Morgunblaðið - 29.05.2014, Síða 68
68 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014
„Eitt skref til
hægri og tvö skref
til vinstri,“ „Ég sá
mömmu kyssa jóla-
svein“ og „Höfuð,
herðar, hné og tær“. Fyrstu
minningar mínar um afa minn
tengjast söng og dansi. Hef lík-
lega verið 4 ára gömul þegar ég
man fyrst eftir mér standandi
við jólatréð að syngja og herma
eftir ömmu: „Svona gerum við
þegar við greiðum okkar hár“
og afi að spila undir á harm-
óniku. Þetta fannst lítilli stúlku
ótrúlega skemmtilegt og síðar
þegar ég fór sjálf að halda
heimili þá langaði mig auðvitað
að halda uppi stemningunni við
jólatréð með tilheyrandi söng
og dansi. Alltaf gat ég stólað á
að afi myndi mæta og spila
hvert jólalagið á fætur öðru
þrátt fyrir að vera allra elstur á
ballinu. Skemmtilegar voru líka
sundferðirnar í Vesturbæjar-
Björn Rósenkranz
Einarsson
✝ Björn Rósenkr-anz Einarsson
fæddist 16. maí
1923. Hann lést 19.
maí 2014. Útför
Björns fór fram 28.
maí 2014.
laug, að sitja aftast
í Land Rovernum,
rúsínubollurnar úr
Björnsbakaríi og
göngutúrarnir nið-
ur að tjörn að gefa
öndunum. Í hjarta
mínu skín alltaf
sólin þegar ég
hugsa til afa og
ömmu. Man hvað
mér fannst alltaf
spennandi að koma
suður til afa og ömmu í Reykja-
vík. Í minningunni stendur úti-
dyrahurðin á rauða bárujárns-
húsinu efst við Bókhlöðustíginn
hálfopin og amma situr á háum
trékolli með annan fótinn dingl-
andi næstum niður á gólf. Hún
er að tala í símann. Þegar hún
kemur auga á mig kveður hún
viðmælandann brosandi, rennir
sér mjúklega niður af kollinum
og kemur í áttina til mín með
opinn faðminn. Hún leggur
hendur sínar á kinnar mér:
„Elsku barn“ og strýkur mér
um vangana. Háir blásturstón-
ar berast úr næsta herbergi, afi
er að æfa sig, „Bjössi, heyrðu,“
kallar amma hátt og snjallt og
eftir augnablik stendur afi
skælbrosandi með básúnuna í
annarri hendi og ég hraða mér
til hans og kyssi hann einum
rembings á kinnina. Afi var
mikill tónlistarmaður og ég
held ég geti sagt í fullri alvöru
að ég kom aldrei á Bókó öðru-
vísi en að afi væri að æfa sig.
Lífið snerist um músík og ég
man í Bolungarvík hvernig við
bróðir minn glenntum upp aug-
un ef í sjónvarpsfréttum var
sýnt frá tónleikum í Reykjavík.
Við vissum nefnilega að þá væri
afi líklega að spila og við stukk-
um að sjónvarpsskerminum og
hljóðuðum af gleði þegar litlir
vísifingur töldu sig hafa fundið
afa okkar á Bókó.
Við vorum alltaf svo hreykin
af afa. Þegar ég var flutt til
Reykjavíkur og stundaði nám í
Menntaskólanum í Reykjavík
kom ég mjög oft til afa og
ömmu, í hádeginu og jafnvel
líka á kvöldin. Það var ómet-
anlegur stuðningur fyrir ung-
lingsstúlku að eiga afa og
ömmu að á þessum tíma enda
þekkti ég fáa í skólanum og
fannst ég oft ekki passa inn í
hóp borgarbarna. Þá sat ég og
skemmti ömmu með sögum úr
skólanum á meðan afi æfði sig
eða gerði sig til fyrir tónleika.
Þegar hann var tilbúinn var
farið yfir tékklistann: „Ertu
með lykla?“ spurði amma, „Já,“
svaraði afi, „Greiðu?“ „Já“
„Munnstykki?“ „Já“ og svo
brostu þau og ég hló. Þegar afi
var farinn sagði amma oft með
blik í augunum: „Finnst þér afi
þinn ekki sætur!“ Þau höfðu
hist í Bakarabrekkunni, amma
16 ára og afi 18 ára. Þau höfðu
horft hvort á eftir öðru og það
þurfti ekki meir. Elsku afi
minn, bið að heilsa ömmu. Þín
Ingibjörg.
