Morgunblaðið - 29.05.2014, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 29.05.2014, Qupperneq 32
32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014 TILBOÐ EX20 skrifstofustóll ALMENNT VERÐ 95.026 kr. TILBOÐSVERÐ 66.518 kr. Hæðarstillanlegt bak Armar hæða- og dýptarstillanlegir Dýptarstilling á setu Hallastilling á baki, fylgir hreyfingu notanda Hæðarstilling setu Mótstöðustilling fyrir mismunandi þyngd notanda Sjálfstæð „fljótandi“ hallastilling setu fylgir hreyfingu notandans Mjúk hjól STOFNAÐ 1956 Íslensk hönnun & handverk Bæjarlind 8-10 201 Kópavogur s: 510 7300 www.ag.is VIÐTAL Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is „Auðvitað er mikil vinna að stýra stóru fyrirtæki og dagurinn er oft langur. Vona þó að í sumar verði laus stund svo ég komist nokkra daga í vegavinnu með strákunum. Geti verið á vörubílnum eða í öðrum verkefnum þar sem mannskap þarf á. Slíkt væri góð tilbreyting,“ segir Óskar Sigvaldason framkvæmda- stjóri Borgarverks ehf. í Borgarnesi. Í byrjun þessa mánaðar gengu í gegn kaup Borgarverks á hluta af starfsemi Ræktunarsambands Flóa og Skeiða ehf. á Selfossi. Bæði fyr- irtækin eru gamalgróin og í áranna rás hafa stjórnendur þeirra róið á svipuð mið, sinnt jarðvinnu, vega- gerð og lagt klæðningar á þjóðvegi. Vesturland hefur verið heimavöllur Borgarverks en framkvæmdir á Suðurlandi verið þunginn í starfsemi Ræktunarsambandsins. Skapar möguleika Rekstur Ræktó – eins og Selfoss- fyrirtækið er jafnan kallað – hefur verið þröngur síðustu ár og ýmis vandi steðjað að. Þreifingar hafa verið um sölu um skeið og varð lend- ingin sú að Borgarverk keypti jarð- vinnu- og klæðningardeildir. Jóhann Ólafsson, sem rekur Viðskiptahúsið ehf., tók svo þann partinn sem snýr að jarðborunum. „Þessi kaup skapa okkur ýmsa möguleika. Nýting á tækjum og mannskap verður betri og starfsem- in eflist,“ útskýrir Óskar Sigvalda- son. Bætir við að menn í verktaka- starfsemi hafi lengi vitað að breytingar væru í aðsigi hjá Ræktó. „Við sáum möguleika á samlegð- aráhrifum og hagræðingu og ákváðum að nýta þá.“ Mætast austur á landi Höfuðstöðvar Borgarverks verða, segir Óskar, í Borgarnesi. Á Selfossi verður þó áfram öflugur rekstur með 15 til 20 starfsmönnum. Stað- setningu starfsstöðva segir hann þó ekki aðalatriðið, enda séu verkefnin víða um land. Þar megi nefna veg- klæðningar sem bæði Borgarverk og Ræktó hafa með höndum. Samein- aður rekstur muni sinna þeim með þremur vinnuflokkum, mannskap sem þegar er farinn út á þjóðvegina. Í hverjum klæðningaflokk eru tíu til tólf menn með tjörubíla, vörubíla, valtara, sópara og fleiri tæki. „Við stillum þessu þannig upp að einn flokkurinn sér um Snæfellsnes, Dali og Vestfirði, sá næsti fer úr Borgarfirði norður í land og strák- arnir frá Selfossi taka hringinn rangsælis og mæta Borgfirðing- unum austur á landi,“ segir Óskar. Gatnagerð og breikka vegi Samningar Vegagerðarinnar við Borgarverk eru þeir að fyrirtækið mun í ár leggja slitlag á alls 280 km. eða 1,9 milljón fermetra. Raunar eru Borgarverksmenn með fleiri járn í eldinum. Eru þessa dagana að breikka hringveginn efst í Norður- árdal við sporð Holtavörðuheiðar. Þegar því sleppir svo tekur upp- bygging Svínvetningabrautar við Blönduós við. Einnig uppbygging vegar að nýrri brú við Reykjadalsá í Dölum. Þá er fyrirtækið í ýmsum verkefnum við gatnagerð og fleiru slíku, t.d. í Borgarnesi og á Selfossi. „Þegar við sáum að þessi kaup færu í gegn var sett vinna í að út- vega fleiri verkefni, sem tókst. Í sumar verða hjá okkur 55 til 60 manns í vinnu og nóg framundan.