Morgunblaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 36
36 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2014 ✝ Haraldur Her-mannsson var fæddur á Ysta-Mó í Fljótum 22. apríl 1923. Hann lést á Heilbrigðisstofn- uninni Sauðárkróki 3. apríl 2014. Foreldrar hans voru Hermann Jónsson, hrepp- stjóri og bóndi, f. 12.12. 1891, d. 30.9. 1974 og Elín Lárusdóttir hús- freyja, f. 27.2. 1890, d. 26.3. 1980. Systkini Haraldar voru Halldóra, f. 11.10. 1912, Lárus, f .4.3. 1914, Níels, f. 27.7. 1915, Rannveig, f. 12.11. 1916, Hrefna, f. 25.6. 1918, Sæmund- ur, f. 11.5. 1921, og Georg, f. 24.3. 1925, öll látin, eftirlifandi er Björn, f. 16.6. 1928. Haraldur kvæntist 29.12. 1946 Guðmundu Hermannsdóttur, f. 27.11. 1927, húsmóður. Foreldrar hennar voru Hermann Steinn Jónsson, bóndi og smiður, og Petra Stef- ánsdóttir húsfreyja. Þau bjuggu á Hamri í Holtshreppi og síðar í Vík í Haganesvík. Börn Har- aldar og Guðmundu eru: 1) Her- mann Björn, f. 20.3. 1947, d. 18.12. 2006, m. Sigurhanna Ólafsdóttir. Börn: a) Haraldur, f. 1969, m. Bryndís Guðmunds- dóttir, þau eiga 4 börn og 2 barnabörn. b) Guðmundur, f. 1971, samb.k. Kesorn Tangrod, þau eiga 2 syni. 2) Jóhanna Petra, f. 22.6. 1949, m. Jónas Svavarsson. Börn: a) Lydía Ósk, f. 1967, m. Gísli Sigurðsson, þau Haraldur Andri, f. 1993, kær. Hera H. Svansdóttir. 8) Róbert Steinn, f. 21.12. 1963, maki Erla Valgarðsdóttir. Börn: a) Jónína, f. 1987, samb.m. Eyþór F. Sveinsson. b) Berglind, f. 1992. c) Ísak, f. 1999. 9) Haraldur Smári, f. 9.9. 1966, samb.k. Ey- dís Eysteinsdóttir. Börn: a) Arn- björg, f. 1985, samb.m. Svein- björn Magnússon, þau eiga 3 börn. b) Adda Steina, f. 1987, samb.m. Fannar I. Veturliðason, hún á 1 son. c) Sindri Rafn, f. 1989, samb.k. Hanna L. Hall- grímsdóttir. d) Steindóra Ólöf, f. 1994. e) Guðmunda Góa, f. 2001. f) Flóra Rún, f. 2005. Har- aldur var í barna- og unglinga- skóla í Fljótum og síðan einn vetur í Héraðsskólanum Reyk- holti, Borgarfirði. Hann hóf bú- skap á Ysta-Mó ásamt konu sinni árið 1947 og bjó þar á móti foreldrum sínum. Hætti búskap árið 1973 og flutti í Haganesvík og tók við starfi kaupfélags- stjóra Samvinnufélags Fljóta- manna. Gegndi þeim starfa til 1977, er Samvinnufélagið var sameinað Kaupfél. Skagf. og starfsemin flutt að Ketilási. Starfað áfram hjá KS, fyrst í Ketilási í tvö ár og síðan í bygg- ingav.deild KS á Sauðárkróki, út starfsferilinn. Hann gegndi mörgum trúnaðarstörfum fyrir sveit sína og sýslu, m.a. hrepp- stjóri Haganeshrepps, í hrepps- nefnd og sýslunefnd. Haraldur gegndi form. í Skíðafél. Fljóta- manna, veiðifél. Flókadals, ásamt öðrum félagsstörfum og stóð lengi í fararbroddi í keppn- um og félagsstarfi skákmanna í Skagafirði. Útför Haraldar fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 19. apríl 2014, kl. 11. Jarðsett verð- ur á Barði í Fljótum. eiga 3 börn og eitt barnabarn. b) Aníta Hlíf, f. 1971, m. Ólafur R. Ólafs- son, þau eiga 2 börn. c) Guðrún Vigdís, f. 1977, m. Þ. Rúnar Rún- arsson, þau eiga 3 dætur. 3) Linda Nína, f. 7.6. 1954, m. Jón E. Frið- riksson. Börn: a) Heba, f. 1974, maki Torrey John, þau eiga 2 dætur. b) Mar- teinn, f. 1977, m. Bertína G. Ro- driguez, þau eiga 5 börn. c) Harpa Sif, f. 1989. d) Þóra Rut, f. 1992. 4) Lára Gréta, f. 15.10. 1957, m. Magnús Sigfússon. Börn: a) Helena, f. 1976, m. Jón H. Elíasson, þau eiga 2 syni. b) Arnar, f. 1985. c) Guðmunda, f. 1991, samb.m. Egill I. Ragn- arsson. 