Morgunblaðið - 29.05.2014, Qupperneq 54
54 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014
NIVEA.com
*Í vitro prófunum
MINNKAR UMMERKI UM APPELSÍNUHÚÐ OG
AÐSTOÐAR VIÐ AÐ UMBREYTA FITUSÝRUM Í ORKU.*
Tækninni fleygir
fram og við þurfum að
hafa okkur öll við til að
fylgjast með því sem
nýjast er hverju sinni.
Við erum að mennta
unga fólkið okkar til
framtíðar og þurfum að
hafa það í huga að stór
hluti nemenda í grunn-
skólum nú mun fara í
störf sem ekki eru til í
dag og ekki skilgreind. Við megum því
engan tíma missa þegar kemur að
skólaþróun á sviði upplýsinga-
tækninnar. Sjálfstæðismenn í Kópa-
vogi gera sér grein fyrir þessari hröðu
þróun og leggja áherslu á að grunn-
skólar Kópavogs verði í fremstu röð
með að nýta upplýsingatækni í dag-
legu starfi nemenda og kennara.
Spjaldtölvur (iPad) gegna hér lyk-
ilhlutverki og viljum við að allir nem-
endur á miðstigi og efsta stigi fái
spjaldtölvu til að þeir geti tekið aukið
frumkvæði í námi sínu. Spjaldtölvur
henta vel í skólastarfi vegna þess að
þær eru einfaldar, aðgengilegar, fær-
anlegar og bjóða upp á fjölbreytta
notkunarmöguleika. Spjaldtölva er
hljóðver, myndbandstökuvél, mynda-
vél, hljóðfæri, upplýsingaveita, bóka-
safn, samskiptatæki, lesstuðningstæki
og margt fleira.
Allmargar tilraunir hafa þegar verið
gerðar í grunnskólum víða um land
með notkun á spjaldtölvum í námi og
er Salaskóli í Kópavogi einn þeirra
skóla sem framkvæmdu slíka tilraun
undir yfirskriftinni Rafrænn skóli –
nútímaskóli. Skólinn setti sér metn-
aðarfull markmið, s.s. að auka upplýs-
ingalæsi nemenda, bæta aðgengi að
rafrænum verkfærum, skerpa á ein-
staklingsmiðuðu námi, þróa notkun í
sérkennslu, einfalda myndvinnslu og
upptökur, bæta miðlun upplýsinga,
draga úr kostnaði og pappírsnotkun
og svo mætti áfram telja. Reynslan
sýndi að spjaldtölvan er einfalt og
þægilegt verkfæri sem hentar skóla-
starfi á grunnskólastigi vel. Kennarar
töldu að betra væri að
sinna einstaklingsmið-
uðu námi, miðlun á efni
varð einföld og
skemmtileg, auðveldara
varð að samþætta nám
og kennslu við upplýs-
ingatækni, aðgengi
nemenda að kenn-
aranum varð betra og
minni tími fór í und-
irbúning kennslu svo
nokkuð sé nefnt.
Við innleiðingu á svo
umfangsmiklu verkefni
er mikilvægt að móta sýn um upplýs-
ingatækni í skólastarfi í samstarfi við
skólasamfélagið og foreldra. Meta þarf
hvort skólinn sé tilbúinn faglega og
tæknilega í verkefnið og tryggja kenn-
urum endurmenntun og svigrúm til
þróunar.
Rannsóknir innlendar sem erlendar
gefa til kynna aukna ánægju, áhuga og
sjálfstæði nemenda í námi, meiri ein-
staklingsmiðun náms, aukna virkni
nemenda og betri nýtingu í kennslu-
stundum. Þá finnst kennurum að
spjaldtölvunotkun ýti undir faglega
þróun og ánægju þeirra í starfi. Þar
sem spjaldtölvur hafa verið notaðar yf-
ir lengri tíma erlendis hefur það skilað
sér í betri námsárangri nemenda.
Sjálfstæðismenn í Kópavogi vilja
leggja sitt af mörkum til að skólar bæj-
arins séu í fremstu röð þegar kemur að
notkun á upplýsingatækni í skólastarfi
með því að tryggja öllum nemendum
frá 5.-10. bekk spjaldtölvu á næsta
kjörtímabili. Við viljum að í Kópavogi
séu reknir skólar 21. aldar.
Skóli 21. aldar –
spjaldtölvur í grunn-
skóla Kópavogs
Eftir Margréti
Friðriksdóttur
»Reynslan sýndi að
spjaldtölvan er ein-
falt og þægilegt verk-
færi sem hentar skóla-
starfi á grunnskólastigi
vel.
Margrét Friðriksdóttir
Höfundur er skólameistari MK, skip-
ar 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í
Kópavogi.
Sú var tíðin að meiri-
hluti Reykvíkinga gat
hugsað sér að flugvöll-
urinn í Vatnsmýrinni
yrði fluttur til Kaflavík-
ur eða á annan stað í
borgarlandinu. Efnt var
til atkvæðagreiðslu um
málið en það látið fylgja
með, að því aðeins yrði
niðurstaðan bindandi að
tiltekin lágmarksþátt-
taka yrði. Þetta var fyrir rúmum ára-
tug. Frá því er skemmst að segja að nið-
urstaðan varð ekki bindandi og var
munurinn á milli þeirra sem vildu flug-
völlinn áfram í Vatnsmýrinni og hinna
sem vildu hann burt afar lítill og skeik-
aði aðeins fáum atkvæðum. Síðan hefur
mikið vatn runnið til sjávar. Flestir átta
sig á því að ef ákvörðun yrði tekin um að
flytja flugvöllinn kostaði það óhemju fé,
öryggissjónarmið væru í húfi, auk þess
sem okkur fjölgar sem líkar það illa að
borgin sé skipulögð af verktakafyrir-
tækjum sem vilja komast í „verðmætar“
lóðir. Skipulag borgarinnar hljóti að
taka mið af langtímasjónarmiðum með
almannahag í fyrirrúmi.
