Morgunblaðið - 25.10.2014, Qupperneq 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2014
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
KEMUR HEILSUNNI Í LAG
Prestar og guðfræðingar sækja
miklu frekar um laus brauð á höf-
uðborgarsvæðinu en á landsbyggð-
inni. Þetta kemur fram í grein séra
Gunnlaugs Stefánssonar, sóknar-
prests í Heydalaprestakalli, í grein á
vefnum tru.is.
Síðastliðna 20 mánuði, árið 2013
og fram í október nú, voru 22 prests-
embætti í þjóðkirkjunni auglýst. Alls
bárust 148 umsóknir um embættin.
Þess skal getið að sami umsækjandi
getur hafa sótt um fleiri en eitt emb-
ætti. Gunnlaugur sagði að af þessum
22 embættum hefðu 11 verið á lands-
byggðinni og bárust 58 umsóknir um
þau. Á höfuðborgarsvæðinu voru
einnig auglýst 11 embætti en um-
sóknir um þau voru 90.
Það vekur sérstaka athygli, að
sögn Gunnlaugs, að starfandi prest-
ar virðast hafa
minni áhuga á að
sækja um prests-
embætti á lands-
byggðinni en
höfuðborgar-
svæðinu. Frá
starfandi prest-
um bárust 40
umsóknir um
prestsembætti á höfuðborgarsvæð-
inu en aðeins þrjár um embætti á
landsbyggðinni.
Þetta verðskuldar málefnalega
skoðun og umræðu að mati Gunn-
laugs.
Vandi háskólastétta
Séra Guðbjörg Jóhannesdóttir,
sóknarprestur í Langholtskirkju og
áður á Sauðárkróki, kvaðst telja það
sama gilda um presta og aðrar há-
skólamenntaðar starfsstéttir á borð
við arkitekta, lækna eða sálfræðinga
varðandi búsetu úti á landi.
„Prestar og aðrar háskólamennt-
aðar starfsstéttir eiga gjarnan maka
sem einnig eru með háskólamennt-
un. Þeir þurfa líka að fá vinnu, sem
oft stendur ekki til boða úti á landi,“
sagði Guðbjörg. Hún kvaðst sjálf
hafa verið prestur á Sauðárkróki í
níu ár. Þá var starf mannsins hennar
flutt í burtu af staðnum og í kjölfarið
fluttu þau búferlum.
„Við erum mörg sem gjarnan vild-
um búa úti á landi en getum það ekki
vegna fjölskylduaðstæðna. Makarnir
okkar hreinlega geta það ekki starfa
sinna vegna. Svo fara börnin í fram-
haldsnám. Þannig er þetta hjá mörg-
um,“ sagði Guðbjörg. gudni@mbl.is
Miseftirsótt embætti
Mun meiri ásókn er í laus prestsembætti á höfuðborg-
arsvæðinu en úti á landi Endurspeglar vanda háskólafólks
Borgarráð sam-
þykkti á síðasta
fundi sínum að
leigja Stúdenta-
leikhúsinu einn
hitaveitutank
Perlunnar undir
sýningar til
skamms tíma í
einu. Næsta sýn-
ing leikhússins,
„Stundarfriður“ eftir Guðmund
Steinsson, verður frumsýnd þar um
miðjan nóvember og segir formaður
Stúdentaleikhússins, Vilhelm Þór Da
Silva Neto, húsnæðið henta mjög vel
undir hana. „Við erum mjög fegin að
þetta var samþykkt,“ bætti hann við,
enda ekki um auðugan garð að gresja
í húsnæðismálum fyrir leikhópa.
laufey@mbl.is
Leikhús
í Perlunni
Perlan Leikhúsi
leigður einn tankur
Stúdentaleikhúsið
sýnir í hitaveitutanki
Þegar framkvæmdir hófust við endurbætur á Kóngsvegi á Þingvöllum í
vikunni komu strax í ljós hleðslur undir malbikinu. Eiga þær líklega rætur
sínar að rekja til gamla Konungsvegarins frá 1907 og flokkast því undir
fornminjar. „Það má alltaf búast við því að eitthvað óvænt komi upp á
Þingvöllum,“ segir Einar Sæmundsen, fræðslufulltrúi Þjóðgarðsins á Þing-
völlum, um fundinn og telur hann það gera framkvæmdirnar meira spenn-
andi. Segir hann fornleifafræðing fylgjast grannt með framvindu verksins
en ljóst sé að endurskoða þurfi hönnunina þannig að hleðslurnar fái að
njóta sín. „Þetta tefur verkið án þess þó að nokkur skaði sé af,“ segir Einar
að lokum en telur að næstu skref verði ljós á komandi dögum. laufey@mbl.is
Fornar hleðslur undir Kóngsvegi á Þingvöllum
Ljósmynd/Einar Sæmundsen
Hólmfríður Gísladóttir
holmfridur@mbl.is
Afar ólíklegt þykir að fundað verði í
kjaradeilu lækna um helgina og yf-
irgnæfandi líkur á að verkfall hefjist
aðfaranótt mánudags. Þetta segja
viðmælendur Morgunblaðsins.
