Morgunblaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 24
24 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2014 Laugardagstilboð – á völdum dúkum, servéttum og kertum SE RV ÉT TÚ R KE RT I DÚ KA R Rekstrarvörur - vinna með þér Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is ® Ýmisservéttubrot Sjá hér! Opið laugardaga kl. 10-16 0 kr. útborgun Langtímaleiga Langtímaleiga AVIS er þægilegur, sveigjanlegur og umfram allt skynsamlegur kostur þegar kemur að rekstri bifreiða. Í langtímaleigu fæst nýr eða nýlegur bíll, engin útborgun, tryggingar innifaldar, engin endursöluáhætta og ekkert vesen við dekkjaskipti, olíuskipti eða smáviðhald. Losnaðu við vesenið með langtímaleigu Kynntu þér málið í síma 591-4000 Á R N A S Y N IR Nú dregur til tíðinda í peninga- sendingaþjónustu því bandaríska verslunarkeðjan Wal Mart hyggst bjóða upp á ódýrar peningasend- ingar milli verslana sinna. Þetta var tilkynnt á fimmtudag. Til þessa hafa Western Union og Money Gram verið nánast alls- ráðandi í hrað-peningasendingum í Bandaríkjunum en frá og með næstu viku geta viðskiptavinir þar í landi sent peninga milli lands- hluta með þjónustu sem fengið hefur nafnið Walmart-2-Walmart. Ólíkt Western Union og Money Gram verður þjónusta Walmart aðeins fáanleg fyrir peningasend- ingar innan Bandaríkjanna. Verð- ur hægt að taka við og senda pen- inga í öllum af þeim u.þ.b. 4.000 Wal-Mart-verslunum sem finna má dreifðar um gervöll Bandarík- in. Washington Post segir verslana- keðjuna munu bjóða talsvert lægri þjónustugjöld en keppinautarnir, og í sumum tilvikum býður Wal- Mart allt að helmingi lægra verð. Fréttastofa ABC News segir frétt- irnar af þessum nýja keppinauti hafa framkallað 18% lækkun á verði hlutabréfa Money Gram og rösklega 5% lækkun á hlutum í Western Union. Sambúðin ekki í hættu Money Gram hefur haldið úti útibúum í mörgum verslunum Wal-Mart og gefa fréttatilkynning- ar til kynna að ekki standi til að gera breytingu þar á, a.m.k. af hálfu verslanakeðjunnar. Talið er að um 28% Bandaríkja- manna stóli á peningasendingafyr- irtæki frekar en bankakerfð til að koma fjármunum milli staða. Pen- ingasendingar hjá Wal-Mart verða takmarkaðar við 900 dali til að sneiða hjá íþyngjandi reglum um fjármagnsflutninga sem kveða á um ítarlega skýrslugerð fyrir flutning á hærri upphæðum. Wal-Mart býður upp á peningasendingar AFP Metnaður Frá og með næstu viku verður hægt að senda peninga inn- anlands í Wal-Mart í BNA.  Stórverslanarisinn í slag við Western Union og Money Gram með ódýrar sendingar milli verslana Kínverski samfélagsmiðillinn Weibo fór vel af stað í hlutafjár- útboði á Nasdaq-markaðinum í New York á fimmtudag. Hækkuðu hlutir um 19% á fyrsta degi við- skipta, en fóru hæst upp um 40% yf- ir daginn. Weibo er oft kallað kínverska út- gáfan af Twitter og býr að 130 milljón virkum notendum. Tekjur Weibo á síðasta ári jafngiltu 188 milljónum dala, jafnvirði um 21 milljarðs króna, sem var nærri því þreföldun frá tekjum ársins áður. Er fyrirtækið þó ekki enn rekið með hagnaði, og kemur það sér því eflaust vel að hlutafjárútboð fimmtudagsins aflaði Weibo 286 milljóna dala, jafnvirði 32 milljarða króna, að því er Forbes greinir frá. Innreið Weibo á Nasdaq er talin ryðja brautina fyrir kínverska vef- veldið Alibaba inn á bandaríska hlutabréfamarkaðinn en Alibaba á nærri fimmtungshlut í Weibo. Wall Street Journal segir að þegar og ef Alibaba kemur á bandaríska mark- aðinn gæti það orðið eitt af stærstu hlutafjárútboðum sögunnar. ai@mbl.is AFP Rautt Vegfarendur á Times Square þar sem skilti Nasdaq auglýsir Weibo. Kínverska Weibo komið á Nasdaq  Fór upp um 19% á fyrsta degi  Ryður brautina fyrir Alibaba inn á bandaríska hlutabréfamarkaðinn Vikan 7. til 11. apríl var slæm fyrir stóru bandarísku hluta- bréfavísitölurnar sem misstu þá frá 2,4 til 3,1% yfir vikuna. Var því gott svigrúm fyrir markaðinn að spretta aftur á lappirnar í lið- inni viku og gengu lækkanirnar frá vikunni áður að mestu til baka. MarketWatch, fjármálavefur Wall Street Journal, bendir á að S&P 500 hækkaði um 2,7% yfir vikuna og endaði í 1.864,85 stigum. Dow Jones styrktist um 2,4% yfir vikuna og endaði í 16.408,54 stig- um. Nasdaq-vísitalan endaði vik- una í 4.095,52 stigum, sömuleiðis um 2,4% hærri en í vikunni áður. Viðskiptavikan á bandaríska markaðinum var degi styttri en venjulega vegna lokunar markaða á föstudaginn langa. ai@mbl.is Bandarísk hlutabréf skoppa aftur upp  Lækkanir síðustu viku gengu til baka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.