Morgunblaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2014 Fararstjóri: Inga Ragnarsdóttir Sumar 2 22.maí - 1. júní Alpafegurð&Arnarhreiður Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Salzburgerland í Austurríki og þjóðgarðurinn Berchtes- gaden í Þýskalandi eru heillandi á þessum árstíma þar sem allt er í blóma og Alpafjöllin skarta sínu fegursta. Farið verður t.d. að Arnarhreiðri Hitlers, Königsee vatninu og til tónlistarborgarinnar Salzburg. Verð: 219.600 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Sp ör eh f. Fréttir af versnandi stöðu sjávar-útvegsins, lækkun framlegðar um 20-50% að mati framkvæmda- stjóra LÍÚ, eru mikið áhyggjuefni og hljóta að verða meðal þess sem haft verður til hliðsjónar við ákvörð- un um sérstaka skatta á greinina og stjórnkerfi fiskveiða almennt.    Rekstur sjávarútvegsins hefurverið öflugur á nýliðnum ár- um, sem varð til þess að greinin hef- ur komist ótrúlega vel í gegnum þann skell sem fylgdi falli bankanna.    Greinin naut þess einnig að hafavegna kvótakerfisins tekið til í rekstrinum næstu ár og áratugi á undan. Hagkvæmni var því mun meiri en ella hefði verið.    En svo fékk sjávarútvegurinn ásig mikla ágjöf þegar stjórn- völd ákváðu á sama tíma að gera viðamiklar breytingar á stjórnkerfi fiskveiðanna og taka upp nýja skatta af áður óþekktri stærðar- gráðu.    Rökin voru meðal annars þau aðrekstur og ytri aðstæður væru með besta móti. Ekki var á það hlustað þegar bent var á að rekstur- inn væri háður miklum sveiflum og fyrirtækin þyrftu að fá að njóta góðu áranna til að geta tekist á við þau mögru.    Nauðsynlegt er, við þá endur-skoðun laga sem nú stendur yfir, að tekið verði tillit til raunveru- legra aðstæðna í rekstri sjávar- útvegsins og gjaldtaka og starfsum- hverfi að öðru leyti stillt þannig af að sjávarútvegur geti áfram verið grunnstoð byggðar hér á landi. Versnandi staða STAKSTEINAR Veður víða um heim 18.4., kl. 18.00 Reykjavík 1 snjóél Bolungarvík 1 skýjað Akureyri 4 skýjað Nuuk -7 snjóél Þórshöfn 9 skúrir Ósló 11 heiðskírt Kaupmannahöfn 10 skýjað Stokkhólmur 11 léttskýjað Helsinki 12 heiðskírt Lúxemborg 11 heiðskírt Brussel 11 léttskýjað Dublin 12 léttskýjað Glasgow 13 heiðskírt London 12 léttskýjað París 12 skýjað Amsterdam 8 skýjað Hamborg 7 skýjað Berlín 11 léttskýjað Vín 17 skýjað Moskva 12 heiðskírt Algarve 20 skýjað Madríd 27 léttskýjað Barcelona 18 léttskýjað Mallorca 18 heiðskírt Róm 17 léttskýjað Aþena 15 skýjað Winnipeg 3 léttskýjað Montreal 6 alskýjað New York 5 skýjað Chicago 10 léttskýjað Orlando 24 skýjað Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 19. apríl Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 5:42 21:13 ÍSAFJÖRÐUR 5:36 21:29 SIGLUFJÖRÐUR 5:18 21:12 DJÚPIVOGUR 5:08 20:45 Frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi sveitar- stjórnarkosningar 31. maí vilja íbúa- kosningu um framtíð innanlands- flugvallar í Vatnsmýrinni. Þetta kom fram á opnum fundi frambjóðenda flokksins í Rimaskóla í Grafarvogi á skírdag en þar voru helstu stefnumálin kynnt. Halldór Halldórsson, borgar- stjóraefni Sjálfstæðisflokksins, sagðist í samtali við mbl.is vilja virkja einkaaðila til að auka framboð á leiguhúsnæði í borginni. Borgin virki einkaaðila „Meirihlutinn hefur verið að ræða þetta allt kjörtímabilið og er enn að setja upp nefndir og tala um einhver Reykjavíkurhús þar sem borgin á að vera eignaraðili og rekstraraðili. Það er dauðadæmt að okkar mati. Borgin á auðvitað að reka sitt fé- lagslega húsnæði en á að öðru leyti ekki að koma nálægt þessu. Miklu frekar á hún að segja: Hér eru lóð- irnar, og setja svo ákveðin skilyrði varðandi leigu og láta svo einkaaðila, til dæmis stúdenta og einkafyrirtæki sem eru í tengslum við markaðinn, sjá um afganginn, því þau eru miklu fljótari að þessu. Okkar hlutverk er bara að ná niður lóðaverði, auka lóðaframboð vegna þess að borgin sjálf hefur verið að skapa þennan vanda með því að skapa lóðaskort,“ sagði Halldór. Efli íbúalýðræði í borginni Þá sagði Halldór að flokkurinn myndi beita sér fyrir því að íbúa- kosningar yrðu haldnar í ríkari mæli um stærri mál. Á þann hátt megi efla íbúalýðræði í borginni. Var Reykja- víkurflugvöllur nefndur sem dæmi. Sjálfstæðismenn vilja að borgar- búar fái að kjósa um tillögur þegar nefnd um framtíð innanlandsflugs skilar tillögum í haust. Þeir vilja ekki að innanlandsflug fari til Keflavíkur. Halldór vill einnig virkja einka- framtakið í skólamálum. „Ég tel að okkur geti tekist betur að opna skólakerfið, veita skólunum meira sjálfstæði og draga úr miðstýring- unni. Það er í anda okkar frjálslynda flokks að gefa fólki meira val.“ Af öðrum áherslum sem kynntar voru í Rimaskóla má nefna bættar samgöngur í úthverfum. Kosið verði um flugvöllinn  Sjálfstæðismenn kynna áherslurnar Morgunblaðið/Ómar Í Rimaskóla á skírdag Halldór Halldórsson, oddviti sjálfstæðismanna í borginni, kynnir stefnuna ásamt öðrum borgarfulltrúum í Reykjavík. Skörp skil milli sinumóa og ösku- grárra og nagaðra hrosshaga í brekkunum ofan við bæinn Núpa- kot undir Eyjafjöllum, hafa vakið athygli vegfarenda þar. Girðing skilur þessi hólf að og þar sem hrossin valsa um er aska úr eldgos- inu fyrir fjórum árum áberandi. Á friðaða svæðinu, sem er innar og norðar, liggja hins vegar gul sinu- grös yfir. „Það hafa margir spurt hverju þetta sæti,“ segir Pétur Freyr Pét- ursson, bóndi í Núpakoti. Hann seg- ir að nú sjáist gróðurnálar eystra. Á dögum eins og í gær, í hlýindum og rigningu, sé gróður fljótur að taka við sér og brátt verði hlíðin öll græn. sbs@mbl.is Græn og skörp skil í brekkunni við Núpakot Eyjafjöllin Andstæður í gróðri jarðarinnar. Ljósmynd/Sigþór Sigurðsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.