Morgunblaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 34
34 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2014 ÞAR SEM FAGMENNSKAN RÆÐUR Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030 HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 Davíð útfararstjóri Jóhanna Erla guðfræðingur útfararþjónusta Óli Pétur útfararstjóri 551 3485 • udo.is ✝ Okkar ástkæra RAGNHEIÐUR JÓNSDÓTTIR frá Skörðum, til heimilis á Óðinsgötu 32b, Reykjavík, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 10. apríl. Hún verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík þriðjudaginn 22. apríl kl. 13.00. Sigurður B. Markússon og aðstandendur hinnar látnu. ✝ Ástkæri eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN SVAVAR JÓNASSON blikksmíðameistari, Drekavöllum 57, Hafnarfirði, lést á heimili sínu föstudaginn 11. apríl í faðmi fjölskyldu sinnar. Hann verður jarðsunginn frá Víðistaðakirkju miðvikudaginn 23. apríl kl. 11.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Heimahlynningu Landspítalans. Kolbrún Ósk Óskarsdóttir, Kristens Jónsson, Ingibjörg Jóna Kristjánsdóttir, Katrín Svava Jónsdóttir, Stefán Kristófersson, Jórunn Jónsdóttir, Einar Þór Einarsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Elsku hjartans sonur okkar, bróðir og faðir, ÓTTAR ÖRN VILHJÁLMSSON, Reynigrund 9, Akranesi, lést föstudaginn 11. apríl. Útförin fer fram frá Akraneskirkju miðviku- daginn 23. apríl kl. 14.00. Þökkum öllum þann gríðarlega hlýhug og stuðning sem fjölskyldunni hefur verið sýndur á þessum erfiðu tímum. Vilhjálmur Birgisson, Þórhildur Þórisdóttir, Allan F. Vilhjálmsson, Hafþór Æ. Vilhjálmsson, Vilhjálmur R. Vilhjálmsson, Þórir Gunnar Jónasson, Róbert Óttarsson, Bríet Óttarsdóttir. ✝ Ástkær bróðir okkar, mágur og frændi, GUÐBRANDUR JÓN HERBERTSSON frá Lækjarbakka, Tálknafirði, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 22. apríl kl. 13.00. Blóm og kransar afþakkaðir, en þeim sem vilja minnast hans er bent á Björgunarsveitina Tálkna á Tálknafirði. Olga Herbertsdóttir, Ásgeir Kristinsson, Sævar Herbertsson, Dagný Bjarkadóttir, Einar Herbertsson, Freyja Benediktsdóttir, Ómar Herbertsson, Margrét Hermannsdóttir og systkinabörn. ✝ Skúli Jónsson,fv. verkstjóri fæddist á Húsavík 7. október 1930. Hann lést 13. apríl 2014. Hann var sonur hjónanna Jóns Sö- renssonar sjó- manns, f. 18.2. 1894, d. 2.5. 1979, og Guðbjargar Jó- hannesdóttur hús- freyju, f. 10.10. 1903, d. 23.3. 1971. Systkini hans voru 6. Elstur var Jóhann Kristinn, fæddur 6.10. 1924, d. 15.6. 1994, Sören, fædd- ur 19.10. 1925, d. 15.12. 1992, Ingi- björg, fædd 26.2., 1928, Kristín Sig- urbjörg, f. 6.2. 1935, d. 16.5. 2003, Hafliði, fæddur 9.12. 1938 og yngst, Sigrún, fædd 23.10. 1942. Skúli kvæntist Freyju Sigurpáls- dóttur, f. 7.12. 1928, frá Flatey á Skjálfanda, árið 1952. For- eldrar Freyju voru Sigurpáll Jenson, f. 8.11. 1892. d. 27.11. 1935. og Þuríður Jónsdóttir, f. 16.7. 1893, d. 2.6. 