Ég á svo margar góðar
minningar um okkur afa minn
síðan ég var lítil. Síðan ég man
eftir mér var afi alltaf langbesti
vinur minn og gerði allt fyrir
mig.
Ég var bara þriggja vikna
þegar hann fór fyrst með mig í
göngutúr í vagninum mínum og
eftir það hittumst við á hverj-
um degi, yfirleitt oft á dag.
Hann varð dagmamman mín og
ég frestaði leikskólanum um ár.
Ég fór með honum að hitta
karlana í kaffi á Borginni og
Kaffi París og svo svaf ég í
vagninum í garðinum hans.
Afi fylgdi mér alltaf í leik-
skólann og sótti aftur og fékk
sér oft kaffisopa með fóstrun-
um. Svo fórum við á Bókó og
lögðum okkur í sófana, ég í litla
sófann og hann í stóra sófann.
Koddarnir alveg silkimjúkir og
sófarnir líka. Ég fann alltaf frið
og ró að leggja mig heima hjá
afa. Alltaf svo rólegt og kósí.
Þá las afi líka fyrir mig og mér
þótti alltaf svo notalegt að
heyra hann lesa. Hann kunni
það svo vel og röddin hans var
svo hlý. Mér fannst ég heppin
að eiga þennan afa sem allir í
bænum virtust þekkja.
Þegar ég byrjaði svo í skóla
fylgdi afi mér líka þangað og
sótti. Hann flautaði oft til að
segja mér að hann væri kominn
og þá flýtti ég mér út til afa að
kyssa hann hæ. Svo fórum við í
Pétursbúð og keyptum ís, frost-
pinna eða tyggjó. Síðan lásum
við saman því afi kenndi mér að
lesa og las allar bækurnar með
mér. Hann vildi líka alltaf
heyra hvað ég væri að æfa nýtt
á fiðluna mína.
Afi sauð handa mér fisk sem
við keyptum á Freyjugötunni
og saman borðuðum við brauð
og kökur sem við keyptum í
Bernhöftsbakaríi. Á laugardög-
um og sunnudögum fórum við í
Kolaportið og keyptum t.d. há-
karl sem afa þótti svo góður en
ég fékk nammi. Við hittumst
líka oft í sundlaugunum og lék-
um okkur þar saman.
Mér fannst afi alltaf rosa
laglegur þó hann væri afalegur
með sitt glaðlega andlit. Á einu
afmæli mínu vorum við afi að
labba saman á Laugavegi og þá
tók ljósmyndari af okkur mynd
og setti í blaðið.
Afi var svo flinkur að spila
og oft spilaði hann á litlu jól-
unum í leikskólanum mínum,
það þótti mér gaman. Svona lék
lífið við okkur á meðan afi hafði
heilsu og svo var komið að mér
að heimsækja hann. Mér þótti
svo vænt um hvað hann var
alltaf ánægður þegar ég kom til
hans. Við skiptumst á sögum og
héldumst í hendur. Nú er afi
minn farinn en ég mun aldrei
gleyma honum, við vorum svo
fínir vinir.
Blessuð sé minning þín,
elsku besti afi minn.
Þín
Helga Oddsdóttir.
Kveðja frá Lúðrasveit
Reykjavíkur
Mér er ljúft og skylt að
flytja Birni R. Einarssyni að
leiðarlokum kveðju- og þakk-
arorð frá Lúðrasveit Reykja-
víkur. Björn var um ævina einn
mikilvirkasti og áhrifaríkasti
blásari þessa lands, og það var
gæfa Lúðrasveitar Reykjavíkur
að fá notið starfsorku hans í
áratugi. Svo margháttað var
framlag hans til sveitarinnar að
segja má að hún hafi notið
krafta hans á öllum þeim svið-
um sem til greina koma í einni
lúðrasveit. Sem blásara, ýmist
á básúnu eða euphonium, kenn-
ara, leiðbeinanda, útsetjara,
formanns og stjórnanda.
Sautján ára gamall, árið 1940,
hóf Björn básúnuleik í Hljóm-
skálanum og nam hjá Albert
Klahn og Wilhelm Lansky-
Otto. Hann var síðan virkur fé-
lagi allt fram á þessa öld, en ár-
ið 1992 var hann kjörinn heið-
ursfélagi sveitarinnar.
Björn var frábær og fjölhæf-
ur tónlistarmaður, en einnig
góður félagi og leiðtogi. Hann
var formaður Lúðrasveitar
Reykjavíkur 1970– 1975. Í hans
formannstíð tókst sveitin á við
sitt stærsta verkefni fyrr og
síðar, sem var tónleikaferð um
byggðir Vestur-Íslendinga í
Kanada og Bandaríkjunum árið
1972. Sú ferð var frumraun og
olli tímamótum í hópferðum á
slóðir Íslendinga vestra og
ruddi brautina fyrir ótal slíkar
ferðir tónlistarfólks á þær slóð-
ir. Mikið reyndi á formann
sveitarinnar að gera þessa ferð
mögulega og vel heppnaða.
