Morgunblaðið - 29.05.2014, Qupperneq 77

Morgunblaðið - 29.05.2014, Qupperneq 77
77 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014 Starfi Nýlistasafnsins áSkúlagötu lýkur með glæsi-brag á sýningunni æ ofaníæ þar sem sýnt er úrval verka eftir Hrein Friðfinnsson, ásamt samnefndri kvikmynd um líf og list Hreins. Höfundar kvikmynd- arinnar eru Markús Þór Andrésson og Ragnheiður Gestsdóttir sem jafnframt eru sýningarstjórar. Sýn- ingin tengist Listahátíð í Reykjavík því að meðan á hátíðinni stendur er dagskrá sem samanstendur af ýms- um viðburðum, þ. á m. sýning nýrra vídeóverka eftir Hrein, gjörningur Magnúsar Loga Kristinssonar, sem leikur tvíburabróður Hreins í kvik- myndinni, og sjónþing um sýning- arframtakið. Kvikmyndin er velheppnuð til- raun til að fjalla með ferskum og ný- stárlegum hætti um list Hreins – list sem snýst að miklu leyti um óáþreif- anlegar víddir tilverunnar – og því felst talsverð áskorun í slíkri um- fjöllun, hvort heldur sem er í formi texta eða eftir öðrum tjáningar- leiðum. Kvikmyndin æ ofaní æ er listræn sköpun í sjálfri sér; þar blandast saman skáldskapur og raunveruleiki í mismunandi tíma og rúmi – sem rúmast innan línulegrar, en jafnframt brotakenndrar frá- sagnar og tímaflakks kvikmynda- formsins. Áhorfandinn sér þar tvær útgáfur af Hreini, eina (leikna af Magnúsi Loga) sem virðist tengjast fortíð og öðrum landfræðilegum stað en hin sem er Hreinn sjálfur sitjandi við tölvu í herbergi í Amst- erdam. Þar er hann í tengslum sím- leiðis og rafrænt við önnur rými, sum „frosin“ í tíma. Gluggi herberg- isins er svo annar skjár út á götu- lífið úti fyrir. Þegar tvíburinn birtist þar í götunni, kemst rót á tímann þrátt fyrir að önnur persóna í kvik- myndinni – vísindakonan Aika (leik- in af finnsku leikkonunni Kati Outl- inin) á rannsóknarstofu tímans – reyni allt hvað hún getur til að hafa taumhald á honum. Kvikmyndin er áferðarfalleg; litanotkun, hreyfing og rýmishugsun markviss. Í henni kemur tilveran fyrir sjónir sem í senn hversdagsleg, töfrandi og dul- arfull – rétt eins og hún birtist okk- ur í listsköpun Hreins. Í kvikmynd- inni eru vísanir í verk listamannsins og þar með einnig í raunverulegan en liðinn tíma sem nú er minning, eins og hin útgáfan af Hreini virðist öðrum þræði vera. Á sýningunni sjálfri getur áhorf- andinn virt fyrir sér ýmis verk frá ferli Hreins sem flest tengjast kvik- myndinni beint eða óbeint. Hann er þá líkamlega staddur í sama rými og verkin en kvikmyndin getur stuðlað að því að ímyndunarafli áhorfandans opnist leið inn í fortíðina (þegar verkin urðu til) og slíkt ímyndað rými á hann þá á vissan hátt sam- eiginlegt með kvikmyndinni. Þessi leikur með tíma og rúm er end- urtekið stef í verkunum; hlutirnir virðast eiga sér stað á sömu stund en þó ekki. Á vegg getur að líta verkið „Correspondence“ sem gert er úr hversdagslegu efni og felur í sér form- og litræna íhugun – en í vídeóverkinu „Correspondence in Red and Green (The Movie)“ kemur að því er virðist merkingar- og til- gangsþrunginn uppruni verksins í ljós í atburðarás sem er bæði fárán- leg og póetísk. Upp í hugann kemur sýning Kristins E. Hrafnssonar í Hverfisgalleríi fyrir skömmu með fjórum ljósmyndum sem sýndu (frá sjónarhorni ljósmyndarans) höfuð Hreins snúast eins og tunglið á sporbraut sinni um jörðu. Við hlið hverrar ljósmyndar var ljósmynd, tekin frá jörðu og á löngum tíma, út í næturhimininn og alheiminn. Myndirnar skerptu á