Morgunblaðið - 29.05.2014, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 29.05.2014, Qupperneq 44
44 FRÉTTIRErlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014 Brasilíumenn fögnuðu á sínum tíma ákaft þegar ákveðið var að heims- meistarakeppnin í fótbolta 2014 yrði haldin þar í landi. Seldar hafa verið nú þegar nærri þrjár milljónir miða og er það nýtt sölumet á HM. En fjáraustur vegna keppninnar, 3,6 milljarðar dollara, hefur breytt stöð- unni. Nú segja 48% íbúanna að það hafi verið góð hugmynd að fá keppn- ina, hlutfallið var 79% árið 2008. Margir eru fokreiðir og hótað er hvers kyns mótmælum. Jafnvel lög- reglan hótar verkfalli og strætó- stjórar og stjórnendur járnbrauta segjast ætla að lama samgöngur fyrsta keppnisdaginn, 12. júní. „Þetta getur orðið blóðugur júní,“ segir Guilherme Boulos, leiðtogi samtakanna Heimilislausir verka- menn. Þau hafa staðið fyrir fjölda- mótmælum undanfarna tvo fimmtu- daga í Sao Paulo, stærstu borg Brasilíu. kjon@mbl.is Hlakka ekki leng- ur til HM  Brasilíumenn sjá eftir peningunum AFP Mótmæli Vegfarendur í Rio de Janeiro á leið fram hjá veggspjaldi með mynd af knattspyrnuhetjunni Neymar. Mál- uð hefur verið á hann svört hetta eins og Svarta fylkingin, hreyfing sem berst gegn HM í Brasilíu, notar. Kristján Jónsson kjon@mbl.is Leiðtogar ríkja Evrópusambandsins hittust á óformlegum fundi í Brussel á þriðjudag og ræddu stöðuna eftir kosningarnar til þings ESB um helgina. Herman van Rompuy, for- seti ráðherraráðsins, samkundu leið- toganna, sagði í gær að umræðurnar hefðu einkum snúist um mikinn framgang flokka sem ekki styðja sambandið. Sér hefði verið falið að ráðgast við ESB-þingið um endur- skoðun á starfsáætlun sambandsins næstu fimm árin, einkum með það í huga að efla hagvöxt. Að öðru leyti virðist ekki hafa ver- ið eining um viðbrögð enda skoðanir leiðtoganna 28 mjög skiptar. David Cameron, forsætisráðherra Bret- lands, sagði óhjákvæmilegt að brugðist yrði við, ekki dygði að yppta bara öxlum og halda áfram á sömu braut. „Við þurfum nýtt markmið, þar sem ESB einbeitir sér að því sem skiptir máli,“ sagði hann. „ESB á ekki að vera of stórt í sniðum, ekki of ráðríkt og á ekki að blanda sér í alla skapaða hluti.“ Helle Thorning-Schmidt, for- sætisráðherra Danmerkur, orðaði sömu hugsun með því að segja að ESB ætti ekki að skipta sér af hlut- unum eingöngu vegna þess að það gæti það. Vandinn er, að sögn leið- arahöfundar Jyllandsposten, að framkvæmdastjórn ESB og þing sambandsins vilja meiri samruna en leiðtogarnir þurfa að taka tillit til kjósenda, hjá þeim verði efasemdir um stefnu sambandsins æ sterkari. Hugsanlegt er að reglugerðum verði fækkað og þær einfaldaðar og minni áhersla verði nú lögð á aðhald í efna- hagsmálum, að sögn BBC. Nýr forseti framkvæmdastjórnar- innar tekur senn við. Formlega er það ráðherraráðið, helsta valda- stofnun sambandsins, sem kýs hann en þingið vill nú hafa hönd í bagga. Jean-Claude Juncker frá Lúxem- borg hefur stuðning margra hægri- flokka. En hann er hins vegar mikill samrunasinni og eru Bretar því and- vígir honum. Hinn líklegasti fram- bjóðandinn, þýski vinstrimaðurinn Martin Schulz, segir að hlusta beri betur á skoðanir þeirra sem gagn- rýna sambandið. Vilja endurskoða starfsáætlun  Ekki eining um viðbrögð við framgangi efasemdarmanna í ESB-kosningum Herman van Rompuy David Cameron Maya Angelou, einn þekktasti rithöfundur úr röðum blökku- manna í Banda- ríkjunum, er lát- in, 86 ára að aldri. Auk rit- starfanna var Angelou þekkt fyrir að berjast fyrir auknum borgararéttindum svartra. Hún var prófessor við há- skólann í N-Karólínu. Angelou ólst upp við kröpp kjör, kærasti móðurinnar nauðgaði henni þegar hún var átta ára. Hún sagði til hans og maðurinn var drepinn. Hún varð þá sannfærð um að rödd hennar ætti sök á dauða hans. „Ég þagði í fimm ár,“ sagði Angelou. Þekktust var Angelou fyr- ir sjálfsævisögu sína, Ég veit af hverju fuglinn í búrinu syngur. kjon@mbl.is Rithöfundurinn og ljóðskáldið Maya Angelou látin BANDARÍKIN Maya Angelou Forseti rúss- neska sjálfstjórn- arlýðveldisins Tsjetsjeníu, Ramzan Kadý- rov, vísaði því á bug í gær að tjsetsjenskir her- menn berðust með uppreisn- armönnum, hlið- hollum Rúss- landi, í Úkraínu. Ef þar væru einhverjir Tsjetsjenar væru þeir þar á eigin ábyrgð. Rússar háðu mannskæð stríð gegn sjálfstæðissinnum í Tsjetsj- eníu eftir hrun Sovétríkjanna. Kadýrov, sem grunaður er um tengsl við glæpasamtök, snerist að lokum á sveif með Rússum. Hefur Vladímír Pútín Rússlandsforseti látið honum eftir stjórn í héraðinu. Þar beitir Kadýrov mikilli hörku en hefur komið á sæmilegum friði. kjon@mbl.is Ekkert tsjetsjenskt herlið í Úkraínu Ramzan Kadýrov FORSETI TSJETSJENÍU Herforingjastjórnin í Taílandi segist hafa látið lausa úr haldi 124 karla og konur sem voru meðal þeirra 253 sem handtekin voru eða kölluð til yf- irheyrslu í valdaráninu 22. maí. Eru leiðtogar Rauðskyrtanna, sem styðja fyrrverandi forsætisráðherra lands- ins, Yingluck Shinawatra, nú frjálsir ferða sinna en hafa þurft að undirrita yfirlýsingu um að þeir muni ekki taka þátt í pólitískum aðgerðum. Yingluck er laus úr haldi en ferða- frelsi hennar er nokkuð skert eins og Rauðskyrtanna. Bhumibol, háaldr- aður konungur landsins, lagði á mánudag blessun sína yfir valdarán- ið en hershöfðingjarnir sögðust hafa gripið til þess til að koma á stöðug- leika eftir margra mánaða óeirðir sem kostuðu tugi manna lífið. Leið- togi þeirra segir að tekið geti langan tíma að koma aftur á lýðræði. Viðskiptalífið er sagt vera að fær- ast í eðlilegt horf en litlir hópar and- stæðinga hershöfðingjanna hafa efnt til mótmæla í Bangkok. Hermenn hafa bundið enda á þær aðgerðir. kjon@mbl.is AFP Þakklæti Stuðningsmaður hersins færir hermönnum í Bangkok rósir. Hers- höfðingjarnir segjast ekki ætla að sætta sig við neinar mótmælaaðgerðir. Liðsmenn Yingluck lausir úr haldi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.