Morgunblaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2014 FLUGFARÞEGAR FÁ VSK AFÖLLUMGLERAUGUM SÍMI 527 1515 GÖNGUGÖTU Heimili sem hafa 8 milljónir króna eða meira í heildartekjur á ári, eða um 667 þúsund á mánuði, fá um 31,5 milljarða afskrifaða vegna boðaðrar niðurfærslu höfuðstóls verðtryggðra íbúðalána. Jafngildir það 26,7% af- skrifta. Þá fengu þau 19,3 milljarða afskrifaða í fyrri úrræðum, eða sam- tals 50,8 milljarða af 125 milljörðum sem afskrifast vegna aðgerðanna. Þetta leiðir samantekt Morgun- blaðsins í ljós en hún var unnin í samstarfi við starfsmann fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Alls 45 milljarðar voru afskrifaðir af verðtryggðum íbúðalánum vegna fyrri úrræða. Til viðbótar er áform- að að afskrifa 80 milljarða vegna leiðréttingarinnar. Samanlagt eru þetta 125 milljarðar króna. Af þessum 125 milljörðum fá heimili sem hafa undir 4 milljónum í heildartekjur á ári alls 29,9 millj- arða, eða 23,9% afskrifta. Heimili með 4-6 milljónir í heildartekjur fá 23 milljarða, eða um 18,4% afskrifta. Fá 21,4 milljarða afskrifaða Heimili með 6-8 milljónir í heildartekjur fá 21,4 milljarða, eða 17% heildarafskrifta og heimili með 8-10 milljónir fá 17,4 milljarða, eða 13,9% afskrifta. Heimili sem hafa 10- 12 milljónir fá 12,6 milljarða, eða um 10% heildarafskrifta. Loks fá heimili sem hafa 12 milljónir eða meira í heildartekjur alls 20,9 milljarða af- skrifaða, eða um 16,7% af samanlagt 125 milljarða króna afskriftum. Fram kemur í athugasemdum með frumvarpi um leiðréttinguna að meðalfjárhæð á hvert heimili hækki „eftir því sem tekjur eru hærri þar sem tekjuhærri heimili eru að jafn- aði skuldugri en þau tekjulægri“. Þar er líka sýnd fjárhæð niður- færslu eftir tekjum hjá alls 73.684 heimilum og falla þar af 5.257 heimili ekki undir skilyrði leiðréttingar. Alls 50.609 heimili fá allt að 1,5 milljónir króna afskrifaðar, en 1.014 heimili, eða 1,4%, fá 3,5-4 milljónir. Fá 21 millj- arð króna afskrifaðan  Heimili með yfir 12 milljónir í árslaun Morgunblaðið/Ómar Útsýni frá Höfðatorgi Leiðrétt- ingin kemur til framkvæmda í ár. Togarinn Baldvin NC 100, sem er í eigu dótturfélags Samherja, Deutsche Fischfang Union, er kom- inn til hafnar á Akureyri þar sem lokið verður við breytingar á skip- inu. „Slippurinn á Akureyri mun klára vinnu við ýmsan búnað sem setja þarf í skipið samhliða lenging- unni á því en það hefur verið lengt um 14 metra,“ segir Óskar Ævars- son, útgerðarstjóri DFFU. Verkið kostar á bilinu 5 til 6 milljónir evra og segir Óskar að ýmis búnaður og tæki hafi verið keypt á Íslandi og því hafi skipinu verið siglt heim til að ljúka yfirhalningu þess. Baldvin hét áður Baldvin Þorsteinsson og sigldi þá undir merkjum Samherja. Baldvin lengdur um 14 metra og nýr búnaður  Slippurinn á Akureyri mun ljúka við breytinguna Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Lenging Baldvin NC 100 kemur til Akureyar í hádeginu í gær. BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Fyrirhuguð niðurfærsla höfuðstóls verðtryggðra íbúðalána vegna svo- nefndrar leiðréttingar dreifist nokk- uð jafnt á tekjuhópa. Þetta kemur fram í gögnum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu en skiptingin er sýnd á myndrænan hátt hér fyrir ofan til vinstri. Tilefnið er grein þriggja þing- manna Framsóknarflokksins um áhrif leiðréttingarinnar í Morgun- blaðinu á skírdag. Skal tekið fram að hér er horft til 80 milljarða króna niðurfærslu verð- tryggðra lána. Hinn hluti