Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Side 40

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Side 40
Áttu þér eitthvert gott stef, ráð eða mottó, þegar kemur að fatakaupum? Langar að koma með eitthvað sjúklega gáfulegt og skynsamlegt ráð en eina sem ég get sagt „If you feel it in our guts,“ og ekki kaupa eitthvert drasl og halda að þú sért að spara. Færri vandaðri flíkur og allir verða glaðir. Hvernig myndir þú lýsa stílnum þínum? Ég myndi lýsa honum sem kannski svolítið strákalegum, hráum en klass- ískum. Ég vel frekar einföld snið og pæli mikið í efnum og smáatriðum þegar ég vel mér flík. Ég heillast yfirleitt af frekar herralegum sniðum og forðast eins og heitan eldinn að fara í kjól eða pils. Eins og mér finnst það nú fallegt á öðr- um þá líður mér betur og finnst ég kvenlegri í fallega sniðnum buxum og skyrtu en pilsi eða kjól. Ég er mikið fyrir fallegar yfirhafnir og finnst ég endalaust geta bætt þeim í safnið. Gallabuxur, T-shirt, skyrta og svartur leðurjakki er kannski svolítill ein- kennisbúningur hjá mér. Áttu þér uppáhaldsflík? Þessa dagana eru það steingráar gallabuxur frá Won Hundred. Að finna réttu gallabuxurnar og snið sem hentar þér vel getur verið mjög erfitt og þegar mað- ur finnur þær einu réttu þá bara ahhh …!!! Hver hafa verið bestu kaupin þín fatakyns? Rykfrakki frá Filippu K sem ég fékk fyrir 4 árum. Hann er alltaf fallegur og ég veit að hann verður það alltaf. Hann hentar mínum stíl mjög vel því mér finnst hann bæði töffaralegur og kven- legur í senn. Lestu tískublöð eða tískublogg, hver eru í uppáhaldi? Já, ég geri það en svolítið í bylgjum. Ég kaupi eig- inlega alltaf Cover, Eurowoman eða ID þar sem þar er mikið fjallað um merkin sem ég er með í búðunum mínum. Tískublogg er eitthvað sem ég fylgist með en á ekk- ert uppáhalds. Finnst þau stundum svold- ið einsleit og fæ þá fljótt leiða. Skemmti- legast finnst mér að skoða myndir á Tumbrl. Hvert er þitt eftirlætis tískutímabil og hvers vegna? Eftirlætis tískutímabilið mitt er seinni hluti áttundi áratugarins og byrjun þess níunda og ég hef ekki hugmynd um af hverju. Kannski eru það bara konurnar sem voru áberandi á þeim tíma sem heilla mig og stíllinn er eitthvað sem ég tengi mjög mikið við. Hvað ætlarðu að fá þér fyrir sumarið? Ég ætla að fá mér hvíta þykkbotna sandala frá Shoe the Bear. Hvaðan sækir þú innblástur? Ég skoða mikið gamlar myndir og fæ „æði“ fyrir ákveðnum típum og stúdera þær endalaust. Ég hef lengi verið hrifin af Charlotte Gainsbourg og henn- ar stíl og núna á Patti Smith hug minn allan. Þá stúdera ég myndir af henni, hlusta á tónlistina og les greinar. Ég sæki meira í að fá innblástur frá einhverri sögu eða manneskjum sem heilla mig heldur en þeim trendum sem eru í gangi, þó að það sé auðvitað gaman með. Hvað er það síðasta sem þú festir kaup á fata- kyns? Hvítur Mesh T -Shirt frá Les Artiests með nafn- inu MARGIELA á bakinu. Áttu þér einhvern uppáhaldsfatahönnuð? Nei, ekki einhvern einn. Þeir eru margir sem heilla mig. Heidi Slimane, Stella McCartney, Alexander Wang, Balmain og fleiri og fleiri. Ása Ninna segir sér líða betur og í fallega sniðnum buxum og skyrtu en pilsi eða kjól. Ljósmynd/Íris Dögg Einarsdóttir Franski fatahönnuðurinn Hedi Slimane, litrænn stjórnandi tískuhússins Saint Laurent er einn af uppáhaldsfatahönn- uðum Ásu Ninnu. Patti Smith er í með flottan stíl og er í miklu eftirlæti hjá Ásu. STRÁKALEGT, HRÁTT EN KLASSÍSKT Heillast af herralegum sniðum ÁSA NINNA PÉTURSDÓTTIR ER MIKIL TÍSKUDÍVA EN HÚN Á OG REKUR VERSLANIRNAR GK REYKJAVÍK OG SUIT REYKJAVÍK. ÁSA SEGIST VERA MEÐ FREKAR STRÁKALEGAN STÍL OG FORÐAST ÞAÐ EINS OG HEITAN ELDINN AÐ KLÆÐAST KJÓLUM EÐA PILSUM. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is Hvítir sandalar frá Shoe the Bear. Ása keypti sér nýlega þennan Mesh T -Shirt frá Les Artiests. Tíska Kate Hudson hannar sólgleraugu *Glaðværa leikkonan Kate Hudson er parturaf hönnunartvíeykinu KH + CH. Hún ogbesta vinkona hennar Laurie Stark hönnuðuskemmtilega sólgleraugnalínu saman semsækir innblástur til áhrifamikilla sterkrakvenna á borð við Sophia Loren, Brigitte Bar-dot og móður Kate, Goldie Hawn. „Ég vildi hanna klassíska línu með áherslu á glamúr,“ sagði Kate Hudson í viðtali við style.com á dögunum.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.