Morgunblaðið - 29.05.2014, Side 80
80 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 29. MAÍ 2014
Hljómsveitin GusGus
mun hita upp á tón-
leikum Justins Timber-
lake 24. ágúst í Kórn-
um í Kópavogi, auk
bandaríska plötusnúð-
arins Dj Freestyle
Steve, skv. tilkynningu
frá Senu. Mexico,
næsta breiðskífa Gus-
Gus, mun koma út á Ís-
landi 11. júní, tveimur
vikum áður en hún
verður gefin út erlend-
is og eitt lag af plöt-
unni, „Crossfade“, hef-
ur þegar verið gefið út
á smáskífu. Síðasta
breiðskífa GusGus,
Arabian Horse, kom út
fyrir þremur árum.
GusGus hitar upp fyrir Timberlake
Mexico Kápa næstu plötu GusGus.
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Sorrí nefnist nýútkomin plata Prins
Póló, þ.e. tónlistarmannsins, fjár-
bóndans og bulsugerðarmannsins
Svavars Péturs Eysteinssonar sem
semur öll lög og texta auk þess að
sjá um hljóðfæraleik, söng, upp-
tökustjórn, hljóðblöndun og hönn-
un. Einn lagatexta samdi Svavar þó
ekki, við lagið „Kosmós“ en þann
texta á Pétur Már Gunnarsson.
Vinna við plötuna hófst í byrjun árs
2012 og hafa sum laga hennar þegar
komið út og þá einsömul, eins og
Svavar orðar það. Má þar m.a.
nefna „Bragðarefi“, „Tipp Topp“ og
„Landspítalann“. Ýmsir lögðu Svav-
ari lið við gerð plötunnar, bæði við
flutning laga og tæknivinnu á borð
við hljóðritun og tónjöfnun og má
þar nefna Árna Rúnar Hlöðversson,
Axel Flex Árnason og Berglindi
Häsler, betri helming Svavars.
Fallegur bolur
Blaðamaður sló á þráðinn til
Svavars sem býr með fjölskyldu
sinni á Karlsstöðum í Berufirði og
spurði hann fyrst hvaðan plötutitill-
inn kæmi.
„Ég hitti fallega smiðinn, sem er
Pétur Magnússon, smiður í Bol-
ungavík, á förnum vegi rétt eftir að
ég gaf út síðustu plötu og hann var í
appelsínugulum Svala-bol. Mér
fannst þetta mjög fallegur bolur
vegna þess að ég kalla mig stundum
Svala, það kemur fyrir að ég kvitti
undir „Svali“ á góðum degi. Ég
sagði honum að ég gæti vel hugsað
mér að klæðast þessum bol við
tækifæri og einhverjum vikum síðar
kom hann til mín með bolinn inn-
pakkaðan í gjafapappír og bað mig
að undirrita skjal. Á því kom fram
að ef ég myndi þiggja þessa gjöf
þyrfti ég að nefna næstu plötu Prins
Póló í höfuðið á honum. Mig langaði
svo í þennan bol að ég þáði gjöfina
og kvittaði undir. Svo fór Pétur á
brott með skjalið og löngu síðar, ár-
ið 2012, fór ég að gera plötu. Hún
var tilbúin tveimur árum síðar og
þá hét hún bara Sorrí af því hún gat
ekki heitið í höfuðið á Pétri. Það
hafði það mikið vatn runnið til sjáv-
ar að ég varð að svíkja þetta lof-
orð,“ segir Svavar. Með plötuheitinu
biðji hann fallega smiðinn afsökunar
á samningsbrotinu sem og með
fyrsta laginu á plötunni, „Fallegi
smiðurinn“.
Svavar segist vera að leita sér að
smiði en líklega sé svo mikið að
gera hjá Pétri eftir að lagið um
hann kom út að ómögulegt sé að fá
hann til að rétta nagla, hvað þá
meira.
Kóróna fyrir hverja tónleika
– Er Prins Póló aukasjálf þitt eða
hvernig varð hann til?
