Morgunblaðið - 29.05.2014, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 29.05.2014, Qupperneq 41
FRÉTTIR 41Innlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014 *Í vitro prófunum NIVEA.com STINNIR HÚÐINA Á 2 VIKUM OG AÐSTOÐAR VIÐ AÐ UMBREYTA FITUSÝRUM Í ORKU.* grundvallarforsendan hjá ríkisstjórninni og fjármálaráðherra hafi verið að hætta skulda- söfnuninni, þar sem það að nota lánsfé í út- gjöldin þýði bara að það lendir á næstu kyn- slóðum að borga fyrir útgjöld samtímans. „Við vorum staðráðnir í að snúa af þeirri braut, og þegar við færum að fjárfesta að byggja upp til framtíðar. Það hefur gengið eftir, þannig að nú höfum við ákveðið að stórauka framlög til rannsókna, vísinda og nýsköpunar, þeirra greina sem munu standa undir arði og verð- mætasköpun framtíðarinnar.“ Sigmundur seg- ir að það verði gert fyrir raunverulegar tekjur ríkissjóðs í stað lánsfjár, og að jafnframt eigi að fá atvinnulífið í lið með sér til þess að setja viðbótarframlag sem nemi tvöföldu framlagi ríkisins, þannig að Ísland geti komist í fremstu röð á þessum sviðum. Rökrétt að hætta viðræðum Þegar rætt er um mál ríkisstjórnarinnar á fyrsta árinu, verður ekki komist hjá því að ræða málið sem stóð út af borðinu, þingsálykt- unartillögu utanríkisráðherra um að draga til baka umsókn Íslands að Evrópusambandinu. Sigmundur segir að margir hafi þar séð sér leik á borði til þess að ná sér niðri á ríkis- stjórninni. „Í fyrsta lagi skal ég fullyrða það, að ekki var ástæða til að ætla að viðbrögðin yrðu þau sem raun var, vegna þess að þetta var niðurstaða sem mjög margir höfðu gert sér grein fyrir að yrði og voru bara að bíða eft- ir. Skömmu áður en tillagan var lögð fram var ég á Viðskiptaþingi og ræddi þar Evrópu- málin. Þar talaði ég við marga, sem síðan fóru mikinn eftir að tillagan kom fram, en á þeim tíma vissu þeir alveg hvað stóð til, og voru bún- ir að sjá að þetta væri hin eðlilega niðurstaða. Þeir töluðu þannig þá að þeir vonuðust til að þetta gengi þannig fyrir sig, að það myndi ekki setja aðra hluti í uppnám, eins og EES- samninginn, og að þegar viðræðunum lyki formlega þyrfti að huga að ýmsum málum. Þetta ræddu menn við mig eftir þetta við- skiptaþing, sem síðar létu eins og tillagan hefði komið eins og þruma úr heiðskíru lofti.“ Svipaða sögu væri að segja af þinginu, þar sem tveir þingmenn hefðu sagt í ræðu í þinginu skömmu áður að heiðarlegast gagn- vart Evrópusambandinu væri að slíta viðræð- unum í stað þess að halda málinu í óvissu. Hins vegar hefði komið annað hljóð í strokkinn þeg- ar þeir sáu viðbrögðin við tillögunni. Sigmundur segir að það sem hafi komið strax í ljós þegar skýrsla Hagfræðistofnunar var lögð fram væri að umræðan hefði farið að snúast um framhaldið, en ekki innihald skýrsl- unnar. Þess vegna hefðu menn talið ekkert að vanbúnaði að leggja tillöguna um viðræðuslitin strax fram. „Skýrslan staðfesti það sem menn hefðu mátt vita án hennar, að umsókn að Evr- ópusambandinu felur í sér yfirlýsingu um vilja til að ganga þar inn og aðlagast því regluverki sem þar gildir, en umræðan hafði verið svo furðuleg um þetta á Íslandi, að það veitti ekki af því að fá það staðfest.“ Um umræðuna sem fylgdi segir Sigmundur að hún hafi snúist lítið um Evrópusambandið, en meira um rétt þjóðarinnar til þess að koma að málum. „Og því er ég fullkomlega sammála, enda kom ég inn í pólitík í gegnum kröfuna um að almenningur fengi að hafa meira um hlutina að segja. Ég hef talað fyrir því að stjórn- arskránni verði breytt, þannig að fólk geti kall- að eftir bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu, og ég veit að það er eitt af því fyrsta sem nefnd um endurskoðun stjórnarskrárinnar er að skoða.“ Hann bætir við að hvað varði þjóðaratkvæða- greiðslu um málið þá sé það eindregin skoðun beggja stjórnarflokka að jafnstórt mál og það að sækja um aðild að Evrópusambandinu eigi ekki að ráðast án leyfis frá þjóðinni. Hins veg- ar hafi ekkert verið rætt um framhald málsins á þingi. Alltaf hægt að gera enn betur Í næsta mánuði verða liðin 70 ár frá lýðveld- isstofnun. Hvernig metur forsætisráðherra stöðuna á þessum tímamótum? „Ísland stend- ur þrátt fyrir allt mjög vel, við megum ekki gleyma því í þeirri neikvæðni sem hefur verið ríkjandi undanfarin ár, þar sem aldrei má benda á neitt jákvætt, án þess að einhver spyrji hvernig geturðu sagt þetta þegar ástandið er svona slæmt á öðrum vettvangi.