Morgunblaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 30
30 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2014 þegar þú vilt kvarts stein á borðið Blettaábyrgð Viðhaldsfrítt yfirborð Slitsterkt Bakteríuvörn Viðarhöfða 1, 110 Reykjavík | Sími 566 7878 | www.rein.is By Cosentino Flestir sem komnir eru til ára sinna eins og ég muna ná-kvæmlega hvar þeir voru staddir þegar fréttin barst ummorðið á Kennedy Bandaríkjaforseta. Enn fleiri muna aðsjálfsögðu hvar þeir voru þegar Geir Haarde forsætisráð- herra sagði: „Guð blessi Ísland.“ En ég man líka hvar ég var stödd þegar ég heyrði í fyrsta sinn málvilluna: „Við studdum hvorn ann- an.“ Þetta var í reykingapásu fyrir rúmum þrjátíu árum og félagi minn var að lýsa eftir- köstum af samdrykkju sinni og föður síns. Mér brá svolítið og þetta skar illilega í eyrun. Auðvitað átti maðurinn að segja: „Við studdum hvor annan“ en ég kunni ekki við að leiðrétta hann, vissi heldur ekki hvernig ég átti að útskýra að þetta stríddi gegn minni máltilfinningu og lét því málið niður falla. En nú get ég ekki lengur orða bundist því að þessi leiða ambaga veður alls staðar uppi, menn styðja hvern annan, berja hvorn annan, eru sam- mála hverjum öðrum, þykir vænt hver um annan og sitja sitt hvorn fundinn. Og nú ætla ég að reyna að útskýra hvað er vitlaust við þetta. Þegar sögumaður sagði að þeir feðgar hefðu stutt hvorn annan hefði mátt skilja að hann hefði stutt föður sinn og sjálfan sig um leið. Það er að sjálfsögðu góðra gjalda vert en þegar menn segjast skilja hvern annan mætti ætla að þeim hafi loksins tekist að skilja sjálfa sig en ekki bara viðmælendur. Sama gildir um menn sem berja hvern annan, en samkvæmt því mætti halda að þeir hafi feng- ið sinn undir hvorn frá sjálfum sér auk þess að lumbra á öðrum. Ég veit að það er ekkert vinsælt að vitna í málfræðireglur en í þessu tilviki er það nauðsynlegt. Í orðasambandinu hvor annar eru á ferðinni tvö fornöfn. Það fyrra lagar sig að frumlagi eða gerand- anum en það síðara stjórnast af sagnorði eða forsetningu síðar í setningunni. Svo að ég vitni nú aftur í manninn sem datt í það með pabba sínum, þá studdu þeir hvor annan því að fornafnið hvor lagar sig að frumlaginu við, en fornafnið annan stýrist svo af sögninni að styðja. Með öðrum orðum: Hvor þeirra studdi hinn. Á nákvæmlega sama hátt geta gagnlegar viðræður leitt til þess að tveir menn skilji hvor annan en ekki hvorn annan og verði að lokum sammála hvor öðrum en ekki hvorum öðrum eins og oft heyrist. Þegar ég kenndi málfræði við Verslunarskóla Íslands vorum við kennararnir samtaka um að útrýma ambögunum sinnhvor og hvorn annan. Þetta tókst okkur með því að útskýra þessi orðasambönd gaumgæfilega og útbúa síðan gagnlegar æfingar sem svo runnu of- an í krakkana eins og smjör. Ég vona að yngri kennarar haldi merkinu áfram og sárt þykir mér að heyra virðulega stjórn- málamenn vera ósammála hverjum öðrum eða styðja sitthvort frumvarpið. Að gefa sjálfum sér sinn undir hvorn Tungutak Guðrún Egilson gudrun@verslo.is Það verða mörg vandamál á vegi barna frá þeirristundu sem þau koma í heiminn og sum þeirravandamála geta mótað – og móta – allt þeirralíf. Svo er rannsóknum fyrir að þakka að meiri skilningur er á þessu nú en var fyrir aðeins nokkrum áratugum. Fólk veltir oft fyrir sér hvers vegna þessi valdamaður eða hinn geri þetta en ekki hitt en áttar sig sjaldnast á því að oft er skýringarinnar að leita í um- hverfi þess sem um er fjallað í æsku. Í Rússlandi hefur komið út bók um Pútín, forseta landsins, þar sem því er haldið fram að allt hans atferli byggist á öryggisleysi, sem hann hafi búið við í æsku. Stundum verða börn munaðarlaus og allt líf þeirra mótast af því. Stundum eru börn gefin og leita skýringa á því alla ævi. Kannski eiga