Morgunblaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 31
UMRÆÐAN 31 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2014 Tweeter ein nýjung frá Ármúla 24 • S: 585 2800 Bæjarlind 16 I 201 Kópavogur I sími 553 7100 I www.linan.is Opið mánudaga til föstudaga 11 - 18 I laugardaga 11 - 16 SIXTIES LÍNAN OSLO Eikarskenkur 160x45x63 kr. 159.800 Bakkaborð kr. 23.900 Unfurl Deluxe Svefnsófi kr. 129.900 Pillar ljós 14x20 kr. 21.900 Retro Klukka 3 litir kr. 7.990 Mynd 53x53 kr. 4.500 Flinga Tímaritahilla 20x160 cm kr. 16.900 Flinga Tímaritahilla 20x80 cm kr. 9.900 „Hvað á að gera á móti þessum leik,“ spurði frægur stórmeistari og lék kóngspeðinu fram um tvo reiti. Skákmenn eru alltaf að glíma við þessa spurningu og það er ekkert svar rétt. Í þrem einvígjum átti Viktor Kortsnoj erfitt með að finna haldgott vopn gegn kóngspeði Kar- povs sem síðar átti við þetta sama vandamál að stríða þegar hann mætti Kasparov. Frumkvæðið ligg- ur hjá hvítum og eina markmiðið sem svartur getur haft í byrjun tafls er að fá teflanlega stöðu. Þannig komst ungverski stórmeistarinn La- jos Portisch að orði og lærimeistari hans, Mikhael Botvinnik, hefur áreiðanlega verið á sömu skoðun. Botvinnik valdi yfirleitt byrjanir sem hann taldi liggja vel að stíl hans. Í öðru einvígi sínu við Tal árið 1961, sem hann vann 13:8, reyndist Caro- Kann vörnin það vopn sem dugði. Þessi byrjun lætur ekki mikið yfir sér og er frekar auðlærð. Í einni af úrslitaviðureignum Íslandsmóts skákfélaga á dögunum milli Tafl- félags Vestmannaeyja og GM Hellis sló þeirri hugsun niður hjá greinar- höfundi að Caro-Kann vörnin væri rétta vopnið. Fyrr en varði vorum við komnir a slóðir Tal og Botvinnik: Þröstur Þórhallsson GM Hellir _ Helgi Ólafsson TV Caro Kann 1. e4 c6 2. d4 d5 3. e5 c5 Leikur Botvinniks. Algengara er 3. …. Bf5. 4. dxc5 e6 5. Rf3 Bxc5 6. Bd3 Rc6 7. O-O Rge7 8. He1 Rg6 9. c3 O-O 10. Be3 Be7 Uppskipti komu einnig til greina en hvítur á vandræðum með að stað- setja e3-biskupinn. 11. Bd2 Bd7 12. a4 f6 13. exf6 Bxf6 14. Ra3 e5 15. Db3 Bg4 16. Be4 Be6 17. Bxg6 hxg6 18. Dxb7 Hvítur seilist eftir „eitraða“ peð- inu en svartur hefur nægar bætur. 18. … Ra5 19. Da6 Bc8! 20. Db5 a6 21. De2 Bg4 22. h3 Bxf3 23. gxf3 Alls ekki 23. Dxf3 vegna 23. … Bh4 og 24. …. Bxf2+. 23. … Dd7 24. Dd3 Rb3 25. Had1 Had8 26. Kg2 Dxa4 27. Dxg6 Hd6 28. Be3 Dc6 29. Dg4? Eftir þennan leik á hvítur í erfi- leikum. _Houdini“ mælir með 29. Dc2 með jöfnu tafli en forsenda slíks mats eru útreikningar sem ekki nokkur skákmaður hefur vald yfir! 29. … Be7 30. h4 Hg6 31. Bg5 Hf4! 32. Dg3 Hvítur reynir að halda stöðu sinni saman á kóngsvæng en nú fellur fyrsta sprengjan. 32. .. Hxh4! 33. Hxe5 Lítt stoðar 33. Dxh4 Hxg5+ 34. Kh3 De6+ 35. Kh2 Hg2+og drottn- ingin fellur. 33. … Hh5 34. f4 Eða 34. Hdxd5 Dxd5! 35. Hxd5 Hhxg5 og vinnur mann. 34. … d4+ 35. f3 Bf6! 36. cxd4 Rxd4! Hvítur vonaðist eftir 36. … Bxe5? 37. dxe5 og hvítur heldur velli. 37. Hxd4 Bxe5 38. Hc4 - og gafst upp um leið því staðan er vonlaus eftir t.d. 38. …. Dd7. Hann gat veitt meira viðnám með 38. Hd8+ Kh7 39. Dg4 en þá kemur 39. … Hgxg5! 