Morgunblaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2014 Fæst án lyfseðils. Lesið leiðbeiningar í fylgiseðli vandlega fyrir notkun. 20% afsláttur Hver á skilið að fáumhverfisverðlaun Norðurlandaráðs 2014? Auglýst er eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna Norðurlandaráðs. Öllum er frjálst að skila inn tilnefningum fyrir 23. apríl 2014. Verðlaunin verða veitt norrænu sveitarfélagi, borg eða staðbundnu samfélagi fyrir framlag til umhverfismála. Allar nánari upplýsingar á norden.org Auður Albertsdóttir audura@mbl.is Hrafnhildur Árnadóttir hófnám við Söngskólann íReykjavík árið 2004 oglærði þar söng hjá Dóru Reyndal. Hrafnhildur lauk burtfar- arprófi þaðan árið 2009 og lá þaðan leiðin til Hollands. Þar hóf hún nám hjá Valerie Guillorit við Konserva- toríið í Amsterdam en þaðan lauk hún bachelor-prófi árið 2013. Býr hún þar enn og gegnir nú stöðu við Hollensku óperuakademíuna. Meðal þess sem er á döfinni hjá Hrafnhildi er þátttaka í Grachten- festival í Amsterdam þar sem hún mun syngja aðalhlutverkið í óperu eftir Othmar Schoek. Einnig mun hún syngja hlutverk Greifynjunnar í Brúðkaupi Fígarós í næstu upp- færslu Hollensku óperuakademí- unnar. Í næsta mánuði stendur þó mikið til þar sem Hrafnhildur mun taka þátt í alþjóðlegri tónlistar- keppni sem haldin er í Brussel í Belgíu á hverju ári. „Keppnin er kennd við Elísa- betu Belgíudrottningu og er hún haldin á hverju ári. Þó er hún haldin þriðja hvert ár fyrir söngvara en hin árin fyrir píanóleikara og fiðluleik- ara,“ segir Hrafnhildur blaðamanni. Keppnin fer fram í þremur lotum og tekur hún tvær vikur. Nú er búið að velja 73 keppendur úr hópi þeirra 214 sem sóttu um að taka þátt. Er Hrafnhildur eini Íslendingurinn í keppninni og eini Norðurlandabúinn ef út í það er farið. Tilbúin með tuttugu titla „Fyrsta umferðin hefst 14. maí en ég þarf að fara til Brussel 11. maí til að draga um sæti í umferðinni,“ segir Hrafnhildur sem bætir við að dagskráin sem hún er að undirbúa fyrir keppnina samanstandi af 20 titlum, bæði aríum og sönglögum. „Í fyrstu umferð mun ég syngja tvær aríur en ef ég kemst áfram þá þarf ég að hafa tvær mismunandi dag- skrár tilbúnar, sem eru hálftími að lengd hvor. Það má því segja að ég þarf að undirbúa tvenna hálftíma langa tónleika. Ef ég kemst áfram í undanúrslitin fæ ég að vita daginn áður hvora dagskrána dómnefndin vill heyra.“ Syngur til sigurs í alþjóðlegri keppni Hrafnhildur Árnadóttir er ung söngkona sem er búsett í Amsterdam í Hollandi. Í næsta mánuði tekur hún þátt í virtri alþjóðlegri tónlistarkeppni í Belgíu sem kennd er við Elísabetu Belgíudrottningu. Keppnin er mjög krefjandi og þarf Hrafnhildur að undirbúa tuttugu söngtitla til að syngja fyrir dómarana. Ljósmynd/Álfheiður Erla Guðmundsdóttir Söngur Hrafnhildur Árnadóttir hefur komið víða við heimi söngsins. Tónleikar Hrafnhildur hóf söngnám sitt í Söngskólanum í Reykjavík. Aldrei fór ég suður, rokkhátíð alþýð- unnar, fer fram núna um páskahelg- ina á Ísafirði. Í ár á hátíðin 10 ára afmæli og verður mikið um dýrðir. Á vef hátíðarinnar má fræðast um Aldrei fór ég suður, dagskrá hennar og sögu. Hátíðin er sannkölluð hátíð fólksins enda er öll vinna við hana unnin af sjálfboðaliðum og frítt verður inn eins og fyrri ár. Mörg fyr- irtæki styrkja hátíðina til að gera aðstandendum kleift að sleppa gestum við aðgangseyrinn og allir tónlistarmenn sem koma fram gefa vinnu sína. Á síðunni má einnig nálgast aðgang að vefmyndavél þar sem hægt verður að fylgjast með hátíðinni. Vefsíðan býður einnig uppá ýmsar upplýsingar um Ísa- fjörð, hvernig best sé að komast þangað, þjónustu þar og gistingu. Aldrei fór ég suður hófst í gær- kvöldi og heldur áfram í kvöld. Vefsíðan www.aldrei.is Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson Tónlistarhátíð Tónlistarmaðurinn Mugison á hátíðinni á Ísafirði á seinasta ári. Rokkhátíð alþýðunnar í beinni Mótorhjólasafn Íslands verður opið alla páskana frá klukkan 14 til 16. Þar er að finna skemmtilegt safn bifhjóla sem ungum og öldnum finnst spennandi að skoða. Safnið er til húsa á Krókeyri 2 á Akureyri, rétt inn- an við Skautahöllina. Mótorhjóla- safnið var stofnað 20. des árið 2007 til minningar um Heiðar Þ. Jóhanns- son sem lést í bifhjólaslysi árið 2006. Í dag á safnið nálægt 50 mótorhjól og mikið magn af hjólatengdum mun- um og ljósmyndum sem spanna alla sögu mótorhjólsins á Íslandi. Safnið er því kjörið fyrir allt áhugafólk um bifhjól og sögu þeirra hér á landi. Endilega... ...skoðaðu Mótor- hjólasafnið Morgunblaðið/Sverrir Hjól Safnið býr að 50 mótórhjólum. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.