Árið 1975 lét Páll Pampic-
hler af störfum sem stjórnandi
LR eftir 25 ára starf. Þá var
okkur nokkur vandi á höndum,
því til stóð önnur vesturferð.
Það varð úr að Björn tók við
tónsprotanum úr hendi Páls.
Það reyndist heillaríkt og
stjórnaði Björn sveitinni allt til
ársins 1978. Þar nýttist okkur
vel óvenju fjölbreytt þekking
hans og reynsla úr tónlistar-
heiminum. Hann reyndist því
góður stjórnandi.
Í einkalífi sínu var Björn
mikill gæfumaður. Hann var
kvæntur Ingibjörgu Gunnars-
dóttur, sem lést árið 1999. Hún
var Birni frábær lífsförunautur
og nutu þau mikils barnaláns.
Ingibjörg var þeirrar gerðar að
hún er gömlum félögum í LR
og mökum þeirra mjög minn-
isstæð fyrir sterkan persónu-
leika og ekki síður óeigingjarnt
framlag hennar til félags-
starfsins í Hljómskálanum,
bæði til eflingar vináttutengsla
félaganna og maka þeirra, sem
og í fjáröflunarskyni. Framlag
hennar var lúðrasveitinni ómet-
anlegt og mjög þakkarvert.
Félagar í Lúðrasveit Reykja-
víkur votta afkomendum og
öðrum ástvinum Björns og
Ingibjargar dýpstu samúð.
Blessuð sé minning þeirra.
Sverrir Sveinsson.
Fyrir hönd félaga minna í
Stórsveit Reykjavíkur vil ég
þakka Birni R. Einarssyni
langa og góða viðkynningu.
Hann var stofnfélagi hljóm-
sveitarinnar, mætti á allar æf-
ingar með Oddi, sínum góða
syni og bróður í básúnuleikn-
um, og skilaði alltaf úrvals-
verki.
Fyrir okkur var samveran
með Bjössa líka ómetanleg
tenging við eldri kynslóðir
✝ Jón HákonÁgústsson
fæddist 10. sept.
1975. Hann lést á
Bíldudal 15. maí
2014.
Eiginkona Jóns
er Guðbjörg J.
Theódórs, f. 28.
júní 1977, dætur
þeirra eru Vero-
nika Karen, f. 6.
október 2001,
Sylvía Björt, f. 22. maí 2005 og
Kristjana Maja, f. 23. júní 2009.
Móðir Jóns Hákonar er Jóna
Maja Jónsdóttir, f. 21. maí 1950,
eiginmaður hennar er Gunnar
Rúnar Pétursson, f. 4.9. 1938.
Faðir Jóns Hákonar er Ágúst
Sörlason, f. 31. ágúst 1939, d. 12.
mars 2002. Systkini Jóns Há-
konar eru Kristjana Guðbjörg
Ágústsdóttir, f. 25. september
1960, Óðinn Sörli Ágústsson, f.
á meðan þau bjuggu fyrir sunn-
an. Árið 2003 flutti litla fjö-
skyldan á Bíldudal, þar vann
hann meðal annars sem verk-
stjóri í frystihúsinu. 2005 opnaði
hann Gisti- og veitingahúsið
Kaupfélagið með góðvini sínum
Birni M. Magnússyni. Nonni eft-
irlét vini sínum þennan rekstur
og fór að vinna utan Vestfjarða,
fyrst á sjó og svo tók hann við
sem vaktstjóri í Húsasmiðjunni.
Á þessum tíma bjó hann vinnu-
vikuna hjá Óðni bróður sínum
og ók heim um helgar en svona
var þetta í eitt og hálft ár. Eftir
að hann kom heim fór hann að
vinna hjá Birni við hin ýmsu
störf og var hans hægri hönd.
Eftir 15 ára samband Guð-
bjargar og Nonna, þegar von
var á þeirra þriðja barni, giftu
þau sig, 30. desember 2008. Fyr-
ir vestan var Nonni áberandi í
störfum samfélagsins, meðal
annars fyrir björgunarsveitina
Kóp, íþróttafélagið, golfklúbb-
inn, foreldrafélögin, við sveit-
arstjórnarmál og fleira.
