Morgunblaðið - 29.05.2014, Qupperneq 58
Hollar vörur úr náttúrunni
Íslensk framleiðsla
H-Berg efh | S. 565-6500
hberg@hberg.is | hberg.is
Ásgeir Ingvarsson
ai@mbl.is
Við Reykjavíkurhöfn, mitt á milli
Kolaportsins og Hörpu, stendur lítill
grænn skúr merktur Rent a Rod
Reykjavík.
Eins og nafnið gefur til kynna er
þar hægt að leigja veiðistöng og eiga
notalega stund dorgandi af hafn-
arbakkanum.
Jakob Hrafnsson stofnaði Rent a
Rod Reykjavík sumarið 2013. „Ég
bjó í Vesturbænum sumarið áður og
var að ganga um hafnarsvæðið með
dóttur minni Elínu Maríu, sem þá
var 8 ára. Sjórinn var spegilsléttur,
glampandi sól og fallegur sumar-
dagur í alla staði, og þegar komið
var út að höfninni sáum við hvar
fiskarnir syntu þar um. Elínu datt í
hug að gæti verið gaman að reyna að
veiða fisk og mér leist vel á hug-
myndina,“ segir Jakob sem sjálfur
hefur lengi verið veiðimaður og
starfað sem leiðsögumaður.
„En ég áttaði mig um leið á að það
væri töluverð fyrirhöfn að þurfa að
fara alla leið heim og grafa upp
veiðigræjurnar. Ég fór að hugsa
með mér hvað það væri nú gott ef
hægt væri að finna einhvern þarna á
svæðinu til að einfaldlega leigja
veiðistöngina af á fljótlegan og ein-
faldan hátt.“
Eru að komast á kortið
Gekk Jakob með hugmyndina í
maganum yfir veturinn og lét verða
af því að hefja rekstur ári síðar, eftir
að hafa fengið grænt ljós hjá Faxa-
flóahöfnum. Hann segir hafa gengið
ágætlega til þessa, reksturinn standi
nokkurn veginn undir sér og fari
vaxandi. „Það tekur ákveðinn tíma
að koma þjónustu af þessu tagi á
kortið hjá bæði heimamönnum en
ekki síður ferðamönnum. Fólk þarf
að læra að við erum til staðar og er-
um ekki á förum, og þá fara fleiri að
gera ráð fyrir heimsókn til okkar
þegar leiðin liggur niður í miðbæ-
inn.“
Leigan á veiðistönginni kostar
2.990 kr. fyrir klukkustundina og
fylgir með poki af rækjum til að nota
sem agn, sökkur og spúnn. „Til að
hafa þetta einfalt og allt uppi á borð-
um fylgir með stönginni allt sem
þarf til að dorga og gengið út frá því
að tveir deili hverri stöng svo að sé
t.d. ekki of dýrt fyrir foreldri og
barn að koma saman til að dorga.“
Hjálpa byrjendum af stað
Starfsmaður á vakt veitir þeim
sem vilja leiðsögn og aðstoð við að
byrja veiðarnar. Segir Jakob að við-
skiptavinir Rent a Rod Reykjavík
séu fjölbreytilegur hópur með mis-
mikla veiðireynslu. „Kúnnahópurinn
skiptist nokkurn veginn til helminga
á milli Íslendinga og erlendra ferða-
manna. Ófáir eru fjölskyldufólk sem
er að skoða miðbæinn með börn-
unum en hingað koma líka stórir og
smáir hópar fullorðinna sem langar
að staldra við og reyna eitthvað nýtt,
og oft starfsmannafélög. Að taka
stutt dorg í Reykjavíkurhöfn getur
verið hluti af hefðbundinni ferð í bæ-
inn, þar sem öndunum er gefið
brauð, pylsa keypt hjá Bæjarins
bestu og litið inn í Hörpu, en dorgið
getur líka verið skemmtilegt krydd
t.d. fyrir starfsmannahópinn til að fá
ferkst sjávarloftið í lungun og reyna
að fá fiskinn til að bíta á agnið áður
en haldið er á veitingastað í kvöld-
verð, í leikhús eða á tónleika.“
Yfir sumarið er opið frá kl. 10-18
virka daga og um helgar frá 11-17 og
hægt að hafa opið lengur fyrir hópa
eftir samkomulagi.
Það er ekki flókið að dorga, að
sögn Jakobs, og mjög skemmtileg
iðja. „Það er skrítið að dorgið virðist
hafa lagst af hér á suðvesturhorninu
en er meira stundað úti á lands-
byggðinni. Þegar ekið er eftir hring-
veginum og farið niður að bryggju
má þar oft finna einhvern dorgandi,
og í borgum Evrópu er jafnan þétt
settinn bryggjukanturinn eða brýrn-
ar þar sem hægt er að dorga.“
Jakob grunar að lítil dorghefð í
borginni skrifist kannski á það hvað
við eigum góðar veiðiár. „Það er
náttúrlega eitthvað sem aðrar þjóðir
hafa ekki, að það sé nánast bara
fimm mínútna ferðalag í ágæta sil-
ungs- eða laxveiðiá, sama hvar þú
býrð, eða hægt um vik að halda út á
sjó og veiða þar meira en nóg af fiski
í soðið.“
Marhnútar og laxar
Segir hann fiskana í Reykjavíkur-
höfn vera vel á sig komna og af ýms-
um tegundum. „Það er hluti af
spennunni að þú veist aldrei hvað
bítur á. Hér hafa veiðst þorskar, kol-
ar og ufsar, ófrýnilegir marhnútar,
en líka makríll og stórvaxnir laxar.“
Flestir sleppa fiskinum en sumir
vilja taka veiðina með sér heim og
segir Jakob að fiskurinn í höfninni
eigi að vera fínn í ofninn eða á grillið.
„Hafið umhverfis Reykjavík er
hreint, og þó svo að umferð skipa og
ýmis starfsemi í höfninni kunni
endrum og sinnum að menga út frá
sér þá eiga sér stað stöðug vatns-
skipti með flóði og fjöru.“
Minnir Jakob á að dorgið snúist
annars umfram allt um að taka það
rólega í stutta stund og njóta þess að
vera til. „Margir láta einfaldlega
fara vel um sig á hafnarbakkanum
næst græna skúrnum okkar, á með-
an aðrir rölta um hafnarsvæðið og
reyna að finna hinn fullkomna veiði-
stað, jafnvel úti á varnargarðinum.
Svo er bara að prófa, spjalla við
veiðifélagana og fylgjast með hvern-
ig gengur, kannski gæða sér á hress-
ingu úr sjoppunni okkar og fylgjast
með mannlífinu og náttúrunni á
hafnarsvæðinu.“
Laxar og þorskar hafa bitið á
Nýtt fyrirtæki leigir veiðistangir og allt tilheyrandi fyrir dorgveiðar á besta stað við Reykjavíkurhöfn
Bæði heimamenn og erlendir gestir hafa gaman af að taka stutt dorg í miðborgarferðinni og nóg er af fiski
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Upplifun „Að taka stutt dorg í Reykjavíkurhöfn getur verið hluti af hefðbundinni ferð í bæinn, þar sem öndunum er
gefið brauð og pylsa keypt hjá Bæjarins bestu,“ segir Jakob Hrafnsson hjá Rent a Rod Reykjavík.
Flugur Veiðistangaleigan er með allt til alls og starfsmaður veitir ráðgjöf.
SUMARIÐer tíminn