þau erfitt með að mynda eðlileg tengsl við annað fólk og kannski búa þau við ör- yggisleysi, sem birtist með margvíslegum hætti í sam- skiptum við aðra. Einu sinni hringdi í mig ungur maður, sem sagðist vera að leita að fjöl- skyldu sinni. Hann var búinn að uppgötva að við vorum frændur. Á laugardag fyrir viku var haldinn aðalfundur Geðverndarfélags Ís- lands. Aðalræðumaður á fundinum var finnsk kona, Tytti Solantaus að nafni, rannsóknarprófessor við opin- bera stofnun í Finnlandi. Hún fjallaði í erindi sínu um rannsóknir á högum barna sem eiga geðsjúkt foreldri, um nauðsyn þess að vandi þeirra gleymist ekki frammi fyrir yfir- þyrmandi sjúkdómi foreldris og um lagasetningu til þess að tryggja að þessum börnum sé sinnt. Í erindi sínu vísaði Tytti Solantaus til rannsókna í Noregi, sem sýna að 40% allra barna alast upp í fjöl- skyldum þar sem á ferðinni er greindur geðsjúkdómur foreldris eða ofneysla vímuefna. Sama rannsókn sýnir að 12,2% barna alast upp hjá foreldrum þar sem um meiriháttar röskun er að ræða. Þessar tölur sýna að hér er á ferðinni umfangsmikið samfélagslegt vandamál, sem ekki hefur verið sinnt sem skyldi. Þessi vandi snýr ekki bara að börnum sem alast upp í námunda við geðveiki, áfengissýki eða ofneyslu vímuefna. Krabbamein hjá föður eða móður getur vald- ið miklum kvíða hjá börnum. Finnsk rannsókn bendir til að 6-7% barna og unglinga hafi haft reynslu af krabbameini hjá foreldri fram til 21 árs aldurs. Af hverju þarf að takast á við þennan vanda? Vegna þess að ef börnum sem alast upp við þessar aðstæður er ekki sinnt með réttum hætti geta þau sjálf orðið fórnar- lömb geðsýki eða annarrar röskunar sem tengist áfengi eða öðrum vímuefnum. Um þennan veruleika í lífi fólks má lesa í merkri bók eftir Sigurstein Másson, sem heit- ir Undir köldu tungli og kom út um síðustu aldamót. Svo er enn einn hópur barna, sem nánast ekkert hef- ur verið rætt um hér á Íslandi, en það eru börn sem eiga foreldri sem situr í fangelsi. Það blasir við að þau börn þurfa á aðstoð að halda. Það er erfitt að átta sig á hvaða áhrif það hefur á barn að heimsækja föður eða móður á Litla-Hraun. Það er svo annað mál hvort sú að- ferð að loka fólk inni í fangelsum til þess að refsa því á kannski að heyra fortíðinni til nema í algerum undan- tekningartilvikum en um það verður ekki fjallað nú. Geðverndarfélag Íslands hefur undir forystu dr. Ey- dísar Sveinbjarnardóttur hin síðustu ár sett málefni barna sem eiga geðsjúkt foreldri á dagskrá, sem skiptir miklu máli fyrir framgang umbóta á þessu sviði. Þá er ekki síður mikilvægt að Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, alþingismaður Samfylkingar, tók þennan sérstaka þátt til umræðu á Alþingi hinn 14. janúar sl. og sagði: „Geðheilbrigðismál varða auðvitað börn með margvíslegum hætti. Þau varða börn sem eiga sjálf við geð- rænan vanda að stríða en þau varða ekki síður þau börn sem eiga for- eldra eða nána aðstandendur með geðrænan vanda … Ég er hér með grein úr Tímariti íslenskra hjúkrunarfræðinga eftir fjóra hjúkrunarfræðinga, tvo geðhjúkr- unarfræðinga og tvo hjúkrunarfræðinga með BS-próf, sem gerðu rannsókn á stöðu barna sem eiga foreldra með geðsjúkdóma. Þau leggja mikla áherslu á að við hugsum betur um börn fólks með geðrænan vanda. Það kemur fram í greininni að gerð hefur verið rannsókn á fólki sem lagðist inn á bráðadeild Landspítalans vegna geðrænna sjúkdóma. Í rannsókninni kom fram að 40% sjúklinga áttu börn undir 18 ára aldri þannig að mörg börn búa við þá erfiðleika sem fylgja því að eiga for- eldra með geðræna sjúkdóma. Það kemur fram í grein- inni að þessi börn höfðu verið kölluð ósýnilegu börnin því að þörfum þeirra hefur hvorki verið sinnt af geðheil- brigðisþjónustunni á Íslandi né í mörgum öðrum vest- rænum löndum.