“ Starfsemi í 40 ár Það var árið 2005 sem Kristinn Sigvaldason og Óskar Sigvaldason – sem ekki eru bræður – keyptu ráð- andi hlut í Borgarverki ehf. af Sig- valda Arasyni, föður Óskars. Um Sigvalda er það að segja að hann stofnaði fyrirtæki sitt árið 1974. Hafði þá gert út vörubíla og vinnu- vélar frá 1955. Hann á nú 17% hlut í Borgarverki. „Ég sogaðist strax sem strákur inn í þennan bransa og fann mig þar. Byrjaði á skóflunni, var svo á tækj- um en hef síðustu 10 –15 árin að mestu verið í stjórnun. Svona rekst- ur er viðamikill. Tilboðsgerð er tímafrek og verkkaupar gera æ meiri kröfur,“ útskýrir Óskar. Aldrei á rétta staðnum Það var ögrun að sigla fyrirtæk- inu út úr hruninu, segir Óskar. Borgarverksmenn hafi þó verið heppnir. Stórt verkefni fyrir Orku- veitu Reykjavíkur, sem var bygging dælustöðva við sveitaþorpin í Borg- arfirði sem unnið var að 2008 til 2010, hafi tryggt tekjustreymi. „Yfirtaka eins og nú, þegar við kaupum hluta af starfsemi Ræktó, er vandaverk, og að mörgu er að hyggja þegar starfsemin er á tveim- ur stöðum. Stundum hef ég sagt að maður sé aldrei á rétta staðnum þegar ný viðfangsefni koma upp, hvar sem það er á landinu,“ segir Óskar að síðustu. Dagar á vörubíl eru góð tilbreyting  Borgarverk ehf. í Borgarnesi færir út kvíarnar  Kaupir jarðvinnu og klæðningaflokk á Selfossi  Betri nýting fæst með kaupunum á mannskap og tækjum  Mikil umsvif og verkefnin um allt land Framkvæmdir Frá vegagerð norður í Strandasýslu á síðasta ári. Morgunblaðið/Sigurður Bogi Athafnamaður „Þegar við sáum að þessi kaup færu í gegn var sett vinna í að útvega fleiri verkefni, sem tókst. Í sumar verða hjá okkur 55 til 60 manns í vinnu og nóg framundan," segir Óskar Sigvaldason framkvæmdastjóri. Velta Borgarverks síðustu árin hefur verið að jafnaði 800 til 900 milljónir króna. Með kaupunum á jarð- vinnu- og klæðningaflokknum á Selfossi reiknar Ósk- ar Sigvaldason með að veltan verði rúmur milljarður kr. „Afkoman í fyrra var góð. Viðhald á þjóðvegunum hefur mætt afgangi síðustu ár. Nú þarf að bæta þar úr og þá munar um að vera með þrjá klæðningaflokka. Sömuleiðis er ávinningur að því að nema land á Sel- fossi, enda er Árborg vaxandi sveitarfélag. Og þegar íbúum fjölgar krefst það þess að hafist sé handa um verklegar framkvæmdir,“ segir Óskar. Klæðningaflokkurinn á Selfossi var í vikunni við störf við Eyrarbakka.. „Það eru níu karlar í þessu gengi og sá sem lengst- an starfaldurinn hefur er búinn að vera í þessu frá 1979. Ég frá 1991 og sá sem skemmst hefur verið er búinn með þrjú ár. Það er munur fyrir mig sem stjórnanda að vera með svona þrælvana menn. Þetta gengur vel,“ segir Eyjólfur Kristmundsson verkstjóri. Verklegar framkvæmdir af stað þegar íbúum fjölgar VELTAN Á ÁRINU VERÐUR UM EINN MILLJARÐUR KR. Vegurinn Í sumar gerir Borgarverk út þrjá klæðningaflokka, einn tekur vestanvert landið, annar fer norður og sá þriðji er á Suðurlandi. Myndin er úr Þjórsárdalnum. Eyjólfur Kristmundsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.