Morgunblaðið - 11.04.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.04.2014, Blaðsíða 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. APRÍL 2014 56 10 000 TAXI BSR Góð þjónusta í 90 ár Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það þýðir ekkert að sitja með hendur í skauti og bíða þess að aðrir geri hlutina fyrir mann. Þú ert umkringd/ur fólki sem hefur þennan eiginleika en ekki notfæra þér það. 20. apríl - 20. maí  Naut Það er best að þú vinnir í hljóði og bak við tjöldin. Ekki hrapa að ályktunum eða taka neitt sem gefið, hrósaðu, því verður vel tekið. Hið sama gildir um börnin. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Nú ert það þú sem átt að taka frumkvæðið og laða svo aðra til samstarfs við þig. Þetta getur skapað þér óvinsældir en þú þarft ekki á þeim að halda á þessum við- kvæmu og vandasömu dögum. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Það hafa orðið miklar breytingar í nánustu samböndum þínum að undanförnu. Notaðu tækifærið og farðu í listhús og fal- legar búðir, skoðaðu garða eða söfn. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Eitt og annað getur farið úrskeiðis þeg- ar mikið er lagt undir. Gaumgæfðu líf þitt og kannaðu hvort þú vilt breyta til. Horfstu í augu við raunveruleikann og leystu málin. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þetta er lokaþátturinn í fjölskyldu- dramanu, vandamálið er leyst og tjaldið fell- ur. Farðu með þetta upp á næsta stig. Tillits- semi og umburðarlyndi eru lykilorðin. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það er einhver óróleiki á ferðinni í kring- um þig. Láttu ekki allt hvíla á mótaðilanum heldur leggðu fram þinn skerf. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Það reynir heldur betur á þig nú þegar til stendur að breyta starfi þínu. Vertu óhrædd/ur við að kanna þessa hluti og draga síðan af þeim lærdóm. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þótt þér finnist eitt og annað kalla á krafta þína skaltu varast að dreifa þeim um of. Haltu vel þínum hlut án þess að ganga á aðra. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það skemmir ekki góða skapið, þegar þú ert einlæg/ur og laus við illgirni. Dagurinn í dag er kjörinn til þess að kenna eða aðstoða börn. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þér hefur vegnað vel í starfi og finnst tími til kominn að fá einhverja umbun fyrir. Megrunin fær að fjúka út í veður og vind ásamt fjárhagsáætluninni. 19. feb. - 20. mars Fiskar Þú þarft að gæta þess að vera ekki of kröfuhörð/-harður við aðra. Reyndar er það ekki ein manneskja sem ber ábyrgð á þessu, heldur alheimurinn allur. Það er bjart yfir þessum afhend-ingum eftir Ólínu Þorvarð- ardóttur: Vorið klæðir vog og sund með vindum þýðum, bliknuð vakna blóm í hlíðum. Ungar kvika, iðar líf í ársal blóma laust úr vetrar leiðum dróma. Glóey varpar gullnu trafi, glitra vogar. Allt í sólar eldi logar. Davíð Hjálmar Haraldsson hefur orð á því á Leirnum að nú vilji Norðmenn hætta að senda Reykvík- ingum jólatré, segja það dýrt og fyrirhafnarsamt. Ástæðan sé þó önnur: Norðmenn eru kurteis, þrautseig þjóð og þræða löngum skíðagönguslóð. Þeim er sama um fyrirhöfn og féð en forðast vilja Gnarr að sækja tréð. Þórarinn M. Baldursson er á svipuðum nótum: Mín er þrautin þung sem blý, þrekið andans tórir veikt; framar hvorki