Morgunblaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2014 Óháð ráðgjöf til fyrirtækja Firma Consulting gerir fyrirtækjum tilboð í eftirfarandi þjónustu: • Kaup, sala og sameining. • Verðmat fyrirtækja. • Samningaviðræður, samningagerð • Áætlanagerð. • Fjárhagsleg endurskipulagning. • Samningar við banka. • Rekstrarráðgjöf. Firma Consulting, Þingasel 10, 109 Reykjavík. Símar: 820-8800 og 896-6665. Fax 557-7766 info@firmaconsulting.is, www.firmaconsulting.is Gjaldkeri Sóma, starfsmannafélags Alcoa Fjarðaáls, hefur verið kærður til lögreglu en grunur leikur á að hann hafi dregið sér fjármuni úr sjóð- um félagsins. Dagmar Ýr Stefáns- dóttir, upplýsingafulltrúi Fjarðaáls, staðfesti í samtali við mbl.is að gjald- kerinn hefði verið kærður til lög- reglu. Hún sagði að starfsmanninum hefði verið vikið úr störfum hjá Fjarðaáli meðan rannsókn stæði yfir. Hún sagði að málið hefði komið upp við gerð ársreiknings. Dagmar vildi ekki segja hversu há- ar upphæðir væri um að ræða, en sagðist reikna með að það skýrðist fljótlega. Austurfrétt.is segist hafa heimildir fyrir því að milljónir króna hafi horf- ið úr sjóðum starfsmannafélagsins. Grunur um fjárdrátt í starfsmannafélagi Lögreglan á höf- uðborgarsvæð- inu hafði í nógu að snúast aðfara- nótt föstudagsins langa. Sex öku- menn voru stöðv- aðir víðs vegar um borgina vegna gruns um akstur undir áhrif- um ölvunar eða fíkniefna. A.m.k. einn þeirra olli umferðaróhappi. Flestum var sleppt að lokinni skýrslutöku. Um nóttina var maður handtek- inn vegna gruns um líkamsárás. Fórnarlambið var flutt á slysadeild að sögn lögreglu, en ekki fengust upplýsingar um hversu alvarleg meiðslin voru. Síðar um nóttina var tilkynnt um rúðubrot, innbrot í fyr- irtæki og tvö útköll voru að kvöldi skírdags vegna elds í heimahúsi og skúr, hvort tveggja minniháttar. Erill hjá lögreglu í aðdraganda páska Lítilsháttar gassprenging varð í líkamsræktarstöðinni World Class í Laugum í gær. Sprengingin varð þegar starfsmaður ætlaði að kveikja upp í arni á spa-svæði lík- amsræktarstöðvarinnar en arinn- inn gengur fyrir gasi. Að sögn slökkviliðs var einn starfsmaður sendur á spítala með minniháttar brunasár. Hlaut brunasár í gassprengingu Reykjavíkur. Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, segir skemmdarverk á biðskýlum bæjar- ins ekki hafa verið stórt vandamál í bænum. „Við látum skemmdir á eignum bæjarins ekki óáreittar því það ýtir undir frekari skemmdar- verkastarfsemi,“ segir Ármann en með þeim hætti hefur tekist að sporna við frekari skemmdum á biðskýlum og öðrum eignum bæj- arins. „Auðvitað koma upp einstaka vandamál við fjölförnustu leiðirnar okkar en við höfum lagt okkur fram við að laga allar skemmdir jafn óð- um og þannig dregið úr frekari skemmdarverkarstarfsemi.“ Skemmdarverk á skýlum Strætó aldrei verið meiri Morgunblaðið/Golli Strætóskýli Hlaupið framhjá strætóskýli sem fengið hefur að kenna á því hjá skemmdarvörgum. Júlía Þorvaldsdóttir Ármann Kr. Ólafsson  Hrina í gangi, segir sviðsstjóri hjá Strætó  Kostnaður liggur ekki fyrir SVIÐSLJÓS Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is Spellvirki á biðskýlum og biðstöðv- artöflum strætó hefur færst í aukana á undanförnum misserum, að sögn Júlíu Þorvaldsdóttur, sviðs- stjóra farþegaþjónustusviðs Strætó bs. „Það er einstaklega dapurlegt að verða vitni að þessu og nú virðist vera einhvers konar hrina í gangi þar sem skemmdir eru unnar með kroti og öðrum hætti á eignum sveitarfélaganna svo stórsér á,“ segir Júlía. Kostnaður vegna eigna- spjalla á biðskýlum borgarinnar liggur ekki fyrir en ljóst er að hann er töluverður þar sem ástandið hef- ur aldrei verið verra að sögn Júlíu. „Við gerum ekki samanburð milli ára en starfsmenn sem annast hafa biðskýlin í fjölda ára hjá okkur full- vissa mig um að ástandið hafi aldrei verið verra.