Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Page 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 11.05.2014, Page 52
 Hafþór og Logi eru frægir fyrir ljúft viðmót og léttleika. „Það er lyk- ilatriði að koma vel fram við kúnnann, annars kemur hann varla aftur,“ segir Logi og Hafþór bætir við skósmiðir þurfi að vera góðir mannþekkj- arar. Dagamunur geti verið á fólki, auk þess sem menn tali ekki eins við börn og gamalmenni. „Maður má passa sig,“ segir Hafþór. „Einu sinni kom eldri maður að sækja skó sem konan hans hafði komið með í við- gerð. Meðan hann var að skoða skóna og velta fyrir sér hvort viðgerðin hefði ekki örugglega heppnast spurði ég í hálfkæringi hvort hann vildi ekki máta þá. Hann reiddist ægilega, rauk út og hefur ekki sést síðan.“  Eftirnafn Hafþórs, Byrd, gefur til kynna að hann sé ekki alíslenskur og við eftirgrennslan kemur í ljós að hann átti bandarískan föður. Hermann sem hingað kom í stríðinu. Þeir kynntust á hinn bóginn aldrei. „Þau móðir mín voru aldrei par. Ég var með nafnið á honum en treysti mér aldr- ei til að fara vestur og banka upp á hjá honum. Núna er hann látinn. Það er bara eins og það er.“ Í myndum 52 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 11.5. 2014

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.