Morgunblaðið - 11.04.2014, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 11.04.2014, Blaðsíða 21
FRÉTTIR 21Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2014 Áttu fullt af græjum sem liggja ótengdar? Leyfðu okkur að aðstoða! S: 444 9911 – hjalp@taeknisveitin.is – www.taeknisveitin.is Tengjum heimabíóið Setjum upp þráðlaust net Standsetjum nýju tölvuna Tengjum saman ólíkar græjur Sjónvarpsmerki í öll sjónvörpin Lagnavinna á heimilinu ...og margt, margt fleira! Hvað gerum við? TÆKNISVEITIN til þjónustu reiðubúin! Við komum til þín, veitum ráðgjöf, setjum tækin upp, gerum við, leggjum lagnir, tengjum tækin saman við önnur og fáum allt til að virka. Svo færðu kennslu líka ef þörf er á því. Ármúli 32 | 108 Reykjavík | Sími 568 1888 | www.parketoggolf.is Brooklyn Pine Stærð: 8x243x2200mm egi og Grænlandi, þar sem Ístak starfaði sem undirverktaki móður- félagsins, og tryggja að verksamn- ingum yrði ekki rift. Slíkt hefði get- að haft alvarlegar afleiðingar en yfir 70% af heildarveltu Ístaks eru vegna verkefna í Noregi og Græn- landi. Áður hefur verið greint frá því í Morgunblaðinu að eftir samn- ingsviðræður við verkkaupendur tókst Ístaki að halda átta af þeim níu verkefnum sem það var með í Noregi og hefur það að auki gengið frá samningum um ný verkefni. Starfsemi Ístaks tók algjörum stakkaskiptum í kjölfar banka- hrunsins 2008. Velta fyrirtækisins vegna verkefna erlendis fór frá því að vera 10-15% yfir í að vera um 80%. Árleg velta Ístaks hefur verið um 20 milljarðar króna og starfs- menn um 600. Á síðari hluta ársins 2013 þurfti fyrirtækið hins vegar að segja upp um 100 manns á skömm- um tíma, sem má einkum rekja til verkloka við framkvæmdir Ístaks við Búðarhálsvirkjun. Öllum tilboðum í Ístak var hafnað  „Vel fyrir neðan“ það sem Landsbankinn taldi viðunandi Morgunblaðið/Árni Ístak Landsbankinn keypti 99,9% hlutafjár í fyrirtækinu í september 2013. Hörður Ægisson hordur@mbl.is Öllum tilboðum sem bárust í verk- takafyrirtækið Ístak hefur verið hafnað af Landsbankanum. Sölu- ferli á 99,9% hlutafjár bankans í fyrirtækinu hefur því verið slitið án þess að tekist hafi að selja hlutinn. Samkvæmt upplýsingum frá Landsbankanum tók bankinn ákvörðun í lok síðustu viku um að binda enda á formlegt söluferli Ís- taks. Kristján Kristjánsson, upplýs- ingafulltrúi bankans, segir í samtali við Morgunblaðið að þau verðtilboð sem hafi borist í fyrirtækið hafi verið „vel fyrir neðan“ það sem Landsbankinn taldi viðunandi. Landsbankinn eignaðist nánast allt hlutafé í fyrirtækinu þegar móðurfélag Ístaks, danska verk- takafyrirtækið Phil & Søn, var tek- ið til gjaldþrotaskipta í lok ágúst 2013. Í kjölfarið tilkynnti Lands- bankinn í nóvember að allt hlutaféð yrði boðið til sölu og hefur Fyr- irtækjaráðgjöf Landsbankans ann- ast söluna. Greint var frá því í ársbyrjun að fimmtán óskuldbindandi tilboðum í Ístak hefði verið skilað til Lands- bankans, þar af frá níu erlendum aðilum. Að sögn Kristjáns var í framhaldinu fjórum fjárfestum boð- ið á síðara stig söluferlisins. Þrátt fyrir að formlegu söluferli á hlut Landsbankans í Ístak sé lokið undirstrikar Kristján að fyrirtækið sé eftir sem áður til sölu ef við- unandi tilboð kemur á borð bank- ans. „En eins og staðan er í dag mun bankinn leyfa starfsemi Ístaks að halda áfram og tryggja að það skapist enginn órói um reksturinn.“ Kolbeinn Kolbeinsson, fram- kvæmdastjóri Ístaks, segir í samtali við Morgunblaðið að þessi niður- staða breyti litlu fyrir starfsemi fyrirtækisins. „Við erum ánægðir með að söluferlinu sé lokið í bili og munum sem fyrr einbeita okkur að því að reka fyrirtækið eftir bestu getu.“ Erlendur rekstur var tryggður Markmiðið með kaupum Lands- bankans á Ístaki sl. haust, en bank- inn er helsti lánveitandi félagsins, var að skapa trúverðugleika gagn- vart verkkaupum Phil & Søn í Nor- Ístak enn til sölu » Landsbankinn hefur hafnað öllum tilboðum sem bárust í verktakafyrirtækið Ístak. » Bankinn eignaðist 99,9% hlutafjár í fyrirtækinu þegar danskt móðurfélag þess varð gjaldþrota sl. haust. » Fimmtán tilboðum var skil- að til Landsbankans, þar af níu frá erlendum aðilum. Viðtökur fjárfesta við fyrstu al- þjóðlegu skuldabréfaútgáfu Grikk- lands síðan árið 2010 reyndust já- kvæðari en markaðsaðilar gerðu ráð fyrir. Gríska ríkið stefndi upp- haflega að því að afla 2,5 milljarða evra með útboðinu, en í ljósi mik- illar eftirspurnar var útgáfu- fjárhæð hækkuð í 3 milljarða evra, jafngildi 467 milljarða króna. Skuldabréfin eru til fimm ára og bera 4,75% vexti. Samkvæmt yf- irlýsingu fjármálaráðuneytis Grikklands fóru um 90% útgáf- unnar til langtímafjárfesta utan Grikklands. Financial Times telur sig hafa heimildir fyrir því að lið- lega 550 fjárfestar hafi skráð sig fyrir bréfum fyrir ríflega 20 millj- arða evra í útboðinu. Kemur það heim og saman við yfirlýsingu grískra stjórnvalda um að áskrift hafi numið meira en áttfaldri út- gáfufjárhæð. Skuldabréfaútgáfan þykir marka tímamót í fjárhaglegri endurreisn Grikklands, sem þurft hefur að leita fjárhagsaðstoðar tvisvar sinn- um frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum og Evrópusambandinu á und- anförnum árum. Áhuginn á skulda- bréfunum kom sérfræðingum á markaði almennt á óvart, ekki síst í ljósi þess hve stutt er síðan fjár- mögnun sem þessi hefði verið óhugsandi fyrir Grikkland. Að sama skapi þykir niðurstaða út- boðsins gefa skýr merki um að skuldavandinn á evrusvæðinu sé á undanhaldi. Markaðir taka Grikkjum vel  Eftirspurn fjárfesta eftir skuldabréfum Grikklands var áttföld útgáfufjárhæð AFP Fjármálaráðherrann Yannis Sto- urnaras greinir frá útboðinu í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.