Morgunblaðið - 29.05.2014, Síða 6

Morgunblaðið - 29.05.2014, Síða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014 Sumar 19 22. ágúst - 2. september Klettafjöllin í Kanada Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Hin stórbrotnu Klettafjöll skarta sínu fegursta á þessum árstíma og taka á móti okkur með fjölbreyttu dýra- og plöntulífi, ásamt áhugaverðum áfangastöðum og tignarlegum þjóðgörðum. Heimsækjum m.a. fjallabæinn Banff, Kootenay þjóðgarðinn, Maligne dal og Jasper þjóðgarðinn. Verð: 309.900 kr. á mann í tvíbýli. Sp ör eh f. Fararstjóri: Jónas Þór að hafa verið veikir í mörg ár, en langan tíma getur tekið að greina sjúkdóminn vegna þess hversu einstaklingsbundin einkenni hans eru. Nú stunda báðir bræðurnir nám, Samúel stefnir á stúdents- próf og Guðmundur Skúli leggur stund á arkitektúr við Listahá- skóla Íslands. „Við höfðum báðir áður hætt í námi því við höfðum ekki heilsu til að sinna því. Ég hef fengið mikinn skilning og stuðning frá skólayfirvöldum og samnem- endum mínum,“ segir Guðmundur Skúli. „Það eina sem við verðum að passa okkur á er að gera ekki of mikið, okkur finnst við stundum svo hressir. Lyfjagjöfin hefur haft mikil og góð áhrif á okkar líf.“ Bræður Þeir Samúel (t.v.) og Guðmundur Skúli Halldórssynir segja líf sitt hafa breyst til batnaðar eftir að þeir fengu lyf við Fabry-sjúkdóminum. Segja lífið hafa gjör- breyst við lyfjagjöfina  Lyf gagnast vel bræðrum með Fabry-sjúkdóminn VIÐTAL Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Þeir Guðmundur Skúli og Samúel Halldórssynir, bræður úr Borgar- nesi sem báðir eru með Fabry- sjúkdóminn sem er sjaldgæfur efnaskiptasjúkdómur, segja líf sitt gjörbreytt eftir að þeir hófu lyfja- meðferð við sjúkdómnum fyrir rúmu ári. Nokkurn tíma tók fyrir þá að fá samþykki Sjúkratrygg- inga fyrir lyfjagjöfinni, ástæða þess var meðal annars að lyfin væru dýr og ekki þótti ljóst hvort þau væru þau réttu fyrir þá Guð- mund og Samúel. Sérstakt teymi fagfólks var skipað á vegum Land- spítalans í þeim tilgangi að meta hvort lyfin myndu gagnast bræðr- unum og varð niðurstaðan sú að svo væri. Lyfjagjöfin hófst síðan í byrjun maí í fyrra og hefur gengið vel, að sögn Guðmundar Skúla. „Þetta er allt annað líf í dag. Áður en við byrjuðum að fá lyfin vorum við stundum óvirkir marga daga í viku. Þeim dögum hefur fækkað allverulega,“ segir Guðmundur Skúli. „Þetta var stöðug þreyta og verkjaköstin miklu tíðari en nú. Það hefur dregið úr þeim og þar með annarri lyfjanotkun, eins og t.d. á verkjalyfjum.“ Bræðurnir fara á tveggja vikna fresti á Landspítalann til að fá lyfjagjöf í æð og hafa sótt um að fá lyfjagjöfina á heilsugæslunni í Borgarnesi. Stunda núna nám Fabry-sjúkdómurinn er arf- gengur. Móðir bræðranna, Guðrún Samúelsdóttir, lést úr honum fyrir um einu og hálfu ári. Hálfbróðir hennar og bróðir hafa verið greindir með hann og Guðmundur Skúli 31 árs og Samúel, sem er 22 ára, voru greindir árið 2012, eftir Ríkissaksóknari telur að settur umboðsmaður Alþingis hafi gengið langt við endurskoðun á ákvörðun rík- issaksóknara um að fella niður mál á hendur lækni vegna notkunar hans á meðferð, vinnslu og opinberri birt- ingu á persónulegum upplýsingum sjúklings í málarekstri fyrir siða- nefnd Læknafélags Íslands. Í við- brögðum við áliti setts umboðs- manns sem taldi meðferð málsins hjá embættinu ekki hafa verið for- svaranlega bendir ríkissaksóknari á að ákvörðun ríkissaksóknara hafi í eðli sínu verið matskennd og að ákærendur séu að lögum sjálf- stæðir í störfum sínum og taki ekki við fyrirmælum frá öðrum. Ríkissaksóknari telur það miður hafi upplýsingagjöf embættisins til setts umboðsmanns verið áfátt. Muni ríkissaksóknari leita leiða til að tryggja að slíkt endurtaki sig ekki. Farið verði vel yfir álitið að þessu leyti og athugað hvort ástæða sé til að að endurskoða verkferla innan embættisins. Gengið langt í end- urskoðun ákvörð- unar saksóknara Sigríður J. Friðjónsdóttir Kristján H. Johannessen khj@mbl.is „Það eru búnar að vera gríðarlegar framkvæmdir hérna