Morgunblaðið - 25.10.2014, Qupperneq 20
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25. OKTÓBER 2014
REYKJAVÍK2014Á FERÐ UMÍSLAND
SVIÐSLJÓS
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Minningin er til staðar þó að óljós
sé. Við sátum hér við kringlótta
borðið í stofunni og ég man að afi
minn, Jón Þorleifsson, og Ásgrímur
voru að spjalla saman. Heimilið var
afskaplega kyrrlátt, og ég naut þess
að horfa á fallegu málverkin á veggj-
unum,“ segir Rakel Pétursdóttir,
deildarstjóri rannsókna og sérsafna
við Listasafn Íslands, umsjón-
armaður Safns Ásgríms Jónsson við
Bergstaðastræti í Reykjavík.
„Hann er málari á heimsvísu“
Um þessar mundir er haldið
upp á 130 ára afmæli Listasafns Ís-
lands. Ásgrímssafn er hluti þess og í
tilefni afmælisins var þar opið hús á
dögunum. Ásgrímur er einn af
brautryðjendunum í íslenskri mynd-
list og áhrif hans þar voru sterk.
Þekktastur er Ásgrímur fyrir lands-
lagsmálverk og vatnslitamyndir.
Einnig myndir, unnar með ýmsum
aðferðum, þar innblástur er fenginn
úr íslensku þjóðsögunum. Má þar
nefna söguna Nátttröllið, en til eru
myndir eftir Ásgrím byggðar á
henni frá árinu 1905 og aðrar sem
hann gerði á sínum síðustu árum.
„Hann er málari á heimsvísu,
stórbrotinn, og kunnáttusamur, en
jafnframt sjaldgæflega þjóðlegur, í
list hans speglast hið innra líf lands
og þjóðar, oft séð úr dulheimum,“
segir Ragnar Jónsson í Smára í for-
mála ævisögu og listaverkabókar
Ásgríms Jónssonar sem út kom árið
1962.
Perla í
safnaflóru borgarinnar
Rakel Pétursdóttir hefur starf-
að á Listasafni Íslands um árabil og
meðal annars haft umsjón með Ás-
grímssafni sem yfir vetrartímann,
utan desember og janúar, er opið
alla sunnudaga frá kl. 14-17. Auk
þess er safnið opið fyrir hópa sam-
kvæmt samkomulagi.
„Þetta er lítil og falleg perla í
safnaflóru borgarinnar. Hér hefur
alltaf verið nokkur aðsókn í gegnum
árin og talsvert um heimsóknir til
dæmis skólahópa og annarra slíkra.
Einnig hafa útlendingar talsverðan
áhuga á Ásgrími, þessum tæra nat-
uralisma sem er svo áberandi í
mörgum vatnslitamyndunum. Ás-
grímur á sinn sess í hjörtum þjóð-
arinnar og er framlag hans sem
brautryðjanda íslenskrar nútíma-
listar mikilvægt. Hann hafði ríka
tjáningarþörf og það var mikið lán
hve Ásgrímur var næmur listamað-
ur. Fyrir vikið lifa verk hans meðal
fólks,“ segir Rakel.
Tær birta úr norðvestri
Ásgrímur Jónsson var fæddur
árið 1876 í Rútsstaðahjáleigu í Flóa.
Hann fór til listnáms í Kaupmanna-
höfn árið 1876 og sneri til baka rúm-
um áratug síðar. Þá má segja að
hinn eiginlegi ferill hafi hafist og all-
ar götur síðar var íslensk náttúra
helsta yrkisefnið. Dvaldist Ásgrímur
sumrin löng í Húsafelli í Borgarfirði
og myndir hans úr náttúrunni þar
eru margar. Húsafell Ásgríms er yf-
irskrift sýningarinnar sem uppi er á
heimili listamannsins en í vinnustof-
unni er sýningin Forynjur, verk sem
unnin eru út frá íslenskum þjóðsög-
um. Báðar sýningarnar eru í safninu
í Bergstaðastræti 74, húsi sem
byggt var árið 1928. Var heimili
listamannsins á jarðhæð en vinnu-
stofa í risi enda eru stórir gluggar á
þaki þar sem birtan flæðir inn.
„Ljósið var það sem Ásgrímur
sóttist eftir, að fá tæra dagsbirtu úr
norðvestri inn á vinnustofuna. Gestir
sem hingað koma í dag tala margir
einmitt um hve verkin njóti sín vel í
þessari fallegu birtu á vinnustofunni
og hve skemmtilega ljósið falli hing-
að inn,“ segir Rakel.
Sá sem þetta skrifar hefur oft
hitt og rætt við fólk sem man Ás-
grím og lýsir honum sem hæglátum
manni. „Hann lifði eins og munkur.
Stundum komum við krakkarnir
hingað inn og settumst inn á vinnu-
stofuna. Ásgrímur gaukaði kannski
að okkur kandísmola en sagði aldrei
orð,“ sagði kona sem bjó við Berg-
staðastræti og mundi listamanninn
úr bernsku sinni. Frásagnir í blöðum
og bókum eru samtóna þessu og
heimilið vitnar sömuleiðis um að þar
hafi búið maður sem var látlaus í
dagfari sínu og nægjusamur mjög.
Húsið við Bergstaðastræti, götu
sem er við hjartastað gömlu Reykja-
víkur, er varðveitt eins og Ásgrímur
skildi við það þegar hann lést árið
1958. Þá hafði listamaðurinn, sem
var ókvæntur og barnlaus, ánafnað
ríkinu eigur sínar, hús, og safn lista-
verka, á þriðja þúsund myndir. Þar á
meðal eru á sjöunda hundrað olíu-
og vatnslitamyndir, fullgerðar og
ófullgerðar, 150 teiknibækur og
ýmsar fleiri gersemar sem hafðar
eru í dýru gildi.
Stórbrotinn
og sjaldgæf-
lega þjóðlegur
Ásgrímssafn í Bergstaðastræti
Vatnslitamyndir og þjóðsögur
Listhús Málararnir Gunnlaug Scheving og Ásgrímur Jónsson deilu húsinu Bergstaðastræti 74 og bjó sá síðarnefndi
í endanum sem er fjær á þessari mynd. Þakgluggar hússins veittu birtu inn á vinnustofur málaranna.
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Safnstjóri Rakel Pétursdóttir með eina af skissubókum Ásgríms. Í baksýn er eitt af undrafögrum verkum hans.
Eitt þeirra nýsköpunarfyrirtækja
sem kynnt voru fyrir fjár-
festum á sprotaþinginu í
Arion banka í gær var
Controlant í Reykjavík.
Það býr til litla stokka
sem mæla stöðugt þætti
á borð við hita, rakastig
og skrásetja staðsetn-
ingu. Stokkana er hægt að
nota til að vakta hvaðeina
sem þörf er á, hitastig í vöru-
geymslum, gæta þess að vara sé
flutt við kjöraðstæður eða að lyf
uppi í hillu apóteks séu aldrei
geymd við slíkar aðstæður að
það geti stytt líftíma
lyfjanna. Mælitækin
senda mælingar þráð-
laust sín á milli og síðan
yfir farsímakerfið í mið-
lægan gagnagrunn Cont-
rolant.
Í grunninum eru gögnin
geymd og unnið úr þeim, og
þau svo gerð aðgengileg í gegnum
notendavænt viðmót.
„Á allri lífsleið vörunnar er
Tækni sem passar
upp á hita og raka
Notuð hjá 150 aðilum í 10 löndum
Tækni Búnaðurinn sem Controlant hefur þróað er sérstaklega hentugur fyrir geymslu viðkvæms varnings.