Morgunblaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 38
38 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2014
ÚTFARARSTOFA
KIRKJUGARÐANNA
! "# $!% & '
(!!%
! $)
(!!*% ' +%!!
(!!*% , ( '$
(!!*% - $ +! $
(!!*% . /
!
(!!*% / 0 !
(!!*%
Þegar andlát ber að höndum
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, afi og langafi,
KRISTJÁN B. EINARSSON,
Silli,
frá Vogum,
lést á Hrafnistu, Reykjavík, þriðjudaginn
15. apríl.
Útför hans fer fram frá Kálfatjarnarkirkju
miðvikudaginn 23. apríl kl. 15.00.
Þórdís A. Sigurjónsdóttir,
Hrefna Kristjánsdóttir, Magnús Hafsteinsson,
Kristín Þóra Kristjánsdóttir,
Einar Birgir Kristjánsson, Árný Eiríksdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
✝
Minningarathöfn um elskulegan föður,
tengdaföður, bróður, afa og langafa,
PÁL GRÖNDAL
sellóleikara,
verður haldin í Fella- og Hólakirkju
þriðjudaginn 22. apríl kl. 14.00.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en
þeim sem vilja minnast hans er bent á líknarfélög.
Aðstandendur.
✝
Innilegar þakkir til allra sem hafa sýnt okkur
samúð, hlýju og vináttu við andlát og útför
eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður
og afa,
JAKOBS ÓLAFSSONAR,
Túngötu 19,
Ísafirði.
Pálína Helga Aðólfsdóttir,
Sigríður Jakobsdóttir, Frederik A. Hansen,
Ólafur Jakobsson, Íris Ósk Oddbjörnsdóttir
og barnabörn.
✝
Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang-
amma,
GUÐRÚN JÓNASDÓTTIR
frá Álftagerði við Mývatn,
húsfreyja í Gerði í Hörgárdal
og síðar Lindasíðu 4,
andaðist á sjúkrahúsinu á Akureyri
þriðjudaginn 15. apríl.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 25. apríl kl. 13.30.
Jarðsett verður að Myrká.
Þórdís Ólafsdóttir,
Álfhildur Ólafsdóttir, Sigurður Bárðarson,
Ívar Ólafsson, Einar Jóhannesson,
Arnþór Ólafsson,
Hafdís Hrönn Pétursdóttir, Sigurður Eiríksson,
Heiðdís Fjóla Pétursdóttir, Einar Geirsson,
Ásta Arnbjörg Pétursdóttir, Arnar Árnason,
Helga Ólöf Pétursdóttir, Atli Hafþórsson,
Bergþór Björnsson, Gunnþórunn Sigurðardóttir
og langömmubörn.
✝ Örvar Krist-jánsson harm-
onikkuleikari
fæddist í Reykja-
vík 8. apríl 1937.
Hann lést á Land-
spítalanum í Foss-
vogi þann 7. apríl
sl.
Eftirlifandi eig-
inkona Örvars er
Guðbjörg Bryndís
Sigurðardóttir
(Bubbý), fædd 15. nóv. 1940.
Foreldrar Örvars voru Kristján
Þorgeir Jakobsson, f. 11. jan-
úar 1900, fórst í Atlantshafi í
september 1942 og Olga
Ágústa Margrét Þórhallsdóttir,
f. 31. maí 1903, d. 3. júní 1963.
Systkin: Haukur Dan, f. 29.
okt. 1923, d. 10. des. 2011, Ingi-
björg Dan, f. 15. júní 1925,
Þórhallur Dan, f. 1. okt. 1926,
d. 5. jan. 1975, Jóhanna Gerð-
ur, f. 28. jan. 1928, lést í
Bandaríkjunum, Hjördís Hulda,
f. 18. des. 1933, d. 28. des.