1983. Skúli og Freyja eignuðust 6 börn. Elst er Hulda Sigríður, fædd 1954, maki Oddur Örvar Magn- ússon og eiga þau þrjú börn. Þá Guðbjörg, fædd 1956, maki Árni Sigtryggsson, eiga þau tvær dætur. Næstur er Birgir, fæddur 1961, hann á 3 börn. Þá Anna Þuríður fædd 1963, hún á 3 börn. Skúli, fæddur 1964, d. 27.8. 2013, hann lætur eftir sig 3 börn, og yngstur er Sigþór Kristinn, fæddur 1972, hann á 3 dætur, maki er Heidi Johannsen. Útför Skúla fer fram frá Húsavíkurkirkju í dag, 19. apr- íl 2014, og hefst athöfnin kl. 14. Elskulegur afi dóttur minnar, Birnu Drafnar, er látinn. Afi Skúli eins og hann var alltaf kall- aður á mínu heimili, ekki bara af dóttur minni heldur líka af sonum mínum sem ég átti síðar. Það var nánast á hverju sumri sem ég og Búi, ásamt krökkunum okkar, komum við á Reykjaheið- arveginum og kíktum til afa Skúla og ömmu Freyju og ávallt var okkur tekið fagnandi, eins og við værum hluti af fjölskyldunni. Höfðum við Búi, maðurinn minn, jafngaman af heimsóknunum til þeirra enda Skúli og Freyja ávallt hlý og góð í viðmóti. Þegar Birnu Dröfn voru sendar afmæl- isgjafir var líka hugsað til litlu bræðranna og laumað með sokk- um og vettlingum eins og þeir væru líka barnabörnin þeirra hjóna. Þakka ég Skúla fyrir góð kynni og hlýju í minn garð í gegn- um árin. Minningarnar um góðan tengdaföður og afa eiga eftir að ylja fjölskyldunni um ókomna tíð. Elsku Freyja mín. Megi algóður Guð vaka yfir þér og fjölskyldu þinni og leiða ykkur í sorginni og hugga ykkur með góðum minn- ingum um Skúla. Með þökk. Harpa Hrönn Davíðsdóttir. Skúli Jónsson Mig langar að minnast þín með nokkrum orðum, elsku mamma mín. Ekki það að nokk- ur orð geti á einhvern hátt lýst þér eða hvernig það var að eiga þig fyrir móður. Þú varst alltaf svo jákvæð, skilningsrík og góð og dæmdir aldrei. Ég gat alltaf komið til þín og trúað þér fyrir öllu, rætt málin og sá allt í miklu skýrara ljósi eftir að við höfðum talað saman. Ég óskaði þess þegar ég eignaðist dóttur að ég gæti orðið móðir hennar og vinkona eins og þú varst mér. Þið pabbi þurftuð að ganga í gegnum margt á ykkar ævi en stóðuð ótrúlega sterk eftir hverja raun. En sem betur fer eru svo margar gleðilegar minningar og þær lifa í huga mínum um eilífð. Þið tvö að fara eitthvað út, þú svo glæsileg í síðkjól og á fallegustu skóm Ólöf Ragnheiður Helgadóttir ✝ Ólöf Ragnheið-ur Helgadóttir fæddist 24. júlí 1920. Hún lést 5. apríl 2014. Ólöf var jarðsungin 16. apríl 2014. sem ég hafði séð og pabbi leiddi svo stoltur fallegu kon- una sína. Þið pabbi hlæjandi og dans- andi inni í stofu, þið tvö syngjandi við orgelið. Jólin í Norðurgötunni þegar allur hópur- inn ykkar safnaðist saman, þá ljómuð- uð þið pabbi. Eftir að pabbi dó reyndi mik- ið á þig en eins og alltaf stóðstu sterk og tókst á við lífið með já- kvæðni og gleði að leiðarljósi. Elsku mamma mín, ég veit að nú getið þið pabbi dansað aftur saman með öllum þeim sem gengnir eru og við elsk- uðum öll. Ég á eftir að sakna þín óumræðilega mikið en minningin um yndislega mömmu mun lifa í huga mínum og hjarta um ókomna tíð. Þú ert og verður alltaf mín falleg- asta