Morgunblaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 19
FRÉTTIR 19Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2014 DAGSKRÁ: 12:30 Afhending gagna 12:50 Formaður LF 13:00 Ávarp Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra fiskeldismála. 13:10 Staða, útflutningsverðmæti og framtíðarsýn í fiskeldi Guðbergur Rúnarsson, framkvæmdastjóri LF. 13:20 Bleikir fiskar – ofurfæða Friðrika Hjördís Geirsdóttir, fjölmiðlakona. 13:40 Áhrif fiskeldis á samfélagið á sunnanverðum Vestfjörðum Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri Vesturbyggðar. 13:55 Áhrif laxeldis á færeyskt samfélag og hvaða þýðingu getur fiskeldi haft á íslenskt atvinnulíf í dreifbýli? Stefan í Skoruni hjá Havbúnaðarfelaginu. 14:15 Umræður 14:45 Kaffi 15:00 Hvernig er staðið að sjúkdómavörnum og hvernig er laxalús haldið í skefjum í laxeldi? Vöktun og viðbrögð við umhverfisálagi frá laxfiskaeldi í sjó Ketil Rykhus, dýralæknir og eigandi ráðgjafa- fyrirtækisins One Health Consultants í Noregi. 15:30 Staða heilbrigðismála fiskeldis á Íslandi og efnanotkun Gísli Jónsson, dýralæknir hjá MAST. 15:40 Fiskeldissvæði, fyrirbyggjandi aðgerðir og hugsanleg áhrif á villta laxfiskastofna Jón Örn Pálsson, sjávarútvegsfræðingur hjá Fjarðalaxi. 15:50 Kynning á burðarþoli fjarða Sólveig R. Ólafsdóttir, forstöðumaður sjó- og vistfræðisviðs Hafrannsóknastofnunar. 16:00 Umræður 16:15 Samantekt og ráðstefnuslit Jón Kjartan Jónsson, fráfarandi formaður LF. 16:25 Móttaka Liggja tækifæri við sjávarsíðuna í eldi laxfiska? Ráðstefna um áhrif, vöxt og reynslu af sjókvíaeldi hér og í nágrannalöndum okkar. RÁÐSTEFNA LANDSSAMBANDS FISKELDISSTÖÐVA 29. apríl 2014 / Hilton Reykjavík Nordica FRAMTÍÐ Ókeypis aðgangur. Hvetjum alla til að koma og kynna sér stöðu eldis á laxfiskum. Skráning: www.lf.is/skraning LANDSSAMBAND FISKELDISSTÖÐVA Borgartúni 35, 105 Reykjavík Sími 591 0360 www.lf.is einhver og þar með var nafnið kom- ið. Svo var gengið áfram og komið að hól með skútum og hraundrýlum. Þar var lítið gat eða munni sem vakti forvitni manna, sem þar smokruðu sér niður í þrönga rás sem varð fljótt manngeng og greiðfær. Hellirinn sem mældist um 100 metra langur skiptist upp í tvo stúta um það bil 30 metra frá munnanum, sem svo sameinast aftur í eina rás talsvert innar. Morkin bein og eldstæði „Þetta er ótrúlegur staður,“ segir Þór. Í hellinum eru gróðurrætur, hraunmyndanir, leggir af stór- gripum, steinhleðslur og eldstæði. Beinin voru dökk og morkin. Eru það taldar geta verið vísbendingar um tímabundna mannvist í hellinum, sem engar heimildir eru þó til um. Vegna þessa gerði Þór út í leiðangur Guðbjörgu Gunnarsdóttur, þjóð- garðsvörð á Snæfellsnesi, Magnús A. Sigurðsson, minjavörð Vestur- lands, og fleiri. Stórgripabeinin voru tekin til aldursgreiningar og annað skráð, mælt og myndað. „Það er greinilegt að eldurinn í hellinum hefur verið hafður jafn lítill og mögulegt var til að reykur sæist helst ekki – sem hefði skapað at- hygli. Þá virðist sem tálma hafi átt inngöngu með stórum steini í hellis- opi sem þarna hefur verið komið fyr- ir. Allt er þetta forvitnilegt og von- andi finnst lausnarorð í þessa gátu einhvern tímann,“ segir Þór um hell- inn