Morgunblaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2014 ÁLÞAKRENNUR Viðhaldslitlar Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0.9 mm áli og tærast ekki, ryðga né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, gráar, rauðbrúnar og ólitaðar. Seljum einnig varmaskiptasamstæður, loftræstistokka og tengistykki. Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is HAGBLIKK ehf. Nýja dömulínan frá Laugavegi 25, 101 Reykjavík. Sími 552-7499 | Hafnarstræti 99-101, 600 Akureyri. Sími 461-3006 www.ullarkistan.is Gæða ullarfatnaður á góðu verði Hlýr og notalegur í útivistina Kjartan Kjartansson kjartan@mbl.is Uppreisnarmenn hliðhollir Rúss- landi létu alþjóðlegt samkomulag sem gert var á skírdag um að þeir yfirgæfu stjórnarbyggingar sem þeir hafa lagt undir sig í Austur- Úkraínu sem vind um eyru þjóta. Erindrekar frá Bandaríkjunum, Rússlandi, Úkraínu og Evrópusam- bandinu gerðu samkomulagið í Genf en aðskilnaðarsinnarnir telja sig óbundna af því þar sem þeir hafi ekki átt sér málsvara á fundi þeirra. Þeir segjast ekki ætla að sleppa tak- inu af byggingunum fyrr en stjórn- völd í Kænugarði stígi til hliðar enda hafi þau ekki tekið við völdum með lögmætum hætti. „Við ætlum ekki að yfirgefa bygg- inguna, sama hvaða yfirlýsingar eru gefnar, vegna þess að við vitum hvert raunverulega ástandið í land- inu er og við förum ekki fyrr en yfir- maður okkar segir okkur að gera það,“ hefur Reuters-fréttastofan eft- ir uppreisnarmanni sem heldur lög- reglustöð í borginni Slaviansk ásamt félögum sínum. Oleksandr Túrtsjínov forseti og Arsení Jatsenjúk forsætisráðherra lofuðu stjórnarskrárbreytingum, dreifingu valds til héraðsstjórna og viðurkenningu rússnesku sem op- inbers tungumáls í sameiginlegu sjónvarpsávarpi þar sem þeir reyndu að biðla til aðskilnaðarsinn- anna í gær. Þeir hétu einnig sakauppgjöf til þeirra sem hafa hertekið stjórnar- byggingarnar undanfarið eins og kveðið var á um í Genfarsamkomu- laginu. John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, varaði Rússa við því þegar samkomulagið var gert að þeir mættu eiga von á frekari refsi- aðgerðum ef vopnaðir hópar á þeirra bandi yfirgæfu ekki byggingar í Austur-Úkraínu fyrir lok þessarar viku. Óbundnir af samkomulaginu  Stjórnarbyggingar í A-Úkraínu enn á valdi stuðningsmanna Rússa  Forseti og forsætisráðherra Úkraínu gefa aðskilnaðarsinnum loforð um frekari áhrif AFP Uppreisn Stuðningsmenn Rússa í Slaviansk héldu útifund í gær. Þeir halda enn opinberum byggingum í borginni, þrátt fyrir alþjóðlegt samkomulag. Heimsbyggðin hefur undanfarna daga syrgt kólumbíska rithöfundinn Gabriel García Márquez en hann lést í Mexíkóborg á skírdag, 87 ára gam- all. Banamein hans var fylgikvillar lungnabólgu. Bækur García Már- quez voru upphaf blómatíðar í bók- menntum á spænskri tungu. Hann var upphafsmaður svo- nefnds töfraraunsæis sem einkenndi hans þekktasta verk, „Hundrað ára einsemd“, sem kom út árið 1967. Áætlað er að bókin hafi selst í um þrjátíu milljónum eintaka síðan. Kól- umbíumaðurinn hlaut bókmennta- verðlaun Nóbels árið 1982 fyrir hana og fleiri verk sín. Þriggja daga þjóðarsorg hefur verið lýst yfir í Kólumbíu, og í Mexíkóborg, þar sem rithöfundurinn bjó, verður haldin opinber athöfn til að minnast hans á mánudag. Þjóðar- leiðtogar, rithöfundar og bók- menntaspekingar hafa lofað rithöf- undinn eftir fráfall hans. Raúl Castro, forseti Kúbu, sagði Róm- önsku Ameríku og heiminn allan hafa tapað táknrænum rithöfundi og hugsuði. „Lærimeistari minn er látinn. Hann er mikilvægasti rómansk-am- eríski rithöfundur allra tíma,“ sagði síleski rithöfundurinn Isabel Allende um Kólumbíumanninn. Margir hafa mært einstakt ímynd- unarafl García Márquez. Sjálfur gerði hann þó lítið úr því í viðtali við Paris Review árið 1981. „Mér finnst það alltaf skondið að mesta hrósið sem verk mín fá er fyr- ir ímyndunaraflið þegar sannleikur- inn er sá að það er ekki ein einasta lína í öllum verkum mínum sem ekki á sér stoð í raunveruleikanum. Vandamálið er að karabískur raun- veruleiki líkist villtustu órum ímynd- unaraflsins,“ sagði skáldið. Margir minnast García Márquez  Nóbelsskáldið lést á skírdag AFP Sorg Forsíða kólumbísks dagblaðs með fyrirsögninni „Ódauðlegur“. Skipstjóri og tveir áhafnar- meðlimir ferj- unnar sem hvolfdi við Suð- ur-Kóreu á mið- vikudag hafa verið handteknir og ákærðir fyrir vanrækslu í starfi. Staðfest er að 28 hafi látist en 268 manns var enn saknað í gær. Flestir þeirra eru menntaskólanemar sem voru á skólaferðalagi. Aðstoðarskólastjóri Danwon- menntaskólans, þaðan sem nem- endurnir voru, fannst látinn í gær, að sögn lögreglu, en hans hafði ver- ið saknað frá því á skírdag. Svo virðist sem hann hafi framið sjálfs- víg. Hann var 52 ára gamall en hon- um var bjargað úr ferjunni. Áður en hann lést hafði lát 28 farþega verið staðfest en 179 manns hafði verið bjargað. SUÐUR-KÓREA Handtaka skipstjóra og hluta áhafnar Kafarar leita nú farþeganna. Heilbrigðisstarfsmenn á Kúbu hafa áhyggjur af því að tíðni kyn- sjúkdóma og ótímabærra þungana eigi eftir að aukast vegna skorts á smokk- um sem hefur gert vart við sig á eyjunni undan- farið. Verst er ástandið í hafn- arborginni Santa Clara en þar kláruðu apótek smokkabirgðir sínar í síðasta mánuði. Skorturinn hefur síðan breiðst út um landið. Yfirvöld hafa lítið viljað tjá sig um ástandið. Yfirmaður fyrirtæk- isins sem flytur inn og dreifir smokkum á Kúbu segir orsökina hins vegar þá að starfsmenn hans hafi átt erfitt með að anna eftir- spurninni eftir smokkum í landinu undanfarin misseri. Skortur á smokkum á Kúbu eykur hættu á kynsjúkdómum Smokkar geta skipt sköpum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.