5) Þröstur Georg, f. 11.5. 1959, maki Guðrún Har- aldsdóttir. Börn Þrastar og Ingu B. Magnadóttur: a) Stein- unn Hlín, f. 1982, samb.m. Peter J. Cassidy, þau eiga 2 börn. b) Elvar Árni, f. 1984. c) Jón Ingi, f. 1987, kær. Jóhanna Gunn- arsdóttir. Guðrún á 2 syni og 1 barnabarn. 6) Ellen Hrönn, f. 19.5. 1961, m. Gunnar B. Ás- geirsson. Börn: a) Sigrún Andr- ea, f. 1991. b) Elín Lilja, f. 1993. 7) Stefán Logi, f. 16.11. 1962, m. Inga S. Baldursdóttir. Börn: a) Heiðar Örn, f. 1981, maki Gunn- hildur Á. Sigurðardóttir, þau eiga 3 syni. b) Sonja Petra, f. 1986. c) Sandra Lind, f. 1991. d) Faðir minn var mikill höfðingi og leiðtogi í lífi okkar afkomend- anna og forystumaður í sínu nærsamfélagi, sveit og sýslu. Minningar úr uppvextinum eru góðar, ávallt margt um manninn og gestagangur mikill heima af frændsystkinum, sveitungum og vinum. Frændræknin var mikil í þessari stækkandi ætt og leyfi ég mér að fullyrða að flestöll systk- inabörn pabba hafi um eitthvert skeið dvalið á Mó, um lengri eða skemmri tíma og hafa þau óspart deilt með okkur systkinunum góðum minningum frá þessum tímum. Oft var fjölmenni á Mó og margt var brallað, flestir ætt- ingjarnir virkjaðir til starfa sem kölluðu í sveitinni og ávallt var faðir minn verkstjórinn í þeim verkum. Foreldrar mínir voru mjög vinnusöm alla sína tíð. Pabbi er mín helsta fyrirmynd og þó ég verði aldrei jafn dugleg- ur og hann var þá reyni ég að til- einka mér hans helstu eiginleika, í vinnusemi, framkomu og um- gengni við samferðafólk. Dæmi um ósérhlífni hans, kjark og viljastyrk eru t.d. sögur hans um ferðir yfir Siglufjarðarskarðið, fótgangandi eða á skíðum, þar sem oft var ekki öðrum sam- göngum fyrir að fara á þessum tímum. Góð er sagan þegar hann var að eltast við brúnan hest sem mamma átti, sá vildi ekki láta ná sér og hljóp til fjalls. Pabbi var ekki á því að gefast upp og eltist hlaupandi við klárinn dagpart og endaði með að uppgefa klárinn og ná honum, verst hefði þó verið að daginn eftir hefði klárinn gleymt öllu og ekkert lært. Þá er ljóslifandi minning, er við Lára systir og Lárus frændi vorum að hjálpa pabba í girðingarvinnu. Strekkt var á vírnum með drátt- arvél og vildi ekki betur til en svo að vírinn slitnaði með þeim af- leiðingum að hann skaust í hönd pabba, stakkst á kaf og þræddist eftir löngutöng og út í gegnum fingurgóminn. Kom mikið fát á viðstadda en pabbi var sallaró- legur og bað Lárus að rétta sér naglbítinn, klippti vírinn og labb- aði heimleiðis með vírinn í fingr- inum og lét síðan fjarlægja hann á Hofsósi. Önnur minning er þegar verið var að keyra heim heyi. Við losun á heyinu úr hey- hleðsluvagninum vildi svo illa til að grind aftan á honum féll beint í andlit pabba og skóf allt skinn af nefi. Héldum við hann stór- slasaðan enda blóð um allt, en hann hélt ró sinni, sagði okkur til og rölti síðan heim í hús og lét plástra andlitið. Pabbi var félagsmálamaður og áhugi hans á íþróttum alltaf mik- ill, hann fylgdist vel með sínu fólki á því sviði. Hann fór m.a. á leik í ensku úrvalsdeildinni, þá 85 ára gamall, ásamt Jónasi tengda- syni sínum og fleirum. Hann hafði mikið dálæti á skák, tók virkan þátt í skákiðkun í Skaga- firðinum og keppti á mótum inn- an héraðs og á landsvísu og var vel liðtækur keppandi. Rætur pabba voru alla tíð á Mó og þar byggðu þau sér sum- arhús í „Austurlandinu“, ásamt okkur börnunum, þar sem um- sjón með æðarvarpinu var árleg- ur liður hjá þeim og síðan