1999, Kristján Þorgeir, f. 29.
sept. 1935, d. 20. júní 2008 og
Sigrún Eiríksdóttir, uppeld-
issystir, f. 13. feb. 1924, d. 30.
sept. 2008. Börn Örvars eru:
Karl Birgir, f. 8.júní 1954,
á fermingardaginn sinn, 13 ára
gamall. Hann fór fyrst á sjó 14
ára gamall og stundaði sjó-
mennskuna af og til framan af
ævi sinni. Hann lærði bifvéla-
virkjun og bílaréttingar hjá
Sambandinu í Reykjavík, klár-
aði námið á Höfn og vann síðan
um árabil við fagið samhliða
hljóðfæraleik. Hann rak sitt
eigið verkstæði í nokkur ár og
vann m.a. hjá Bifreiðaeftirliti
Ríkisins og Bifreiðaskoðun Ís-
lands. Hann spilaði í ýmsum
hljómsveitum, sem voru oftast
kenndar við hann sjálfan eða
aðra hljómsveitarmeðlimi. Frá
árinu 1990 hafði Örvar hljóð-
færaleik að aðalstarfi. Hann
gaf út á annan tug hljómplatna
í sínu nafni, þá fyrstu 1972 og
þá síðustu 2010, svo málaði
hann vatnslitamyndir. Síðustu
tuttugu árin bjó Örvar ásamt
Bubbý eiginkonu sinni á Kan-
aríeyjum yfir vetrartímann og
spilaði þar fyrir íslendinga og
aðra ferðalanga, lengst af á
veitingastaðnum Cosmos, öðru
nafni Klörubar. Örvar spilaði
sína síðustu tóna fyrir marg-
menni á almennri söngstund á
Ensku ströndinni á Gran Can-
aria þann 14. febrúar síðastlið-
inn.
Útför Örvars fór fram
11.apríl 2014, í kyrrþey að ósk
hins látna.
Grétar Þorgeir, f.
11. júlí 1959, móðir
þeirra er Karen
Karlsdóttir. Ómar,
f. 6. júlí 1964, móð-
ir hans er Inga
Snorradóttir. Olga
Björg, f. 29. nóv.
1965, Karl, f. 8.
jan. 1967, Örvar
Atli, f. 7. júlí 1970,
Sigríður, f. 14. júní
1972, Þórhildur, f.
18. apríl 1976, móðir þeirra er
Hildur Svava Karlsdóttir. Há-
kon Már, f. 31. jan. 1973, Guð-
rún Harpa, f. 23. jan. 1974,
móðir þeirra er Birna G. Her-
mannsdóttir. Dagbjört, f. 19.
júní 1985, móðir hennar er
Hanna J. Sturludóttir.
Örvar fæddist í Reykjavík
þann 8. apríl 1937. Hann var
ættaður frá Höfn í Hornafirði
og ólst upp í Volaseli í Lóni hjá
Jóni Eiríkssyni hreppstjóra og
Þorbjörgu Gísladóttur konu
hans þar til þau fluttu til Hafn-
ar. 6 ára byrjaði hann að pikka
á harmonikku Þórhalls, eldri
bróður síns, og keypti svo sína
fyrstu harmonikku fyrir ferm-
ingarpeningana sína. Örvar
spilaði á sínum fyrsta dansleik
Elsku Örvar minn. Það er svo
erfitt að kveðja þig og sárt að
horfa á eftir þér.
Við höfum átt svo yndislegan
tíma saman sem ég mun varð-
veita í hjarta mér. Við vissum að
við værum ekki eilíf í jarðríki en
ást okkar er að sönnu eilíf. Fyrst
þessi veikindi þurftu að flækjast
fyrir okkur er það gott að þú
skulir hafa fengið hvíldina og
sért leystur þrautunum frá. Ég
þakka hlýjuna, ástina og tryggð-
ina sem einkenndi alla okkar
samveru. Ég fæ seint fullþakkað
elskulegum börnum og afkom-
endum þínum Örvar minn. Þau
hafa staðið þétt saman að baki
mér eins og klettur í gegnum
þykkt og þunnt og af ósérhlífni
gert hvaðeina til að létta undir
með mér og aðstoða á erfiðum
tímum. Nú er komin kveðjustund
í bili elskan mín og fyrr eða síðar
munum við sameinast á ný, það
er von mín og vissa. Guð blessi
þig og varðveiti.
