Morgunblaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 46
46 MENNING MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2014 Söfn • Setur • Sýningar LISTASAFN ÍSLANDS Gleðilega páska, lokað á páskadag og 2. dag páska Sumardagurinn fyrsti, 24. apríl: Ókeypis aðgangur Teiknibókin lifnar við á Torgi Silfur Íslands í Bogasal Silfursmiður í hjáverkum í Horni Betur sjá augu – Ljósmyndun íslenskra kvenna 1872-2013 í Myndasal Þjóð verður til – Menning og samfélag í 1200 ár - grunnsýning Skemmtilegir ratleikir Safnbúð og kaffihús Þjóðminjasafn Íslands, Suðurgötu 41, s. 530 2200, www.thodminjasafn.is • www.facebook.com/thjodminjasafn Opið alla daga nema mánudaga í Þjóðminjasafni 11-17. Listasafn Reykjanesbæjar MANNLEGAR VÍDDIR Sefán Boulter og Stephen L. Stephen sýna mannamyndir 15. mars – 27. apríl Bátasafn Gríms Karlssonar Byggðasafn Reykjanesbæjar Opið virka daga 12-17, helgar 13-17. Aðgangur ókeypis reykjanesbaer.is/listasafn Shop Show Samtíma hönnun Hnallþóra í sólinni Dieter Roth Lokað á páskadag Opið annan í páskum 12-17 Opið 12-17, fim. 12-21, lokað þri. www.hafnarborg.is, sími 585 5790 Aðgangur ókeypis Verið velkomin ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS Opið kl. 12-17. Lokað mánud. Garðatorg 1, Garðabær www.honnunarsafn.is Leiðsagnir föstudaga kl. 12.10 Lokað páskadag og annan í páskum Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600, www.listasafn.is Opið daglega kl. 11-17, lokað mánudaga. FORM, LITUR, LÍKAMI: HÁSPENNA / LÍFSHÆTTA Magnús Kjartansson 7.3.-11.5. 2014 GERSEMAR - DÝR Í BÚRI 8.11. - 11.5. 2013 LETTRES Á LA MER Sýning á videóverki franska listamannsins, Renaud Perrin á kaffistofu safnsins. SAFNBÚÐ - Listrænar gjafavörur • KAFFISTOFA - Ljúffengar veitingar LOKAÐ Á PÁSKADAG OG ANNAN Í PÁSKUM SAFN ÁSGRÍMS JÓNSSONAR Bergstaðastræti 74, sími 561 9616, www.listasafn.is Sýningin, HÚSAFELL ÁSGRÍMS. Opið sunnudaga kl. 14-17. LOKAÐ Á PÁSKADAG OG ANNAN Í PÁSKUM LISTASAFN SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR Laugarnestanga 70, sími 553 2906, www.lso.is Sýningin, BÖRN AÐ LEIK. Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 LOKAÐ Á PÁSKADAG OG ANNAN Í PÁSKUM AF DJASSI Vernharður Linnet linnet@simnet.is Einhverju sinni er ég var aðkynna kvartett FriðriksTheodórssonar í beinni út- sendingu á Rás 2 bað ég hann að syngja „All of me“. Hann svaraði að bragði: „Jú, jú, og svo er venjulega beðið um „That’s a plenty“.“ Við vinir hans og allur almenn- ingur kölluðum hann venjulega Frikka eða Frikka The við hátíðleg tækifæri og hann var fæddur húm- oristi og kunni vel að gantast með vaxtarlag sitt – ekki síður en Svav- ar Gests. Ég kynntist honum fyrst í Jazzklúbbi Reykjavíkur um 1966 og þá var hann mikil hetja í mínum augum því að hann hafði unnið það afrek að fá kvartett trompetleik- arans Joes Newmans til að leika við opnun Hótels Loftleiða. Ég man enn myndina sem birtist í Mogganum 1966 af Frikka baksviðs í sjónvarps- þætti Sammys Davis jr. að spjalla við Joe Newman og básúnumeist- ara djassins; J.J. Johnson. Frikki The með sjálfum J.J. Johnson. Þá var Frikki bara bassaleikari, en löngu seinna skipti hann yfir í bás- únuna – fyrst takkabásúnu og hlustaði á Bob Brookmeyer meira en flestir Íslendingar, en síðan spil- aði hann einnig á sleðann.    