Morgunblaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 22
22 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2014 FRÉTTASKÝRING Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Mikil gerjun er í fjarskiptamálum hjá sveitarfélögum í dreifbýlinu. Sveitarstjórnarmenn finna að ljós- leiðaravæðing sveitanna er ein helsta krafa íbúanna og kosningar nálgast óðfluga. Stöndug sveitar- félög hafa drifið í málum. Sums stað- ar hafa fyrirtæki, félög og einstakl- ingar tekið sig saman um að ljós- leiðaravæða hreppinn sinn. „Fólk gerir kröfu um að þetta sé í lagi. Kröfurnar eru jafnvel orðnar ríkari en um ástand vega,“ segir Ólafur Sveinsson, forstöðurmaður atvinnuráðgjafar Samtaka sveitarfé- laga á Vesturlandi. Kröfurnar koma úr öllum áttum, frá heimilum og fyr- irtækjum. Víða eru slæm móttöku- skilyrði fyrir sjónvarp og misjafnt símasamband. Fólk leggur upp úr því að hafa hágæðanetsasmband. Fólk á öllum aldri stundar fjar- nám og margir vinna verkefni í fjar- vinnu. Það krefst hágæðanet- sambands. Atvinnurekstur er stundaður á flestum sveitaheimilum, til dæmis kúabúskapur. Á tækni- væddum kúabúum þarf að vera gott netsamband svo hægt sé að halda mjaltaþjóninum gangandi. „Vita- skuld er sú tölvutenging sem boðið er upp á í dag ekki fullnægjandi mið- að við þær hraðfara framfarir sem eru í búskapnum. Einnig er hægt að segja að þeir kúabændur fylgi ekki takti tímans sem hafa ekki aðgang að þrífasa rafmagni,“ segir Vignir Sveinsson, oddviti Skagabyggðar. Sveitarfélagið stendur fyrir ljósleið- aravæðingu sveitarfélagsins um leið og þrífasa rafmagn er lagt heim á alla bæi. Hótelin missa viðskipti Ferðaþjónustan er sérkapítuli í þessu efni. Hótel og gististaðir í sveitum missa viðskipti ef þau geta ekki boðið upp á háhraðanet- samband. Stjórnendur telja óhugs- andi að reka hótel til lengdar án þess að hafa gott netsamband. Gestirnir vilja geta komist í öflugt netsamband, með farsímum sínum og spjaldtölvum. Þeir vilja geta komist í samband við umheiminn og hlaðið niður ljósmyndunum eftir daginn. Sumir þurfa einnig að vinna á ferða- lögum. Einn hótelstjóri nefnir sem dæmi að margir taki upp handtækið þegar komið er upp á hlað og athugi sambandið. Ef það er ekki nógu gott fari þeir eitthvað annað. „Ég þurfti ljós í mína starfsemi. Þurfti betra netsamband. Annars yrði hótelið nánast óstarfhæft og alla- vega ekki hægt að verðleggja þjón- ustuna eins og þarf,“ segir Hörður Davíðsson, eigandi Hótels Laka í Landbroti. Auk netsambandsins þurfti hann að hafa möguleika á sím- um og sjónvarpi á herbergjunum. Hann leysti þetta með því að leggja sjálfur ljósleiðara frá Kirkjubæjar- klaustri, um 10 kílómetra leið. Um leið lagði hann ljósleiðara á heilsu- gæslustöðina því þar var lækninga- tæki sem ekki nýttist nema með öfl- ugri nettengingu. Hörður gekk frá lögnum þannig að sveitarfélagið getur nýtt sér þær til að ljósleiðaravæða Kirkjubæjar- klaustur og sveitirnar, ef til þess kemur síðar. Ljósleiðari er málið Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar- innar er rætt um mikilvægi þess að stuðla að fjölbreyttum atvinnutæki- færum um allt land, meðal annars með uppbyggingu fjarskiptanets og stóraukinni ljósleiðaravæðingu. Unn- ið hefur verið að útfærslu þessa á vegum Póst- og fjarskiptastofnunar og starfshópi, svokölluðum alþjón- ustuhópi. Fólk er að gefast upp á eldri tækninni, hún virðist ekki fullnægja kröfum nútímans. „Lagning ljósleið- ara tekur tíma og kostar peninga. Það er orðið viðurkennt af öllum sem þekkja til tölvu- og fjarskiptamála