Morgunblaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 44
44 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2014 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Að vita hvenær maður hefur færst of mikið í fang er eitt, að viðurkenna það er ann- að. Guðirnir brosa við þér og þú ættir að njóta þess. 20. apríl - 20. maí  Naut Hlutirnir ganga oft betur og hraðar fyrir sig ef þú reynir að verja þig fyrir umhverfinu. Ef þú getur skaltu taka þér frí frá vinnu. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það reynir á þig í samstarfi við vinnufélagana. Slepptu allri sjálfsvorkunn, brettu upp ermarnar – og af stað! Kannaðu alla mögulega sem eru í stöðunni. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Finnst þér þú fastur/föst? Hlutirnir eru að breytast, þeir breytast bara alltaf í það sama aftur og aftur. Bolmagn annarra kemur þér á einhvern hátt að góðum notum. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú þarft að læra að láta hlutina vera þér til ánægju en ekki byrði. Allar fjármála- umræður dagsins geta fært þér hagnað þegar til lengri tíma er litið. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ert örlát/ur og tilfinningarík/ur í eðli þínu. Tjáðu þig. Láttu það ekki spyrjast að þú hafir áhyggjur heldur haltu ró þinni og þá fer allt vel. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú færð hugsanlega hugmyndir um alger- lega nýja leið til tekjuöflunar. Vertu bara viss um að það sem þú trúir sé satt. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Í hverjum hópi leynist fortölu- maður og þú situr einmitt uppi með þannig manneskju í dag. Gakktu ekki of nærri sjálfum þér. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þetta er dagurinn sem þú hefur beðið eftir til þess að hefjast handa við nýtt verkefni. Losaðu þig við neikvæðar venjur og temdu þér aðrar og betri. 22. des. - 19. janúar Steingeit Tilhugalífið gæti valdið þér von- brigðum í dag. Sambandið getur bæði verið huggulegt og náið eða praktískt og vinnutengt. Til þess að halda ástinni heitri er gott að vera hreinskilin/n. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Í dag er ekki heppilegt að tala við fólk með völd, eða fjölskylduna, um mikilvæga hluti á heimilinu. Mundu að hver er sinnar gæfu smiður og allir þurfa að leggja sig fram. 19. feb. - 20. mars Fiskar Góðir hlustendur lifa sig inn í sögurnar sem þeir heyra. Lítil próf og litlar breytingar eru að undirbúa þig fyrir hið stóra tækifæri sem mun koma þér skemmtilega á óvart í nán- ustu framtíð. Fyrir viku var ég með vísnagátuúr fórum Ólafs Davíðssonar og fór eins og vænta mátti að svör yrðu fá. Allsber gaur sem átti pell á ýmsar hliðar skoppa vann. Nefinu klórar niður í svell, nokkuð gruggótt drekkur hann. Harpa Jónsdóttir leysti gátuna á frumlegan hátt og fæ ég ekki betur séð en að lausn hennar sé a.m.k. „jafngóð hinni réttu“: Laufguð grein varð göngustafur, í geisla sólstafurinn lék. Frera brodd- upp fleygar -stafur. Fjöðurstafur drekkur blek. Karlinn á Laugaveginum lét til sín heyra (eftir að hafa kíkt í svörin): Fjaðrapenni pelli skrýddist, párar beint og hallt á ská. Bæði á skinni og blaði níddist, blekið kolsvart drekkur þá. Þessi vísnagáta er eftir Pál Jón- asson í Hlíð: Stundum þínu eyra á, ekki traustur piltur sá, kind sem gömul ekki er, amerískur trukkur hér. Lausnir þurfa að berast ekki síðar en á miðvikudagskvöld til að ná laugardagsblaðinu. Sigmundur Benediktson yrkir og eru það orð í tíma töluð: Úkraínu ógnar stríð óviss sáttagjöldin. Blessuð sól og byljatíð berjast hér um völdin. Varist hret og vinda stuð, veitist ferð án háska. Bið að öllum gefi Guð gleðilega páska. Davíð Hjálmar Haraldsson hef- ur orð á því, að í Vaðlaheiðar- göngum sé unnið eftir þeirri ágætu varúðarreglu að láta verkamenn inni í göngunum vita strax þegar búið er að sprengja. Hér eftir á að gera það með hljóð- merki. Verkamenn í Vaðlaheiðargöngum vita – er þeir heyra í Líkaböngum þar sem renna unaðsvolgar vætlur – að verktakarnir sprengdu þá í tætlur. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Af fjaðrapenna, Úkraínu og Vaðlaheiðargöngum Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „ÞEGAR ÉG KALLA: „ÞJÓNN!“ ÞÁ ÆTLAST ÉG TIL AÐ ÞÚ KOMIR Á STUNDINNI!“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... hlýnun hjartans. HÁRÍGRÆÐSLUR RAKARASTO HINN NÝI ÞÚ! HINN NÝI EKTA ÞÚ! HVAÐ ER GOTT HJÁ YKKUR Í DAG? ÉG BARA VEIT ÞAÐ EKKI. HA? AF HVERJU EKKI? ÉG REYNI AÐ HORFA EKKI Á MATINN. LÍKAMSRÆKT ER GÓÐ LEIÐ TIL AÐ HALDA Á SÉR HITA. SATT OG RÉTT ... EN ÞETTA VIRKAR LÍKA. Nægjusemi er vanmetin dyggð.Þessa dyggð mætti nútíma- fólk leggja meiri rækt við. Og einnig verður að láta af öfund – ekki að vera að andskotast alltaf yfir því að aðrir hafi það betra einhvers staðar annars staðar. Þessa lífsspeki ætlar Víkverji að reyna að temja sér í ríkari mæli því hann býr hvorki yfir nægju- semi né er hann alveg laus við öf- und. x x x Alla vega býr Víkverji ekki yfirþessum eiginleikum í jafn- ríkum mæli og skeleggur 100 ára viðmælandi hans á dögunum. Við- mælandinn greindi nútímann á einu augabragði enda óhætt að segja að hann hafi upplifað tímana tvenna. Heimtufrekja var það víst sem heillin notaði yfir kynslóð Víkverja. Jú, jú, hann tekur þetta til sín og stefnir á bót og betrun. Enda ekki annað hægt því hann er svo gjörspilltur af heimtufrekju yfir öllum mögulegum sem ómögu- legum hlutum. x x x Fyrst verður þó að koma höndumyfir dýrindis páskaegg. Fram- leiðendur þreytast ekki á að telja Víkverja trú um að hátíð frelsar- ans gangi ekki í garð fyrr en mag- inn er orðinn fullur af súkkulaði. En eftir það verður hann víst að baða sig upp úr grænmeti. Hrein- ar öfgar, mikið rétt. Hófsemin er á bak og burt og átið í fyrirrúmi. x x x Annars gleðst Víkverji yfir pásk-unum eins og hver annar. Tími með fjölskyldu og vinum og frí frá vinnu. Eins skemmtileg og gefandi og vinna Víkverja er þá er ekki hægt að neita því að það er gaman að líta upp af og til. Eitt er víst að í þetta skiptið ætlar Víkverji ekki að svekkja sig yfir því sem hann hefur ekki í hendi heldur gleðjast yfir því sem hann á. Þótt það sé ekki nema í einn dag eða svo, þangað til heimtufrekjan og prjálið verður yfirsterkara. víkverji@mbl.is Víkverji Orð dagsins: Og þótt þér elskið þá, sem yður elska, hvaða þökk eigið þér fyrir það? Syndarar elska þá líka, sem þá elska. (Lk. 6, 32.) Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.