í Neshrauni sem hefur gefið hef- ur verið nafnið Leynir. Það er við hæfi, nánari staðsetning er ekki gef- in upp til að verja staðinn ágangi. Bárðarstofa og Vættagangur Náttúra á utanverðu Snæfellsnesi er sérstök. Óvíða sést jafn glöggt hvernig landið hefur mótast; hvernig hraunlögin hafa lagst hvert ofan á annað, víða eru rústir, minjar og allskonar kynjamyndir. Þarna eru tilkomumiklir Lóndrangarnir og skammt frá þeim er Þúfubjarg. „Þverhöggvið gnapir Þúfubjarg / þrútið af lamstri veðra; Ægir greiðir því önnur slög,/ ekki er hann mildur héðra,“ segir í Áföngum, hinu kynngimagnaða kvæði Jóns Helga- sonar. Ekki langt frá Þúfubjargi og Lóndröngum eru Purkuhólar og þar er Vatnshellir. Nafnið kemur þannig til að þegar vatn þraut við sjávarsíð- una var jafnan skafl við munna hellisins sem bræða mátti svo þyrst- ur fénaður Malarrifsbænda fengi vatn. Fjögur ár eru síðan Vatnshellir var gerður fólki aðgengilegur með rúmlega sjö metra háum hringstiga frá yfirborði jarðar á gólfið í niður- fallinu og kallast þar einu nafni Und- irheimar. Þar er komið niður í hraunrásina, sem liggur til tveggja átta. Er Bárðarstofa til norðurs og Vættagangur til suðurs. Víða í loft- unum sést glitrandi endurskin frá bakteríum sem hafa lifað í algeru myrkri um aldir. Þá eru í hellinum eru spenar, dropasteinar, syllur og bríkur. Til mafíueyjunnar Syðst í Vættargangi Undirheima, er neðsti hluti Vatnshellis. Þar heitir Iður, sem um 70 metra langur hellir sem liggur til austurs. Stiginn niður í Iður er tæpir 12 metrar á hæð og er við hlið hraunfoss. Í þessu gímaldi má sjá allskonar skúlptúra reginafl- anna. Og hér mætast veruleiki og skáld- skapur, því þar sem gengið er að stiganum niður í Iður hefur verið komið upp skilti sem vísar á Stom- poli skammt frá Sikiley. Má skálda í skörðin; hver veit nema að úr Iðrum megi brjóta sér lengri leið um krákustíga og ómælisdjúp allt til mafíueyjunnar í Miðjarðarhafi. - Já, nú fer þetta fyrst að verða spenn- andi. Hellaheimur á Snæfellsnesi Grunnkort/Loftmyndir ehf. Vatnshellir Öndverðarnes Tröllakirkja Lóndrangar Hellissandur Rif Ólafsvík Arnarstapi Hellnar Neshraun Jökulháls Fróðárheiði Snæfellsjökull Sv ör tu lo ft Morgunblaðið/Sigurður Bogi Vegvísir Eins og í sögu Jules Vernes, Leyndardómar Snæfellsjökuls, er skáldað í skörð og sagt að úr Vatnshelli liggi leiðin til Stromboli við Sikiley. Ljósm/Ægir Þór Þórsson Hellisbúi Þór Magnússon í hellinum Leyni sem hann fann í janúar síðast- liðnum. Ýmislegt bendir til þess að fólk hafi hafst þarna við fyrr á tíð. Þá hafa dropasteinar og hraun- myndanir í hellinum verið lagfærð- ar en um þá vinnu sá Árni B. Stef- ánsson, augnlæknir og hella- áhugamaður, sem var upphafs- maður Vatnshellisverkefnisins og vann ötullega við að ýta því úr vör og þykir vel hafa tekist til. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Snæfellsnes Gengt er niður í Vatnshelli úr þessu eldflaugalaga skýli sem stendur í laut í Purkhólum upp af Lóndröngum þar sem snjóa er að leysa. Dýrbítur Sumt í hellinum hefur varðveist óhreyft um aldir við góð skilyrði svo sem þessi refur, sem holdið er horfið af svo beinagrindin ein er eftir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.