Morgunblaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 33
UMRÆÐAN 33 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2014 F A G M E N N S K A A L L A L E I Ð Skeifan 3 E-F • 108 Reykjavík • Sími 581 2333 • rafver.is Sláttutraktorar Ýmsar útfærslur mosatætarar, jarðvegstætarar, laufblásarar, kantskerar. Garðsláttuvélar Rafmagns- eða bensíndrifnar Úðabrúsar 1-20 ltr. Með og án þrýstijafnara Einnig Sláttuorf Rafmagns- eða bensíndrifnar Keðjusagir Rafmagns- eða bensíndrifnar Hekkklippur Rafmagns- eða bensíndrifnar Þýsk gæðatæki sem auðvelda þér garðvinnuna Gerðu garðverkin skemmtilegri SUMARGJÖFIN... iPAL Verð 35.990,- Tilboð 29.990,-* *GILDIR TIL 3. MAÍ 2014 Ármúla 38 | Sími 588 5011 | Opið: virka daga 11-18, laugard. 12-14 Í ár eru 400 ár liðin frá fæðingu sr. Hall- gríms Péturssonar og mjög ánægjulegt að fylgjast með því hve margir finna sig knúna til að minnast þess með ýmsum hætti. Upp- lestur og söngur Pass- íusálmanna og tónlist- arflutningur þeim tengdur er með lífleg- asta móti bæði í höfuðborginni og úti um allt land. Þegar Passíusálmana ber á góma er oft farið að tala um flámæli sr. Hallgríms. Hér er um ákveðinn mis- skilning að ræða vegna þess að það að tala um flámæli hjá manni sem uppi var á sautjándu öld er tíma- skekkja. Flámæli er hljóðkerfis- breyting sem kom fram á 19. og 20. öld og fólst í því að sérhljóðin i, e, u og ö breyttust í framburði, i og u „lækkuðu“ þannig að til dæmis orð eins og „skyr“ og „sker“ féllu næst- um saman. Hljóðin e og ö gátu aftur á móti „hækkað“ þannig að „melur“ hljómaði líkt og „mylur“ og „flögur“ sem „flugur“. Skv. rannsókn Björns Guðfinnssonar var flámæli aðallega þekkt á þremur svæðum á landinu: Austfjörðum, Suðvesturlandi og í Húnavatnssýslu. Þetta fyrirbæri er ekki að finna í Passíusálmunum né í máli samtíma- manna Hallgríms Péturssonar. Hinu er ekki að neita að sumt í þessum sálmum truflar okkur nútímafólk. Hvað er það og hvernig stendur á því? Það er einkum sú staðreynd að stundum eru orð eða orðhlutar látnir ríma sem okkur finnst engan veginn ríma saman, t.d. sögnin „sé“ við síð- asta atkvæðið í „jörðunni“ eða „ske“ við síðasta atkvæðið í „heimili“. Munurinn á þessu fyrirbæri og flá- mæli er fyrst og fremst sá að þetta snýst um framburð í áhersluléttu lokaatkvæði en sérhljóðabreyting flámælisins átti sér stað í áherslu- atkvæðum eins og dæmin hér að ofan sýna. Athyglisvert er að fyrirbærið er talsvert eldra en Hallgrímur Péturs- son. Þannig má á óðfræðivefnum Braga finna dæmi um að „hné“ og síðasta at- kvæðið í „helvíti“ rími saman í Maríublómi eftir Hall Ögmund- arson (1480-1555) og Ólafur Guðmundsson í Sauðanesi (1537-1609) notar nákvæmlega sama rím og Hall- grímur í Einni andlegri vísu um dómsdag, þ.e. „sé“ á móti síðasta at- kvæðinu í „jörðunni“. Hið mæta skáld Einar Sigurðsson í Eydölum (1539-1626) sem nú er þekktastur fyrir jólasálminn Nóttin var sú ágæt ein rímar saman „ske“ og „jörðunni“ í guðspjallasálmi á annan sunnudag í aðventu. Fleiri dæmi má auðveld- lega finna. Annað atriði er að orð eins og „Guð“ og „nauð“ og „stoð“ eru látin ríma. Eins og Kristján Árnason bendir á í bók sinni Stíll og bragur. Um form og formgerðir íslenskra texta (2013) virðist hér um viðtekna venju að ræða, eins konar skálda- leyfi. Þótt hljóðkerfislegar forsendur hafi verið aðrar á dögum Hallgríms telur Kristján harla ólíklegt að þessi orð hafi verið hljóðlega svo lík að það hafi gefið tilefni til venjulegs ríms. Kristján fjallar í sömu bók ítar- lega um hrynjandi og áherslur í Passíusálmunum. Það er athyglis- vert að Hallgrímur lætur áherslu oft falla á orð sem bera litla merkingu, t.d. er forsetningin „í“ höfuðstafur í þessum línum: „Út geng ég ætíð síð- an / í trausti frelsarans“ (Pass. 25, 10). Þetta er að öllum líkindum al- gjörlega meðvitað hjá skáldinu og veldur því að hljómfallið er aldrei vélrænt eða fyrirsegjanlegt heldur skapast við þetta sveigjanleg hrynj- andi sem er í ætt við tónlist eins og Atli Ingólfsson hefur fjallað um á snjallan hátt í greininni „Að syngja á íslensku“ sem