Morgunblaðið - 29.05.2014, Side 57

Morgunblaðið - 29.05.2014, Side 57
UMRÆÐAN 57 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014 Dagur borgarstjóri lofar 60 milljarða fjárfestingu í borg- aríbúðum á næstu fjórum árum og svitnar ekki einu sinn þegar hann gefur lof- orðið. Vinir hans og aðdáendur á ónefnd- um stöðum spyrja engra óþægilegra spurninga. Þær eru ætlaðar öðrum. Rauðir ljósastaurar Dagur borgarstjóri og félagar hans eyða 250 milljónum í fram- kvæmd við eina götu, aðallega, að því er virðist, til að skipta strá- heilum, gráum ljósastaurum út fyrir nýja og flottari, meira að segja rauða. Sambærileg dæmi um fjáraustur í hégóma eru mýmörg. Á meðan er ekkert gert fyrir gamla fólkið í borginni, enda er það víst bara draugar úr fortíð- inni. Lítil Kaupmannahöfn Dagur B. segist láta sig dreyma um litla Kaupmannahöfn í og út frá miðbænum þar sem allir hjóla um. Það er aðeins eitt sem getur komið í veg fyrir að þessi draum- ur verði að veruleika, sem sé mun- urinn á veðurfarinu. Í Kaup- mannahöfn snjóar cirka 30 daga á ári, en hér á að giska 90 daga. Þar festir nán- ast aldrei snjó. Svona smáatriði trufla ekki minn mann. Lítil Kaupmannahöfn skal Reykjavík verða. Engar samgöngur nema einkabíllinn til og frá höfuð- borginni Hvers vegna skyldu stórborgir um öll lönd hafa stórar járnbrautarstöðvar og aðliggjandi teina á dýrasta bygg- ingarlandinu við miðbæi borg- anna? Hafa menn þar ekki áttað sig á hinni stórfenglegu hagfræði Samfylkingarinnar að taka verð- mætt land undan samgöngu- mannvirkjum og byggja þar dýrar íbúðir? Dagur ætti kannski frekar að breiða út fagnaðarerindið er- lendis og leyfa fleirum að njóta en Reykvíkingum og láta aðra um Reykjavík. Engar samgöngur nema einkabíllinn til og frá höf- uðborginni er alveg sérstakur boð- skapur nú á tímum svo ekki sé meira sagt. Aðför að trúfrelsinu Dagur borgarstjóri og hans nót- ar stoppuðu aðgang kirkjunnar að skólunum. Aðgangur ferming- arbarna að fermingarfræðslu á þeim stöðum sem hentaði kristn- um fjölskyldum var hindraður í nafni trúfrelsis. Samt var þetta bara spurning um aðgang að hús- næði fyrir þá sem vildu án þess að troða nokkrum um tær. – Á sama tíma þurftu múslimar ekki að sitja við sama borð og aðrir. Þeir fengu gefins lóð á dýrasta stað. Kirkj- urnar fá bara lóðir innan hverf- anna. Sama ætti að gilda um aðra trúflokka; hvorki meira né minna. Hvað veldur þessari öfugu mis- munun Dags? Hver í ósköpunum er skýringin? Tískustraumar? Rétthugsun? Fæstir eru sammála Degi, en ætla samt að kjósa hann Hvað veldur kjörfylgi við Dag er alveg sérstakt rannsóknarefni í ljósi mála sem hann setur á odd- inn. Reyndar sleppur hann alveg við að skýra hvernig hann ætlar að efna loforð sín og hitt, að gera grein fyrir því mikla sem milli ber í skoðunum hans og borgarbúa. Hárgreiðslan eða málefnin - hvað ræður atkvæðinu? Eftir Einar S. Hálfdánarson »Dagur B. segist láta sig dreyma um litla Kaupmannahöfn í og út frá miðbænum þar sem allir hjóla um. Einar S. Hálfdánarson Höfundur er löggiltur endurskoðandi og hæstaréttarlögmaður. Nú nýverið var kynnt nýtt að- alskipulag Reykjavík- ur, en þar er gert ráð fyrir blokkabyggð á grænum svæðum í Laugardal. Þessi áform eru í stíl við stefnu um „þéttingu byggðar“. Þar virðist sú hugsun ráða för að taka eigi öll laus græn svæði undir byggingar. Í þessu við- horfi felst eigingirni nútímamannsins sem stjórnast af skammtímahags- munum, en minna fer fyrir skilningi á gildi grænna svæða fyrir mannfólkið. Hvers virði það er að finna mjúkt grasið undir fótum, teyga ilminn af gróðrinum og hlusta á fuglasönginn, rétt við heimili okkar, í stað þess að þurfa að aka langt út fyrir borgina til að njóta þess. Laugardalurinn í Reykjavík er ein- stakur og skjólgóður sælureitur, sem nýtist þúsundum borgarbúa á degi hverjum til útivistar og íþróttaiðk- unar. Þetta svæði verður sífellt mik- ilvægara eftir því sem borgin stækk- ar, en skilningur á mikilvægi líkamsræktar og útiveru fer stöðugt vaxandi. Við megum ekki láta það gerast, að jarðýtur verði settar á hluta dalsins og reist þar blokkabyggð. Græn tún munu þá víkja fyrir steinsteypu og malbiki. Sennilega hugleiða fá- ir hvaða gildi ræktun grænna svæða hefur fyrir heilsufar borg- arbúa. Í borg þarf að vera rétt jafnvægi á milli byggðar og grænna svæða, en frá plönt- unum fáum við súrefnið og grænu svæðin því réttnefnd „lungu borg- arinnar“. Ég vil að við hlúum að velferð kom- andi kynslóða og höfum græn opin svæði innan borgarinnar og þar er Laugardalurinn langmikilvægastur. Grænu svæðin í borginni eru síst of mörg og það yrðu óafturkræf mistök ef stórum hluta Laugardalsins yrði fórnað fyrir stundarhagsmuni og stundargróða. Verndum náttúru- perluna í Laugardal Eftir Önnu Katrínu Ottesen Anna Katrín Ottesen » Laugardalurinn í Reykjavík er ein- stakur og skjólgóður sælureitur sem nýtist þúsundum borgarbúa á degi hverjum. Höfundur er sjúkraþjálfari og áhuga- maður um bætta heilsu og náttúru og íbúi í Laugarneshverfinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.