að næsta net sem þarf að koma um land- ið er ljósleiðari. Það er þekkt að kop- arlínur í dreifbýli hafa ekki burðar- getu sem samræmist kröfum notendanna til lengdar. Hægt er að brúa bilið með öðrum lausnum en ljósleiðari en eina varanlega teng- ingin,“ segir Gunnar Björn Þórhalls- son, framkvæmdastjóri Tengis hf. sem hefur verið að leggja ljósleiðara í Eyjafirði og víðar í samvinnu við sveitarfélög. Umræðan snýst meðal annars um að uppfæra skilgreiningu á alþjónustu fjarskiptafyrirtækja og hvernig eigi að fjármagna uppbygginguna. Ekki eru til miklir peningar í opinberum sjóðum til stórs átaks á þessu sviði. Þrjú almenn fyrirtæki standa að uppbyggingu aðgangsneta fyrir fólk. Míla er langstærst. Þau vilja ekki leggja ljósleiðara eða bjóða tengingar nema það borgi sig fjárhagslega. Nokkur sveitarfélög á Suðurlandi hafa til dæmis verið í viðræðum við Mílu en finnst lítið ganga. Ógrisjaður frumskógur Sveitarfélög, fyrirtæki og fólkið í sveitunum telja sig ekki geta beðið og hafa tekið til sinna ráða. Stofnuð hafa verið sérstök fjarskiptafélög í nokkr- um sveitarfélögum til að leggja og reka ljósleiðara eða sveitarfélögin hafa tekið það að sér. Fyrirkomulagið er með ýmsum hætti og er kerfið að verða að frumskógi þar sem samræm- ingu skortir. Þeir sem búa í vel- stæðum sveitarfélögum, til dæmis sveitum sem njóta fasteignagjalda af virkjanamannvirkjum, stóriðju eða miklum sumarhúsahverfum, fá teng- ingar fyrir lítið eða ekki neitt en þeir sitja eftir sem búa í verr settum sveit- arfélögum. Svo taka einstaklingar og fyrirtæki sig saman með stuðningi fé- laga og fyrirtækja og ráðast í verk- efnið sjálfir. Hlutur notendanna er æði misjafn, eftir því í hvaða sveitar- félagi þeir eru. Tugir eða hundruð milljóna Kostnaðurinn við lagningu ljósleið- ara er gífurlegur. Þannig má nefna að í útboði þriggja sveitarfélaga á lagn- ingu aðgangsnets með ljósleiðara um sunnanvert Snæfellsnes komu tilboð upp á 280 til 500 milljónir kr. Það er langt umfram það sem reiknað var með og setur verkefnið í uppnám.  Símafyrirtækin geta ekki veitt þá þjónustu sem íbúar sveitanna krefjast  Sveitarfélög eða áhuga- mannafélög leggja ljósleiðara víða um land  Finna þarf leið um frumskóginn Ljósleiðaraverkefni í dreifbýli Grunnkort/Loftmyndir ehf. Höfn Vík Arnarstapi Egilsstaðir Kirkjubæjarklaustur Reykjavík Selfoss Akranes Borgarnes Hellnar Stykkishólmur Blönduós Í undirbúningi Í framkvæmd Í rekstri Skagabyggð Akrahreppur Dalvíkurbyggð með ströndinni og miðhluta Svarfaðardals Arnarneshreppur (hluti af Hörgárbyggð) Grýtubakkahreppur Svalbarðsstrandarhreppur Skútustaðahreppur Fljótsdalshreppur Dalvík Akureyri Grenivík Reykjahlíð Skriðuklaustur Suðursveit (Sveitarfélagið Hornafjörður) Öræfi (Sveitarfélagið Hornafjörður) Efri-Vík (Skaftárhreppur) Skeiða- og Gnúpverjahreppur Mýrdalshreppur Sveitarfélagið Ölfus Eyjafjöll (Rangárþing eystra) Ásahreppur Flóahreppur Grímsnes- og Grafningshreppur Skorradalshreppur Sunnanvert Snæfellsnes (Snæfellsbær, Eyja- og Miklaholtshr, Borgarbyggð) frá Hítará að Hellnum Hella Hveragerði Hvalfjarðar- strandarhreppur Helgafellssveit Fólkið ber sjálft ljós í bæinn Skeifunni 11 | Sími 515 1100 www.rekstrarland.isw .rekstrarland.is Hafið samband við sölumenn Rekstrarlands eða næsta útibú Olís og leitið tilboða. Rekstrarland er byggt á fyrrum rekstrarvörudeild Olís og er dótturfyrirtæki Olíuverzlunar Íslands hf. Samsettir fjáröflunarpakkar eða sérsniðnir eftir óskum hópsins Öflug fjáröflun fyrir hópinn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.