Guðbjörg B. Sigurðardóttir
(Bubbý).
„Og svo bónar maður úr föls-
um og bíllinn fer brosandi um í
umferðinni.“ Þessi orð sagði Örv-
ar þegar hann vildi endilega
kenna mér að bóna bílinn minn
fyrir margt löngu. Honum fannst
óbónaðir og illa þrifnir bílar mikil
sjónmengun. Ég var eiginlega
gapandi af undrun yfir þessu
mikla ritúali sem bílabónun
reyndist vera. Ef bíllinn bilaði þá
hringdi maður í Örvar sem vissi
allt um bíla enda lærður bifvéla-
virki með meistarapróf í þeirri
iðn. Rétt um miðjan mánuð í
febrúar síðastliðnum kom rautt
ljós í mælaborðið hjá mér. Síðar
sama dag ætlaði ég að ræða við
Örvar um þetta ljós en þá var
það orðið of seint því hann veikt-
ist, var um skeið haldið sofandi
og var eftir það fárveikur uns
hann fékk hvíldina, daginn fyrir
77 ára afmæli sitt. Þetta voru öll-
um sem næst honum stóðu erf-
iðar vikur. Fyrst veikindin sjálf á
Kanarí, síðan vonbrigði með nið-
urstöður, flutningur á milli spít-
ala og loks flutningur heim með
sjúkraflugi nær dauða en lífi. Það
var mér ljóst þar sem ég stóð yfir
sjúkrabörum hans á Reykjavík-
urflugvelli. Mamma mátti ekki
fara með sjúkrafluginu og varð
að gera sér að góðu að bíða úti
nokkra daga uns hún kom loks að
sjúkrabeði hans og var launað
með blíðu brosi, það mátti varla
tæpara standa.
Sama dag og hann lagðist
banaleguna spilaði hann fyrir
hóp ferðamanna. Örvar tók ekki
annað í mál en að spila enda líf
hans og yndi alla tíð. Hann hafði
spilað á harmonikkuna í yfir 60
farsæl ár. Um skeið starfaði
hann við iðn sína hér heima og
úti í Færeyjum en hugurinn leit-
aði alltaf í spilamennskuna. Hann
var eftirsóttur hljóðfæraleikari
og söngvari, enda söng hann með
nikkunni, sem var viss nýlunda.
Síðustu tvo áratugina spilaði
hann að mestu úti á Kanarí á vet-
urna en á sumrin komu þau
mamma heim og þá var spilað
vítt og breitt um landið og jafnvel
skroppið til Færeyja. Milli laga
sagði hann gamansögur og ég
hef engan hitt sem kunni þær
fleiri en Örvar. Eiginlega man ég
bara eftir honum lífsglöðum og
kátum, brosandi breitt og stutt í
næstu gamansögu.
Örvar var listamaður af Guðs
náð, samdi sín eigin lög, gaf út
vel á annan tug hljómplatna og
diska auk þess að spila inn á hjá
öðrum. Auk tónlistar fékkst hann
við myndlistina með góðum ár-
angri og hafa myndir hans ratað
víða á veggi, enda fíngerðar og
fallegar með góðu samspili ljóss
og lita.
Á ferðum þeirra mömmu var
nikkan gjarnan með í för og alla
tíð þótti honum sjálfsagt að taka
hana fram til að gleðja; hvort
sem hann var staddur í einkahúsi
eða í heimsóknum á sjúkrahús-
um eða elliheimilum. Það eru því
margir sem notið hafa líflegs og
seiðmagnaðs tónlistarflutnings
hans í gegnum tíðina en nú er
nikkan þögnuð. Á erfiðum tímum
hafa börn og afkomendur Örvars
staðið þétt saman og stutt Örvar
og mömmu með ráðum og dáð.
