Morgunblaðið - 29.05.2014, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 29.05.2014, Blaðsíða 16
Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is Forsvarsmenn fyrirtækisins Me- maxi hlutu á dögunum þriggja ára verkefnisstyrk frá Tækniþróunar- sjóði Rannís til þróunar á samnefndu skipulags- og samskiptakerfi, sem er sérstaklega ætlað einstaklingum með heilabilun eða langvinna sjúk- dóma og aðstandendum þeirra. Við- mót Memaxi eru tvö; annars vegar gagnvirk skjámynd með dagatali og netsíma fyrir sjúklinginn eða skjá- notandann, og hins vegar aðgangur í gegnum vefvafra, þar sem aðstand- endur geta sett inn upplýsingar og breytt stillingum. Ingunn Ingimarsdóttir er fram- kvæmdastjóri Memaxi en hún segir að hugmyndin að kerfinu hafi kvikn- að þegar tengdaforeldrar hennar greindust með sjúkdóma sem höfðu áhrif á minni þeirra. „Tengdapabbi minn var greindur með Alzheimer og tengdamamma með framheilabilun, þar sem hún fór að missa skamm- tímaminnið,“ útskýrir Ingunn. Þeg- ar þau greindust bjó stór hluti tengdafjölskyldu hennar í sama húsi; Ingunn og eiginmaður hennar, Páll Borg, á fyrstu hæðinni, mágkona og fjölskylda á annarri, tengdaforeldrar hennar á þriðju og mágur og fjöl- skylda á efstu hæð. „Við sáum mjög fljótt hvað var að gerast og áttuðum okkur á því að þau væru farin að gleyma. Mágkona mín, sem er hjúkrunarfræðingur, tók að sér þessi verk að fara til lækna og allan heilsufarspakkann en síðan vorum við farin að skipta með okkur verkum; fara upp og athuga með þau, vakna með þeim á morgnanna og þetta þróaðist þannig að við fór- um öll að hugsa um þau,“ segir Ing- unn. Skipulagið varð þeim ofviða Þrátt fyrir að þau byggju öll í sama húsi og héldu fundi á sunnu- dögum til að fara yfir umönnunar- verkefni vikunnar, varð skipulagið þeim ofviða. Þau gerðu tilraunir með dagatöl og tússtöflur en fannst einn- ig vanta vettvang til að miðla öðrum upplýsingum en hvað þyrfti að gera og hvað væri á döfinni. Ingunn, sem er tölvunarfræðingur og forritari, hugsaði sem svo að það gæti ekki verið mikið mál að hanna lausn og í kjölfarið fæddist hugmyndin að Me- maxi. Ingunn og eiginmaður hennar eiga fyrirtækið í félagi við írska bræður sem búa á Englandi og í Pól- landi en móðir þeirra var alzheim- ersjúklingur. Þau hafa m.a. átt í samstarfi við bresku heilbrigðisþjón- ustuna, NHS, og öldrunarþjón- ustuna á Akureyri um prófun á kerf- inu en notendur þess, sjúklingar og aðstandendur, eru nú um 1.500 tals- ins. Dagatal og skipulagskerfi „Memaxi nýtist m.a heilabiluðum, þeim sem búa við langvinn veikindi, þeim sem eru með áunninn heila- skaða, heyrnarlausum, geðfötluðum og öllum þeim sem njóta umönnunar og eftirfylgni. Tölvuskjárinn er tengdur netinu og settur á áberandi stað inni á heimili skjánotandans, sem les dagskrána og skilaboð af skjánum, hringir og tekur á móti vídeó-símtölum og verður þannig virkur þátttak- andi í eigin lífi. Kerfið sendir út tölvupósta og SMS til not- enda til að minna á lækn- isheimsóknir og annað sem má ekki gleym- ast en kerfið getur líka látið vita af heimsókn- um inn á heimilið til að þeim sé betur dreift,“ segir Ingunn. Memaxi má að miklu leyti sníða að þörfum hvers og eins en styrkurinn frá Tækniþróunarsjóði verður m.a. nýttur til að þróa kerfið frekar og út- færa það fyrir spjaldtölvur og snjall- síma. Þá segir Ingunn að næstu uppfærslur muni m.a. opna fyrir tengingar á tölvuleiki til að efla færni og minni, tón- listarspilara, beinar útsend- ingar í sjón- varpi og út- varpi, veðurupplýsing- ar og einfalt tölvupósts- og vefviðmót. Eykur