Morgunblaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2014 Hlaupakettir og talíur Smiðjuvegi 66 • Kópavogi • 580 5800 • www.landvelar.isFuruvöllum 3 • Akureyri • 461 2288 Skaft- og keðjutalíur úr áli og stáli - lyftigeta allt að 9000 kg. Rafdrifnar keðjutalíur - lyftigeta allt að 4000 kg. þjálfa og kenna ungu fólki úr ung- lingadeildum Slysavarnafélagsins Landsbjargar allt um útivist og grunnþætti björgunarstarfa. Við Ægir sonur minn fórum að ganga hér um hraunin og höfum fundið fimm eða sex hella, sem ekki hefur verið vitnesja um áður. Til viðbótar fjölda smáhella og skúta sem sumir þarfnast nánari skoðunar við tæki- færi. Í einni af þessum leitarferðum fengum við félaga okkar úr björg- unarsveitinni Björg á Hellissandi með okkur,“ segir Þór og heldur áfram: „Eftir nokkra yfirferð komum við að talsvert stóru niðurfalli með skút- um bæði til suðurs og norðurs. Við tók talsvert skrið aðallega í syðri hlutanum, þar sem Davíð Óli Axels- son, formaður björgunarsveitar- innar, fór lengst. Því fannst okkur tilvalið að kalla hellinn Golíat honum til heiðurs. Seinna fórum við Ægir aftur á staðinn og skoðuðum norður- hluta Golíats og fundum þá aðalhell- inn sem við mælingu telst nálægt 300 metra langur og er að hluta á tveim hæðum.“ Niður í þrönga rás Það var 11. janúar síðastliðinn sem Þór fór í gönguferð í hraun- unum vestra. Gekk frá Svörtu- loftum, þar sem Skálasnagaviti er. „Ég var kominn inn í Neshraun þeg- ar ég sá tvær djúpar holur og hraun- rás undir og þótti nokkuð spennandi að skoða betur. Ég tók GPS-hnit þeirra og viku síðar fór ég ásamt nokkrum félögum úr Hellavinum að kanna þetta betur. Þetta voru þeir Kristinn Jónasson bæjarstjóri, Óli S. Sigurjónsson og Lúðvík V. Smára- son. Komum þá í helli sem var 20 metrar á lengd og 4-5 metrar á dýpt,“ segir Þór. Hann bætir því við að menn hafi vænst þess að finna þarna eitthvað annað og meira. Vonbrigði, sagði Leyndardómar fundnir  Hellar og nýir heimar undir Jökli  Golíat, Vonbrigði og Leynir  Vísindaskáldsaga Jules Vernes um Snæfellsjökul öðlast líf í raunheimum  Leiðin liggur suður í Miðjarðarhaf  Steinarnir tala Ljósm/Þröstur Albertsson Hvelfing Horft yfir Iður sem er neðsti hluti Vatnshellis. Þegar þangað niður á botn er komið lætur nærri að fólk sé þrjátíu metra undir yfirborðinu. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Göngumaður Þór Magnússon í rannsóknarferð í Neshrauni í rigningar- sudda nú í vikunni. Í baksýn er Skálasnagaviti við Svörtuloft. SVIÐSLJÓS Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Hraunin yst á Snæfellsnes eru undraveröld. Þau eru úfin og fara þarf fetið þar sem stiklað er yfir steina, upp og niður skorninga og lautir, yfir gjallhjalla eða fram hjá sprungnum og gráum mosaþemb- um. Hér erum við komin út á kalda röst þar sem brimið lemur á klett- unum við Svörtuloft. Um þessar slóðir hefur Þór Magnússon á Gufu- skálum oft farið síðustu árin og fundið þar hella og ýmsar hvelfingar sem voru flestum áður faldar. Það er hér sem steinarnir tala. Á Gufuskála um aldamót „Þetta svæði leynir á sér. Við hvert fótmál er eitthvað áhugavert,“ segir Þór Magnússon. Morgunblaðið fór með honum um þessar slóðir í vikunni og þá vorum við sem stödd inni í vísindaskáldsögu. Endur fyrir löngu skrifaði hinn frægi franski rit- höfundur Jules Verne bókina Leyndardómar Snæfellsjökuls, þar sem sagði frá dulmálslyklinum sem Lidenbrock prófessor fann. Úr því varð ferðalag prófessorsins og fé- laga niður um gíg Snæfellsjökuls of- an í iður jarðar og allskonar hvelf- ingar uns þeir þeyttust á ógnar- hraða aftur upp á jörðina og komu upp í gígnum á Stomboli skammt frá Sikiley við Ítalíustrendur. Þór Magnússon fluttist með fjöl- skyldu sinni á Snæfellsnes upp úr aldamótum. Hafði lengi með hönd- um starfsemi þjálfunarbúðanna á Gufuskálum sem Slysavarnafélagið Landsbjörg starfrækti, en hefur nú verið lögð niður. „Þessi hellaleit hefur ekki verið mjög skipulögð. Byrjaði á því að leit- að var hvelfinga sem gætu nýst fyrir æfingar útivistarskólans á Gufuskál- um, en með starfsemi hans átti að Í Vatnshelli fer enginn nema með leiðsögn. Staðurinn er í umsjón Umhverfisstofnunar og Snæfells- jökulsþjóðgarðs en fyrir hönd þeirra stofnana var nýlega gengið frá samkomulagi við Hellaferðir slf., fyrirtæki Þórs Magnússonar og Ægis sonar hans, um ferðir í hell- inn, sem verða í boði um páskana sem og aðra daga næstu tvö árin. Í fastan farveg „Við önnuðumst hellaferðir í fyrra og þá fóru með okkur vel yfir 8.000 manns. Núna hefur starfinu verið komið í fastari farveg með samkomulaginu sem gert var,“ seg- ir Þór. Í þessu sambandi vekur hann athygli á að vegna sívaxandi fjölda ferðamanna sem koma til landsins þyki of mikið álag á fjöl- sóttustu ferðamannastaðina. „Meira álagi þarf að mæta með aukinni þjónustu og afþreyingu. Vatnshellir er ein af mörgum nátt- úruperlum Snæfellsness og hefur verið kappkostað að vanda til verka,“ segir Þór og bætir við að allir sem í hellinn fara þurfi að vera með hjálma, ljós og annan öryggis- búnað. Dropasteinar lagfærðir Þór getur þess að margir hafi komið að umbótunum í Vatnshelli, svo sem að moka út mold úr hell- inum, stígagerð og fleira til að. Nefnir þar lionsmenn og fleiri. Stigarnir í Vatnshelli voru smíðaðir af Stálprýði og sá starfsmenn þess um uppsetningu fyrsta stigans en heimamenn með dyggri aðstoð björgunarsveitarinnar í Snæfellsbæ settu stigann í Iður. Það hafi svo verið Tómas Sigurðsson og Svanur sonur hans, sem eiga og reka TS vélaleigu í Ólafsvík, sem komið hafi með vélar og mannskap að niður- fallinu að Vatnshelli. Þeir hafi séð um að moka þar úr og séð um frá- gang við stíga og fleira – og ekki tekið krónu fyrir. Þá útveguðu þeir vélar og tæki en sjálfboðaliðar handmokuðu í kör sem voru hífð upp úr opinu. Sömuleiðis hafa heimamenn í Snæfellsbæ og fleiri mokað út alls sjötíu tonnum af mold úr hellinum. Álaginu dreift á fleiri staði  8.000 manns fóru í Vatnshelli á síð- asta ári Margir lögðu hönd á plóginn

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.