Morgunblaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.04.2014, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 19. APRÍL 2014 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Páskarnir okkar eru seinirí ár. Það hefði átt aðþyngja róðurinn fyrir þau sérstöku hret sem sagan og tilfinningin segir okkur að séu sérlega næm fyrir páskum. Hretin þau hafa sem sagt ekki látið reikniregluna góðu frá árinu 325 rugla sig. En það ár ákváðu nokkrir hámenningar- innar helstu synir einmitt regl- una, sem í sinni einföldu mynd slær því föstu að páska skuli bera upp á sunnudaginn eftir fyrsta fulla tungl eftir jafn- dægur að vori. Samkvæmt regl- unni geta páskar því fallið á tímabilið 22. mars til 25. apríl. Páskar eru hreyfanlegir og ólíkir jólunum sem eiga sína heilögu daga frátekna um aldur og ævi. Þó er það svo að fæðing- ardagur Krists er ekki þekktur, þótt vitað sé um fæðingarár hans með bærilegri vissu. Krossfesting Krists, aðdragandi hennar og upprisa hans og rúm- um mánuði síðar uppstigning eru skráð í öllum guðspjöll- unum. Vikulegur hvíldardagur gyðinga var og er laugardag- urinn, en kristnir menn taka mið af upprisunni og færðu hann til sem því nam og því er sunnudagurinn þeirra vikulegi hvíldardagur og um leið áminn- ing um upprisu Krists. Þau rúmu 2000 ár sem liðin eru frá fæðingu Krists hefur söfnuður hans eflst og vaxið með ári hverju. Engu breytir um þetta þótt trúleysingjum fjölgi um skeið á einstökum svæðum, a.m.k. þeim sem kveðja kristindóminn. Það er örlítil tískusveifla í því á Vest- urlöndum núna og sumir gang- ast raunar upp við það að agnú- ast út í „trúna“ og tala niður til hinna, sem eiga sitt trúarlega haldreipi áfram og hafa af því bæði gleði og styrk. Kristin kirkja er nú, sem betur fer, um- burðarlynd gagnvart slíku fólki, en það hefur hún ekki endilega verið á öllum öldum. En slíkt trúarlegt eða trúfrelsislegt um- burðarlyndi er ekki sjálfgefið. Milljónir manna fæðast til trúar sem hefur ekkert slíkt umburðarlyndi og tekur hart á efasemdarmönnum, svo ekki sé minnst á þá sem voga sér að víkja frá viðurkenndum bókstaf. Þau ár sem kirkja Krists laut mannastjórn án umburðar- lyndis og auðmýktar hlaut hún að vera komin á svig við boðun og anda leiðtoga síns. Guð- spjöllin gefa fylgjendum hans tæra leiðsögn og orð hans sjálfs, beinar tilvitnanir í guð- spjöllunum, veita þeim milliliða- lausan aðgang að Kristi. Tvær helstu hátíðir hins kristna heims eru jól og páskar. Nútímamaðurinn hefur, sem kunnugt er, jafnmikinn áhuga á nákvæmum vinsældamælingum og bóndi hafði áður á hita- og loftþrýstingsmælingum. Fullyrt er að jólin njóti núorðið mun meiri vinsælda en páskar. Það skiptir ekki miklu. En það er ekkert undarlegt heldur. Jólin eru í eðli sínu fjölskylduhátíð, börnin eru í öndvegi þeirra vegna þess hve sjálft tilefni jólanna tengist þeim. Þá eru jól- in hátíð verslunar og viðskipta. Við bætist, að jólin eru ekki tal- in eins trúarlega snúin og sum- um þykja páskarnir vera. Engir, aðrir en þrasarar þrassins vegna, draga í efa að Kristur fæddist í Betlehem og ól