í að verða sex mánuði en nú fer að sjá fyrir endann á þessu,“ segir Egill Reynisson, ann- ar eigenda Húsgagnahallarinnar, en hann hefur rekið verslunina frá því á haustmánuðum 2012 ásamt bróður sínum Guðmundi Gauta. Að sögn Egils er verið að taka þriðju hæð hússins í gagnið sem mun stækka verslunarrýmið um eina 1.800 fermetra en eftir breyt- ingar verður verslunin alls um 4.000 fermetrar að stærð. Þegar þeir bræður tóku við rekstri Hús- gagnahallarinnar var að sögn Egils lítið búið að sinna versluninni og því brýn þörf á endurbótum. Markaðurinn á uppleið „Þetta var svolítið eins og að vekja sofandi risa og hefur því verið um- fangsmikið verkefni,“ segir hann og bendir á að með framkvæmdinni sé bæði verið að gera tilraun til þess að ná aftur til fyrri kúnnahóps auk þess sem verið sé að stíla meira inn á yngri markhóp en áður hefur verið gert. „Við erum að fara inn á ýmsar merkjavörur og breikka úrvalið á sófum með nýjum birgjum en um leið ætlum við að gera hlutum á borð við La-Z-boy hærra undir höfði,“ en segja má að það merki hafi um langt skeið verið eitt af aðalvörumerkjum Húsgagnahallarinnar. Aðspurður segir Egill sölu á hús- gögnum hafa dregist verulega sam- an eftir hrun en frá 2012 hafi mark- aðurinn heldur betur tekið við sér á nýjan leik. „Þetta fylgir oft fast- eignamarkaðnum, fólk kaupir nýjar vörur um leið og það flytur sig á milli fasteigna.“ Breytt verslun verður svo opnuð næstkomandi laugardag með tilheyrandi tilboðum á vörum. Þrjár hæðir af húsgögnum  Verslunin verð- ur um 4.000 fer- metrar að stærð Morgunblaðið/Eggert Endurbætur Að undanförnu hefur hópur manna unnið hörðum höndum að því að gera Húsgagnahöllina sem glæsi- legasta. Inni í verslunarrýminu má nú m.a. finna þetta sérhannaða listaverk sem óneitanlega minnir á reisulegt tré. Fabry-sjúkdómurinn er arfgeng efnaskiptatruflun sem stafar af stökkbreyt- ingu í geni á X-litningi og leiðir til skorts á svokölluðu lýsósómal ensími. Skorturinn leiðir síðan til uppsöfnunar á efni sem heitir glóbótríaósýlce- ramíð í frumum og líffærum og það leiðir til skemmda á ýmsum líffærum; nýrum, hjarta og heilaæðakerfi. Lyfjagjöf Guðmundar Skúla og Samúels bætir þeim upp ensímskortinn. Fyrstu einkenni koma í ljós í barnæsku og á unglingsárum. Helstu ein- kenni eru taugaverkjaköst í útlimum, ýmis einkenni frá þörmum, ógleði og uppköst. Merki um líffæraskemmdir koma oft í ljós á tvítugsaldri, van- starfsemi nýrna kemur í ljós hjá nær öllum körlum með Fabry og leiðir sjúk- dómsþróunin til verulegra skertra lífsgæða. Sjúklingar eru oft misgreindir vegna þess hversu ósértæk einkennin eru. Fabry-sjúkdómurinn er afar sjaldgæfur, líklega hafa innan við tíu manns greinst með hann hér á landi, og er algengari hjá körlum en konum. Arfgeng efnaskiptatruflun HVAÐ ER FABRY-SJÚKDÓMURINN? Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um að hæstaréttarlögmennirnir Gestur Jónsson og Ragnar H. Hall greiði 1 milljón króna hvor í sekt fyrir að segja sig frá vörn tveggja sakborn- inga í Al Thani málinu svonefnda. Áður en aðalmeðferð Al Thani málsins átti að fara fram í héraðs- dómi rituðu lögmennirnir tveir dóm- ara bréf og lýstu því yfir, að þeir myndu ekki sinna frekari verjenda- störfum í málinu þar sem þeir teldu að brotið hefði verið gegn rétti skjól- stæðinga þeirra til réttlátrar máls- meðferðar. Óskuðu þeir eftir því að verða þegar í stað leystir undan starfanum. Þeirri beiðni synjaði hér- aðsdómari. Lögmennirnir ítrekuðu kröfu sína og mættu síðan ekki í rétt- inn þegar aðalmeðferðin átti að fara fram. Í dómi Hæstaréttar segir m.a. að lögmönnunum hafi ekki verið heimilt að virða að vettugi synjun dómara um að leysa þá frá verjendastörfum. Þá hafi yfirlýsingar lögmannanna, í bréfum til dómarans, um að þeir væru ekki lengur verjendur í málinu, falið í sér gróft brot á starfsskyldum þeirra sem verjendur í sakamáli. Tveir hæstaréttardómarar af fimm skiluðu séráliti og vildu fella sektina niður. Gróft brot gegn starfsskyldum
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.