„Það var þannig að ég bjó á Seyð-
Fallegi smiðurinn beðinn afsökunar
Prins Póló sendir frá sér breiðskífuna Sorrí Pétur Magnússon, smiður í Bolungavík, fær lag í
sárabætur fyrir samningsbrot Tónlistin dansvæn sem fyrr en hefur þó harðnað með árunum
Sorrí Prins Póló með nýjustu afurð sína, Sorrí, sem hefur að geyma ný lög og önnur sem komið hafa út einsömul.
isfirði með fjölskyldunni, 2008-9 og
setti upp stúdíó í kjallara hússins
sem við bjuggum í og var með
óskrifað blað um hvernig músík ég
ætlaði að gera. Ég byrjaði að gera
músík án formerkja og það sem
kom út úr því var pínu sjoppulegt,
það var einhver sjoppustemning í
þessu, svona nýbylgju-sveita-
ballastemning. Svo fór ég út í
sjoppu, keypti mér Prins Póló og
skírði verkefnið því nafni,“ segir
Svavar sem ber alltaf forláta papp-
írskórónu þegar hann er í hlutverki
prinsins. „Ég bý alltaf til nýja kór-
ónu fyrir hverja tónleika og þegar
vel liggur á mér reyni ég að aðla
einhvern inn í hirðina, veiti honum
kórónu og aðalstign.“
– Nú er þetta popptónlist, gróft
skilgreint og ansi dansvæn, mikið
um dansvæna takta í lögunum ...
„Já, einhvern tíma þegar við vor-
um að halda tónleika fór fólk að
dansa og ég hafði aldrei lent í því
áður, fannst ansi athyglisvert að
hreyfa fólk með dansi. Ég ákvað að
halda í þá stemningu og hef reynt
að gera meira úr því en minna,“
segir Svavar. Tónlist Prins Póló hafi
harðnað með árunum. Svavar segist
þó ekki meðvitað semja lög sem
hægt sé að dansa við heldur þróist
þau ómeðvitað í þá átt.
Vakúmpakkað líf
Textar Prins Póló eru býsna súr-
realískir á köflum og meinfyndnir
en einn stingur þó í stúf á plötunni,
við lagið „Vakúmpakkað líf“. Í hon-
um má finna harða gagnrýni á
kjötát og segir m.a: „Þau myrtu þig/
til að seðja mig. Leifarnar af dráp-
inu/ í kæliborðinu. Er nauðsynlegt
að éta þau?“ „Það er svolítið
grimmt lag,“ segir Svavar kíminn
þegar blaðamaður nefnir þetta til-
tekna lag. „Sigvaldi Ástríðarson,
formaður Samtaka grænmetisætna
á Íslandi, hrópaði mikið húrra yfir
þessu lagi,“ bætir Svavar við og
segist hafa samið lagið í bílnum
þegar hann var að keyra heim frá
Drangsnesi um síðustu jól þar sem
allsvakalegt kjötát hafði verið
stundað. „Þetta er náttúrlega
svakaleg kjöthátíð, búið að vakúm-
pakka ansi mörgum lífum og mér
var þetta mjög hugleikið. Ég fór
bara að raula þetta lag, mjög mörg
lög verða til hjá mér undir stýri því
ég bý úti í sveit og er alltaf að keyra
langar leiðir án þess að stoppa.
Undir slíkum kringumstæðum
verða oft til heilu lögin og þetta er
eitt af þeim,“ segir Svavar. Hann
hafi sungið lagið í símann sinn og
farið beint í hljóðver að takak það
upp þegar heim var komið.
Svavar mun ekki halda formlega
útgáfutónleika vegna plötunnar en
Prins Póló mun hins vegar troða
upp á Sumarmölinni, tónlistarhátíð
sem haldin verður á Drangsnesi 14.
júní. Þá mun hann einnig troða upp
á LungA, listahátíð unga fólksins á
Seyðisfirði, 19. júlí og frekara tón-
leikahald á landsbyggðinni er fyr-
irhugað á komandi misserum.
Hvað ertu að bauka?
Setja niður lauka
gera klárt fyrir vorið
skella sér í slorið.
Mikið hlakka ég til
það hlakkar í mér.
Krakkarnir saman
að gera eitthvað gaman.
Við negrarnir
hegrarnir frændurnir.
Diffrun og tegranir
engar helvítis megranir.
Við erum óþokkar
löðrandi af kynþokka.
Við erum melirnir
og syndaselirnir.
Gleypum nokkrar ellur
og grillum saman gellur.
Förum á þjóðhátíð í Eyjum
áður en við deyjum.
Við erum ótrúlega nettir
íllaðir kettir
og ansi vel
í sveit settir.
Við keyrum flotta bíla
og notum endaþarmsstíla
innflutta frá Kína
massadrullufína.
Bragðarefir
TEXTABROT AF SORRÍ
www.prinspolo.com