Morgunblaðið - 25.10.2014, Síða 29

Morgunblaðið - 25.10.2014, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2014 Það er kunnara en frá þurfi aðsegja að skákbyrjanirdraga oft nöfn sín af þjóð-ríkjum, borgum eða jafnvel bæjum: spænski leikurinn, ítalski leikurinn, frönsk vörn og íslenski gambíturinn. Og borgarnöfnin: Gautaborgar-afbrigðið, Sevilla- afbrigðið, Berlínarvörn og svo mætti lengi telja. Ég veit ekki til þess að nokkur skábyrjun sé nefnd eftir strandbænum Batumi í Georgíu sem liggur við landamæri Tyrklands en tilheyrði áður Óttóman-veldinu en þessa dagana fer þar fram Evr- ópumót ungmenna. „Batumi-bragðið“ mætti kannski kalla það háttalag mótshaldarans, sem er því miður ekki með öllu óþekkt í skákheiminum, að rukka fyr- irfram fyrir fjögurra eða fimm stjörnu hótel en senda síðan kepp- endur á óupphitað gistiheimili að kljást þar við sagga, flóabit og kaldar kjötbollur. Helstu meðmælin með vistarverum íslenska hópsins voru þau, að hinn nýi forseti evrópska skáksambandsins, Georgíumaðurinn Zurab Azmaparashvili, hefði dvalist þar í nokkra daga fyrir fáeinum árum og líkað vel. Þeir eru svolítið að kenna hvor öðrum um hvernig þetta gat farið svona, framkvæmdastjórar mótsins, en svo dæmi sé tekið um mismununina þá rúlluðu rússnesku keppendurnir sem koma hingað í stórum hópum beint inn á bestu hót- elin og mér er til efs að nokkur þeirra hafi greitt eitthvað svipað því sem ís- lensku keppendurnir þurftu að reiða fram. Ráfandi um í lobbíi Sheraton eru „utangarðsmennirnir“ stöðugt minntir á að þarna hafi nú aldeilis gist höfðingjar á borð við Hillary Clinton, Sting og Pavarotti og fleiri stórlaxa. Stundum er eins og ekkert hafi breyst hér í Georgíu þó að liðinn sé næstum aldarfjórðungur frá því að Sovétríkin leystust upp; þvergirð- ingsháttur, „njet“ og margefld dyra- varsla er gamalkunnur veruleikinn. En hver veit nema Eyjólfur hressist. Aftur að mótinu; eftir fjórar um- ferðir er Akureyringurinn Símon Þórhallsson sá keppandi sem mest hefur bætt sig miðað við ætlaðan ár- angur. Aðrir fulltrúar Íslands eru Dagur Ragnarsson, Oliver Aron Jó- hannesson og Gauti Páll Jónsson. Í afbrigði hollenskrar varnar sem kennt er við Leningrad sló hann and- stæðinginn út af laginu með leik sem ekki er minnst á í nýútkominni bók sem fjallar um refilstigu hollensku varnarinnar: EM Batumi 2014; 4. umferð: Símon Þórhallsson – Egor Fili- pets (Hvíta- Rússland) Hollensk vörn 1.d4 Rf6 2. g3 Rf6 3. Bg2 g6 4. Rf3 Bg7 5. O-O O-O 6. c4 d6 7. Rc3 De8 8. e4!? Óvæntur leikur sem Símon hafði áður beitt á Skákþingi Norðlendinga. 8. … Rxe4?! Sennilega er 8. ... fxe4 betra – til að eiga leið fyrir biskupinn niður á g4. 9. Rxe4 fxe4 10. Rg5 e5 11. Bxe4 h6 12. Rf3 Rc6 Eftir 12. … exd4 13. He1! er svart- ur í vanda. 13. dxe5 Bg4? Hyggst notfæra sér leppun ridd- arans en hugmyndin gengur ekki upp. Betra var 13. … dxe5. 14. Dd5+! Be6 15. Db5! Snarplega leikið og hótar 16. Dxb7. 15. … Rxe5 16. Rxe5 Dxb5 17. cxb5 dxe5 18. Be3! Fer sér að engu óðslega. Svartur getur ekki varið peðin á drottning- arvæng. 18. … Bc4 19. Hfc1 Bxb5 20. Bxb7 Had8 21. Hxc7 Hf7 22. Hac1 Hdd7 23. Hxd7 Hxd7 24. Bc6! Uppskipti treysta oft yfirburði þess sem meiri hefur liðsafla. 24. … Bxc6 25. Hxc6 Hd1+ 26. Kg2 Hb1 27. Hxg6 Kh7 28. Ha6 Hxb2 29. Hxa7 - og svartur gafst upp. Brátt brun- ar a2-peðið af stað. Batumi-bragðið Skák Helgi Ólafsson helol@simnet.is Þessa helgina er haldið árlegt Lands- mót æskulýðsfélaga kirkjunnar en það er stærsti viðburður árs- ins í kristilegu æsku- lýðstarfi. Í ár er mótið haldið á Hvammstanga og sækja það yfir 600 ungmenni á aldrinum 13-17 ára. Yfirskriftin í ár er JÁ! og vísar hún í umræðuefni móts- ins en fjallað verður um kynhegðun og kynheilbrigði. Í fræðslunni, sem að koma Sigga Dögg kynfræðingur og Þorbjörg Sveinsdóttir sálfræð- ingur hjá Barnahúsi, verður m.a. tekið á álitamálum á borð við klám- menningu, kynferðisofbeldi og notk- un getnaðarvarna. Safnað verður fyrir verkefni sem fellur undir al- næmisverkefni Hjálparstarfs kirkj- unnar sem stuðlar að forvörnum, að- hlynningu og stuðningi við alnæmissjúka og börn sem misst hafa foreldra af völdum sjúkdóms- ins. Umræða um kynlíf og kynheil- brigði við unglinga innan kirkjunnar