Útför Jóns Hákonar fer fram
frá Bíldudalskirkju í dag, 29.
maí 2014, kl. 14.
29. október 1963,
Erling Guðlaugur
Arnarson, f. 6. jan-
úar 1966, Ingibjörg
Margrét Kristjáns-
dóttir, f. 8.júní
1967, María Art-
húrsdóttir, f. 9. júlí
1971 og Rósa Björk
Ágústsdóttir, f. 28.
maí 1978. For-
eldrar Guðbjargar
eru Ragnheiður
Kristjana Benediktsdóttir f. 3.
jan 1949 og Jón Brands Theó-
dórs, f. 1. mars 1954 og systkini
hennar eru Benedikt Páll Jóns-
son, f. 19. júní 1973 og Guðrún
Jakobína Jónsdóttir, f. 2. apríl
1986.
Áramótin 1993-1994 felldu
þau Nonni og Guðbjörg hugi
saman og byrjuðu búskap haust-
ið 1995. Nonni vann við ýmis
störf, lengst af í Húsasmiðjunni,
Elsku bróðir minn,
Nú ertu farinn frá okkur – ör-
lögin eru stundum ekki eins og við
viljum hafa þau. Mörg okkar kom-
ast klakklaust í gegnum lífið en
aðrir verða fyrir miklum áföllum.
Fráfall þitt er mér mikið áfall
og kvöldið sem ég fékk símtalið
um fráfall þitt hrundi veröldin
mín. Hann Nonni bróðir var ein-
stakur maður, ljúfur og réttsýnn
og það var einstaklega auðvelt og
gott að leita til hans.
Samband mitt við Nonna á
yngri árum hans var ósköp hefð-
bundið, en hann ólst upp hjá föður
mínum og stjúpu. Fyrstu árin
hans fylgdist ég með honum og
var þessi yndislegi litli bróðir
minn gleðigjafi allra sem til hans
náðu. En fjölskyldumynstur mitt
varð til þess að leiðir okkur
skyldu.
Ég fór snemma að heiman og
missti þess vegna af hluta af upp-
vaxtaárum hans. Rætur okkar
voru samt miklar og sterkar og
við vorum alltaf góðir vinir. Með-
an Nonni bjó fyrir sunnan vorum
við mikið saman og fjölskyldur
okkar náðu vel saman. Eftir að
Nonni flutti vestur með fjölskyld-
unni sinni varð eðlilega minni
samgangur en ávalt héldum við
góðu sambandi. Hann var teng-
ingin mín vestur. Við gátum
spjallað endalaust um pólitíkina á
Bíldudal, aðskilnað vestfjarða við
meginlandið og sjálfstæðið, sjó-
inn, fólkið, já og umskipti Bíldu-
dals til þess að vera nafli alheims-
ins. Hann elskaði Bíldudal, það er
óhætt að segja að hann sé vest-
firðingur í húð og hár. Nonni bjó
hjá okkur Ingunni og Gabríel
Pétri mínum í um sextán mánuði
er hann vann hjá Húsasmiðjunni í
Skútuvogi sem vaktstjóri. Hann
gróf sig fastan inn í sál okkar sem
bróðir, mágur og frændi og hefur
heimili okkar alltaf staðið honum
og fjölskyldu hans opið þegar þau
komu suður. Nonni á frábæra og
yndislega fjölskyldu, eiginkonu
og þrjár dætur og eigum við mikið
í þeim öllum, enda sagði Nonni að
tvær þær yngri hefðu komið undir
á okkar heimili og hafði hann
gaman af því. Nonni var einnig
lánsamur af því að eigum stóran
og góðan vinahóp sem er ekki allt-
af gefið.
Elsku Guðbjörg, Veronika
Karen, Silvía Björt og Kristjana
Maja, missir ykkar og okkar allra
er mikill. Lífið verður aldrei eins
án hans Nonna en minning hans
mun lifa að eilífu í börnunum hans
og í sálu okkar og hjörtu sem
unnu hans. Almættið blessi minn-
ingu litla bróður míns, ég kveð þig
og þakka þér fyrir þann tíma sem
við fengum með þér í þessu lífi.
Ég hlakka til að hitta þig aftur.
Þinn bróðir,
Óðinn Sörli.
Elsku besti Nonni minn.
Ég get ekki lýst því hvernig
mér líður núna, mig verkjar sárt í
hjartað mitt. Þú varst lífið mitt
meira en helminginn af ævi minni.