fyrirmynd. Guð blessi þig. Þín Guðbjörg. Mig langar til að minnast Lóu ömmu minnar. Ólöf Ragnheiður eða Lóa eins og hún var alltaf kölluð fæddist 24. júlí árið 1920. Dugnaðarbóndakona sem lifði margt á langri ævi. Amma mín og afi byggðu sér heimili á Krónustöðum í gamla Saurbæj- arhreppi. Þar eignuðust þau tíu börn sem hún var ákaflega stolt af, afkomendurnir eru nú orðn- ir fjölmargir. Amma mín var kjarnakona sem vann alla tíð mikið og sinnti öllu vel. Hún hafði miklar skoðanir á lífinu og hlutunum, langoftast var hún jákvæð og sá lífið bjartsýnis- augum. Handavinna var henni kær og fengu öll börn og barna- börn eitthvað fallegt frá henni á meðan hún hafði heilsu til. Mig minnir að hún hafi hætt að prjóna sokka handa afkomend- um sínum um nírætt. Það var gott að heimsækja ömmu, það var alveg á hreinu að af kaffi fengi maður nóg, hláturinn var ekki langt undan og hún var alltaf með góð ráð fyrir mann, hún beindi augum/huga manns á réttu leiðina þegar eitthvað bjátaði á. Amma virtist eiga auðvelt með að finna lausnir á öllu. Ræddi hún við mig um lífið og tilveruna, eins og ömmur gera best. Dætur mínar eru líka heppnar að hafa fengið tækifæri til að kynnast henni og minnast þær þess einnig hvað langamma var alltaf glöð og gott að heimsækja hana og eitthvað heimabakað á boðstól- um. Amma Lóa hafði gaman af að segja sögur og ég elska að hlusta á skemmtilega sagðar sögur. Sumarbíltúrarnir okkar voru um sveitina sem var henni svo kær. Að keyra langt undir leyfilegum hámarkshraða, njóta fallegu sveitarinnar og heyra ömmu rifja upp ævintýri æsku sinnar veitti mér gleði. Sú fal- lega mynd sem hún dró upp af bernskuárum sínum og síðar fullorðinsárum hefur gefið mér dýpri sýn á sveitina. Ferðin okkar út í Hrísey er líka eft- irminnileg. Fyrir nokkrum ár- um fórum við amma saman út í Hrísey, fengum okkur að borða á Brekku og í sund á eftir, amma sólaði sig á sundlaugar- bakkanum á meðan við Lovísa svömluðum í lauginni. Það var virkilega eftirminnilegur og góður dagur. Amma sagði mér að þetta hefði verið hennar eina sjóferð um ævina, þ.e.a.s. sigl- ingin út í Hrísey. Amma hafði alla tíð gaman af því að ferðast, bæði innanlands og erlendis, að klæðast fínum og fallegum föt- um og vera með fallegt skart, semsagt að vera smart var sko ekta hún. Ég er glöð í hjarta mér að eiga allar þessar góðu minningar um sterka og góða konu sem var frábær fyrir- mynd. Það verða ekki fleiri kaffiheimsóknir til ömmu í þessu lífi, en það verða fleiri líf, því trúum við amma. Blessuð sé minnig þín, elsku amma Lóa. Ólöf Ragnheiður Guðbjörnsdóttir. Kveðja frá Jazzhátíð Reykjavíkur Djassáhugafólk á Friðriki Theodórssyni mikið að þakka. Frá upphafi Jazzhátíðar Reykjavíkur var hann stjórnar- maður og gjarnan það sem kalla má rödd skynseminnar í góðum selskap fleiri hugsjónamanna um þessa list augnabliksins. Það Friðrik Theodórsson ✝ Friðrik Theo-dórsson fædd- ist 7. febrúar 1937. Hann lést 28. mars 2014. Útför Friðriks fór fram 11. apríl 2014. reyndist oftar en ekki farsælt að hafa