misræminu í skynjun mannsins (vegna þyngd- araflsins) og ógnarsnúningshraða jarðarkringlunnar. Í portrettverki Kristins „birtist“ Hreinn okkur á fjórum mismunandi augnablikum mitt í þeim óskiljanlegu óravíddum sem alheimurinn er – mitt í ráðgátu og undursamlegri póesíu lífsins. Þess má geta að Kristinn og Hreinn áttu á dögunum áhugaverðan list- rænan samleik í i8 galleríi í Tryggvagötu en í listsköpun sinni deila þeir heimspekilegum og vís- indalegum áhuga. Sýningin æ ofaní æ kveikir marg- háttaða þanka um lífið, listina og víddir tilvistarinnar. Sýningargest- inum er boðið til þátttöku í sam- hljómi og samtali milli kvikmyndar- innar og verkanna á sýningunni. Þannig fær hann örvandi innsýn í listsköpun Hreins: vissulega má sjá listamanninn sem tungl á eigin spor- baug, sveipað dulúð og í sérstakri afstöðu við þá jörð og það jarðlíf sem það er þó nátengt. Slíka afstöðu má lesa úr titli verksins „Tilraunir til að tengjast óendanleikanum á gólfi sem mun verða fjarlægt innan skamms.“ Gólf þetta verður brátt fjarlæg minning í sögu Ný- listasafnsins. Morgunblaðið/Einar Falur Örvandi innsýn „Sýningin æ ofaní æ kveikir margháttaða þanka um lífið, listina og víddir tilvistarinnar. Sýning- argestinum er boðið til þátttöku í samhljómi og samtali milli kvikmyndarinnar og verkanna á sýningunni.“ Í sömu andrá Nýlistasafnið, Skúlagötu 28 Hreinn Friðfinnsson – æ ofaní æ bbbbn Hluti af Listahátíð í Reykjavík. Til 5. júní 2014. Opið þriðjud. – sunnud. kl. 12-17. Aðgangur ókeypis. Sýningarstjórar: Markús Þór Andrésson og Ragnheiður Gestsdóttir. ANNA JÓA MYNDLIST Háskólakórinn hóf í gær árlega tónleikaferð sína, sem að þessu sinni ber yfirskriftina Dansar og ástarkvæði, með tónleikum í félagsheimilinu á Hvammstanga og í kvöld heldur hann tónleika í Sauðárkrókskirkju kl. 20. Einsöngvari er Guðmundur Davíðsson og stjórnandi kórsins er Gunnsteinn Ólafsson. Annað kvöld heldur kórinn tónleika í Siglufjarðarkirkju kl. 20 og á laug- ardaginn í Dalvíkurkirkju kl. 16. Á efnisskrá kórsins eru íslensk kórlög og útsetningar á íslenskum þjóð- lögum. Háskólakórinn í árlegri tónleikaferð Tónleikaferð Háskólakórinn ásamt stjórnanda sínum, Gunnsteini Ólafssyni. Miðasala | 568 8000 | midasala@borgarleikhus.is Furðulegt háttalag –★★★★★ – BL, pressan.is Furðulegt háttalag hunds um nótt (Stóra sviðið) Lau 31/5 kl. 20:00 Fös 6/6 kl. 20:00 Sun 1/6 kl. 20:00 Lau 7/6 kl. 20:00 lokas Síðustu sýningar BLAM (Stóra sviðið) Fim 19/6 kl. 20:00 aukas Lau 21/6 kl. 20:00 aukas Fös 20/6 kl. 20:00 aukas Sun 22/6 kl. 20:00 lokas Sýning ársins í Danmörku 2012, 6 Grímutilnefningar 2013. Aðeins þessar sýningar! Dagbók Jazzsöngvarans (Nýja sviðið) Fös 30/5 kl. 20:00 Síðasta sýning! Ferjan (Litla sviðið) Fim 29/5 kl. 20:00 31.k Þri 3/6 kl. 20:00 34.k Lau 7/6 kl. 20:00 37.k Fös 30/5 kl. 20:00 aukas Mið 4/6 kl. 20:00 35.k Mið 11/6 kl. 20:00 38.k Lau 31/5 kl. 20:00 32.k Fim 5/6 kl. 20:00 aukas Fim 12/6 kl. 20:00 Sun 1/6 kl. 20:00 33.k Fös 6/6 kl. 20:00 36.k Fös 13/6 kl. 20:00 Fyrsta leikrit Kristínar Marju eins ástsælasta rithöfundar þjóðarinnar Der Klang der Offenbarung des Göttlichen (Stóra svið) Fim 29/5 kl. 20:00 2.k Fös 30/5 kl. 20:00 3.k Myndlistarverk fyrir svið eftir Ragnar Kjartanson. Tónlist Kjartan Sveinsson ★★★★ – SGV, Mblamlet Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is Danssýningin Death (Aðalsalur) Fim 29/5 kl. 20:00 Fös 30/5 kl. 20:00
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.