Morgunblaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 43
Að loknu prófi í viðskiptafræðinni hóf hann störf hjá Sambandi ís- lenskra sveitarfélaga 1959 og starf- aði þar allan sinn starfsferil: „Ég hafði ýmislegt á minni könnu hjá sambandinu, vann að samein- ingu sveitarfélaga um árabil sem rit- ari sameiningarnefndar og var þá á stöðugu flandri, landshorna á milli. Ég sá um fræðslumál sambandsins, s.s. námskeiðahald, ráðstefnur og fundahöld, og var ritstjóri Sveitar- stjórnarmála frá 1968-2004. Það gat verið mikið þolinmæðis- verk að sameina sveitarfélög og gekk oft á ýmsu í þeim efnum. En allt hefur þetta þó þokast. Líklega hefur þó dýrmætasta framlag mitt verið fólgið í því að skipuleggja ótal ráðstefnur og fundi með landsbyggðarmönnum og emb- ættismönnum ríkisins, og draga þannig úr gagnkvæmri tortryggni milli þessara aðila, sem oft var mik- il.“ Unnar sat í stúdentaráði HÍ, var formaður stúdentakórsins, sat í stjórn Stúdentafélags jafnaðar- manna, FUJ og Varðbergs, var í framboði fyrir Alþýðuflokkinn og var vþm. á Suðurlandi 1959-70. Unnar sat allsherjarþing Sþ 1969, fundi sveitar- og héraðsstjórnar- þings Evrópuráðsins, sat í Umferð- arráði, Æskulýðsráði, í Öldrunarráði Íslands, í vinabæjanefnd Norræna félagsins og er formaður hennar, sat í stjórn Sundfélagsins Ægis, var varaformaður Sundsambands Ís- lands, var formaður Árnesinga- félagsins í Reykjavík um árabil, for- maður Félags eldri borgara í Reykjavík 2009-2013 og varafor- maður Landssambands eldri borg- ara um skeið. Fjölskylda Unnar kvæntist 8.8. 1960 Maríu Ólafsdóttur, f. 17.1. 1939, fyrrv. blaðamanni og prófarkalesara við DV, Birting og víðar. Hún er dóttir Ólafs Jónssonar, trésmíðameistara og símstöðvarstjóra á Þingeyri, og Elínborgar Sveinsdóttur símstöðv- arstjóra, af Skarðsætt. Börn Unnars og Maríu eru Krist- ján Már, f. 14.9. 1959, fréttamaður á Stöð 2, búsettur í Reykjavík, kvænt- ur Þorgerði Sigurðardóttur sjúkra- þjálfara og eru börn þeirra María, f. 26.2. 1987, Kristín Eygló, f. 20.11. 1988, Ingunn Lára, f. 11.12. 1992, og Sigurður, f. 14.4. 1998; Stefán Örn, f. 21.11. 1960, viðskiptafræðingur og framkvæmdastjóri Myndmarks hf., en kona hans er Anna Jórunn Guð- mundsdóttir hjúkrunarfræðingur og eru dætur þeirra Dóróthea Björk, f. 7.3. 1992, og María Karitas, f. 29.10. 1996; Elín Björk, f. 23.7. 1963, veð- urfræðingur og framhaldsskóla- kennari við VMA, búsett á Dalvík, gift Sveinbirni J. Hjörleifssyni, fisk- iðnaðarmanni og hestaþjónstubónda og eru börn þeirra Þorgerður Jó- hanna, f. 20.5. 1989, Unnar Már, f. 7.7. 1992, Jóhann Ólafur, f. 20.2. 1996, og Hjörleifur Helgi, f. 9.10. 1999. Systkini Unnars: Árni, f. 3.11. 1932, d. 16.4. 2006, var lektor við KHÍ; Guðmundur, f. 5.10. 1937, hljóðfærasmíðameistari í Reykjavík; Guðjón Ingvi, f. 3.3. 1939, verkfræð- ingur og fyrrv. framkvæmdastjóri SSV, búsettur í Reykjavík; Atli Þor- steinn, f. 11.12. 1942, tæknifræð- ingur hjá VST. Foreldrar Unnars voru Stefán Jó- hann Guðmundsson, f. 26.10. 1899, d. 29.10. 1988, byggingameistari og hreppstjóri í Hveragerði, og Elín Guðjónsdóttir, f. 9.5. 1898, d. 20.11. 