Það skal hér þakkað og aldrei
mun ég gleyma vinarþeli og hlý-
hug þeirra. Ekkert frekar en
blíða brosinu hans Örvars.
Hvíldu í friði vinur og hafðu þökk
fyrir allt og allt. Við hittumst síð-
ar í birtunni eilífu og þá er ég
viss um að ég hitti þig fyrir sem
aðalhörpuleikarann á himnum.
Rúnar Sigurður Birgisson.
Við kynntumst öðlingum Örv-
ari þegar Bubbý systir og hann
hófu sambúð. Okkur finnst raun-
ar eins og við höfum alltaf þekkt
hann, enda fastir liðir á hverju
ári að hittast í mat hjá okkur eða
í Rjúpufellinu. Þetta voru ætíð
ljúfar stundir, Örvar alltaf með
bros á vör og tók krökkunum
okkar eins og hann ætti í þeim
hvert bein. Það skemmdi heldur
ekki stemninguna þegar hann
hafði tekið nikkuna með og þandi
hana svo alla langaði til að syngja
með.
Þau Bubbý voru líka miklir
höfðingjar heim að sækja. Hjá
þeim voru borð hlaðin kræsing-
um og flestir fóru ekki frá borð-
um fyrr en maginn var útþaninn.
Maður heyrir Örvar enn óma:
„Ertu nú búinn að fá þér nóg,
Guðjón minn?“ eða „Fáðu þér nú
endilega meira, Hulda mín“. Örv-
ars verður sárt saknað hjá okkur
öllum. Það verður skarð fyrir
skildi í næsta boði að heyra ekki
hláturinn hans eða þau Bubbý að
grínast hvort í öðru.
Krökkunum okkar þótti Örvar
hlýr og góður maður og finnst
þau hafa misst mikið. Sú yngsta
hafði orð á því þegar hún frétti
andlát hans, að það væri eins og
hún hefði misst afa sinn. Við
munum minnast Örvars með
hlýju í hjarta, þar lifir hann
áfram sem ljúf minning um góð-
an dreng.
Fjölskyldan í Lágabergi 4
sendir Bubbý og öllum börnum
Örvars innilegar samúðarkveðj-
ur.
Sigurður R. Guðjónsson.
Örvar Kristjánsson
✝ Halldór Krist-inn Gíslason,
Kiddi í Sjólyst,
fæddist í Sjólyst,
Eskifirði 7. október
1934.
Hann lést 1. apr-
íl 2014 eftir stutt
veikindi.
Foreldrar Krist-
ins voru Gísli Jóns-
son, f. 15. júlí 1896,
d. 30. mars 1960,
og Jóna Einarsdóttir, f. 11.
febrúar 1907, d. 16. nóvember
1978.
Systkini Kristins voru Jón, f.
7. september 1927, d. 1991;
Guðný, f. 9. október 1928; Sig-
rún, f. 22. maí 1930, d. 2010;
Einar, f. 22. júní 1932; Oddný, f.
8. maí 1936; Bjarki, f. 27. febr-
úar 1938.
Kristinn bjó alla
sína tíð á Eskifirði
og var mikill at-
hafnamaður. Hann
stundaði sjó-
mennsku og öll al-
menn störf er
tengdust fisk-
vinnslu framan af
en vann við bygg-
ingarvinnu síðustu
40 ár starfsævinnar
ásamt bróður sín-
um, Bjarka. Í frístundum stund-
aði hann ávallt sjóinn og veiddi
bæði fisk og fugl og gaf gjarnan
nærstöddum er hann kom í
land. Kristinn var ókvæntur og
barnlaus en var mjög barngóð-
ur og var föður- og afaímynd
allra frændsystkina sinna.