Þar sem verkföll standa yfir verð-
ur þjónusta í lágmarki, svipuð og á
rauðum dögum, en viðvera lækna
ívið meiri, að sögn Þorbjarnar Jóns-
sonar, formanns Læknafélags Ís-
lands. Þá verða í gildi undanþágu-
listar yfir þá sem mæta til vinnu
þrátt fyrir verkfall en samkvæmt
upplýsingum frá Landspítala er þess
að vænta að verkfall á einu sviði spít-
alans muni hafa áhrif á öðrum svið-
um, og þá er viðbúið að álagið á
bráðasviði spítalans muni aukast til
muna þá daga sem verkfallsaðgerðir
standa yfir á heilsugæslunni.
Einn viðmælenda Morgunblaðsins
sagði starfsfólk spítalans hafa þung-
ar áhyggjur af stöðunni enda reynsl-
an af læknaverkföllum engin. Hvert
tilfelli yrði metið og aðeins bráðatil-
fellum sinnt en ágreiningur kynni að
koma upp, t.d. ef óskað yrði eftir áliti
sérfræðings sem ekki er á
undanþágulista. Mál af því tagi yrðu
borin undir undanþágunefnd.
Fólk fylgist með þróun mála
„Þetta geta verið flókin tilfelli og
þau þarf að meta hvert og eitt fyrir
sig en leiðarljósið er að enginn beri
skaða af og að sjúklingarnir verði
látnir njóta vafans,“ segir Oddur
Steinarsson, framkvæmdastjóri
lækninga hjá Heilsugæslu höfuð-
borgarsvæðisins. Heilsugæslan hafi
fengið tilmæli um að viðhafa sér-
staka aðgát hvað varðar börn.
Í verkfalli á heilsugæslunni verður
yfirlæknir að störfum og hann mun
sinna bráðaþjónustu á borð við að
endurnýja lyfseðla fyrir lífsnauðsyn-
legum lyfjum, s.s. adrenalín- og in-
súlínlyfjum. Oddur segir vonir
standa til að ekki komi til verkfalls
en bókaðir tímar á mánudag og
þriðjudag hafa ekki verið afbókaðir.
Hann hvetur fólk til að fylgjast með
þróun mála.
Læknaverkfall vofir yfir
Aðeins brýnustu tilfellum sinnt Starfsfólk áhyggjufullt Verkfall á einu sviði
mun hafa áhrif annars staðar Sjúklingarnir verði látnir njóta vafans
Læknar fara í verkfall
» Á mánudag og þriðjudag
munu verkfallsaðgerðir standa
yfir á kvenna- og barnasviði og
rannsóknarsviði Landspítala,
Heilsugæslu höfuðborg-
arsvæðisins og heilbrigð-
isstofnunum Vesturlands,
Vestfjarða, Norðurlands, Aust-
urlands, Suðurlands og Suð-
urnesja.
» Á miðvikudag og fimmtudag
verður verkfall og þjónusta í
lágmarki á lyflækningasviði
LSH og Sjúkrahúsinu á Ak-
ureyri.
» Verkfallsaðgerðir skurð-
lækna hefjast 4. nóvember.
Hópur fólks safnaðist saman við
lögreglustöðina við Hverfisgötu í
Reykjavík í gær til að mótmæla
vopnaburði lögreglunnar í kjölfar
frétta af því að lögreglan hefði
fengið um 150 hríðskotabyssur.
Mótmælendur voru hvattir til að
mæta með vatnsbyssur og gerðu
margir það. Þá var rauðri máln-
ingu skvett á lögreglustöðina og
grjóti kastað í húsið. Lögreglan
handtók karlmann í tengslum við
málið. Mótmælin fóru að öðru leyti
að mestu friðsamlega fram.
Mótmæli og máln-
ingu skvett