í fram- haldinu vinna við dúninn og að koma honum í einhver verðmæti. Nú er höfðinginn í okkar ætt fallinn frá og stórt skarð höggvið í hópinn. Við sem eftir sitjum höfum mikið af fallegum minn- ingum til að ylja okkur við og mamma kemur til með að hugga okkur og hlúa að, eins og hún hefur alla tíð verið svo natin og dugleg við, en auðvitað er það einnig okkar hlutverk að umvefja hana ást og væntumþykju því hennar er missirinn mestur. Ég kveð föður minn með kærleik og þakklæti fyrir allt, frá mér og fjölskyldu minni. Stefán Logi. Við andlát tengdaföður míns rifjast upp fjölmargar minningar allt frá því ég sá hann fyrst, fyrir meira en 40 árum. Hann var lágvaxinn ljós yfir- litum, snar í snúningum og kvik- ur í öllum hreyfingum og stund- um svolítið á undan sjálfum sér og sívinnandi. Hann hafði sterk- ar pólitískar skoðanir og fylgdist vel með þjóðmálum. Hann hafði mikið yndi af íþróttum, þá sér- staklega fótbolta. Eina fótbolta- ferð fór hann til útlanda, var hann þá orðinn 85 ára. Við fórum sex saman til London og ekki var hann eftirbátur okkar hinna sem yngri vorum, fylgdi okkur hvert sem við fórum og þegar við spurðum hvort hann væri ekki orðinn þreyttur svaraði hann alltaf „ekki enn.“ Við lentum í sama herbergi á hótelinu en í því var bara hjónarúm og það sem meira var bara ein sæng, en við vorum ekkert að kippa okkur upp við það og sváfum undir sömu sænginni, og var þessi ferð mjög eftirminnileg og hennar oft minnst. Hann hafði á árum áður mik- inn áhuga á skíðaíþróttinni og var einn af stofnendum Skíða- félags Fljótamanna og formaður þess um tíma. Einnig átti skákin hug hans allan og tefldi hann mikið og var nokkuð góður skák- maður og tefldi oft á mótum hér áður. Hann var mikill fjölskyldu- maður og bar hag fjölskyldunnar mjög fyrir brjósti og eignuðust þau hjón níu börn sem öll komust á legg og var oft glatt á hjalla hjá þeim Mundu og Haraldi þegar allur hópurinn var saman kom- inn. Haraldur var mikill Fljóta- maður og unni sveit sinni og fannst mjög dapurlegt hve fólk- inu fækkaði þar og hver bærinn á eftir öðrum fór í eyði. Hann átti sinn sælureit í Fljótum sem var sumarbústað- urinn Hópsver, sem hann byggði ásamt fjölskyldu sinni í landi Ysta-Mós og þar var hann mikið síðustu árin, dútlaði við dráttar- vélina sína og keyrði hana um mýrar og móa, og hlúði að æð- arvarpinu ásamt Mundu, börnum og barnabörnum. Með þakklæti og virðingu kveð ég góðan vin og tengdaföð- ur. Hvíl í friði. Jónas S. Svavarsson. Ég vil með fáeinum línum minnast tengdaföður míns sem lést eftir stutta sjúkrahúslegu. Það var í hans anda að vera ekki að hanga of lengi við hlutina enda var hann allt fram á síðustu stundu fyrir áfall á fullri ferð. Það verða á þessu vori fjörutíu ár síðan ég hitti fyrst Harald og Guðmundu en þá bjuggu þau í Samtúni í Haganesvík þar sem hann var kaupfélagsstjóri Sam- vinnufélags Fljótamanna og hafði nýleg hætt búskap á Ysta- Mó í Fljótum. Úr Haganesvík lá leið þeirra hjóna til Sauðárkróks. Ég minnist Haraldar sem mikils hugsjónamanns sem hafði ríka réttlætiskennd og var alltaf tilbúinn að berjast fyrir rétti og bættum kjörum sinnar sveitar og héraðs. Þó að fjölskyldan hafi flutt sig til Sauðárkróks og þau hjón klár- að starfsævina þar þá var hug- urinn alla tíð við Fljótin. Til að hafa fast afdrep í Fljótum þá byggði hann í samvinnu við fjöl- skyldu sína sumarhús í landi Ysta-Mós sem byrjað var á 1985 og er reyndar enn í byggingu