1995, húsfreyja í Hveragerði. Úr frændgarði Unnars Stefánssonar Unnar Stefánsson Þórunn Þorvaldsdóttir húsfr. á Eyrarbakka Guðmundur Þorsteinsson járnsm. í Eimu á Eyrarbakka Ingunn Guðmundsdóttir húsfr. á Eyrarbakka Elín Guðjónsdóttir húsfr. í Hveragerði Guðjón Þorsteinsson sjóm. á Eyrarbakka Markús Þorsteinsson söðlasm. í Rvík Guðrún Jónsdóttir húsfr. í Gröf Þorsteinn Jónsson b. í Gröf í Hrunamannahreppi Guðríður Torfadóttir húsfr. á Grænavatni Árni Davíðsson b. á Grænavatni Valgerður Árnadóttir húsfr. í Laufási Kristín Árnadóttir húsfr. á Nesi í Norðfirði Bjarni Vilhjálmss. þjóðskjala- vörður Vilhjálmur Bjarnason alþm. Guðmundur Stefánsson smiður og fræðim. í Laufási í Norðfirði Stefanía Stefánsdóttir húsfr. í Norðfirði Stefanía Erlendsdóttir húsfr. á Húsavík og í Neskaupstað Ármann Snævarr háskólarektor Stefán Jóhann Guðmundsson húsasmíðam. í Hveragerði Guðrún Ögmundsdóttir húsfr. á Hólum Stefán Sveinsson b. á Hólum í Norðfirði Ágúst Markússon veggfóðr.m. í Rvík Karl Markússon bryti í Rvík Bertha Karlsdóttir húsfr. í Rvík Markús Örn Antonsson forstöðum. Þjóðmenn- ingarhúss Hörður Ágústsson listmálari og fræðimaður Valborg Snævarr hrl. Sigríður Snævarr sendiherra ÍSLENDINGAR 43 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2014 www.gilbert.is FRISLAND CLASSIC TÍMALAUS HÖNNUN VIÐ KYNNUM Kjartan J. Jóhannsson, læknirog alþingismaður, fæddist íReykjavík 19.4. 1907. Hann var sonur Jóhanns Ármanns Jónas- sonar, úrsmiðs frá Drangshlíð, og Ólafar Jónsdóttur frá Álftanesi á Mýrum húsfreyju. Eiginkona Kjartans var Jóna B. Ingvarsdóttir frá Hafnarfirði og eignuðust þau fimm börn. Kjartan lauk stúdentsprófi frá MR 1925, embættisprófi í læknis- fræði frá HÍ 1931 og sótti fram- haldsnám til Lundúna, Kaupmanna- hafnar, New York og Nürnberg. Hann var til sjós á togurum á náms- árunum. Kjartan var læknir á Ísafirði 1932- 63, héraðslæknir í Kópavogi 1963-78 og heimilislæknir þar 1978-85. Á Ísafjarðarárunum fór Kjartan í sjúkravitjanir á nóttu sem degi, oft um langan veg, fótgangandi eða á gönguskíðum um fjallvegi. Helgi Seljan, fyrrv. alþm., segir um störf hans í eftirmælum: „Í þeim störfum sínum ávann hann sér hylli á heima- slóðum sínum með ljúfmennsku, samviskusemi og ósérhlífni.“ Kjartan var alþingismaður Ísa- fjarðar og Vestfjarða fyrir Sjálf- stæðisflokkinn 1953-63. Á Alþingi flutti hann m.a. frumvarp til laga um bann við hnefaleikum og um breyt- ingu úr vinstri umferð til hægri um- ferðar. Hann beitti sér einnig fyrir innleiðingu skuttogara í stað síðu- togara. Hann var alla tíð virkur í fé- lagsmálum. Á Ísafjarðarárunum sat hann í bæjarstjórn Ísafjarðarkaup- staðar 1950-58, sat í stjórn Togara- félags Ísfirðinga og fleiri útgerðar- fyrirtækja, sat í stjórn Skíðafélags Ísafjarðar, var formaður bygging- arnefndar Sundhallar Ísafjarðar, formaður Rauða kross Ísafjarðar og sat síðar í stjórn Rauða kross Ís- lands. Þá var hann um skeið formað- ur Félags íslenskra bifreiðaeigenda, formaður Geðverndarfélags Íslands og sat í umdæmisstjórn Rótarý- félaganna á Íslandi. Hann var sæmdur hinni íslensku Fálkaorðu, hlaut Paul Harris-viðurkenningu Rótarýklúbbanna og var heiðurs- félagi FÍB. Kjartan lést 7.1. 