skiptir höfuðmáli og tengist eðli þess erindis sem kirkjan á við mann- eskjur. Kirkjan boðar mannsmynd sem byggist á mannhelgi og kær- leika og nálgast kynlíf á þeim for- sendum að það sé heilög tjáning á jafningjatengslum. Í starfi kirkj- unnar er þeirri mannsmynd haldið á lofti í skírninni, sem boðar að mann- eskjan sé heilög og megi ekki meiða, í fermingunni, þar sem unglingum er vísað veg elsku í stað ótta og í hjónavígslum, þar sem jafningjar mætast í ástarjátningu og gangast undir ástríka þjónustu hvor eða hvort við annaðKirkjan hefur marg- víslegum hlutverkum að gegna í heiminum og hún er í eðli sínu ekki eingöngu stofnun, heldur samfélag fólks sem lifir við margvíslegan veruleika. Þess vegna er það brýnt að ávarpa aðstæður fólks og fjalla um þann veruleika sem við búum við sem manneskjur. Kirkjunni er í raun ekkert mannlegt óviðkomandi. Kristin kirkjan hefur um aldir verið í vandræðum með að ræða um kynlíf og kynverund fólks og í þeim vandræðagangi kallast á ann- arsvegar tvíhyggju hugmyndir, þar sem veruleikinn er aðgreindur í efni og anda, og hinsvegar karllægar hugmyndir feðraveldisins. Hin and- legi heimur í hefðbundinni fram- setningu kirkjunnar er karllægur og dyggðum prýddur á meðan hinn efnislegi heimur er tengdur hinu kvenlega, líkamlega og lastafulla. Konur voru álitnar freistarar hinna staðföstu karlmanna og holdið bar að berja með boðum og bönnum. Þessi karlaveldisheimur er svo inngróinn í menningu okkar, sam- félagsgerð og trúarhugmyndir að hann er útgangspunktur allrar um- ræðu og réttlætir það kerfisbundna ofbeldi sem okkur birtist til þessa dags í garð kvenna og hinsegin fólks. Þess vegna þarf kirkjan að tala um kynlíf. Það er staðreynd að kristin guðfræði er holdleg í eðli sínu og að Jesús Kristur birtist okk- ur sem manneskja af holdi og blóði. Holdtekningin er staðfesting á því að líkaminn er góður, að upplifun okkar af eigin líkama er jákvæð og að veruleikinn er óskiptur og rúmar allar manneskjur, sama hvaðan þær koma eða hverjar þær eru. Það eru skilaboð kirkjunnar til ungs fólks og til allra, að við séum dýrmæt sköpun Guðs, að Guð kom í heiminn og gerðist hold til að skilja og skynja hvað það er að vera mann- eskja. Við tölum um kynlíf, líkama okkar og kynverund á opinberan og heiðarlegan hátt til vega á móti þeim skilaboðum sem dynja á ungu fólki um að verðgildi þess sé metið á grundvelli útlits eða kynferðislegar hlutgervingar. Það er ekki auðvelt að vera ung manneskja að stíga sín fyrstu skref í þessum veruleika og hér ber kirkjan ábyrgð í því hvernig hún nálgast umræðuna um líkamann og allt sem honum fylgir. Ef við forðumst um- ræðu eða berum á borð algild svör, gerum við meira ógagn en gagn og þá bregst kirkjan því erindi sem henni er falið af Jesú Kristi að reyn- ast fólki skjól. Það þarf að afnema skömmina og kirkjan hefur tækifæri til að vera leiðandi í þeim efnum hafi hún nægilegt hugrekki til. JÁ! Kynlíf er okkur af Guði gefið til að tjá ást, gefa og þiggja, sem jafningjar og guðsbörn. Þess vegna á kristin kynlífssiðfræði erindi við manneskjur og getur samtímis um- faðmað ólík fjölskylduform og hafn- að ofbeldisfullum birtingarmyndum kynhegðunar eða menningu sem gerir lítið úr manneskjum á grund- velli kynhegðunar. Slagorðin á Landsmóti ÆSKÞ eru: JÁ! ég vil elska og virða; JÁ! ég vil gera Jesú Krist að leiðtoga lífs- ins; og JÁ! ég þori, get og vil. Kynlíf og kristilegt æskulýðsstarf Eftir Sigurvin Lárus Jónsson og Sunnu Dóru Möller. »Kristin kirkja hefur um aldir átt í vandræðum með að ræða um kynlíf og kynverund fólks. Sigurvin Lárus Jónsson Höfundar eru prestar. Sunna Dóra Möller Tax Free jafngildir 20,3% afslætti nema annað sé tekið fram. Allar verslanir greiða virðisaukaskatt, en bjóða afslátt sem því nemur. PI PA R\ TB W A • SÍ A • 14 36 56 TAX FREE HELGI ÁKORPUTORGI 25.–26. OKTÓBER • SÍ A • 14 36 56 RISA TAX FREE AF ÖLLUM VÖRUM NEMA GÆLUDÝRAFÓÐRI TAX FREE AF ÖLLUM VÖRUM AÐEINS LAU 25. OKT TAX FREE AF SÖLULAUNUM TAX FREE AF ÖLLUM VÖRUMNEMA TILBOÐSVÖRUMOG „EVERYDAY LOW PRICE“ TAX FREE AF ÖLLUM VÖRUM TAX FREE AF ÖLLUM VÖRUM TAX FREE AF ÖLLUM VÖRUM TAX FREE GILDIR EKKI Í BÓNUS OG ÚTILEGUMANNINUM

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.