“ Sigmundur segir að menn verði að hafa það hugfast hversu lánsöm þjóð Íslendingar séu, því ástandið hér sé, þegar á heildina er litið, ótrúlega gott. Íslendingar séu, þrátt fyrir skakkaföll síðustu ára, enn meðal fremstu þjóða í heiminum þegar kemur að málaflokk- um eins og mannréttindum, jafnrétti, velferð- arþjónustu, heilbrigðisþjónustu, lífsgæðum og fleira. „Það eru ýmsir hlultir sem við teljum sjálfsagða en eru það ekki víðast hvar, eins og tiltölulega öruggt umhverfi, það eru fáar ógnir sem steðja að almenningi, hér er heilnæm og hrein náttúra, mikið landrými, náttúrufegurð og orka, allar auðlindirnar sem okkur hættir til að líta á sem gefnar, en eru nánast einstakar í heiminum.“ Sigmundur segir því ástæðu fyrir þjóðina til að gleðjast yfir því sem hún hefur. „En það má heldur ekki gleyma því að þessi staða þýðir að við getum gert enn betur. Við getum komið enn betur til móts við þá sem minna mega sín, þó að ástandið hér sé með því besta sem þekkist í Evrópu, þá erum við í að- stöðu til þess að gera enn betur. Jafnframt þurfum við að huga meira að því að viðhalda byggð og þjónustu og atvinnulífi um allt land. Það er ekki æskilegt fyrir samfélagið ef sú þróun heldur áfram að allt sogist á einn lítinn blett á þessu stóra landi. Uppbygging op- inberrar þjónustu, innviða og atvinnulífs verð- ur því forgangsmál hjá okkur á næstu árum. Þar höfum við traustari stoðir til að byggja á eftir fyrsta árið.“ Sigmundur segir jafnframt að gerðar verði heilmiklar breytingar á menntakerfinu í heild, með það að markmiði að búa íslensk börn og ungmenni betur undir framtíðina. „Það má segja að á 70 ára afmæli lýðveld- isins séum við enn að horfa til sömu hluta og við vorum að spá í árið 1944, það er ræktun lands og lýðs. En við höfum náð ótrúlegum ár- angri á þessum 70 árum og erum betur í stakk búin til að halda því áfram en við vorum þá.“ Sigmundur segir skrítið að bera saman um- ræðuna í dag við framfaraandann sem var ríkjandi hér á millistríðsárunum og við lýð- veldisstofnunina, þar sem Íslendingar hefðu verið sannfærðir um að sjálfstæð þjóð, ein sú minnsta í heimi, gæti þrifist í landinu. „Nú þegar við erum búin að ná þeim árangri og er- um í stakk búin til að gera enn betur, þá er undarlegt að ekki sé meiri framfaraandi ríkjandi. Ég vona því að 70 ára afmæli lýðveld- isins verði tilefni til þess að endurvekja þenn- an framfara- og bjartsýnisanda, því að það er ekki síst á honum sem árangurinn byggðist.“ á bjartsýnisanda Sigmundur segir að sér finnist framganga þeirra stjórnmálamanna sem talað hafi fyrir viðræðum við Evrópusambandið ekki hafa verið heiðarleg að öllu leyti. „Þetta er nokk- urn veginn það, sem á árum kalda stríðsins var kallað salamí-taktíkin, að koma okkur inn í Evrópusambandið eina sneið í einu, án þess að tekið sé það stórt skref að menn átti sig á því að pylsan er öll að hverfa. Þess vegna var sagt: „Sækjum um og sjáum til hvað setur, við getum hætt við hvenær sem er.“ Þetta sagði sama fólk þá og segir nú fráleitt að ríkisstjórn ákveði að fylgja eigin stefnu en ekki stefnu síðustu ríkisstjórnar.“ Sigmundur nefnir fleiri dæmi. „Svo var sagt: „Sækjum um, því þá styrkist gengi krónunnar bara við það.“ Svo er sótt um og gengið styrktist ekki. Þá er sagt að við séum búin að sækja um, höldum aðeins lengra og sjáum hvað er í boði. Þá kemur í ljós að eng- ar undanþágur eru veittar, heldur fer um- sóknin í sitt eðlilega ferli, eftir forskrift sambandsins. Þá er sagt: „Það á bara eftir að opna nokkra kafla,“ en þeir opnast ekki, og Evrópusambandið vill ekki opna sjáv- arútvegskaflann vegna þess að það er ekki tilbúið til þess að gefa það eftir sem Íslend- ingar fara fram á. Samt ætla menn að halda áfram að taka eina sneið í einu, og segja alltaf að það sé engin áhætta í þessu fólgin, vegna þess að þjóðin muni alltaf ákveða þetta að lokum.“ Sigmundur segist vera vantrúaður á vilja þeirra sem haldi slíku fram til þess að leyfa þjóðinni að ákveða niðurstöðuna. „Menn geta séð það á hama- gangnum sem fór af stað þegar ný ríkis- stjórn fylgdi stefnu sinni, að öllum brögðum verður beitt til þess að knýja á um nið- urstöðu, hvort sem það er með hræðslu- áróðri eða árásum á þá sem viðra óþægileg- ar skoðanir.“ Þegar til kastanna komi verði sagt að málið sé komið of langt til þess að hægt sé að hætta við. „Þeir sem raunverulega vilja að þjóðin ákveði þetta, hljóta að vilja að þjóðin ákveði það hvort fara eigi af stað í leiðangur sem er hannaður til þess að fara í Evrópusambandið.“ Spægipylsuaðferðinni beitt AÐILDARVIÐRÆÐURNAR VIÐ ESB
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.