því hugur hans til betri aðbúnaðar á þeim stað fyrir sig og fjölskyldu sína hefur skapað samstöðu um að láta þær hugmyndir ganga upp. Oft hafði hann á orði þá sýn sem hann sá um frekari upp- byggingu á svæðinu við Sólgarða sem tengdust m.a. notkun heita vatnsins. Það kom því ekki mér eða öðrum honum tengdum á óvart að þegar búið var að koma í sumarhúsið rafmagni og ganga frá vatns- og frárennslismálum að þá skyldi taka inn heitt vatn. Það var og gert í samvinnu við nágranna og veitufyrirtæki en ekki var deilt um stofnkostnað eða hver ætti að taka hann því það gerðu þau hjón til að heitt vatn kæmi í sumarhúsið. Það kallar fram bros á vör hve einlæg hamingja hans var þegar skálað var í kampavíni eftir að heitt vatn fór að renna um ofna í sum- arhúsinu og hann þakkaði fjöl- skyldu og vinum fyrir. Að nýta náttúruna var Haraldi ákveðin lífsfylling. Á hverju vori mátti sjá hvernig hann spratt út eins og blóm sem legið hafði í dvala, sem hann reyndar kunni ekki en varð samt að bíða vorsins og fuglanna. Að brasa og vasast í æðarvarp- inu var hans orkugjafi sem virk- aði á hann og aðra fjölskyldu- meðlimi sem tóku þátt í vinnu hans við það. Þann tíma ársins sem ekki var hægt að nýta til að vera eða fara í Fljótin þá tók hann virkan þátt í félagsstarfi og eyddi tímanum við skákborðið og fara í gegnum skákþrautir. Hann var virkur í starfi Skákfélags Sauðárkróks og tók þátt í keppn- um fyrir þess hönd. Fyrir mér sem kann þó mannganginn var aðdáunarvert að fylgjast með Haraldi taka þátt í keppnum kominn langt yfir mörk sem lög- giltur ellilífeyrisþegi og leggja þar að velli sér mun yngri og sprækari menn. Að mæta í af- mæli hjá fjölskyldumeðlimum var ekki svikist um og ekki verið að setja fyrir sig fjarlægðir. Fjölskylda Haraldar og Guð- mundu er stór og samheldin og lagði Haraldur mikla áherslu á að viðhalda árlegum fjölskyldu- ferðum sem ýmist eru eins dags eða helgarferðir. Það mun óneit- anlega verða eftirsjá í því þegar næst verður farið í Fljótin að hvorki heyra „Hó, Hó, þetta er bara svona“ eða sjá Harald rölta um svæðið í einhverju brasi sem Guðmunda tengdamóðir mín lýsti svo dásamlega þegar hún var spurð um hvað Haraldur væri að brasa að. Hann væri sennilega að færa til baka dótið sem hann flutti í gær. Hvíl í friði, kæri vinur og þökk fyrir öll árin með þér, fjölskyldu þinni og elskulegri eftirlifandi eiginkonu. Þinn tengdasonur, Magnús Sigfússon. Elsku afi. Okkur þykir mjög vænt um að eiga allar minningarnar um þig og þá sérstaklega í sveitinni okk- ar. Þú varst ávallt fyrstur manna á alla atburði sem fylgdu bú- skapnum. Við reyndum þó oft að vera á undan þér en tókst það aldrei. Í réttum varstu farinn að bíða óþreyjufullur og jafnvel byrjaður að draga kindurnar á undan okkur. Spenningur var fyrir sauðburði þar sem þú varst mættur nokkrum dögum fyrr til að undirbúa í fjárhúsunum. Oft- ast reyndirðu að vera með okkur í heyskap þar sem þú sast á gamla traktornum að garða. Við krakkarnir gerðum klárt nesti og komum með á túnið og því hafðir þú gaman af. Það minnti þig á gamla tíma og þér líkaði vel við stutt stopp þar sem alltaf var mikill kraftur í þér og vildir ekk- ert slór. Á hverju ári komstu með óteljandi kartöflur sem átti að setja niður í pínulítinn kart- öflugarð eða þannig var það alla vega í minningunni. Ekki má gleyma henni Týru, fyrsta hund- inum okkar, sem var í miklu uppáhaldi hjá þér. Alltaf þegar hún sá bílinn þinn