“ Mestar skemmdir miðsvæðis Ekkert hverfi borgarinnar hefur sloppið undan skemmdarverkastarf- seminni en Miðborgin hefur orðið hvað mest fyrir barðinu á skemmd- arverkum en þar eru stórar skipti- stöðvar sem fjöldi fólks fer um á hverjum degi. „Fámennari leiðir inn í úthverfum verða síður fyrir skemmdarverkum en þau sleppa þó ekki alveg og skýli eru skemmd í úthverfum eins og annars staðar,“ segir Júlía en verið er að krassa á biðskýlin með spreybrúsum og málningu og brjóta gler í þeim og skemma tímatöflur. „Við reynum að laga skýlin um leið og skemmdir eru unnar því það hefur sýnt sig að fólk skemmir síður hrein og falleg skýli. Um leið og einn skemmd- arvargur krotar líta aðrir á það sem leyfi til að skemma skýlið enn frek- ar. Við höfum því miður ekki mannafla til að lagfæra öll skýli um leið.“ Umgengnin betri í Kópavogi Kópavogsbær er næststærsta sveitarfélag landsins og nágranni Gunnar Einarsson, bæjarstjóri í Garðabæ, segir eignaspjöll á bið- skýlum og biðstöðvartöflum ekki vera stórt vandamál í bænum. „Auðvitað er þetta vandamál sem hverfur aldrei en það er ekki mikið um skemmdarverk hjá okkur í dag,“ segir Gunnar en hann segir bæinn lýsa vel upp opinber svæði og íbúar bæjarins séu duglegir að tilkynna strax skemmdarverk sem þeir verða varir við. „Krot kallar á meira krot og þess vegna höfum við haft svo kallað „zero- tolerance“ fyrir öllum eignaspjöll- um. Það er fólgið í því að við hreinsum og lagfærum skemmdir á biðskýlum strax. Eignaspjöll og skemmdir mega aldrei standa óá- reitt.“ Mikill metnaður er lagður í skólakerfið í Garðabæ og telur Gunnar það ekki síst geta útskýrt fækkun á skemmdum í bænum. „Sá sem skemmir meðvitað er að tjá einhverja reiði eða óánægju og eitthvað hefur þá brugðist. Eftir því sem við höldum bet- ur utan um unga fólkið ætti svona hegðun að minnka.“ Gott viðhald og eftirlit, samstarf við íbúa, skólakerfið og ekki síst snyrtilegt og fallegt umhverfi helst allt saman í hendur við að draga úr skemmdarverkum að sögn Gunn- ars. „Við viljum að bærinn sé sá snyrtilegasti á landinu en þá þarf margt að haldast í hendur.“ Krot kallar á meira krot BETRI LÍÐAN Í SNYRTILEGUM GARÐABÆ Gunnar Einarsson Táp og fjör var á tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður á Ísafirði í gærkvöldi. Þá var hátíðin sett í ellefta sinn, að viðstöddu fjölmenni. Á setningarathöfninni, sem fór fram í skemmu Gámafélagsins í Grænagarði, hlýddu gestir á fjölda tónlistarmanna sem munu láta ljós sitt skína á hátíðinni. Stjörnurnar létu þó aðeins bíða eftir sér vegna tafa í flugi vestur. Menn létu það þó ekki aftra sér og tónlistarmennirnir að sunnan komu flestir í rútuferð vestur. Hátíðinni lýkur í kvöld en þar koma m.a. fram hljómsveitirnar Grísalappalísa, Hjaltalín, Mammút, Retro Stefsson, Hermigervill, Kaleo og High- lands. Fjöldi fólks er einnig á skíðavikunni á Ísafirði. Stjörnurnar létu bíða eftir sér Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson Fjölmenni á Ísafirði á rokkhátíð og skíðaviku

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.