Ég elska þig svo heitt og við urð-
um alltaf nánari og nánari með
hverju árinu sem leið. Við fundum
alltaf á okkur ef annað hvort okk-
ar varð ósátt með eitthvað og allt-
af var hægt að ræða hlutina, þú
varst alltaf svo ljúfur og yndisleg-
ur maður og besti pabbi sem hægt
var að hugsa sér. Þú varst alltaf
að koma mér á óvart með allskon-
ar gjöfum þegar ég átti síst von á
því, en dýrmætasta gjöfin sem þú
gafst mér er stelpurnar okkar
þrjár, ég er svo óendanlega stolt
af þeim, þær eru svo duglegar,
fallegar og flottar á allan hátt og
líkar þér, hver á sinn hátt.
Sem betur fer áttum við mjög
margar hamingjustundir saman,
bæði sem fjölskylda og líka með
vinum okkar og þín er svo sann-
arlega sárt saknað. Þú varst tek-
inn allt of fljótt frá okkur, elsku
hjartans besti Nonni minn, ég á
ennþá svo erfitt með að trúa því
að þetta sé raunveruleikinn. Held
ennþá í þá von að ég eigi eftir að
vakna upp af þessum hræðilega
draumi. Lífið er svo óréttlátt og
þó að ég viti að ég fái alla þá hjálp
sem ég þarf til að halda áfram þá
get ég ekki ímyndað mér lífið án
þín. Ég þekki ekkert annað en að
hafa þig við hlið mér. Ég gæti
haldið endalaust áfram því nú
vantar svo rosalega stóran hluta í
líf mitt og allra í kringum mig en
ég veit að þú lifir í hjörtum okkar
áfram og við verðum að reyna að
hugga okkur við það hvort sem
okkur líkar betur eða verr. Að
lokum langar mig að láta fylgja
ljóðið sem hún Rósa systir þín
samdi um okkur fyrir ca. 15 árum
en það lýsir okkar sambandi svo
vel, hversu óendanlega sterk
bönd voru á milli okkar.
þau eru ólík
eins og lítið og stórt
enda er það þannig
hún er lítil
hann er stór
svo óaðskiljanleg
svo samantvinnuð
einsog lítið blóm.
en blómið getur fellt lauf
þá kemur bara nýtt í staðinn,
það getur líka dáið
það getur líka lifnað
eins og kaktus
sem lifir endalaust.
Ég vona að þið séuð kaktus
eða bara
Nonni og Guðbjörg.
Ég elska þig meira en orð fá
lýst, elsku elsku Nonni minn.
Þrátt fyrir ungan aldur þá vorum
við kaktus í rúm 20 ár.
Guðbjörg Jónsdóttir.
Elsku Nonni. Ekki átti ég von á
að þurfa að kveðja þig svona
snemma en svona getur stundum
heimurinn verið grimmur.
Höggvið hefur verið stórt skarð í
líf okkar allra.
Ég man varla annað en að þú
og Guðbjörg systir hafið verið
saman enda má segja að þú sért
eins og stóri bróðir númer 2. Þú
varst alltaf svo hress og skemmti-
legur. Mun ég sakna þín og meira
segja líka stríðnispúkans sem þú
hafðir að geyma. Við munum
passa stelpurnar þínar 4. Þær eru
búnar að standa sig eins og hetjur
og munu gera áfram.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sigurðardóttir)
Guðrún Jakobína.
Það var sárt símtalið að kvöldi
15. maí sl. þegar Jóna Maja systir
mín hringdi og sagði að Nonni,
sonur hennar, væri dáinn.
Ég átti erfitt með að meðtaka
orð hennar. Þessi stóri, fallegi og
hjartahlýi frændi minn, hrifinn á
brott fyrirvaralaust, frá eigin-
konu og þremur dætrum.
Við skiljum ekki alltaf tilgang
lífsins. Okkur finnst það ósann-
gjarnt og lái okkur hver sem vill.
Nonni var ljúfur drengur, kom
stundum til frænku og líkaði það
vel, enda var dekrað við hann.
Nonni var hamingjumaður í
sínu einkalífi. Hann átti Guð-
björgu sína og prinsessurnar
þrjár. Þeirra er missirinn mestur.
Við komum til að kveðja hann í dag,
sem kvaddi löngu fyrir sólarlag.
Frá manndómsstarfi á miðri þroska-
braut,
Jón Hákon
Ágústsson
✝
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við
andlát móður okkar, tengdamóður,
ömmu og langömmu,
ERLU S. JÓNSDÓTTUR,
Suðurvangi 6,
Hafnarfirði.
Kristbjörg Einarsdóttir, Guðlaugur Ellertsson,
Ingibjörg Magnúsdóttir, Júlíus Jón Jónsson,
Sólbjörg Harðardóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.