Morgunblaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 29
29 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2014 Kátir ferðamenn Þeir létu hraglandann ekkert á sig fá ferðamennirnir sem viðruðu sig í miðbæ Reykjavíkur í gær, heldur settust niður í sólarglennunni og fengu sér svera vindla til að púa. Ómar New York| Samskipti vesturveldanna við Rússa hafa sjaldan verið verri en þau eru í dag, í kjölfar inngrips Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta í Úkraínu og ákvörð- unar hans um að inn- lima Krímskagann. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur reynt að fullvissa heiminn um að þetta sé ekki upphafið á nýju köldu stríði. Þrátt fyrir það, eru herskáir Bandaríkjamenn, jafnt frjálslyndir og harðir íhaldsmenn, að bera sam- an forystu Obama, honum til hnjóðs, við forseta sem eiga að hafa verið harðari í horn að taka eins og Dwight Eisenhower og Ronald Reagan. Þá skiptir engu máli þó að Eisenhower hafi ekki gert neitt til að stöðva sovéska skriðdreka frá því að brjóta niður ungversku uppreisn- ina árið 1956, eða það að Reagan hafði engin áform um að styðja við bakið á Samstöðu þegar hún reis gegn kommúnistastjórninni í Pól- landi. Á margan hátt gerði kalda stríðið lífið einfaldara fyrir Bandaríkja- forseta. Það voru bara tvö stórveldi – Kína taldist ekki með þar til ný- lega – og áhrifasvæði þeirra voru skýrt aðgreind. Ráðandi hug- myndafræði Sovétríkjanna var jafn- skýr: stalínísk útgáfa af kommú- nisma. Stalínismi, eins og Maóisminn í Kína, var í raun mjög íhaldssöm stefna, sem miðaði aðallega að því að tryggja völd stjórnarinnar heima fyrir og full yfirráð yfir fylgiríkjum þess er- lendis. Hugmynda- fræðilegi óvinurinn var kapítalíski heimurinn, en óvinirnir sem bregðast þurfti strax við voru „trotskíistar“ „endurskoðunarsinn- ar“ og önnur „gagn- byltingaröfl“ innan sovéska áhrifasvæðis- ins. Á hættutímum var gamaldags rússnesk þjóðernishyggja gerð út af örkinni í þágu sovéskra hags- muna. Kína var svipað. Maó aðhylltist ekki heimsvaldasinnaða útþenslu- stefnu – hann bað ekki einu sinni Bretana um að gefa Hong Kong til baka. Maó beindi kínverskri þjóð- ernishyggju nær eingöngu á hinn fagra knáa heim kommúnismans. Allt breyttist hins vegar eftir að Maó dó og Sovétríkin hrundu. Kommúnismi hvarf sem ráðandi hugmyndafræði í Rússlandi og hef- ur verið það útþynntur í Kína að fátt annað en táknrænar merkingar – og lenínískur flokkur sem einokar valdið – er eftir. Þetta skildi eftir tómarúm í báð- um ríkjum, þar sem rússnesk stjórnvöld áttu erfitt með að rétt- læta kjörið einveldi, og eins flokks einræðið í Kína þarf nýjan grund- völl fyrir lögmæti sínu. Gamlar hefðir sem höfðu verið tortryggðar voru skyndilega endurvaktar. Pútín vitnar til hálfgleymdra heimspek- inga til þess að reyna að sýna yfir- burði þjóðarsálar Rússa. Kínverskir embættismenn tala nú um speki Konfúsíusar sem grunn að nýju pólitísku auðkenni. Í besta falli er þetta hálfvelgja. Flestir Kínverjar, embættismenn meðtaldir, þekkja aðeins lítillega til speki Konfúsíusar. Þeir velja úr til- vitnanir sem styðja við þeirra eigin tök á valdinu og leggja áherslu á „hefðbundin“ gildi eins og hlýðni við yfirvald, en sleppa því að minnast á það að konfúsísk hugsun heldur í heiðri réttinn til þess að gera upp- reisn gegn ranglátu yfirvaldi. Uppáhaldsheimspekingar Pútíns eru sérkennileg blanda af geistleg- um þjóðernissinnum sem hugsuðu sér allir Rússland sem andlegt sam- félag á grundvelli rétttrúnaðarkirkj- unnar, en hugmyndir þeirra eru of fjölbreyttar á aðra vegu og of lítið þekktar til þess að geta búið til heildstæða hugmyndafræði. Þá