Morgunblaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 11
Trúðurinn Í janúar tók Hrafnhildur þátt í uppfærslu Hollensku óperuakademíunnar á Cosi fan tutte eftir Mozart.
Hrafnhildur segir að umsóknar-
ferlið til að fá aðgang í keppnina hafi
tekið langan tíma. „Ég ákvað að taka
þátt í haust og sendi umsóknina inn í
byrjun janúar en það ferli var ansi
mikil vinna. Fyrst þurfti ég að fylla
út flókna umsókn á netinu og ákveða
þá nákvæmlega hvaða dagskrá ég
ætlaði að bjóða upp á. Það er ekki
hægt að breyta neinu eftir á. Síðan
þarf að senda inn allskonar upplýs-
ingar og gögn, bæði í gegnum netið
og í pósti. Svo senda allir umsækj-
endur inn DVD disk með kynningu á
sér. Allt þarf að vera pottþétt vilji
maður hafa möguleika á að komast
inn í keppnina.“
Góður stökkpallur
Hrafnhildur segir að keppnin sé
góður stökkpallur sem geti leitt til
ýmissa tækifæra fyrir hana sem
söngkonu. „Fyrir mér er þetta mikil-
væg keppni að því leyti að öll fyrsta
umferðin er opin almenningi. Það
þýðir að þangað munu koma bæði
umboðsmenn ásamt þeim sem sjá
um að ráða unga söngvara hér og
þar til að heyra í þessum útvöldu
söngvurum.“ Hrafnhildur segir jafn-
framt að keppnin sé gífurlega stór í
Belgíu og laði fólk að á hverju ári.
„Ég er ótrúlega spennt og finnst al-
veg frábært að þetta sé opið almenn-
ingi. Þá er þetta miklu meira eins og
tónleikar heldur en keppni. Maður
er ekki lokaður inni í litlu herbergi
með dómnefnd heldur er maður á
sviði frammi fyrir fullum sal af fólki.
Það gerir þetta mjög spennandi að
mínu mati,“ segir Hrafnhildur að
lokum.
Glæsileg Hrafnhildur tók þátt í tónleikaröðinni Ungir einleikarar.
„ Fyrir mér er þetta
mikilvæg keppni að því
leyti að öll fyrsta um-
ferðin er opin almenn-
ingi. Það þýðir að þang-
að munu koma bæði
umboðsmenn ásamt
þeim sem sjá um að
ráða unga söngvara hér
og þar til að heyra í
þessum útvöldu
söngvurum.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2014
Vor í Róm
VITA er lífiðVITA
Suðurlandsbraut 2
Sími 570 4444
Skráðu þig
í netklúbbinn -VITA.isVITA er í eigu
Icelandair Group.
1.- 5.maí
*Verð án Vildarpunkta 59.900 kr.
Flugsæti: 49.900 kr.
og 12.500Vildarpunktar*
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
V
IT
68
78
3
4/
20
14
*Verð án Vildarpunkta 119.900 kr.
Tilboðsverð ámann frá 109.900
og 12.500Vildarpunktar*
Innifalið: Beint flug með Icelandair,
gisting á Hotel Ariston, fjögurra
stjörnu hóteli, með morgunverði
í 4 nætur og íslensk fararstjórn.
Örfá sæti laus
Söngfjelagið, sem er blandaður kór
undir stjórn Hilmars Arnar Agnars-
sonar, stendur fyrir söngskemmtun
og dansiballi í Iðnó síðasta vetrar-
dag, miðvikudagskvöldið 23. apríl,
þar sem vetur verður kvaddur og
tekið fagnandi á móti sumri. Sungið
verður og dansað fram á morgun,
eins og hefð hefur skapast um. Auk
Söngfjelagsins koma fram Norður-
ljósakórinn undir stjórn Arnhildar
Valgarðsdóttur, Vox Populi sem
Hilmar Örn stjórnar einnig og Ljóti-
kór – en sá síðastnefndi er lýðræð-
islegur kór sem hefur engan einn
stjórnanda, hópur fagurs fólks sem
kemur saman, hefur gaman og syng-
ur við hvern sinn fingur. Söngfjelag-
ið er ungur kór, stofnaður haustið
2011, meðlimir hans hafa að baki
langa reynslu úr ýmsum kórum.
Dagskráin skiptist í tvennt; söng-
skemmtun og dansleik. Í fyrri hálf-
leik syngja kórarnir nokkur lög hver
um sig og einnig saman. Síðan verð-
ur salurinn ruddur og þá er betra að
gestir séu á dansskónum, því í
seinni hálfleik verður dansað inn í
sumarnóttina.
Tvær hljómsveitir leika fyrir dansi.
Hin frönskuskotna hljómsveit Belle-
ville sérhæfir sig í svokallaðri „mus-
ette“-tónlist, sem leikin var á harm-
onikkuböllum í Frakklandi á fyrri
hluta 20. aldar. Stórsveitin „Án
gríns“ hefur á að skipa tug tónlist-
armanna úr röðum starfsmanna Há-
skólans í Reykjavík, sem spila flotta
gleði- og stuðtónlist. Samkvæmt
hefð verður tekið á móti sumri með
lúðrablæstri af svölum Iðnós á mið-
nætti – og síðan dunar dansinn
áfram. Miðasala er í Iðnó kl. 11-16
virka daga. Sími miðasölu er 562-
9700. Miðaverði er stillt í hóf, að-
eins 2.000 krónur, og afsláttur er af
því helsta á barnum. Húsið verður
opnað kl. 20:30 og dagkráin hefst
stundvíslega kl. 21 með frönskum
tónum hljómsveitarinnar Belleville.
Söngfjelagið með söngskemmtun í Iðnó
Sönggleði Söngfjelagið er ungur en þó mjög reyndur blandaður kór.
Veturinn kvaddur með stæl
Margir nýta
páskafríið til
að lyfta sér
upp á öldur-
húsum. Getur
það verið
skemmtilegt
ef hægt er
gengið í
gegnum gleð-
innar dyr. Þó
er rétt að
árétta að
vegna
hátíðarinnar er afgreiðslutím ekki sá
sami og vanalega. Barir og veitinga-
hús hafa leyfi til að hafa opið til þrjú í
nótt, aðfaranótt páskadags, en þó
þarf að vera lokað á morgun, páska-
dag, samkvæmt reglugerðum. Má þó
hafa opið á annan í páskum til klukk-
an eitt eftir miðnætti.
Breyttur afgreiðslutími
Öldurhúsum
lokað fyrr
Keppnin sem Hrafnhildur tekur
þátt í heitir á frönsku Concours
Reine Elisabeth. Keppnin var
fyrst haldin árið 1937 en fyrst
var keppt í söng árið 1988.
Keppnin er talin vera ein erfið-
asta tónlistarkeppni heims en
jafnframt ein sú virtasta.
Keppnin er haldin í Brussel og
er kennd við Elísabetu, sem var
drottning í Belgíu frá 1909 til
ársins 1934. Keppnin var sein-
ast haldin í söng árið 2011 og
bar þá suðurkóreska söngkonan
Haeran Hong sigur úr býtum.
Haldin á
hverju ári
VIRT EN ERFIÐ KEPPNI