Morgunblaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 25
FRÉTTIR 25Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2014 VELDU VIÐHALDSFRÍTT Sýningarsalur í Skipholti 35 • Seljabót 7, Grindavík • www.pgv.is • Sími 510 9700 • Barnalæsing • Mikil einangrun • CE vottuð framleiðsla • Sérsmíði eftir málum • Glerjað að innan • Áratuga ending • Næturöndun PVC gluggar og hurðir - íslensk framleiðsla fyrir íslenskt veðurfar Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Ef spár Helgu Kristínar Auðuns- dóttur rætast er næsta víst að starfsumhverfi lögfræðinga muni breytast mikið í framtíðinni, með aukinni tækni- væðingu í grein- inni. Helga er sviðs- stjóri lögfræði- sviðs Háskólans á Bifröst og þátt- takandi í Law- Without Walls, alþjóðlegum sam- starfsvettvangi lögfræðideilda háskóla um allan heim. Verkefnið fer þannig fram að þátttakendur vinna saman í litlum hópum að þróunarverkefnum á sviði lögfræði og viðskipta. Verkefnin snúa mörg að því að endurhugsa samskipti lögfræðinga og viðskipta- vina þeirra. Hvernig notast megi við tæknilausnir til þess að leysa úr lög- fræðilegum álitaefnum og hvernig sinna megi viðskiptavinum með gagnvirkum þjónustulausnum. Í hverjum vinnuhópi eru fulltrúar ólíkra háskóla, nemendur, kennarar auk fólks úr atvinnulífinu. Verkefnið sem Helga vann að var að kanna hvernig nota mætti gervigreind til að auka sjálfvirkni í lögfræðiþjón- ustu. Möguleikar til notkunar gervi- greindar í lögfræði eru lítt þekktir og Helga Kristín segist ekki hafa rekist á dæmi um slíkt við vinnslu verkefnisins. Hins vegar sé ljóst að tæknigetan sé til staðar og áhuga- vert verði að fylgjast með frekari þróun á þessum vettvangi. „Notand- inn gæti þá lagt fram spurningu og fengið lögfræðilegt svar frá róbóta eða gervigreindarlögfræðingi. Verk- efnið sem unnið var að miðaðist við að þróa róbóta sem myndi svara ein- földum spurningum um réttindi og skyldur á vinnumarkaði. Nú þegar er notast við forritun við staðlaða skjalagerð og geta kaupendur ein- faldlega matað kerfið á þeim upplýs- ingum sem koma þurfa fram í skjöl- unum á meðan tölvan gætir þess að öll formsatriði séu frágengin með lagalega réttu formi.“ Ekki til höfuðs lögfræðingum Nú kynnu lögfræðingar að vera farnir að ókyrrast við lestur þess- arar greinar en Helga segir mark- miðið ekki að láta tæknina gera lög- fræðinga af holdi og blóði úrelta, heldur frekar að auðvelda þeim að nota meira af tíma sínum í verk sem ekki er hægt að leysa með sjálf- virkni. „Með því að leyfa tækninni að leysa sum verk af hendi væri hægt að gera ýmsar tegundir lögfræði- þjónustu aðgengilegri, svo að fólk leiti sér aðstoðar lögfræðings fyrr og oftar en það annars hefði gert. Í raun vonast menn til að þetta auki umsvif hjá lögfræðingum og bæti réttaröryggi almennings.“ Hún segir erlendar fyrirmyndir að lögfræðistofum sem bjóða upp á þjónustuviðmót á netinu sem svo getur vísað fyrirspurnum og verk- efnum á lögfræðinga þegar þess þarf. „Viðskiptavinurinn greiðir þá lægra gjald í byrjun fyrir þá lög- fræðiþjónustu sem hann þarf og tæknin getur leyst af hendi. Lög- fræðingarnir sjálfir fá þá betri tíma til að einbeita sér að flóknari og meira krefjandi málum sem kalla á annars konar túlkun og þekkingu en tölva býr yfir núna. Það verður áhugavert að sjá hvernig þróun gervigreindar á sviði lögfræði vind- ur fram og hvernig hún getur nýst bæði lögfræðingum og almenningi.“ Gæti tölva svarað lagaspurningu?  Vann að alþjóðlegu verkefni um notkun gervigreindar til að auka sjálfvirkni í lögfræðiþjónustu  Myndi breyta störfum lögfræðinga og gera það auðveldara og ódýrara að fá lögfræðilega aðstoð Morgunblaðið/Ernir Bylting Það er sennilega langt í að tölva geti flutt mál fyrir héraðsdómi en gervigreind gæti leyst vel af hendi sum þau verkefni sem lögfræðingar sinna í sínum daglegu störfum, til hagsbóta fyrir bæði neytendur og lögfræðistéttina. Helga Kristín Auðunsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.