1987. Merkir Íslendingar Kjartan J. Jóhannsson Laugardagur 80 ára Aldís Stefánsdóttir Halldór Ingólfsson Helga Albertsdóttir Hjördís Ágústsdóttir 70 ára Finney A. Finnbogadóttir John Andrew Ágústsson Jóhanna Björnsdóttir Jónas P. Aðalsteinsson Margrét Björgvinsdóttir Margrét Þ. Gunnlaugsdóttir Steinunn I. Jörgensdóttir Sveinn Rafnkelsson 60 ára Arnar Magnús Friðriksson Ásgeir Valdimarsson Hafliði Sigurður Björnsson Halla Björk Guðjónsdóttir Helga K. Kristmundsdóttir Hinrik H. Friðbertsson Ingunn Bergþórsdóttir Klara Þorsteinsdóttir Margrét Sverrisdóttir Pétur Kristján Kristjánsson Sigurlína Hilmarsdóttir 50 ára Björn Oddsson Einar Kristjánsson Guðmundur Tómasson Hansína Ellertsdóttir Helena Harðardóttir Kjartan Þór Friðleifsson Sif Gunnlaugsdóttir Nielsen 40 ára Áslaug Salka Grétarsdóttir Birna Helgadóttir Bjarney R. Hinriksdóttir Christine Hellwig Gíslný Halldóra Jónsdóttir Irina Prokhorova Jenný V. Þorsteinsdóttir Jóhanna S. Kristjánsdóttir Jón Valgeir Guðmundsson Sigurbjörn Hallsson Sigurbjörn Jónsson Þuríður Anna Pálsdóttir Páskadagur 80 ára Anna Sigmundsdóttir Finnbjörg Grímsdóttir Jakob Kristjánsson Stefán Valdimarsson Tordis A. Kristjánsson 70 ára Áslaug Hauksdóttir Ásrún Hauksdóttir Gestur Guðnason Guðbjörg S. Hjálmarsdóttir Gunnar Baldvinsson Hildur Friðriksdóttir Jóhanna Jónsdóttir Móeiður Sigurðardóttir Sigurður Sigurðsson Svavar Gísli Stefánsson Vera Kjartansdóttir 60 ára Eyþór Geirsson Hilmar Oddur Gunnarsson Hörður Þór Hafsteinsson Jón Bryndal Aðalbjörnsson Magnús Vagn Benediktsson Páll Ríkarðsson Snjólfur Ólafsson 50 ára Einar Sigurjónsson Gestur Ágústsson Gígja Viðarsdóttir Gísli Rafn Jónsson Grétar Páll Aðalsteinsson Guðmundur S. Bjarnason Harpa Viðarsdóttir Jóna Ingunn Pálsdóttir Jón Daði Ólafsson Laurent N. Bonthonneau Magnús Axelsson María Guðmundsdóttir María Vilborg Hauksdóttir Ríkharð Lúðvíksson Sigríður Ósk Halldórsdóttir Sigrún Þórólfsdóttir Snorri Geir Guðjónsson Sverrir Þór Sverrisson Þór Gunnarsson Þórunn Óskarsdóttir 40 ára Elena B. Sævarsdóttir Finnbogi Lýðsson Guðjón Þór Tryggvason Guðmundur Claxton Guðmundur Marteinsson Hugrún P. Sigurbjörnsdóttir Jóhann Bessason Linda Sveinsdóttir Sigurður Ingi Ragnarsson Sólrún Inga Þórisdóttir Þuríður Anna Jónsdóttir Annar í páskum 90 ára Soffía Júlíusdóttir 80 ára Baldvin Jónsson Bodil Petersen Héðinn Skarphéðinsson Ólafur Óskarsson Þórdís Þórarinsdóttir 70 ára Dagur Ingimundarson Guðbjörg Jóna Elísdóttir Nína K. Guðnadóttir Ólafur Erlingsson Sigurður Einarsson Stefán Þ. Tryggvason Þórarinn Kristinsson 60 ára Ásgeir Karlsson Björk Lind Harðardóttir Edda S. Guðmundsdóttir Einar Jón Ólafsson Frímann Karlesson Guðjón M. Kjartansson Guðrún Jónsdóttir Jón Hermannsson Jón Þórðarson Kjartan Smári Ólafsson Lárus Björnsson María Jóna Jónsdóttir Ólöf Þorvaldsdóttir Steinar Ingi Eiríksson Þorsteinn Ágúst Harðarson 50 ára Ásta Björk Sveinsdóttir Hálfdán Sigurjónsson Hildur Sveinbjörnsdóttir Ida Night M. Ingadóttir Jóhannes Þór Hilmarsson Jóhann Gunnar Stefánsson Jón Tryggvi Jökulsson Kolbrún K. Daníelsdóttir Lúðvík Berg Bárðarson Reynir Ámundason 40 ára Arnbjörg Pétursdóttir Daniel Damian Kowal Einar Páll Guðlaugsson Guðfinna Hinriksdóttir Helgi Karl Hafdal Nicole Kristjansson Sebastian B. Stefanowicz Sigríður E. Ragnarsdóttir Sigríður Erla Einarsdóttir Sigrún Árnadóttir Sigrún Birna Einarsdóttir Sigurborg Kristinsdóttir Sóley Sigrún Ingólfsdóttir Til hamingju með daginn Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.