“ Af fyrirlestri Tytti Solantaus á aðalfundi Geðverndar- félagsins má ráða að Finnar eru mjög framarlega í flokki þeirra þjóða – ef ekki fremstir – sem hafa tekið með markvissum hætti á þessum sérstaka þætti, sem snýr að meðferð geðsjúkdóma, og þess vegna hefur heimsókn hennar hingað til lands mikla þýðingu. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir flutti fyrrnefnda ræðu vegna umfjöllunar Alþingis á þingsályktunartillögu, sem hún hafði flutt ásamt nokkrum öðrum þingmönnum um mótun geðheilbrigðisstefnu og aðgerðaráætlun. Með samþykkt tillögunnar hefur Alþingi beint þess- um málefnum í ákveðinn farveg. Nú er það verkefni Kristjáns Þórs Júlíussonar heilbrigðisráðherra að leggja fyrir þingið á næsta ári tillögur um geðheilbrigð- isstefnu. Og þar mega „ósýnilegu börnin“ ekki gleym- ast. Nú mega „ósýnilegu börnin“ ekki gleymast Heimsókn Tytti Solan- taus hefur mikla þýðingu fyrir umbætur í geðheil- brigðisþjónustu hér. Af innlendum vettvangi … Styrmir Gunnarsson styrmir@styrmir.is Fyrir nokkrum vikum skipt-umst við Guðmundur Andri Thorsson á skoðunum um þá Stein Steinarr og Tómas Guðmundsson á Snjáldru (Facebook). Af því til- efni er fróðlegt að rifja upp við- brögð sósíalista, þegar Steinn sagði endanlega skilið við þá eftir að hafa setið í sjö manna sendi- nefnd íslenskra rithöfunda til Ráð- stjórnarríkjanna sumarið 1956. Þegar Steinn gagnrýndi ráðstjórn- arskipulagið í viðtali við Alþýðu- blaðið 19. september, helgaði Magnús Kjartansson, ritstjóri málgagns sósíalista, honum leiðara í blaði sínu. „Steinn Steinarr skáld er orðinn spámaður í föðurlandi sínu,“ skrifaði hann háðslega. „Hann kvaðst hafa séð myrkur um miðjan dag.“ Með þessu vísaði Magnús til þess að komið hafði út á íslensku fræg skáldsaga Arthurs Koestlers, Myrkur um miðjan dag, um sýndarréttarhöld, sem Stalín skipulagði í Moskvu 1938. Magnús rifjaði líka í leiðaranum upp gömul vísuorð Steins: Er stríðinu lokið? Er loksins til þurrðar gengið það litla af ærlegri hugsun, sem fannst hjá mér? Ferðafélagi Steins, Agnar Þórð- arson rithöfundur, leyfði sér líka að gagnrýna ráðstjórnarskipulagið opinberlega. Vöktu lýsingar þeirra Steins á lífinu þar eystra mikla at- hygli. Einn harðskeyttasti sósíal- isti landsins, Jón Múli Árnason út- varpsþulur, gekk að þeim í Austurstræti og spurði: „Því vor- uð þið að kjafta frá?“ Annar sanntrúaður sósíalisti, en einlæg- ari, Jóhannes skáld úr Kötlum, settist hjá þeim Steini og Agnari í Hressingarskálanum og sagði í öngum sínum: „Ég veit ekki, hverju ég á að trúa!“ Steinn svar- aði rólega: „Oo, þú skalt bara halda áfram að trúa.“ Sjálfur birti Steinn síðan tvö kvæði um ráð- stjórnarskipulagið, „Kreml“ og „Don Quijote ávarpar vindmyll- urnar“. Niðurstaðan í síðara kvæð- inu er, að hið frjálsa hagkerfi Vesturlanda sé ekki gallalaust, en hið miðstýrða austræna kerfi miklu verra: „Með hálfum sann- leika berst ég gegn algerri lygi.“ Hér hefur Steinn bersýnilega orð- ið fyrir áhrifum af Koestler, að vísu ekki skáldsögunni Myrkri um miðjan dag, heldur grein frá 1943, þar sem Koestler skrifaði um bar- áttuna gegn sósíalismanum: „We are fighting against a total lie in the name of a half truth.“ Við berjumst gegn algerri lygi með hálfum sannleika. Íslenskir sósíal- istar höfðu vitaskuld ekki næga þekkingu á verkum Koestlers til að benda á þessi rittengsl. En einnig er það umhugsunarefni, að flestir hinna boðsgestanna fimm í sendinefndinni þögðu ýmist þunnu hljóði eða héldu áfram að lof- syngja ráðstjórnina. Þeir „kjöftuðu ekki frá“, eins og Jón Múli orðaði það. Athugasemdir og leiðréttingar vel þegnar Hannes H. Gissurarson hannesgi@hi.is Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð „Því voruð þið að kjafta frá?“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.