birtist í Skírni árið 1994. Kristján talar um „fjölröddun Passíusálmanna“ sem lýsi sér m.a. í því að ljóðstafir eiga það til að standa í frekar veikum atkvæðum. Hann segir að Hallgrímur geri „sér leik að því að beita ljóðstöfum þannig að oft- ar en ekki leyna þeir á sér í lestri sem tekur mið af hrynjandi talmáls- ins í samspili við bragformið (bls. 418) – og ennfremur: „Hér er úr ‚vöndu‘ að ráða fyrir lesarann, en kannski er það einmitt hluti af ‚galdri sálmanna‘“ (bls. 379). Atli Ingólfsson tekur í sama streng og segir: „Sé lestur sálmanna undir- búinn af næmi á misgengi hinna ólíku bragradda, sé lesandinn vit- andi um bakgrunn og forgrunn rytmans, bragfræðilegt og fram- burðarlegt gildi orðanna, fæðist tón- listin af sjálfri sér þegar lesið er. All- ur tónlistarlegur og tilfinningalegur kraftur sálmanna geislar þá í upp- lestrinum“ (bls. 433). Um rímið í sálmunum segir Atli að það sé nán- ast aukaatriði og í myndun hins raunverulega hljóms hafi það lítið að segja við hlið rytmans. Hann segir: „Hver sem skilið hefur mikilvægi að- ferðarinnar sér að líf sálmanna er ekki þrátt fyrir braginn heldur vegna hans […] Orðin ein geta að vísu hrært okkur, en fljóti þau á rytma sem er eins og straumkast sálarinnar sjálfrar hrífumst við með ósjálfrátt og án þess að vita hvað veldur“ (bls. 437). Það sem skiptir mestu máli er að enn hafa menn ánægju af því að lesa þessa sálma og syngja þá. Það á ekki við um marga texta frá sama tíma. Mikilvægt er að reyna af fremsta megni að skilja þá og njóta þeirra, bæði í hljómi og innihaldi. Það sem sumir telja braglýti eru oft meðvituð formbrögð og hluti af snilld sem kemur fram í „myndunum, orðaval- inu, áherslunum, hrynjandinni, í því hvernig hann ber túnguna“ eins og Halldór Laxness orðaði það (Vett- vángur dagsins 1986, bls. 44). Hljómur og hrynjandi í Passíusálmunum Eftir Margréti Eggertsdóttur » Það sem skiptir mestu máli er að enn hafa menn ánægju af því að lesa þessa sálma og syngja þá. Margrét Eggertsdóttir Höfundur er rannsóknarprófessor á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Nú eru áform uppi um að byggja á flugvallarsvæðinu í Reykjavík. Ef eitthvað á að gera þarf allt að vera í réttri röð. Ef leggja á niður flugvöll þarf annar að vera til. Á Reykjavíkurflugvelli er at- vinnustarfsemi af ýmsu tagi, sem nýtur verndar stjórnarskrárinnar. Öllum er frjálst að stunda þá at- vinnu sem þeir kjósa. Flugvirki sem er með vinnuað- stöðu í Fluggörðum getur ekki flutt sína starfsemi heim í bílskúr. Sama má segja um flugkennara, þeir þurfa að eiga heima í ná- grenni flugvallar. Fyrir mörgum árum brann slökkvistöðin á flugvellinum og kveikti í veitingastofu Loftleiða, sem var í næsta húsi. Alfreð for- stjóri fór með tékkheftið niður í bæ, keypti veitingahúsið Tjarnar- café og greiddi út í hönd. Svona lagað hafði ekki gerst áður í Reykjavík. Nýr atvinnuvegur hafði skotið rótum, atvinnuvegur sem átti eftir að bjarga þjóðinni í mestu efnahagshamförum allra tíma. Ef Alvogen þarf húsnæði, má þá ekki bara flytja Háskólann norður að Hólum? Það stendur jú til að sameina Háskólann og Hóla- skóla. Nú orðið vinna 7% Íslend- inga við flugstarfsemi, atvinnuveg sem virðist vaxa endalaust. Af hverju er það? Flugmenn þurftu lengst af að kosta sitt dýra nám sjálfir og margir að sækja vinnu erlendis. Ungur maður, Eggert Briem, lærði búfræði úti í heimi. Heim- kominn reisti hann stórbú í Viðey, rak það í nokkur ár. Flutti í land og byggði fjós við Laufásveg og ræktaði tún í Vatnsmýri, 18 hekt- ara. Af því túni fór flugvél á loft haustið 1919. Næstu árin var túnið notað af ýmsum sem flugvöllur. Gústaf E. Pálsson teiknaði flugvöll á túnið og skipulagsnefndin sam- þykkti þá tilhögun í mars 1940. Eggert Briem féll frá í júlí 1939, breski flugherinn tók túnið til sinna nota haustið 1940. Það er e.t.v. vegna þessarar atburðarásar að ekki er til þinglesin eignarheim- ild fyrir Vatnsmýrarblett nr. 5. GESTUR GUNNARSSON tæknifræðingur. Flugskýli Frá Gesti Gunnarssyni Bréf til blaðsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.