leiðrétting- arinnar, allt að 70 milljarða niður- færsla höfuðstóls með skattleysi séreignar, er hér ekki tekinn með. Eins og komið hefur fram geta heimili með 700.000 króna heildartekjur eða meira á mánuði nýtt sér hámark skattleysisins, allt að 1,5 milljónir króna á þremur árum. Heimili með minna en fjórar millj- ónir í heildartekjur á ári fá hlutfalls- lega mest í sinn hlut af niðurfærsl- unni, hlutur þeirra er um 24%. Koma 19,5 milljarðar af niðurfærslunni í hlut þessa hóps, en þátttaka í leiðrétt- ingunni liggur ekki fyrir. Hlutfallið lækkar síðan eftir því sem tekjurnar aukast, eða þar til heildartekjurnar eru yfir 12 milljónir króna á ári. Hlut- fall þeirra heimila er um 16%. Fá heimili með milljón eða meira á mán- uði því 12,6 milljarða afskrifaða. Samkvæmt tölum frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu skulda nú um 73.000 heimili verðtryggð íbúðalán. Þessum heimilum er skipt í tíu flokka á hinu grafinu hægra megin hér fyrir ofan og eru 7.300 heimili í hverjum flokki. Fram kemur í athugasemdum með frumvarpi um skuldaleiðrétt- inguna, að rúmlega fimm þúsund heimili sem skráð voru fyrir verð- tryggðum fasteignalánum í árslok 2009 eiga ekki rétt á niðurfærslu sam- kvæmt fyrirliggjandi gögnum. Telj- ast þau heimili til lægstu skuldatíund- arinnar. Dökkgræna súlan sýnir hins vegar dreifingu á 45 milljarða króna af- skriftum vegna 110%-leiðarinnar, sértækrar skuldaaðlögunar og ann- arra aðgerða til lækkunar verð- tryggðra íbúðalána 2009-2013. Kom í hlut um 7.000 heimila Samkvæmt tölum ráðuneytisins nýttust þessar aðgerðir aðeins 10% heimila með verðtryggðar húsnæðis- skuldir. Allar þessar afskriftir falla undir 10. skuldatíundina og skýrist það af því að umrædd úrræði voru ætluð heimilum sem voru í hvað mest- um skuldavanda. Þessi úrræði náðu til um 7.000 heimila. Fram kom í áðurnefndri grein þingmannanna í Morgunblaðinu að um 1% heimila fékk um helming niðurfærslunnar í fyrri úrræðum, eða rúmlega 20 milljarða króna. Vaxtabætur eru hér ekki taldar með, enda komu þær ekki til lækk- unar höfuðstóls. Þá er hér ekki horft til afskrifta vegna gengislánadóma. Leiðrétting verðtryggðra íbúða- lána með lækkun höfuðstóls er að há- marki 4 milljónir króna. Því til við- bótar getur komið lækkun höfuðstóls með nýtingu séreignarsparnaðar að hámarki 1,5 milljónir króna. Samtals geta því verðtryggð fast- eignalán lækkað um 5,5 milljónir króna. Til frádráttar koma fyrri úr- ræði til lækkunar höfuðstóls. Flestir fá niðurfærslu  Fjármálaráðuneytið telur leiðréttinguna gagnast fleirum en fyrri skuldaúrræði  Um 7.000 heimili fengu niðurfærslur á verðtryggðum íbúðalánum í fyrri úrræðum Hlutdeild heimila í leiðréttingunni eftir árstekjum* Í samanburði við hlutdeild heimila í fyrri úrræðum** Heimild: Fjármála- og efnahagsráðuneytið.*Heildartekjur heimilis á ári. **M.a. 110%-leið, sértæk skuldaaðlögun. 25% 20% 15% 10% 5% 0% <4 m. kr. 4-6 10-126-8 >12 m. kr.8-10 Lækkun höfuðstóls 2009-2013 Leiðréttingin 23% 24% 17% 19% 17% 17% 13% 14% 11% 9% 18% 16% Dreifing skuldaúrræða í tíundir (þ.e. hlutdeild þeirra 10% sem minnst fá af heild o.s.frv.) Heimild: Fjármála- og efnahagsráðuneytið. Lækkun höfuðstóls 2009-2013 Leiðréttingin 100% 90% 80% 70% 60% 50% 40% 30% 20% 10% 0% 1 53 7 92 64 8 10 0% 0% 0% 0% 100% 0%0% 3% 5% 6% 8% 10% 12% 14% 17% 25% 0% 0% 0% 0% Morgunblaðið/Ómar Sæbrautin og Skuggahverfið Byrjað verður að taka á móti umsóknum um leiðréttinguna í maí á vefnum rsk.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.