Friðrik með í ráðum, uppfullan af þekk- ingu á því hvernig kaupin gerðust í at- vinnulífinu sem hann og hans kynslóð tón- listarmanna deildu svo margir farsæl- lega með tónlistarlífi sínu. Hann var óþreytandi að leita leiða til að koma á framfæri tón- listinni sem getur oft verið áþreif- anlega fjarlæg meginstraumi dag- legs lífs. Það var því dýrmætara að hafa glaðsinna lífskúnstnera til skrafs og ráðagerða sem músíkin varð skrítnari. Hún skein skært ást Frikka á músíkinni, hvort sem það var af hljómsveitarpallinum eða úr áheyrendahópnum. Fram á síð- asta dag tók hann þátt í starfi Lúðrasveitar Reykjavíkur auk þess að vera miðpunktur í starfi eldri herramanna úr röðum hljóm- listarmanna sem reglulega hittast og spila big-band-músík. Á djasshátíðum átti hann það til að skjótast á svið og skatta sig í gegn- um nokkra kórusa af Summer- time, ef hann las salinn þannig. Á Jazzhátíð Reykjavíkur í ágúst sl. setti hann hátíðina með glæsibrag enda maður augna- bliksins og hvergi eins vel fyrir kallaður og fyrir framan hljóð- nema. Sem framkvæmdastjóri Jazzhátíðar til margra ára setti Friðrik viðmið sem enn eru í há- vegum höfð og undir það síðasta var hann enn starfandi sem stjórnarmaður í djassdeild FÍH. Það eru orðnar margar kyn- slóðir djassleikara sem eiga minn- ingar um Friðrik Theodórsson, minningar sem ná yfir allan skala mannlegra tilfinninga. Hann var ákveðinn og réttsýnn, honum fannst óþarfi að laga hluti sem voru ekki bilaðir og hann vor- kenndi sjálfum sér ekki að vera á skítenda skóflunnar þegar djass- inn var annars vegar. Á meðan við sjáum á eftir góð- um félaga og vini huggum við okk- ur við að félagslífið í básúnudeild big-bandsins hinum megin muni taka flugið í staðinn. Hafðu kæra þökk fyrir þitt ómetanlega óeigingjarna starf, og ekki síður fyrir öll skemmtileg- heitin. Þín verður sárt saknað af fremsta bekk á komandi djasshá- tíðum. Pétur Grétarsson. Hann Frikki er dáinn, maður sem ég á mikið að þakka. Hann og Edda vinkona mín voru mínir bjargvættir þegar ég kom heim frá London eftir að maðurinn minn lést þar. Þau lánuðu mér bíl, Frikki réð mig í vinnu í verslun sinni og seinna útvegaði hann mér vinnu á Hótel Loftleiðum, svo mér var borgið. Frikki var víðförull heimsmaður og djassisti, eins og allir vita sem þekktu hann. Ég er þakklát fyrir allt sem þau gerðu fyrir mig. Elsku Edda mín, Hildur, Hrefna og Halla Rún, það er mikil eftirsjá hjá ykkur mæðgum og fjölskyldu, og vafalaust öllum sem hann þekktu. Ingibjörg Sigurðardóttir. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudaga. Formáli | Minningargreinum fylgir formáli sem nánustu aðstand- endur senda inn. Þar koma fram upplýsingar um hvar og hvenær sá sem fjallað er um fæddist, hvar og hvenær hann lést og loks hvaðan og klukkan hvað útförin fer fram. Þar mega einnig koma fram upplýs- ingar um foreldra, systkini, maka og börn. Ætlast er til að þetta komi aðeins fram í formálanum, sem er feitletraður, en ekki í minning- argreinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.