Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Síða 15

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Síða 15
mín að seljast. Þannig að ég var heppinn, en ferillinn var líka að ýmsu leyti heppilegur. Fyrst kom praktísk húsgagnasmíði, síðan ný- listin og svo málverkið, en ég byrj- aði að mála á hárréttum tíma og varð að nokkru leyti brautryðjandi í málverkinu því svo fáir voru að sinna því. Þegar fimmta hefti Ís- lensku listasögunnar, sem rifist er um, er opnað þá er ég fyrsti lista- maðurinn sem fjallað er um þar. Það er vegna þess að tíminn vann með mér.“ Búið að eyðileggja sölumarkaðinn Það er alltaf öðru hverju mikið rætt um listamannalaun. Hefur þú notið góðs af þeim? „Ég fór snemma að selja vel og þá sótti ég ekki um starfslaun. Svo komu tímabil þar sem ég vildi gjarnan fá starfslaun en fékk ekki starfslaun þannig að ég varð að treysta á söluna. Ég er ekki í áskrifendaflokki starfslauna. Ef listamaður liggur undir grun um að hafa selt mikið þá fær hann ekki starfslaun því þeim virðist vera út- hlutað eftir félagslegum línum. Ég er ekki á móti starfslaunum því þau eiga rétt á sér og reyndar stöðugt meiri rétt á sér, eftir því sem mis- skiptingin í þjóðfélaginu verður meiri þá þurfa listamenn mjög á þeim að halda.“ Hvernig hefur þér gengið að lifa á list þinni? „Það gekk mjög vel fram að hruni. Núna er eiginlega búið að eyðileggja sölumarkaðinn í mynd- listinni því fólkið sem áður keypti myndir á engan pening lengur. Það er mjög alvarlegt að á Vestur- löndum, þar á meðal hér á landi, sé búið að rústa millistéttinni. Pening- arnir fara á mjög fáar hendur sem hefur mjög slæm þjóðfélagsleg áhrif. Ég var á Indlandi síðastliðinn vetur og þar er lágstéttin mjög fjöl- menn en millistéttin er þó vaxandi meðan við á Vesturlöndum stefnum í hina áttina. Ég vil að millistéttin sé sterk og fjölmenn og tel það far- sælast fyrir alla.“ Fyrrverandi sjálfstæðismaður Ég veit að þú varst sjálfstæðis- maður, ertu það ennþá? „Ég kem úr allaballafjölskyldu, en varð svo hálfgerður krati og eftir hinn margfræga framsóknaráratug, sem sagður er hafa verið hræðileg- ur, varð ég sjálfstæðismaður og gekk í Sjálfstæðisflokkinn upp úr 1980. Ég var ánægður þar og milli 1990 og 2000 þá var ekki annað hægt að segja en land og þjóð væri í góðum málum. Ég man að ég mál- aði mynd árið 2000 sem hét Gull- kálfurinn en þá var ég farinn að finna að peningahyggjan væri að ná æ sterkari tökum á þjóðinni. Við jógarnir tölum mikið um jafnvægið sem þarf að vera á milli andlega lífsins og hins efnislega og til að geta stundað andlegt líf þurfum við að hafa afkomu. Óhófleg gróða- hyggja raskar þessu jafnvægi eins og fátæktin gerir sömuleiðis. Undir lok góðæristímans var eitthvað um varnaðarorð og ég var svo heppinn að lesa rétt í stöðuna og seldi hluta- bréf sem ég átti. Ég gerði hins veg- ar ekki ráð fyrir að hrunið yrði nán- ast algjört. Eftir að í ljós kom að Sjálf- stæðisflokkurinn ætlaði ekki að gera upp við fortíðina heldur láta eins og ekkert hefði gerst þá sagði ég mig úr flokknum. Mér fannst flokkurinn vera úr tengslum við raunveruleikann og fólkið í landinu þannig að ekki væri hægt að kjósa hann. Síðan hef ég kosið ný framboð. Ég er að bíða eftir því að gerðar verði breytingar á stjórnarskránni og er hlynntur þjóðaratkvæðagreiðslum í málum þar sem það hentar, eins og til dæmis um framhald aðildar- viðræðna við Evrópusambandið. Mér finnst líka rétt að taka upp nýja mynt því ef krónan var ónýt í góðærinu þá get ég ekki séð að þjóð, sem er illa stödd eins og við erum, sé betur sett með hana núna.“ Hinn andlegi heimur í myndum Í tilefni sextugsafmælisins heldur Daði málverkasýningu í Gallerí Fold. „Verkin sem ég sýni í Gallerí Fold eru verk sem hafa orðið til á nokkrum árum. Ég kalla sýninguna Landslag, sjólag og sólir og þarna eru myndir af fjöllum, sjó og sól,“ segir hann. „Íslenskir listmálarar hafa málað fjöll í miklu mæli og ég geri það líka. Þeir hafa hins vegar lítið sinnt því að mála sjóinn, nema Scheving sem gerði það fallega og svo Kjarval sem sinnti því nokkuð. Svo er sólin bæði stór og áberandi í myndum mínum enda heldur hún öllu gangandi og er stórkostlegt afl. Þessar myndir eru í anda þess sem ég hef leitast við að gera hin seinni ár sem er að gera myndir sem end- urspegla hinn andlega heim. “ „Svo er sólin bæði stór og áber- andi í myndum mínum enda heldur hún öllu gangandi og er stórkostlegt afl,“ segir Daði. * Núna er eiginlega búið að eyðileggjasölumarkaðinn í myndlistinni þvífólkið sem áður keypti myndir á engan pening lengur. Það er mjög alvarlegt að á Vesturlöndum, þar á meðal hér á landi, sé búið að rústa millistéttinni. Peningarnir fara á mjög fáar hendur sem hefur mjög slæm þjóðfélagsleg áhrif. Morgunblaðið/Kristinn 11.5. 2014 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15 Ferðaskrifstofa Guðmundar Jónassonar ehf. Borgartún 34, 105 Reykjavík Sími: 511-1515, Fax: 511-1511 Netfang: outgoing@gjtravel.is, veffang: www.ferdir.is Nánar á ferdir.is Nýtt á ferdir.is Salsaferð til Kúbu með Heiðari Ástvaldssyni danskennara. 11.-23. október. Lærið salsa á Kúbu. 12 daga ferð, gist eina nótt í París á útleið. Dvalið í Havana og Varadero á Kúbu Flogið með Icelandair og AirFrance. Verð frá 391.100,- Suður-England og Wales 12.-18. ágúst. Ein vinsælasta ferðin okkar. Ekið um borgir og þorp í hjarta Englands og komið víða við. Skemmtileg og fræðandi ferð. Skoðunarferðir alla daga og hálft fæði innifalið. Flogið með Icelandair. Fararstjóri er Emil Örn Kristjánsson Verð frá 178.800,- IAA-ferð 25.-28. september. Ferð á atvinnubifreiðasýninguna í Hannover. Þar sýna allir helstu framleiðendur það nýjasta í framleiðslu sinni, auk fjölda annarra framleiðanda sem sýna ýmsa bifreiðahluti. Flogið með Icelandair. Fararstjóri er Gunnar Guðmundsson. Verð frá 137.000,- Jólamarkaðsferð til München 4.-7. desember. Á aðventunni eru þýskar borgir baðaðar jólaljósum og jólastemmningin einstök. Flogið með Icelandair. Verð frá 107.500,-

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.