eru hugmyndir þeirra ekki alltaf þær sömu og Pútín hefur. Pútín lítur á fall Sovétríkjanna sem stórkostlegt áfall; samt vitnar hann óspart í Ívan Iljín, sem varð að hörðum andstæð- ingi Sovétstjórnarinnar og var send- ur í útlegð til Vestur-Evrópu af Lenín árið 1922. Það kann að vera að Pútín trúi því í raun að Rússland sé andlegt virki gegn úrkynjun hins vestræna heims, sem hefur verið spillt af efn- ishyggju og samkynhneigð. Það er einnig hugsanlegt að núverandi stjórnvöld í Kína, hverra fjölskyldur hafa auðgast á pólitískum greiðum, séu dyggir nemendur heimspeki Konfúsíusar. En ríkisstjórnir Rúss- lands og Kína stjórnast af afli sem er erfiðara að eiga við: þjóðernis- hyggju sem byggist á gremju. Maóískri kreddutrú í Kína hefur verið skipt út að miklu leyti fyrir nokkuð sem nefnist „föðurlandsleg menntun“ sem birtist í skólabókum, söfnum og minnismerkjum. Kínverj- ar alast upp við þá hugmynd – sem er ekki röng að öllu leyti – að Kína hafi verið niðurlægt af útlendingum í meira en hundrað ár, sérstaklega í ópíumstríðunum á 19. öld og hinum grimmilegu innrásum Japans. Að- eins sterkt Kína, undir traustri stjórn kommúnistaflokksins, getur varið fólk sitt frá frekari niður- lægingu. Pútín er einnig í Rússlandi að hagnýta sér gamla reiði og hefð- bundna tilfinningu að hið vonda Vestur hafi það að markmiði að grafa undan einingu Rússa og eyði- leggja sálu landsins. Líkt og leiðtog- ar Kína ásakar Pútín vesturveldin um að fylkja liði gegn Rússlandi. Það er hægt að nefna þetta of- sóknaræði, en það er ekki algjörlega órökrétt. Þegar horft er á málin eru bæði Rússland og Kína umkringd bandamönnum Bandaríkjanna. Og, með því að ýta landamærum NATO að landamærum Rússlands, hafa vesturveldin ekki verið mjög næm gagnvart öryggishagsmunum Rússa. Vandinn við þjóðernishyggju sem byggist á gremju er að hún kemur í veg fyrir samningaviðræður, sem byggjast á því að báðir gefi eftir og taki annað. Gagnrýni verður fljótt talin merki um fjandskap eða van- virðingu. Þegar bandarískir eða jap- anskir stjórnmálamenn hegða sér gegn vilja þeirra, eru gjörðir þeirra brennimerktar opinberlega sem „móðgun við fólkið“. Að sjálfsögðu er mikið af þessu ætlað til heimabrúks – sem leið til þess að fá almenningsálitið í lið með einræðisöflunum. En þessi voldugu einræðisríki og gremjufulla þjóðern- iskennd þeirra þýðir að erfiðara er að fást við þau en hina grimmu, en meira fyrirsjáanlegu, kommúnísku fyrirrennara þeirra. Í ljósi þess að hernaðarleg átök myndu vera mjög hættuleg, gæti besta lausnin ennþá verið sú sama og bandaríski fræðimaðurinn George Kennan setti fram árið 1947. Ef það er ekki hægt að koma fram við Kína og Rússland sem vini er hægt að stjórna hagsmuna- árekstrum með því að viðurkenna mismunandi hagsmuni þeirra, með því að vera sífellt á verði, og með því að viðhalda styrk okkar eigin lýð- ræðislegu stofnana. Ef, með fullri virðingu fyrir Obama, nýtt kalt stríð er að hefjast, þá verður að hafa það. Eini tilgangur kalda stríðsins var að tryggja það að komið yrði í veg fyrir heitt stríð. Eftir Ian Buruma » Á margan hátt gerði kalda stríðið lífið einfaldara fyrir Banda- ríkjaforseta. Það voru bara tvö stórveldi – Kína taldist ekki með þar til nýlega – og áhrifasvæði þeirra voru skýrt aðgreind. Ráðandi hugmyndafræði Sovét- ríkjanna var jafnskýr: stalínísk útgáfa af kommúnisma. Ian Buruma Ian Buruma er prófessor í lýðræði, mannréttindum og fjölmiðlun við Bard háskólann og er höfundur bók- arinnar Year Zero: A History of 1945. ©Project Syndicate, 2014.www.proj- ect-syndicate.org Þægindi kalda stríðsins

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.