sinn skamma aldur, með einni undantekningu, á þeim slóðum. En páskarnir eru flóknari eins og fyrr segir. Þar gerist mikil örlagasaga, átök ofurvalds við einstakling og fylgjendur hans, svo óhugnaður og loksins hið mesta fagnaðarundur. Og páskarnir eru, hvað sem öllum vinsældamælingum líður, hin hæsta hátíð í kristni. Því ræður upprisan. Þá fullkomnuðust kenningar Krists og boðskapur- inn sem hann hafði flutt og sagðist flytja í umboði þess sem sendi hann. Þar með var grund- völlurinn endanlega lagður, sem hinn kristni veruleiki hvílir á. Sá atburður er hinn eiginlegi hornsteinn sérhverrar krist- innar kirkju. Sumir segja að upprisa Krists hafi ekki verið sönnuð. Það er nú svo. Vitnisburðir eru svo sannarlega til staðar og þeir trúverðugir. Úrslit flestra dómsmála í hinum veraldlega heimi velta á vitnisburðunum og trúverðugleika þeirra. Álita- málið er oftast þannig lagt fyrir að spurt sé, hvort mál sé sannað umfram eðlilegan vafa. Efa- semdin ein eyðileggur ekki mál. Væri það svo myndu flest mál, ef ekki öll, eyðileggjast. En umfram trúverðugleikann sem skín út úr sérhverju orði hins einstæða manns, Jesú frá Nazaret, og fyrrnefnda vitn- isburði, liggur eitt atriði enn fyrir og blasir við sem nýtt: Mesta herveldi á þeirri tíð og lénsherrar þess ásamt fleirum töldu nokkra ógn stafa af Jesú þessum og tiltölulega fámenn- um hópnum sem fór um með honum. Þeir handtóku hann, auðmýktu og pyntuðu, dæmdu og krossfestu. Litli hópurinn í kringum hinn krossfesta tvístr- aðist skelfingu lostinn. Ekki er ástæða til að ætla annað en að í málið hafi verið gengið af festu af þar til bærum yfirvöldum og það fengið farsælan endi að þeirra mati. En fámenni hópurinn náði saman aftur þrátt fyrir háska og dauðans áfall. Nú telst hann í milljörðum og er þá aðeins horft til núlifandi manna, en ekki allra þeirra sem fylgt hafa í gegnum tíðina. Aldrei hefur svo fámennur og hrakinn hópur fengið aðra eins uppreisn. Hana fékk hann á grundvelli upprisu Krists og þess fyrirheits sem henni var tengt. Gleðilega páska. Gleðilega páska F jármálaráðherra lagði fyrir nokkru fram tvö lagafrumvörp. Í öðru frumvarpinu eru lögð drög að óskiljanlegri úthlutun 80 þúsund milljóna króna skattgreiðenda til hóps sem var með verðtryggt húsnæðislán á til- teknu tímabili. Hvernig sem staðreyndunum er snúið, þá er ljóst að samviskusamir hægrimenn geta ekki stutt þessa aðgerð, eins og ljóst er orðið. Með þessari forgangsröðun fer Sjálfstæðisflokkur- inn á mis við það sem gæti til dæmis orðið 80 milljarða lækkun tekjuskatta á alla einstaklinga næstu fjögur árin. We ain’t seen nothing yet. Hitt frumvarpið er á hinn bóginn einhver áhugaverðasta ríkisaðgerð síðari ára. Með því að heimila launþegum að nýta skattfrjálsan séreignarlífeyrissparnað til að greiða niður fasteignalán er grunnurinn lagður að því að hin útjaskaða millistétt geti komið undir sig fótunum að nýju. Í frumvarpinu er lagt til að allir launþegar megi greiða 6% af laununum sínum skattfrjálst beint inn á húsnæðis- lán eða inn á reikning til húsnæðiskaupa. Það sem gerir þessa