Það voru ekki margir kontra-bassaleikarar þegar Frikki hóf að slá bassann. Lærifaðir hans, Erv- in Koeppen, sem lék með Sinfó og Birni R., Bóbó Waage, Jón bassi, Bjössi bassi, Aðalsteinn í Brynjólfs- búð í Vestmannaeyjum og fáeinir aðrir. Það var brjálað að gera; spil- að í Leikhúskjallaranum með Sigga kanslara, á Vellinum með Einari Loga og víðar og að sjálfsögðu unn- in allan daginn „alvöruvinna“, eins og það var kallað og flestir íslenskir hljóðfæraleikarar gerðu á þessum árum. Eitt sinn sagði mér gamall kennari Frikka, píanistinn Aage Lorange, að þegar hann væri spurður hvað hann gerði og hann svaraði að hann væri í tónlist þá væri aftur spurt: „Já, en hvað ger- irðu?“ Frikki var flottur kontrabassa- leikari, mikill á velli eins og hljóð- færið, og minnisstætt er þegar Tómas R. Einarsson, sem nú er einn af höfuðkontrabassaleikurum Ís- landsdjassins, var spurður fyrir aldarfjórðungi af hverju hann hefði farið að spila á bassa. Hann svaraði: „Niels-Henning kom hér með tríó 1978, ég hugsa að ég hafi fengið hugmyndina þá. Svo fór ég í tíma Grófslípaði djassdemanturinn Skíragull „Það var líka gæfa að ná að kynnast manninum bak við brosið – þar var bara skíragull að finna,“ segir í minningarpistli Vernharðar Linnet um hljóðfæraleikarann Friðrik Theodórsson sem lést í mars sl. hjá Scott Gleckler í Tónskóla Sigur- sveins þar sem ég haltraði gegnum ensk þjóðlög af takmarkaðri getu og enn minni áhuga. Það eina sem mig langaði til var að geta spilað undir í blús eins og ég hafði séð Friðrik Theodórsson gera á djass- kvöldi á Hótel Sögu. Hugmyndina hef ég trúlega fengið í Háskólabíói hjá Niels-Henning og svo var það náttúrlega Friðrik, mér þótti hetju- legt að sjá hann spila.“ Þess má geta að Niels-Henning og Friðrik voru vel kunnugir og þegar Niels-Henning og Philip Catherine léku í Háskólabíói 1981 lá Frikki á Grensásdeild eftir brjósklosaðgerð. Hann fékk lán- aðan sérstakan bekk, lét flytja sig í Háskólabíó og naut tónleikanna baksviðs. Hann var framkvæmda- stjóri Jazzhátíðar Reykjavíkur er Niels-Henning lék í síðasta skipti á Íslandi og báðir létust þeir skyndi- lega eftir óvænt hjartaáfall. En hverfum aftur á HótelLoftleiðir. Vikan sem Joe Newman-kvartettinn lék þar var eftirminnileg, en svo var lítið um djass þar til Frikki fékk þá frábæru hugmynd upp úr 1980 að hafa „djassbrunch“ í hádeginu og lék þar oft sjálfur og fékk flesta fremstu djassleikara þjóðarinnar til að spila með. Þar var djassinn hans Frikka á dagskrá – happídjass fyrir alla fjölskylduna – og ósjaldan mætti maður og skemmti sér kon- unglega. Frikki var ekki alltaf að hugsa um allar réttu nóturnar á réttu stöðunum; hann var hinn grófslíp- aði demantur Íslandsdjassins, sem kunni flestum betur að vekja gleði hjá áheyrendum og halda sveiflunni heitri. Kannski var hann bestur sem söngvari. Hann er eini Íslending- urinn, karlkyns, sem náð hefur valdi á skattsöngnum – hinum orð- lausa söngspuna sem Louis Arms- trong opinberaði fyrst á hljómplötu 1926, en var að sjálfsögðu ævagam- all. Frikki var ekkert feiminn að stíga á svið með stórdjassistum er- lendum á djasshátíðum og skatta af lífs og sálar kröftum áheyrendum til skemmtunar og í tónlist sinni var Frikki fyrst og fremst gleðigjafi. Hann var mörgum erlendum djass- leikurum eftirminnilegur og þeir spurðu gjarnan um Fred þegar fundum bar saman á djasshátíðum sem annars staðar. Danska saxó- fónmeistaranum Bent Jædig varð tíðrætt um flugferðina góðu með Fred til Vestmannaeyja, en á heim- leiðinni leyfði Frikki honum að taka í stýrið og upphófst þá mikill velt- ingur, en flugstjórinn Frikki hafði að sjálfsögðu stjórn á öllu.    