sjálfstæði fólks Ingunn segir kerfið hafa fengið af- ar góðar viðtökur og þau hafi fengið margar góðar ábendingar frá not- endum. Hún segir reynsluna hafa sýnt að forritið gagnist jafnvel á seinni stigum Alzheimer-sjúkdóms- ins og að eftirspurnin eftir einföldum tæknilausnum muni aukast. „Fólk sem er sextugt núna verður áttrætt eftir 20 ár og það hefur unnið við og notað tölvur og vill gera það áfram. Þetta verður eins og með bíl- inn; ef þú missir bílinn þá missirðu sjálfstæðið, og ef þú missir tölvuna og netið og sambandið við umheim- inn þá missirðu sjálfstæðið. Þá hætt- irðu að geta fylgst með. Ég held að þetta sé það sem koma skal,“ segir hún. Á hennar eigin heimili er Memaxi notað til að halda utan um dagskrá fjölskyldunnar og Ingunn segir að við þróun kerfisins verði einnig horft til þarfa barnafjölskyldna. Hún segir erfitt að vera án kerfisins þegar maður hefur vanið sig á að nota það. „Oft heyrum við ekkert frá fólki fyrr en rafmagnið fer af eða það dettur út internettengingin. Þá allt í einu fatt- ar fólk hvað það treystir mikið á þetta,“ segir Ingunn. Ákváðu að hanna lausnina sjálf  Memaxi er dagatals- og skipulagslausn fyrir Alzheimersjúklinga og aðra sem þurfa á umönnun að halda  Fjölskylduna vantaði vettvang til að deila upplýsingum og skipuleggja sig  Fengu styrk frá Rannís Morgunblaðið/Kristinn Sérhönnuð lausn Ingunn segir erlendar rannsóknir hafa sýnt fram á hversu gríðarlegt álag fylgir því að annast langveikan einstakling. Hún segir Memaxi ekki eiga sér hliðstæðu, þótt einhver svipuð forrit séu fáanleg erlendis. Memaxi » Notendur Memaxi fjárfesta sjálfir í skjátölvunni og greiða áskriftargjald fyrir aðgang að kerfinu. » Ingunn segir stefnt að því að Memaxi verði miðstöð allra samskipta á heimilum þeirra sem njóta umönnunar og að hægt verði að tengja sérhæfð tæki, s.s. blóðþrýstingsmæla og hreyfiskynjara við kerfið. » Hún segir að vissulega verði að taka tillit til persónuvernd- arsjónarmiða í þessu sam- bandi. 16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014 Tweeter ein nýjung frá Ármúla 24 • S: 585 2800 Svínabændur hafa ákveðið í samráði við sláturleyfishafa að hætta geld- ingu grísa án deyfingar. Hörður Harðarson, formaður Svínaræktar- félags Íslands, telur ekki annan kost í stöðunni en að fela dýralæknum að annast geldingar með deyfingu. Það verði að koma í ljós hvernig gangi að útvega dýralækna í verkefnið. Þeir þurfi að útvega sér lyf og skipu- leggja starf sitt. Þúsundir grísa eru geltar á hverju ári hér á landi. Svínaræktarfélagið og Landssam- tök sláturleyfishafa telja að út frá velferð dýranna og til lengri tíma lit- ið hljóti að verða best að hætta geld- ingum alfarið. Samtökin telja mik- ilvægt að fylgst verði vel með því hvernig mál þróast erlendis en sú að- ferð að bólusetja gegn galtarlykt hafi ekki náð útbreiðslu. Telja svína- kjötsframleiðendur bólusetningu ekki æskilegan kost hér á landi, að svo komnu máli. Svínakjötsframleiðendur vekja at- hygli á því að geldingar grísa verði bannaðar innan Evrópusambandsins frá 1. janúar 2018. Í yfirlýsingu þeirra er skorað á stjórnvöld að tryggja að innfluttar afurðir uppfylli sambærilegar kröfur og gerðar eru hér á landi. Til viðbótar ákvæðum um velferð dýra er nefnt að lyfja- notkun í svínabúskap hér á landi sé með því minnsta sem þekkist í heim- inum. Morgunblaðið/Styrmir Kári Grísir Svínabændur vilja helst hætta alveg geldingu grísa á búum sínum. Mælt með deyf- ingu við geldingar  Svínabændur leita til dýralækna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.