aðgerð afdráttarlaust þess eðlis að hver einasti launþegi ætti að nýta sér hana er eitt orð: skattfrjálst. Tökum dæmi: Maður með 350.000 krónur í laun fyrir skatt getur greitt inn á lán eða lagt fyrir 21.000 krónur á mánuði. Þessir peningar yrðu að öðrum kosti skattlagðir við úttekt, þannig að úttekinn lífeyrir yrði, án vaxta, 12.600 krónur að starfsævi lokinni. Lífeyrissjóður sem nær 3,5% nafnávöxtun á ári væri 15 ár að ávaxta inngreiðsluna til að ná því að greiða út fullar 21.000 krónur við úttekt. Lífeyrissjóður með 5% ávöxtun þyrfti um 10 ár og sjóður með 7% ávöxtun um 7 ár. Undanfarin ár hefur LSR náð þessari ávöxtun og vel það. Nafnávöxtun sjóðsins var til að mynda 14% árið 2012 og 7% 2011. Árið 2008 var hún hins vegar -13%. Hrein raunávöxtun sjóðsins var neikvæð um 2,7% á árunum 2008 til 2012 og um 4,5% árin 2007 til 2011. Skattfrelsið þýðir að líf- eyrissjóður þarf að ná mjög mikilli ávöxtun til að ná samsvarandi niðurstöðu og skattfrelsið tryggir. Ef launþegi notar sín 6% til að greiða niður fasteignalán eða spara fyrir íbúðar- kaupum, þá er það í raun eins og að leggja peningana inn á bankareikning með sömu ávöxtun, og ávöxtunin er mikil. Landsbankinn býður lán til fasteignakaupa með 7,6% föstum vöxtum til 5 ára. Séu 21.000 krónur notaðar til að greiða inn á lán með 7,6% vöxtum einu sinni, ég endurtek einu sinni, þá sparar lántakinn við það á 20 árum 69.000 krónur. Á 40 árum er sparnaðurinn, í formi lægri vaxta- greiðslna, orðinn 372.000 krónur. Samsvarandi tölur fyrir lán með 8,6% vexti eru 88.000 og 548.000 krónur. Það er erfitt að spá, sérstaklega um framtíðina. Ég leyfi mér hins vegar að fullyrða að þegar sér fyrir endann á þessum tímabundnu aðgerðum verður krafa almennings að þessar aðgerðir verði framlengdar, helst út í hið óend- anlega. gunnardofri@mbl.is Gunnar Dofri Ólafsson Snilldin við skattfrelsið Pistill STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Útgefandi: Óskar Magnússon SVIÐSLJÓS Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Þegar kemur að koltrefja-framleiðslu er Ísland meðalallra samkeppnishæfustulanda hvað kostnað varðar. Að auki er lega Íslands að mörgu leyti mjög hagstæð, þar sem fyrir- tæki staðsett á Íslandi geta þjónað eftirspurn bæði frá Bandaríkjunum og Evrópu og jafnvel víðar. Er hér um mjög verðmæta afurð sem þolir flutningskostnað langar leiðir. Þetta er meðal þess sem kom fram í svari Ragnheiðar Elínar Árna- dóttur, iðnaðar- og viðskiptaráð- herra, við fyrirspurn Össurar Skarp- héðinssonar um koltrefjaframleiðslu á Íslandi. Í svari sínu vitnar ráðherra til úttektar erlendra ráðgjafa frá árinu 2012 á kostnaðarlegri sam- keppnishæfni Íslands í samanburði við helstu samkeppnissvæði í Evrópu og Bandaríkjunum. Íslandsstofa hef- ur verið að kynna þessar niðurstöður á ráðstefnum erlendis um koltrefja- framleiðslu og á fundum með kol- trefjaframleiðendum og notendum koltrefja, t.d. bifreiða- og vindmyllu- framleiðendum. Fullt tilefni til bjartsýni Samkvæmt svari ráðherra gefa viðbrögð þessara aðila fullt tilefni til bjartsýni um að