Morgunblaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 27
FRÉTTIR 27Erlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2014 GÆÐI - ENDING - ÁNÆGJAwww.weber.is Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Að minnsta kosti tólf innfæddir leiðsögumenn fórust þegar snjóflóð féll úr hlíðum Everest-fjalls snemma á föstudagsmorgun. Talið er að þetta sé mannskæðasta slys sem orðið hefur á fjallinu. Talsmaður ferðamálaráðuneytis Nepals sagði breska ríkisútvarpinu BBC að nokkrum göngumönnum hefði verið bjargað úr flóðinu en að nokkurra væri enn saknað. Síðdeg- is í gær var talið að allt að fjórir göngumenn væru enn ófundnir. Flóðið féll þegar klukkuna vant- aði um fimmtán mínútur í sjö í gær- morgun. Það er talið hafa fallið á milli grunnbúðanna og búða númer tvö á leiðinni upp Everest. Leiðsögumennirnir, sem voru sjerpar, höfðu klifrað upp Khumbu- skriðjökulinn snemma morguns til þess að laga reipi fyrir vestrænu fjallgöngumennina og undirbúa leiðina upp Suðurskarð þegar flóðið féll. Þrjár björgunarþyrlur voru sendar á staðinn til að leita að fólki í snjónum og flytja slasaða niður í grunnbúðirnar. Auk þess aðstoðuðu fjallgöngumenn og leiðsögumenn á svæðinu við björgunaraðgerðirnar. Reiða sig á ferðamennskuna Apríl og maí eru sá árstími þegar flestir leggja á Everest og skipta fjallgöngumennirnir hundruðum. Leiðin upp Khumbu-skriðjökulinn er torfær en þar þarf að klifra upp brattan ísinn sem steypist fram af klettabrúnum og brotnar upp. Sjerparnir þurfa að finna nýja leið yfir hann á hverju ári. Undanfarin ár hafa deilur skap- ast um laun, aðstæður og öryggi þeirra en heilu samfélögin í Khumba-héraði í Nepal reiða sig á fjallgönguferðamennskuna til að framfleyta sér. Fjallgöngumenn greiða allt að 5,6 milljónir króna til að komast á tindinn. Örtröð á síðustu metrunum Einnig hefur verið bent á að ásóknin í að klífa fjallið sé orðin of mikil. Alls komust um fimm hundr- uð manns á tindinn á síðasta ári en 19. maí skapaðist öngþveiti þegar um 150 manns voru á síðustu 915 metrunum á sama tíma. Það olli miklum töfum og þurftu fjallgöngu- mennirnir að bíða í röð eftir að klífa upp eða niður erfiðustu hluta leið- arinnar. Átta manns létust á Everest-fjalli í fyrra, þar á meðal einn þekktasti og reyndasti sjerpinn. Hann fórst á skriðjöklinum. Í heildina hafa fleiri en þrjú þús- und manns náð tindi Everest frá því að Bretinn Edmund Hillary og sjerpinn Tenzing Norgay gerðu það fyrstir manna árið 1953. Fjölmargir hafa hins vegar látist á leiðinni á tindinn. Versta slysið fram að þessu var árið 1996 þegar átta fjallgöngu- menn fórust í stormi á fjallinu. Snjóflóð á Everest Mannskætt slys á föstudag Áætluð staðsetning um 5.800 metra hæð snemma á föstudag. Búðir II 5.913 m Búðir III 6.157 m Búðir IV 6.462 m Búðir V 6.706 m Búðir VII 7.315 m Búðir VI 7.010 m Búðir IX 8.504 m Khumbu-skriðjökull Vesturdalur Lhotse Suðurskarð Búðir VIII 7.894 m Grunnbúðir 5.364 m Everest-tindur 8.848 m N Heimild: Royal Geographical Society/8000ers.com/NatGeo* KATMANDÚ INDLAND KÍNA 60 km NEPAL Mannskæðasta slysið á Everest  Nepalskir leiðsögumenn fórust í miklu snjóflóði í Everest-fjalli  Höfðu farið á undan til að undirbúa leiðina fyrir vestræna fjallgöngumenn  Áhyggjur af því að umferðin upp á fjallið sé orðin of mikil Þrír Íslend- ingar sem hafa verið á Everest- fjalli und- anfarna daga eru all- ir heilir á húfi. Vilborg Arna Giss- urardóttir lét vita af sér eftir snjóflóðið en hún dvelur nú í grunnbúð- unum. Allar frekari göngur á Everest-fjall voru stöðvaðar í gær eftir slysið. Óvíst er hvaða áhrif hamfarirnar hafa á þá fyrirætlan Vilborgar að klífa þennan hæsta tind veraldar á næstu vikum. Ingólfur Axelsson lét einnig vita af því á Facebook-síðu sinni að hann væri óhultur. Leikkonan Saga Garðarsdóttir sem gekk í grunnbúðirnar með Ingólfi var komin aftur til byggða í Nepal. Íslending- arnir óhultir GÖNGUGARPAR Íslendingarnir þrír á fjallinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.