Morgunblaðið - 29.05.2014, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 29.05.2014, Qupperneq 43
Ný könnun Félagsvísindastofnunar á fylgi flokka í Reykjavík sýnir að Fram- sóknarflokkurinn fær mann kjörinn í borgarstjórn. Samfylkingin hefur yfirburðastöðu í borginni. Fylgi hennar mælist rúmlega 37% og fengi flokkurinn sex borgarfulltrúa. Fylgi Sjálfstæðisflokksins er í sögulegri lægð og fengi hann aðeins þrjá borgarfulltrúa. Fylgi Bjartrar framtíðar hefur dalað en dugar fyrir þremur mönnum. Vinstri græn og Píratar fá einn hvor. Meirihlutinn í borgarstjórn heldur velli. SVEITARSTJÓRNARKOSNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014 VELDU VIÐHALDSFRÍTT Sýningarsalur í Skipholti 35 • Seljabót 7, Grindavík • www.pgv.is • Sími 510 9700 • Barnalæsing • Mikil einangrun • CE vottuð framleiðsla • Sérsmíði eftir málum • Glerjað að innan • Áratuga ending • Næturöndun PVC gluggar og hurðir - íslensk framleiðsla fyrir íslenskt veðurfar „Ég er mjög þakklátur fyrir þennan stuðning og staðráðinn í að reyna að standa undir honum. En þetta er auðvitað könnun en ekki kosningar. Við ætlum að reyna að halda vel á spilunum á síðustu dögum kosninga- baráttunnar og hvetjum alla til að taka þátt og kjósa,“ sagði Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylking- arinnar, þegar Morgunblaðið leitaði álits hans á niðurstöðum könnunar Félagsvísindastofnunar á fylgi flokkanna í Reykjavík. Undirtektirnar aðrar „Ég hvet kjósendur til að láta ekki skoðanakannanir hafa of mikil áhrif á sig,“ sagði Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins. Hann sagði að tölurnar í könnuninni sýndu allt annað en það sem frambjóð- endur flokksins mættu á ferðum sín- um um borgina. „Það er búin að vera mikil baráttugleði í okkar hópi og hún heldur áfram til kjördags. Okk- ur tilfinning er að við eigum að upp- skera annað en tölurnar sýna,“ sagði hann. Halldór sagði að það sem einkennt hefði kosningabaráttuna væri að engin umræða færi fram um stefnu- málin. Sjálfstæðismenn hefðu lagt mikla vinnu í að móta og kynna frjálslynd hægrisinnuð stefnumál, en enginn væri að taka umræðuna á móti. „Við erum með gífurlega metn- aðarfulla og góða stefnuskrá, en það fæst engin umræða um hana,“ sagði hann. Halldór sagði að Samfylkingin forðaðist allar umræður. Hún léti sér nægja velgengnina í skoðana- könnunum. „Ef úrslitin verða í samræmi við þessa könnun verður áfram dýrar- ara að búa í Reykjavík,“ sagði Hall- dór og kvaðst ekki trúa því að það væri vilji kjósenda í höfuðborginni. Óttaáróður Framsóknar „Þetta eru merkilegar tölur, en ég vildi óska að við fengjum meira fylgi í kosningunum og tel að við eigum það inni,“ sagði S. Björn Blöndal, oddviti Bjartar framtíðar. „Sam- kvæmt þessu er aðferðafræði fram- sóknarmanna að skila þeim inn manni og það finnst mér sorglegt í sjálfu sér því mér hefur fundist kosningabarátta þeirra keyrð á ótta- áróðri og því að búa til rugling. Ég vona sannarlega að þeir haldi ekki áfram á sömu braut ef þeir fá mann í borgarstjórn,“ sagði hann. Björn Blöndal sagði að hið mikla fylgi Samfylkingarinnar væri við- urkenning á störfum meirihlutans í borgarstjórn. Það hefði skipt miklu í störfum meirihlutans og borgar- stjórnar á kjörtímabilinu að Besti flokkurinn hefði haft sex borgarfull- trúa. Áherslubreytingarnar hefðu ekki síst stafað af því og mikilvægt væri að átta sig á því. Hvetjandi fyrir lokasprettinn „Við höfðum vonast til þess að hækka okkur frekar en lækka á lokasprettinum,“ segir Halldór Auð- ar Svansson, oddviti Pírata í Reykja- vík, og bætir við að þeir hafi fundið fyrir góðum viðbrögðum við baráttu sinni. Það sé þó gott að mælast enn inni. „Þetta verður okkur hvati til þess að setja enn meira kapp í bar- áttuna á síðustu dögunum,“ segir Halldór Auðar, sem hvetur alla til þess að nýta kosningarétt sinn, hvort sem er utan kjörfundar eða á laugardaginn. „Okkur finnst mjög mikilvægt að fólk taki þátt í lýðræð- islegum ákörðunum.“ Áhersla á aukinn jöfnuð Sóley Tómasdóttir, oddviti Vinstri grænna, segir það vonbrigði að mæl- ast svona lágt. „Aðrar skoðanakann- anir hafa mælt okkur mun hærra, eða með um 8-10% fylgi, og það finnst mér vera meira í takt við þær viðtökur sem við höfum fengið þegar við höfum kynnt stefnumál okkar.“ Sóley segir könnunina gefa tækifæri til þess að hvetja kjósendur Vinstri grænna til þess að fjölmenna á kjör- stað. „Það skiptir máli að við skilum okkur á kjörstað, því að stefnumál okkar um aukinn jöfnuð og bætt kjör, ásamt ábyrgri umgengni um náttúruna, eru gríðarleg brýn og það er enginn annar flokkur sem stendur fyrir þessi stefnumál með jafnskýrum hætti.“ Verð ánægð „Ég verð ánægð ef við fáum full- trúa í borgarstjórn. Það er mark- miðið,“ sagði Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti Fram- sóknarflokksins og flugvallarvina. Hún kvaðst hafa ákveðinn fyrirvara á öllum skoðanakönnunum. „En það verður gaman á kjördag,“ sagði hún. gudmundur@mbl.is „Engin umræða um stefnumálin“  „Viðurkenning fyrir meirihlutann“  „Ánægð ef við fáum borgarfulltrúa“ Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir Dagur B. Eggertsson S. Björn Blöndal Halldór Auðar Svansson Halldór Halldórsson Sóley Tómasdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.