Útför hans fór fram frá Eski-
fjarðarkirkju 10. apríl 2014.
Elsku Kiddi frændi, það var
með mikilli sorg og söknuði sem
við systkinin ákváðum að setjast
niður og minnast þín. Það er
hægt að segja að gamla máltæk-
ið „enginn veit hvað átt hefur
fyrr en misst hefur“ eigi vel við
núna, kannski vegna þess að
maður fer ekki að velta fyrir sér
hvað aðrir hafa mikla þýðingu
fyrir mann fyrr en alltof seint.
Þú og Bjarki eigið allavega
mjög stóran hluta af hjörtum
okkar krakkanna úr Fögruhlíð-
inni. Við misstum auðvitað Jonna
afa mjög ung, við þríburarnir
vorum tæplega sex ára, Gísli
tæplega þriggja ára og Aron
Gauti var ekki fæddur þegar
hann kvaddi svo alltof, alltof
snemma. Að eiga svona tvo ynd-
islega afabræður, eins og þig og
Bjarka, var fyrir okkur eins og
að eiga tvo auka afa og það
sennilega þá bestu sem hægt er
að hugsa sér.
Minningarnar eru svo ótrú-
lega margar, spenningurinn við
að vakna á morgnana á laug-
ardögum vitandi að von væri á
strákunum úr Sjólyst og oft á
tíðum með alltof mikið nammi
mömmu til mikillar gleði, börnin
voru nú nógu virk fyrir. Allt
smíðadótið sem þið færðuð okk-
ur, spýtur, naglar, sagir og eld-
gömul handsnúin borvél. Þarna
varð til bátasmíðastöð Guðna og
Gísla. Við máttum helst ekki
missa af uppáhalds sjónvarps-
þættinum okkar sem var kall-
aður Kiddi og Bjarki, það var
ekki fyrr en við komumst á tán-
ingsaldurinn að við vissum að
þátturinn hét í raun Klaufabárð-
arnir og var alls ekkert um ykk-
ur bræður, þó svo að líkindin
væru sláandi. Það eru hins vegar
ekki bara þessar minningar sem
við erum þakklát fyrir heldur
minnumst við þess alltaf hvað þú
og Bjarki voruð áhugasamir um
það sem við systkinin vorum að
gera, hvernig gekk í skólanum, í
fótboltanum eða hvað það var
sem við tókum okkur fyrir hend-
ur.
Eftir að við urðum síðan eldri
og Ragga og Jóa fóru að eignast
börn þá fór spenningurinn í
hring og byrjaði í raun aftur. Þið
tókuð krökkunum alveg jafn
opnum örmum og okkur, eins og
eflaust öllum Sjólystarbörnunum
í gegnum tíðina. Við erum ótrú-
lega ánægð með að krakkarnir
hafi fengið að kynnast Kidda
frænda með alla sína ást og
gleði.
Við fengum svo sem enga sér-
meðferð frá strákunum í Sjólyst
heldur erum við viss um að allir
Sjólystarkrakkarnir eiga sínar
góðu og fallegu minningar um
Kidda frænda. Okkur langaði
bara að þakka fyrir þann tíma
sem við fengum að eiga með þér
og hvað sá tími var okkur mik-
ilvægur, sérstaklega fyrst að við
fengum svona stuttan tíma með
Jonna afa. Ef það er einhvers
staðar líf eftir dauðann þá þykj-
umst við vita að afi er eflaust bú-
inn að leita þig uppi og hann hef-
ur tekið vel á móti þér. Við
munum alltaf eiga allar góðu
minningarnar um þig og þú
munt alltaf eiga stórt pláss í
hjarta okkar. Blessuð sé minn-
ing þín, elsku Kiddi frændi.
Guðni, Ragga, Jóa, Gísli og
Aron Gauti.
Kristinn Gíslason