koltrefjaframleiðsla hefjist á Íslandi í náinni framtíð. Við- ræður við stóra notendur koltrefja leiddi til athugunar tveggja framleið- enda á fýsileika þess að reisa hér verksmiðju. Annar aðilinn kaus að staðsetja verksmiðjuna í Bandaríkj- unum en hinn er enn að meta hvort Ísland sé hentugur kostur. Þá hafa orkufyrirtækin átt í viðræðum við er- lenda koltrefjaframleiðendur vegna hugsanlegra verkefna hér á landi. Talað hefur verið um verksmiðju sem þyrfti 15-20 MW raforku og gæti skapað 80-100 varanleg störf, auk af- leiddra starfa. Hrósar Skagfirðingum Ragnheiður Elín segir í samtali við Morgunblaðið að framleiðsla á koltrefjum sé vaxandi iðnaður í heim- inum. Efnið sé notað í ýmsar vörur, eins og bíla, vindmyllur, flugvélar og fleira. Hún segir framleiðslu af þessu tagi henta vel hér á landi en það sé á endanum framleiðandinn sem velji staðsetningu, ákveði hann að velja Ísland. Það sé ekki í höndum stjórn- valda en vissulega komi nokkrir stað- ir til greina. Undirbúningur að koltrefja- verksmiðju hér á landi er lengst kominn í Skagafirði. Þar var stofnað undirbúningsfélag, UB Koltrefjar, árið 2008 með þátttöku Kaupfélags Skagfirðinga, Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Gasfélagsins. „Skagfirðingar hafa verið áhugasamir um þennan iðnað og þeim til hróss þá hafa þeir unnið heimavinnuna sína mjög vel. Það er til dæmis komin námsbraut í fjöl- brautaskólanum fyrir framleiðslu á koltrefjum sem er góður undirbún- ingur fyrir svona iðnað. Á svæðinu er mikill áhugi á verkefninu og þver- pólitískur vilji. Allt svona vinnur með þeim en á endanum er það fjárfest- irinn sjálfur sem metur hvaða kostir eru bestir,“ segir Ragnheiður Elín. Í svari sínu til Össurar bendir hún á að fríverslunarsamningur- inn við Kína skapi verulegt svig- rúm til framleiðslu á koltrefjum hér, þar sem 17% tollar fallla nið- ur af viðskiptum með koltrefjar milli Kína og annarra landa ef framleitt er á Íslandi. Ragn- heiður segir tækifæri skapast fyrir t.d. bandarísk, kanadísk eða evrópsk fyrir- tæki að flytja koltrefjar héðan til Kína. Miklir möguleikar taldir í koltrefjunum Koltrefjar Efnið er notað í framleiðslu á margskonar iðnaðarvörum, m.a. í sumum tegundum hjá bílaframleiðandanum BMW í Þýskalandi. AFP Stefán Vagn Stefánsson, for- maður byggðarráðs Skaga- fjarðar, segir undirbúning enn í fullum gangi. Sveitarfélagið sé með skilgreindar iðnaðarlóðir á aðalskipulagi undir verksmiðju af þessu tagi og mikil vinna hafi farið fram til að undirbúa jarðveginn og byggja upp inn- viði, m.a. með því að koma á fót námsbraut í Fjölbrauta- skóla Norðurlands vestra í koltrefjaiðnaði og plastbáta- fyrirtæki hefur hafið störf á Sauðárkróki. „Við erum ekki bara að keppa við önnur svæði hér á landi heldur við allan heiminn. Ríkið þarf einnig að leggja sitt af mörkum til að bæta samkeppnisumhverfið“ segir Stefán Vagn og fagnar boðuðu frum- varpi iðnaðarráðherra um ívilnanir vegna nýfjárfestinga í iðn- aði. Innviðir klárir í Skagafirði KOLTREFJAVERKSMIÐJA Ragnheiður Elín Árnadóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.