beygja niður afleggjarann byrjaði hún að dilla skottinu og æstist upp. Hún tók alltaf vel á móti þér og þú á móti henni. Við vonum að hún hafi tekið jafn vel á móti þér núna og þá. Við minnumst þeirra stunda þegar þú kenndir okkur að tefla, sagðir Drangeyjarsöguna sem fylgdi öllum Fljótaferðum enda var hún efst á óskalista okkar og ekki má gleyma öllum sögunum sem þú sagðir okkur um gamla tíð úr Fljótunum. Minning þín er mér ei gleymd; mína sál þú gladdir; innst í hjarta hún er geymd, þú heilsaðir mér og kvaddir. (Káinn.) Við þökkum fyrir allar sam- verustundirnar með þér. Við elskum þig, afi, og munum ávallt sakna þín. Jónína, Berglind og Ísak. Elsku afi okkar. Þrátt fyrir háan aldur þinn datt okkur ekki í hug að við myndum þurfa að kveðja þig strax en núna er víst komið að kveðjustund. Með sorg í hjarta förum við yfir ótal minn- ingar um þig en það er ekki ann- að hægt en að fyllast þakklæti. Þakklæti fyrir að hafa átt þig sem afa. Þú varst einstakur, frábær fyrirmynd, góður, þolinmóður, úrræðagóður, duglegur, klár, mesti brasari í heimi og algjört gull af manni. En orðið sem lýsir þér samt best er líklega orðið höfðingi, því það varstu svo sann- arlega. Höfðingi í þínum stóra fjölskylduhóp og að sjálfsögðu höfðingi heim að sækja. Þú kenndir okkur öllum svo margt, til dæmis að keyra bíl þrátt fyrir að hafa ekki endilega aldur til þess, mannganginn, helstu kennileiti í Fljótunum í tengslum við æðarvarpið og mik- ilvægi þess að vera í góðu sam- bandi við fjölskylduna. Ein af bestu minningunum okkar um þig er úr brúðkaupinu hans Mar- teins þegar þú gjörsamlega áttir dansgólfið langt fram á nótt og dansaðir meðal annars við „Það geta ekki allir verið gordjöss“ með börnum, barnabörnum og barnabarnabörnum. Hjónaband ykkar ömmu var afar fallegt. Þið voruð sniðin hvort fyrir annað og þessa miklu vináttu, traust og virðingu var aðdáunarvert að sjá. Þið voruð einstaklega flott hjón og settuð staðalinn hátt fyrir okkur hin. Ávallt lögðuð þið mikið upp úr því að halda góðu sambandi við alla í fjölskyldunni og fyrir það erum við þakklát. En þar leið þér best, í faðmi fjölskyldunnar. Elsku afi. Það er erfitt að sætta sig við að þú sért farinn, en við huggum okkur við að þú hefð- ir ekki viljað vera upp á aðra kominn. Við vitum að það verður tekið vel á móti þér á nýjum stað, þar sem önnur verkefni bíða þín. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sig.) Elsku amma. Þinn missir er mikill. En þó að afi sé horfinn á braut og söknuðurinn sé mikill, þá mun gleðin og glaðværðin sem alltaf var í kringum hann lifa í minningunni. Minningunni um einstakan mann. Elsku afi. Við kveðjum þig með söknuði. Þín barnabörn, Heba, Marteinn, Harpa Sif og Þóra Rut. Elsku afi minn, að ég eigi svona margar og góðar minning- ar um þig get ég verið ævinlega þakklátur fyrir. Þú varst algjör hetja og góðhjartaður maður í mínum augum og svo miklu meira en það. Höfðingi varstu yf- ir stórri Mósarafjölskyldu sem ég er mjög stoltur að tilheyra. Þú varst ekki bara afi minn heldur góður vinur. Ég man þegar við félagarnir tefldum saman og vor- um að brasa við ýmsa hluti í Fljótunum. Þú tókst öllum opn- um örmum og varst góður við Haraldur Hermannsson ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta Sími: 551 7080 & 691 0919 ATHÖFNÚTFARAÞJÓNUSTA - athofn@athofn.is - www.athofn.is Inger Steinsson IngerRósÓlafsdóttir Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.