Við störfuðum áratugum sam-an í framkvæmdastjórn Jazz- vakningar og stjórn RúRek- djasshátíðarinnar, er ég var þar framkvæmdastjóri, og eftir að Út- varpið dró sig út úr þeirri samvinnu og Frikki varð framkvæmdastjóiri Jazzhátíðar Reykjavíkur var ég að- stoðarmaður hans í kynningar- málum um árabil. Það var alltaf æv- intýri að vinna með Frikka og óteljandi kaffibollarnir í Haðalandi og Efstaleiti. Stundum hringdum við hvor í annan fram eftir nóttu og vorum ekki alltaf sammála og þá var skellt á. Eftir fimm mínútur hringdi síminn: „Venni, Frikki hérna. Er ekki allt í góðu?“ Og að sjálfsögðu vart allt í góðu og áróð- ursherferðinni fyrir djasshátíð fram haldið undanbragðalaust. Það eru ekki allir sem gera sér grein fyrir hlutverki Friðriks Theo- dórssonar í vexti djasstónlist- arinnar á Íslandi. Fyrir utan að vera vinsæll hljóðfæraleikari og djasssöngvari var hann frábær skipuleggjandi sem nýtti sér reynsl- una úr viðskiptalífinu djassinum til framdráttar og ómetanlegar voru Jazzfréttirnar, sem hann sendi yfir átta hundruð manns í tölvupósti um langt árabil. Tveir menn koma mér í hug jafnákafir og Frikki í djasstrúboðinu: Jón Múli, sem kynnti Íslendingum djassinn í ótelj- andi djassþáttum, og Þráinn Krist- jánsson, sem rak Jazzklúbb Reykja- víkur um árabil og fékk hingað til lands fjölda erlendra djassmeist- ara. Það var heiður að fá að vinna með Frikka öll þessi ár, oft kynnt- um við saman eins og þegar Árni djassgoði Ísleifsson bauð okkur sem heiðursgestum á tíundu djasshátíð Egilsstaða og alltaf smullum við saman. Frikki með gamanmál sem salurinn hló sig máttlausan að og ég, sem kann varla að segja brand- ara, með eitthvað jarðbundnara um tónlistina. Það var líka gæfa að ná að kynnast manninum bak við bros- ið – þar var bara skíragull að finna. Hann bar ekki tilfinningar sínar á torg, en þegar hann var heiðraður fyrstur manna, af stjórn Jazzhátíð- ar Reykjavíkur, viknaði hann. Það er ekki alltaf sem ævilöng hug- sjónabarátta er virt að verðleikum. »Hann kunni flest-um betur að vekja gleði hjá áheyrendum og halda sveiflunni heitri. Tilkynnt var í síðustu viku að sam- tímalistasafnið í San Francisco myndi eftir tvö ár opna nýja við- byggingu og yrði stærsta rýmið helgað sýningum á ljósmyndaverk- um. Verða það stærstu salir helg- aðir ljósmyndalist sem nokkurt safn hefur upp á að bjóða. Samkvæmt sérfræðingum sem vitnað er til í umfjöllun The Art Newspaper, þá koma þær áherslur ekki á óvart; ljósmyndin er sá miðill sem virðist draga flesta gesti á sýn- ingar um þessar mundir. Er leitt að því líkum að stóraukin ljósmyndun almennings, og myndaskipti af öllu tagi á samskiptavefjum, hafi ýtt undir þessa þróun. Sem dæmi má nefna að um 5.000 gestir skoða daglega glæsilega sýn- ingu á verkum Henris Cartier- Bressons í Pompidou-safninu í Par- ís og að yfir 3.000 manns skoða daglega árlegar sýningar, „New Photography“, í MoMA í New York. Sýningar á ljósmynd- um hvað vinsælastar AFP Vinsælt Gestir á sýningu með verk- um Roberts Mapplethorpes.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.