vor-
um ávallt velkomin og tekið var
á móti okkur með hlýju faðm-
lagi. Þið tókuð okkur eins og
um ykkar eigin barnabörn væri
að ræða. Þið hlustuðuð á okkar
hugðarefni og sýnduð einlægan
áhuga, sama hversu lítilfjörlegt
það var. Það var alltaf hægt að
treysta á góð ráð og leiðbein-
ingar ef við leituðum eftir þeim.
Þið nutuð þess að eiga hvort
annað að og voruð alla tíð mjög
samrýmd. Þið voruð umvafin
kærleika afkomenda ykkar.
Fjölskyldan og samvera skiptu
ykkur öllu máli.
Mikið sem við eigum eftir að
sakna mjúku faðmanna ykkar,
hlátursins og hlýjunnar. Takk
fyrir samleiðina, ástina og um-
hyggjuna.
Fagranessystkinin,
Guðný, Stefanía, Heiða,
Sigga og Sigurður Óli.
Margrét Magnúsdóttir og
Guðmundur Sigurþórsson
✝
Móðir mín,
GRÓA EYJÓLFSDÓTTIR,
Vallarbraut 8,
Seltjarnarnesi,
lést á elliheimilinu Grund þriðjudaginn 8. apríl.
Fyrir hönd aðstandenda,
Pétur G. Gunnarsson.
✝
Stjúpfaðir okkar og fósturfaðir,
EINAR ANDRÉS EINARSSON
frá Skálará í Keldudal,
Dýrafirði,
síðast til heimilis að Grýtubakka 6,
lést á Vífilsstöðum miðvikudaginn 9. apríl.
Hann verður jarðsunginn frá Bústaðakirkju
þriðjudaginn 15. apríl kl. 13.00.
Edda Björgmundsdóttir,
Bragi Björgmundsson,
Einar Már Gunnarsson
og fjölskyldur.