Atvinna, öryggi og tekjur
Þá er þess að geta að mikill fjöldi
Reykvíkinga hefur beina og óbeina at-
vinnuhagsmuni af veru
flugvallarins, Reykjavík
sem stjórnsýslumiðstöð
landsins nýtur góðs af og
að sjálfsögðu mennta-
stofnanir bæði í Reykja-
vík og á landsbyggðinni
sem njóta þess að kenn-
arar fara á milli á degi
hverjum að ógleymdum
öllum þeim sem stunda
flugtengt nám á flugvell-
inum en þeir eru fleiri en
margir gera sér grein fyr-
ir. Enn má nefna að
tekjur Reykvíkurborgar af flugvell-
inum eru miklar, bæði skatttekjur og
óbeinar tekjur vegna margvíslegrar
þjónustu sem tengist fluginu. Hags-
munirnir fyrir Reykjavík af veru flug-
vallarins eru ótvíræðir. Það er og mat
yfirgnæfandi meirihluta borgarbúa
samkvæmt ítrekuðum skoðanakönn-
unum um þetta efni. Í öllum hverfum
Reykjavíkurborgar stendur vilji borg-
arbúa til þess, samkvæmt þessum
könnunum, að halda flugvellinum þar
sem hann er og hreyfa hann hvergi. Um
sjötíu þúsund manns hafa undirritað
áskorun um að flugvöllurinn verði ekki
færður um set. Nú bregður svo und-
arlega við að borgaryfirvöld – Samfylk-
ing og Besti flokkurinn – taka þann kost
að horfa framhjá þessum óskum en
hamra þeim mun meira á mikilvægi
þess að virða lýðræðislegan vilja borg-
arbúa. Þarna er holur hljómur. Reynd-
ar gildir það um mörg önnur framboð
líka þótt á því séu undantekningar.
Hagsmunir Reykjavíkur
að hafa flugvöllinn
Dögun hefur skýra afstöðu í þessu
máli. Sú afstaða rúmast undir einu
hugtaki: lýðræði. Það á und-
anbragðalaust að virða lýðræðislegan
vilja borgarbúa í þessu máli sem öðr-
um. Sjálfur hef ég sannfærst um það að
glapræði væri að flytja flugvöllinn og
tel honum best borgið í Vatnsmýrinni.
Það kæmi landsmönnum best – á því
leikur enginn vafi – enda yfirgnæfandi
stuðningur við þá afstöðu á landsvísu –
en ég tel jafnframt hagsmuni Reykvík-
inga best tryggða með áframhaldandi
veru flugvallarins á sínum stað og upp-
byggingu á aðstöðu á Reykjavík-
urflugvelli. Hún er löngu tímabær.
Flugvöllurinn og lýðræðið
Eftir Þorleif
Gunnlaugsson
Þorleifur Gunnlaugsson
» Í öllum hverfum
Reykjavíkurborgar
stendur vilji borgarbúa
til þess að halda flug-
vellinum þar sem hann
er og hreyfa hann
hvergi.
Höfundur er oddviti Dögunar í
Reykjavík.
Nú á að kjósa í borg-
arstjórn, og þurfum við
að sjálfsögðu að skipta
um á þeim vígstöðvum
og kjósa í stað þess lið
úr núverandi rík-
isstjórnarflokkum.
Borgarbúar hafa að
undanförnu þurft að
búa við borgarstjórn
sem hefur á margan
hátt brugðist þeim. Eitt
er það sem má nefna nú á vortímanum,
að þessi stjórn felldi niður þá ágætu
hefð að ráða unglinga til garðvinnu.
Þarna gat skólafólk fengið sumarstarf
og lært að snyrta garða og öðlast
þekkingu í að umgangast gróður og
lært að þekkja plöntur.
Þetta var mikið tjón
fyrir eldri borgara sem
eiga lóðir í bænum. Eft-
ir jólin var það áður sið-
ur, að borgin safnaði
gömlum jólatrjám.
Þetta litla viðvik tókst
þessari stjórn að leggja
niður. Þá var lengdur sá
tími milli þess sem rusla-
fötur voru tæmdar. Urðu
fötur stundum yfirfullar
og rusli safnað utan við
tunnur. Verstu atriðin
eru samt skipulagsmál borgarinnar.
Alltaf á að þétta byggðina. Er ekki Ís-
land nógu stórt til að dreifa húsum ut-
an miðborgarinnar? Ömurlegast af
öllu er þó mál Vatnsmýrarinnar. Allar
stórborgir sjá svo um að eiga stóra,
opna lystigarða í miðborginni. Núver-
andi borgarstjórn vildi leggja niður
flugvöllinn og taka að reisa stórhýsi í
Vatnsmýrinni, vestan við Öskjuhlíð-
ina. Þarna er þýðingarmikið að varð-
veita opið svæði til útivistar. Væru
þarna reistar blokkir myndi lækurinn
hverfa og tjörnin okkar þorna upp. Þá
hyrfi einnig allt fuglalífið sem þar er í
dag. Það þarf að skipta un stjórn.
Kjósum D-listann.
Kjósum betri borgarstjórn
Eftir Sturlu
Friðriksson »Kjósum í borg-
arstjórn lið úr núver-
andi ríkisstjórnarflokk-
um.
Sturla Friðriksson
Höfundur er náttúrufræðingur.