40. fxg5 Hh2+ 41. Kf1 Dc1+ og mát í næsta leik. Helgi Áss með á Íslandsþingi Keppni í landsliðsfokki á Skák- þingi íslands fer fram í Stúkunni á Kópavogsvelli dagana 23. maí-1. júní. Þetta er sami keppnisstaður og á mótinu fyrir tveim árum. Kepp- endur verða tíu talsins og meðal þeirra er Helgi Áss Gretarsson sem tefldi síðast á Íslandsmóti fyrir tíu árum. Þessir eru skráðir til leiks: Hannes Hlífar Stefánsson, Héðinn Steingrímsson, Hjörvar Steinn Grétarsson, Stefán Kristjánsson, Henrik Danielsen, Bragi Þorfinns- son, Helgi Áss Grétarsson, Þröstur Þórhallsson, Guðmundur Kjartans- son og Björn Þorfinnsson. Vopn sem dugði Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Fyrir meira en 20 árum var búið að lög- leiða á hjúkrunar- heimilum aldraðra í Danmörku að þeir hefðu fjárhagslegt sjálfstæði, sem búa þar. Þeir fengu sinn lífeyri og greiddu síð- an tiltekinn kostnað við dvöl sína á heim- ilinu. Þetta virðist vefjast óskaplega mikið fyrir löggjafanum hér heima. Margoft er búið að leggja fram til- lögur um það að fólk eigi að hafa fjárhagslegt sjálfræði þó að það flytji búferlum á hjúkrunarheimili eða dvalarheimili, en því séu ekki skammtaðir naumir vasapeningar. Helga Jónsdóttir skrifaði lokaverk- efni til BS-gráðu við Háskólann á Bifröst árið 2012 og segir meðal annars í lokaorðum: „Ekki fer milli mála að áliti höfundar að það fyrir- komulag (greiðslufyrirkomulag) sem haft er á þjónustu við sjúka aldraða brýtur í bága við meg- inreglur lögræðislaga og mannrétt- indakafla stjórnarskrárinnar.“ Fyrir tveimur árum var starfandi nefnd sem fjallaði um flutn- ing málefna aldraðra til sveitarfélaga. Sú nefnd hefur lítið kom- ið saman eftir síðustu kosningar, en ekki er mér kunnugt um að búið sé að leggja hana niður. Þar var það eitt af áhersluatriðunum að breyta greiðslufyr- irkomulagi á hjúkr- unar- og dvalarheim- ilum í þá veru að íbúar á hjúkrunar- og dvalarheim- ilum fengju sinn lífeyri en greiddu síðan fyrir húsaleigu, mat og hreinlætisvörur. Mér finnst það eðlilegt að þannig væri um hnút- ana búið, en hið opinbera trygg- ingakerfi greiddi síðan umönnun, læknishjálp og lyf rétt eins og á sjúkrastofnunum. Það er vitað að það óskar enginn eftir því að fara á hjúkrunarheimili, nema nauðsyn krefji, því flestir vilja búa heima hjá sér eins lengi og mögulegt er. Enda stefnir í það að búseta ein- staklings á hjúkrunarheimili nái ekki að meðaltali nema einu og hálfu til tveimur árum. Hægt væri einnig að fækka verulega inn- lögnum á hjúkrunarheimilin ef persónuleg notendastýrð aðstoð (NPA) væri valkostur í þjónustu við eldri borgara, sem vilja búa heima. Það má færa sterk rök fyrir því að með því fyrirkomulagi sem gild- ir í dag um greiðslufyrirkomulag á hjúkrunarheimilum sé verið að brjóta stjórnarskrárvarinn rétt einstaklinga. Að svipta menn sjálf- ræði og fjárræði á ekki að vera hægt nema með dómi. Þó leyfir löggjafinn sér að gera það án dómsúrskurðar. Samkvæmt nú- gildandi lögum skal hinn aldraði einnig greiða af þeim tekjum sem hann hefur úr lífeyrissjóði, mis- mikinn hluta af kostnaði við dvöl á heimilinu, án þess að hafa nokkur áhrif á það hvaða þjónustu hann fær. Þeir eldri borgarar sem á næstu árum munu þurfa á hjúkr- unarheimilisvist að halda vegna veikinda eða skertrar færni munu ekki sætta sig við þetta fyrir- komulag. Sjálfræði aldraðra á hjúkrunar- heimilum – hvenær kemur það? Eftir Jónu Valgerði Kristjánsdóttur »Margoft er búið að leggja fram tillögur um að fólk eigi að hafa fjárhagslegt sjálfræði þó að það flytji búferlum á hjúkrunarheimili eða dvalarheimili. Jóna Valgerður Kristjánsdóttir Höfundur er formaður Lands- sambands eldri borgara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.