á né í Oslóartrénu verður kveikt. Og Ásgrímur Þorgrímsson hefur sínar skýringar: Okkar stjórn vill ekki frið útvegsbænda sinnir kröfum. Makríll kemur víða við vinir hætta jólagjöfum. Vorhugur er kominn í Fíu á Sandi: Úti vorar, orkan vex aðeins hlýnar, sólin skín. Ætti ég að yrkja um sex eða kannske brennivín? Höskuldur Jónsson svaraði Fíu um hæl: Hlýnar ört og vorið vex veit þú yrkir ljóðin þín tregafullt og traust um sex- tíu flöskur brennivín. Ól. Maríusson 92 ára sendi þessa stöku undir þessum orðum „sem var“ feitletruðum: Þó aldur minn sé orðinn hár ekkert vil ég missa. Orðinn gugginn, – orðinn grár svo enginn vill mig kyssa. Ármann Þorgrímsson hefur orð á því að ellin sé ekkert grín: Feigðin stöðugt færist nær forðum þó ég sypi kálið það sem lærði að gera í gær gleymt verður í fyrramálið. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vorstemning og vísur um jólatré og ellina Í klípu STUNDUM ÖFUNDAÐI HÚN HANA, ÁHYGGJULAUSA - OG KATTALAUSA. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „HVAÐ Í ÓSKÖPUNUM Á ÉG AÐ GERA VIÐ ÞIG, PÉTUR?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... eins og heimsins ljúfasta laglína. FANGELSISSTJÓRI HAUSTIÐ ER FALLEGT, HÉRNA Í NOREGI! ÉG ELSKA AÐ HORFA Á LAUFIN Á TRJÁNUM SKIPTA LITUM! EN ÞAÐ ER EINS GOTT AÐ HORFA HRATT! HVERNIG ER Í SVEITINNI, PABBI? GÖLTURINN ER MEÐ BERKJU- BÓLGU, HLUSTAÐU! RÝT! RÝT! ÉG ER AÐ HLUSTA Á SJÚKT SVÍN. SVONA TALAR MAÐUR EKKI UM FJÖLSKYLDU SÍNA. Vegir ferðalaga Víkverja eruórannsakanlegir og stundum er hann sjálfur jafnvel orðlaus yfir því sem getur og hefur gerst. x x x Fyrir skömmu fékk Víkverji tölvu-póst frá kanadíska flugfélaginu Air Canada þar sem sagt var að heyrnartól hans væru í óskiladeild félagsins á ákveðnum flugvelli. Vissulega átti Víkverji leið um við- komandi flugvöll skömmu eftir að tölvupósturinn var sendur en hvern- ig Air Canada vissi það er honum hulin ráðgáta. x x x Víkverji sinnti ekki tölvupóstinumstrax en eftir að hann kom aftur heim frá umræddum flugvelli fékk hann annan tölvupóst frá Air Canada. Sagt var að nafnspjald Vík- verja væri í hulstrinu utan um heyrnartólin og spurt hvort þau væru ekki örugglega hans. x x x Í svari Víkverja kom fram að hannhefði ekki flogið nýlega með Air Canada og hann saknaði ekki heyrn- artóla en nafnspjaldið benti til þess að þau væru eign einhvers sem hann þekkti eða væri í sambandi við. Air Canada svaraði um hæl og sagðist senda Víkverja pakkann sem barst fljótt og skilmerkilega. x x x Síðan tölvusamskiptin við Air Canada hófust hefur Víkverji spurt vini og vandamenn, kunningja og félaga, hvort þeir hafi týnt heyrn- artólum. Margir hafa svarað og svarið af sér öll tengsl við töpuð heyrnartól. Aðeins í einu tilfelli hef- ur verið spurt um tegund, en þegar að var gáð var því miður ekki um sama tækið að ræða. x x x Víkverji var að koma úr flugi ogsaknaði þess að vera ekki með almennileg heyrnartól. Hann kunni ekki við að taka dularfullu heyrn- artólin með sér, en gefi eigandi sig ekki fram fyrir næsta flug er viðbúið að hann láti á þau reyna í ferðinni yf- ir hafið og aftur á bakaleiðinni. Spenna framundan! víkverji@mbl.is Víkverji Ef einhvern mann í ykkar hópi brestur visku, þá biðji hann Guð sem gefur öll- um örlátlega og átölulaust og honum mun gefast. (Jakobsbréfið 1:5)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.